Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2021 10:38 Stuðningsmenn Assange fyrir utan Háarétt í London þar sem framsalskrafan er tekin fyrir í morgun. AP/Kirsty Wigglesworth Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. Breskur dómari hafnaði kröfu Bandaríkjastjórnar um að framselja Assange í janúar á þeim forsendum að hætta væri á að hann reyndi að svipta sig lífi í bandarísku fangelsi. Bandaríkjastjórn áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í dag og á morgun. Assange er ákærður í Bandaríkjunum fyrir þjófnað og birtingu á sendiráðs- og hernaðarskjölum árið 2010. Gagnalekinn var afar vandræðalegur fyrir Bandaríkjastjórn en í skjölunum var meðal annars að finna athugasemdir bandarískra erindreka um erlenda ráðamenn. Þar var einnig að finna upplýsingar um dráp Bandaríkjahers á óbreyttum borgurum í Írak. Stofnanda Wikileaks er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í tölvuinnbroti þar sem skjölunum var stolið en einnig fyrir að tefla lífi fólks í hættu með því að birta skjölin í heild sinni og þar með nöfn fólks sem hafði lagt Bandaríkjaher lið á hættulegum átakasvæðum. Í greinargerð sem Bandaríkjastjórn lagði fram í Bretlandi til stuðnings framsalskröfu sinni kemur fram að hún hafi veitt breskum stjórnvöldum fyrirheit um að Assange gæti afplánað mögulegan fangelsisdóm í Ástralíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að Assange yrði viðstaddur réttarhöldin í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi. Þegar til kastanna kom var hann þó fjarstaddur. Lögmaður hans sagði að hann teldi sig ekki geta verið viðstaddan. Assange hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn í apríl árið 2019. Fram að því hafði hann dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár til að komast hjá því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar vegna kynferðisbrots. WikiLeaks Bretland Bandaríkin Ástralía Mál Julians Assange Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Breskur dómari hafnaði kröfu Bandaríkjastjórnar um að framselja Assange í janúar á þeim forsendum að hætta væri á að hann reyndi að svipta sig lífi í bandarísku fangelsi. Bandaríkjastjórn áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í dag og á morgun. Assange er ákærður í Bandaríkjunum fyrir þjófnað og birtingu á sendiráðs- og hernaðarskjölum árið 2010. Gagnalekinn var afar vandræðalegur fyrir Bandaríkjastjórn en í skjölunum var meðal annars að finna athugasemdir bandarískra erindreka um erlenda ráðamenn. Þar var einnig að finna upplýsingar um dráp Bandaríkjahers á óbreyttum borgurum í Írak. Stofnanda Wikileaks er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í tölvuinnbroti þar sem skjölunum var stolið en einnig fyrir að tefla lífi fólks í hættu með því að birta skjölin í heild sinni og þar með nöfn fólks sem hafði lagt Bandaríkjaher lið á hættulegum átakasvæðum. Í greinargerð sem Bandaríkjastjórn lagði fram í Bretlandi til stuðnings framsalskröfu sinni kemur fram að hún hafi veitt breskum stjórnvöldum fyrirheit um að Assange gæti afplánað mögulegan fangelsisdóm í Ástralíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að Assange yrði viðstaddur réttarhöldin í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi. Þegar til kastanna kom var hann þó fjarstaddur. Lögmaður hans sagði að hann teldi sig ekki geta verið viðstaddan. Assange hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn í apríl árið 2019. Fram að því hafði hann dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár til að komast hjá því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar vegna kynferðisbrots.
WikiLeaks Bretland Bandaríkin Ástralía Mál Julians Assange Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira