96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 10:13 96 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítala. Vísir/Einar 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Fjörutíu og einn var í sóttkví við greiningu, eða tæp 43 prósent, en 55 utan sóttkvíar við greiningu, eða 57 prósent. Þetta kemur fram í frétt RÚV sem ræddi við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Að hans sögn er fjölgun smita nánast í veldisvexti. „Það er blindur maður sem sér það ekki að þetta er að vaxa. Þetta er nánast að komast í veldisvöxt,“ er haft eftir Má í frétt RÚV. Mikið af ungu fólki að leggjast inn Að hans sögn eru þeir sem leggjast nú inn á Landspítala vegna Covid yngri en áður. Tveir þeirra sem séu á gjörgæslu séu ekki orðnir fimmtugir, annar fæddur 1975 og hinn 1984. „Það er óvenjulega mikið af ungu fólki, fólk sem er fætt um 1970 eða um eða eftir 1980 sem eru inniliggjandi hjá okkur núna,“ segir Már. Fimm þeirra sem liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn smituðust á spítalanum. „Þeir eru minna veikir af völdum Covid enþeir eru að jafna sig eftir opna hjartaaðgerð,“ segir Már. Að hans sögn eru þá fimm talsvert veikir sem liggi inni á legudeild. 900 séu nú á göngudeild Covid í eftirliti og daglega hafi einhver lagst inn á spítalann vegna veikinnar. Einn hafi lagst inn í gær en enginn þeirra sem séu á gjörgæslu komi af hjartadeildinni. Meira en helmingur utan sóttkvíar við greiningu Fimm greindust smitaðir á landamærunum í gær, fjórir með virkt smit og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá einum. Förutíu og einn var í sóttkví við greiningu en fimmtíu og fimm utan sóttkvíar. Þá greindust 88 í einkennasýnatöku og átta í sóttkvíar- og handahófsskimun. 1750 eru nú í sóttkví og 840 í einangrun, samkvæmt covid.is. Hvorki er búið að uppfæra á vefnum hve margir eru á sjúkrahúsi né hve margir voru bólusettir við greiningu. Fréttin var uppfærð með uppfærðum tölum á covid.is klukkan 13:00 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt RÚV sem ræddi við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Að hans sögn er fjölgun smita nánast í veldisvexti. „Það er blindur maður sem sér það ekki að þetta er að vaxa. Þetta er nánast að komast í veldisvöxt,“ er haft eftir Má í frétt RÚV. Mikið af ungu fólki að leggjast inn Að hans sögn eru þeir sem leggjast nú inn á Landspítala vegna Covid yngri en áður. Tveir þeirra sem séu á gjörgæslu séu ekki orðnir fimmtugir, annar fæddur 1975 og hinn 1984. „Það er óvenjulega mikið af ungu fólki, fólk sem er fætt um 1970 eða um eða eftir 1980 sem eru inniliggjandi hjá okkur núna,“ segir Már. Fimm þeirra sem liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn smituðust á spítalanum. „Þeir eru minna veikir af völdum Covid enþeir eru að jafna sig eftir opna hjartaaðgerð,“ segir Már. Að hans sögn eru þá fimm talsvert veikir sem liggi inni á legudeild. 900 séu nú á göngudeild Covid í eftirliti og daglega hafi einhver lagst inn á spítalann vegna veikinnar. Einn hafi lagst inn í gær en enginn þeirra sem séu á gjörgæslu komi af hjartadeildinni. Meira en helmingur utan sóttkvíar við greiningu Fimm greindust smitaðir á landamærunum í gær, fjórir með virkt smit og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá einum. Förutíu og einn var í sóttkví við greiningu en fimmtíu og fimm utan sóttkvíar. Þá greindust 88 í einkennasýnatöku og átta í sóttkvíar- og handahófsskimun. 1750 eru nú í sóttkví og 840 í einangrun, samkvæmt covid.is. Hvorki er búið að uppfæra á vefnum hve margir eru á sjúkrahúsi né hve margir voru bólusettir við greiningu. Fréttin var uppfærð með uppfærðum tölum á covid.is klukkan 13:00
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira