Kristilegir demókratar í kreppu Ívar Már Arthúrsson skrifar 26. október 2021 15:00 Eftir kosningarnar til þýska sambandsþingsins sem fram fóru þann 26. september síðastliðinn varð fljótlega ljóst að þrír flokkar myndu ræða saman um mögulegt stjórnarsamstarf. Það eru Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjaflokkurinn og flokkur Frjálsra Demókrata. Nú hafa fulltrúar allra þessara flokka samþykkt að hefja formlegar stjórnarnmyndurnarviðræður og því má ganga út frá því að þeir myndi nýja stjórn og að Olaf Scholz, frá Jafnaðarmannaflokknum, sem í dag er fjármálaráðherra og varakanslari landsins, muni taka við af Angelu Merkel, og það líklega fyrir jól. Jafnaðarmenn sigruðu kosningarnar, á meðan flokkarnir tveir sem mynda saman þingflokk á Sambandsþinginu, Kristilega bandalagið (CSU) í Bæjaralandi og Kristilegir Demókratar (CDU), í öllum öðrum fylkjum þýskalands, töpuðu og þurftu meira að segja að sætta sig við lakasta árangur sinn í þingkosningum frá stofnun flokkkana. Nánast útilokað þykir að flokkurinn veði hluti af næstu ríkisstjórn landsins. Það er sennilega margt sem varð til þess að kosningarnar fóru á þennan veg, en ein ástæðan er án efa að kanslaraefni þeirra, Armin Laschet, er frekar óvinsæll meðal Þjóðverja. Það hjálpaði heldur ekki til, þegar hann ásamt forseta Þýskalands , Frank Walter Steinmeier, heimsótti flóðasvæðin í vesturhluta landsins í sumar, þar sem yfir 100 manns höfðu látið lífið, og fór að hlæja á meðan forsetinn hélt stutta ræðu. En þó er fleira sem varð þess valdandi að kristilegir munu að öllum líkindum þurfa að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Þeir eru nú í mikilli kreppu. Ljóst er að Laschet mun innan skamms hætta sem formaður síns flokks og sem stendur eru þó nokkrir sem eru taldir vilja bjóða sig fram til formennsku. Þeirra á meðal eru Norbert Röttgen, fyrrverandi umhverfisráðherra Þýskalands. Hann hefur áður boðið sig fram til formennsku. Það var í janúar síðastliðinn, en þá fékk hann ekki mikið fylgi. Það gæti þó farið á annan veg, ef hann byði sig fram nú, þar sem innan flokksins eru háværar kröfur um að gera hann nútímalegri og setja umhverfismálin í auknum mæli á oddinn. Margir telja að Röttgen sé einmitt rétti maðurinn til þess að ganga í þetta verkefni. Annar sem gæti orðið næsti formaður er Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þjóðverja. Hann er vinsæll á hægri væng flokksins sem er frekar öflugur og áhrifamikill. Krafan er ekki einungis sú að flokkurinn verði nútímalegri og umhverfissinnaðri, heldur einnig að unga fólkið og konurnar í flokknum verði meira áberandi. Einnig hefur það ítrekað verið rætt að bæta þurfi tengsl flokksins við bævereska systurflokkinn. Næsta formanns bíða því umfangsmikil verkefni, hver sem hann verður. Það verður alls ekki auðvelt að endurnýja flokkinn þannig, að allur þorri flokksmanna verði sáttur við hann í framtíðinni. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar til þýska sambandsþingsins sem fram fóru þann 26. september síðastliðinn varð fljótlega ljóst að þrír flokkar myndu ræða saman um mögulegt stjórnarsamstarf. Það eru Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjaflokkurinn og flokkur Frjálsra Demókrata. Nú hafa fulltrúar allra þessara flokka samþykkt að hefja formlegar stjórnarnmyndurnarviðræður og því má ganga út frá því að þeir myndi nýja stjórn og að Olaf Scholz, frá Jafnaðarmannaflokknum, sem í dag er fjármálaráðherra og varakanslari landsins, muni taka við af Angelu Merkel, og það líklega fyrir jól. Jafnaðarmenn sigruðu kosningarnar, á meðan flokkarnir tveir sem mynda saman þingflokk á Sambandsþinginu, Kristilega bandalagið (CSU) í Bæjaralandi og Kristilegir Demókratar (CDU), í öllum öðrum fylkjum þýskalands, töpuðu og þurftu meira að segja að sætta sig við lakasta árangur sinn í þingkosningum frá stofnun flokkkana. Nánast útilokað þykir að flokkurinn veði hluti af næstu ríkisstjórn landsins. Það er sennilega margt sem varð til þess að kosningarnar fóru á þennan veg, en ein ástæðan er án efa að kanslaraefni þeirra, Armin Laschet, er frekar óvinsæll meðal Þjóðverja. Það hjálpaði heldur ekki til, þegar hann ásamt forseta Þýskalands , Frank Walter Steinmeier, heimsótti flóðasvæðin í vesturhluta landsins í sumar, þar sem yfir 100 manns höfðu látið lífið, og fór að hlæja á meðan forsetinn hélt stutta ræðu. En þó er fleira sem varð þess valdandi að kristilegir munu að öllum líkindum þurfa að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Þeir eru nú í mikilli kreppu. Ljóst er að Laschet mun innan skamms hætta sem formaður síns flokks og sem stendur eru þó nokkrir sem eru taldir vilja bjóða sig fram til formennsku. Þeirra á meðal eru Norbert Röttgen, fyrrverandi umhverfisráðherra Þýskalands. Hann hefur áður boðið sig fram til formennsku. Það var í janúar síðastliðinn, en þá fékk hann ekki mikið fylgi. Það gæti þó farið á annan veg, ef hann byði sig fram nú, þar sem innan flokksins eru háværar kröfur um að gera hann nútímalegri og setja umhverfismálin í auknum mæli á oddinn. Margir telja að Röttgen sé einmitt rétti maðurinn til þess að ganga í þetta verkefni. Annar sem gæti orðið næsti formaður er Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þjóðverja. Hann er vinsæll á hægri væng flokksins sem er frekar öflugur og áhrifamikill. Krafan er ekki einungis sú að flokkurinn verði nútímalegri og umhverfissinnaðri, heldur einnig að unga fólkið og konurnar í flokknum verði meira áberandi. Einnig hefur það ítrekað verið rætt að bæta þurfi tengsl flokksins við bævereska systurflokkinn. Næsta formanns bíða því umfangsmikil verkefni, hver sem hann verður. Það verður alls ekki auðvelt að endurnýja flokkinn þannig, að allur þorri flokksmanna verði sáttur við hann í framtíðinni. Höfundur er nemi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar