Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2021 10:49 Donald Trump yngri hefur farið fremstur þeirra sem hafa beitt sér gegn Baldwin og er hann meðal annars byrjaður að selja boli og peysur sem á stendur; „Byssur drepa ekki fólk. Alec Baldwin drepur fólk“. Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. Trump-liðar hafa lengi verið reiðir í garð Baldwins vegna gagnrýni hans í garð Trumps og fyrir það hvernig hann lék forsetann í Saturday Night Live. Skömmu eftir dauða Hutchins var myllumerkið #AlecForPrison farið að sjást á Twitter, samkvæmt AP fréttaveitunni. Enn liggur ekki að fullu fyrir hvað gerðist á tökustað myndarinnar Rust. Joel Souza, leikstjóri myndarinnar, segir Baldwin hafa verið að æfa atriði þar sem hann dregur byssu á loft og miðar henni að myndavélinni. Souza og Hutchins stóðu við myndavélina og þegar skot hljóp úr byssunni særðust þau bæði . Hutchins lést á sjúkrahúsi. Lögregluþjónar segjast hafa fundið skot á tökustaðnum en hafa ekki tekið fram hvort þau hafi verið hefðbundin eða púðurskot. Eins og bent er á í frétt New York Times eru hefðbundin skot yfirleitt bönnuð á tökustöðum kvikmynda og þátta. Fram hefur komið í dómsskjölum aðstoðarleikstjórinn Dave Halls rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri tóm. Hannah Hutierrez-Reed, skotvopnasérfræðingur kvikmyndarinnar, hafði þar áður meðhöndlað byssurnar. Souza segir að þau bæði eigi að ganga úr skugga um að byssur séu ekki hlaðnar á tökustað. Halls hafði áður verið rekinn úr framleiðsluteymi myndar eftir að skot hljóp óvænt úr byssu. Sjá einnig: Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Lögreglan stefnir á að halda blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Hutchins á morgun. Virðist hlakka í Trump-liðum Íhaldsmaðurinn J.D. Vance, sem er í framboði fyrir annað af öldungadeildarþingsætum Ohio, kallaði eftir því að Trump yrði hleypt aftur á Twitter. Það væri mikil þörf fyrir tíst forsetans fyrrverandi um Alec Baldwin. Trump yngri hefur þó farið manna fremstur í gríninu og gagnrýninni á Baldwin. Hann hefur til að mynda birt margar færslur um Baldwin á Instagram síðu sinni. Meðal annars birti hann til að mynda færslu á Instagram þar sem staðhæfir að ef hægri sinnaður maður hefði valdið dauða annars á svipaðan hátt væri leikarinn mjög hávær í gagnrýni sinni. „Fjandinn hirði hann,“ skrifaði Trump yngri við mynd af föður hans gera byssu með fingrunum með textanum: „Donald Trump að æfa grínatriði þar sem hann leikur Alec Baldwin“. View this post on Instagram A post shared by Donald Trump Jr. (@donaldjtrumpjr) Þá byrjaði hann nýverið að selja boli og peysur sem á stendur; „Byssur drepa ekki fólk Alec Baldwin drepur fólk“ á 28 dali. Þingkonan Lauren Boebert birti mynd af gömlu tísti frá Baldwin þar sem hann velti vöngum yfir því að gera boli með textanum: Hendur mínar eru á lofti. Gerðu það ekki skjóta mig.“ Boebert „taggaði“ Baldwin og spurði hvort þessir bolir væru enn til. Sagðist hún vera að spyrja fyrir kvikmyndaframleiðanda. Á formlegri Twittersíðu sinni gagnrýndi hún svo Baldwin fyrir að sýna nægilega nærgætni með skotvopn og fyrir það að vilja herða löggjöf um skotvopn í Bandaríkjunum. .@AlecBaldwin are these still available? Asking for a movie producer pic.twitter.com/AeE5VHLhqN— Lauren Boebert (@laurenboebert) October 22, 2021 Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Donald Trump Tengdar fréttir Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03 Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53 Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11 Hinsta kveðja eiginmannins: „Við söknum þín, Halyna!“ Matthew Hutchins, eiginmaður kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, sem lést af völdum voðaskots við kvikmyndatökur á fimmtudag, birti fyrr í dag á Instagram hjartnæmar myndir af þeim hjónum og syni þeirra með kveðjunni „Við söknum þín Halyna!“. 23. október 2021 21:48 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Trump-liðar hafa lengi verið reiðir í garð Baldwins vegna gagnrýni hans í garð Trumps og fyrir það hvernig hann lék forsetann í Saturday Night Live. Skömmu eftir dauða Hutchins var myllumerkið #AlecForPrison farið að sjást á Twitter, samkvæmt AP fréttaveitunni. Enn liggur ekki að fullu fyrir hvað gerðist á tökustað myndarinnar Rust. Joel Souza, leikstjóri myndarinnar, segir Baldwin hafa verið að æfa atriði þar sem hann dregur byssu á loft og miðar henni að myndavélinni. Souza og Hutchins stóðu við myndavélina og þegar skot hljóp úr byssunni særðust þau bæði . Hutchins lést á sjúkrahúsi. Lögregluþjónar segjast hafa fundið skot á tökustaðnum en hafa ekki tekið fram hvort þau hafi verið hefðbundin eða púðurskot. Eins og bent er á í frétt New York Times eru hefðbundin skot yfirleitt bönnuð á tökustöðum kvikmynda og þátta. Fram hefur komið í dómsskjölum aðstoðarleikstjórinn Dave Halls rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri tóm. Hannah Hutierrez-Reed, skotvopnasérfræðingur kvikmyndarinnar, hafði þar áður meðhöndlað byssurnar. Souza segir að þau bæði eigi að ganga úr skugga um að byssur séu ekki hlaðnar á tökustað. Halls hafði áður verið rekinn úr framleiðsluteymi myndar eftir að skot hljóp óvænt úr byssu. Sjá einnig: Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Lögreglan stefnir á að halda blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Hutchins á morgun. Virðist hlakka í Trump-liðum Íhaldsmaðurinn J.D. Vance, sem er í framboði fyrir annað af öldungadeildarþingsætum Ohio, kallaði eftir því að Trump yrði hleypt aftur á Twitter. Það væri mikil þörf fyrir tíst forsetans fyrrverandi um Alec Baldwin. Trump yngri hefur þó farið manna fremstur í gríninu og gagnrýninni á Baldwin. Hann hefur til að mynda birt margar færslur um Baldwin á Instagram síðu sinni. Meðal annars birti hann til að mynda færslu á Instagram þar sem staðhæfir að ef hægri sinnaður maður hefði valdið dauða annars á svipaðan hátt væri leikarinn mjög hávær í gagnrýni sinni. „Fjandinn hirði hann,“ skrifaði Trump yngri við mynd af föður hans gera byssu með fingrunum með textanum: „Donald Trump að æfa grínatriði þar sem hann leikur Alec Baldwin“. View this post on Instagram A post shared by Donald Trump Jr. (@donaldjtrumpjr) Þá byrjaði hann nýverið að selja boli og peysur sem á stendur; „Byssur drepa ekki fólk Alec Baldwin drepur fólk“ á 28 dali. Þingkonan Lauren Boebert birti mynd af gömlu tísti frá Baldwin þar sem hann velti vöngum yfir því að gera boli með textanum: Hendur mínar eru á lofti. Gerðu það ekki skjóta mig.“ Boebert „taggaði“ Baldwin og spurði hvort þessir bolir væru enn til. Sagðist hún vera að spyrja fyrir kvikmyndaframleiðanda. Á formlegri Twittersíðu sinni gagnrýndi hún svo Baldwin fyrir að sýna nægilega nærgætni með skotvopn og fyrir það að vilja herða löggjöf um skotvopn í Bandaríkjunum. .@AlecBaldwin are these still available? Asking for a movie producer pic.twitter.com/AeE5VHLhqN— Lauren Boebert (@laurenboebert) October 22, 2021
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Donald Trump Tengdar fréttir Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03 Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53 Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11 Hinsta kveðja eiginmannins: „Við söknum þín, Halyna!“ Matthew Hutchins, eiginmaður kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, sem lést af völdum voðaskots við kvikmyndatökur á fimmtudag, birti fyrr í dag á Instagram hjartnæmar myndir af þeim hjónum og syni þeirra með kveðjunni „Við söknum þín Halyna!“. 23. október 2021 21:48 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00
Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03
Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53
Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11
Hinsta kveðja eiginmannins: „Við söknum þín, Halyna!“ Matthew Hutchins, eiginmaður kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, sem lést af völdum voðaskots við kvikmyndatökur á fimmtudag, birti fyrr í dag á Instagram hjartnæmar myndir af þeim hjónum og syni þeirra með kveðjunni „Við söknum þín Halyna!“. 23. október 2021 21:48
Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58