Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2021 10:45 Smituðum hefur fjölgað undanfarið hér á landi og eru nú þrír á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarlega öndunarerfiðleika. Vísir/Vilhelm Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun. Að uppfylltum skilyrðum getur tími í einangrun orðið skemmstur sjö dagar, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Almenn krafa um dvöl í sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm, að því gefnu að henni ljúki með neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi. Ef einstaklingur undirgengst ekki PCR próf til að ljúka sóttkví þarf hann að sæta henni í fjórtán daga. Reglugerðin tekur gildi frá og með 29. október og taka breyttar reglur einnig til þeirra sem þegar eru í sóttkví eða einangrun. Vísar ráðuneytið til þess að sóttvarnalæknir hafi lokið endurskoðun á reglum um sóttkví og einangrun vegna Covid-19. Niðurstaðan sé að stytta megi einangrun smitaðra og sóttkví þeirra sem hafa verið útsettir fyrir Covid, án þess að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Með breytingunum má læknir nú aflétta einangrun vegna Covid-19 eftir sjö daga hjá einkennalausum, fullbólusettum einstaklingum og einkennalausum börnum sem eru fædd 2009 og síðar. Eftir tíu daga má læknir jafnframt aflétta einangrun fóllbólusettra einstaklinga eða barna sem eru fædd 2009 og síðar ef einkenni eru í rénun og viðkomandi hefur verið hitalaus í 48 klukkustundir fyrir afléttingu. Einnig má aflétta einangrun einkennalauss óbólusetts einstaklings. Allir þeir sem grunur leikur á um að hafi umgengist smitaðan einstakling þurfa að fara í sóttkví í fimm daga frá því að þeir umgengust hann síðast. Neikvætt PCR-próf þarf til að losna úr sóttkvínni. Fyrirkomulag sem hafi gefist vel til þessa Fram að þessu hafa smitaðir þurft að vera í einangrun í fjórtán daga frá greiningu og hafa verið einkennalausir í sjö daga áður en henni er aflétt. Þó hefur verið heimilt að stytta einangrun í tíu daga hjá almennt hraustu fólki sem er einkennalaust í 72 klukkustundir. Þá hefur fólk sem hefur verið útsett fyrir smiti þurft að dvelja fjórtán daga í sóttkví sem stytta hefur mátt í sjö daga með neikvæðu PCR-prófi. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra frá því á þriðjudag segir að þetta fyrirkomulag um einangrun og sóttkví hafi gefist vel til að hefta útbreiðslu Covid-19. Um 10% allra þeirra sem settir eru í sóttkví greinist með veiruna. Hlutfallið sé þó hærra hjá börnum yngri en tólf ára, á bilinu 15-20%. Sóttkví og einangrun séu þó verulega íþyngjandi bæði fyrir einstaklinga og atvinnulíf. Því hafi sóttvarnalæknir endurskoðað reglurnar í samráði við innlenda aðila. Breytingarnar eigi ekki að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Þær séu í samræmi við leiðbeiningar sem gilda í mörgum nágrannalöndum Íslands. Tengd skjöl Reglugerd_um_einangrun_og_sottkviPDF464KBSækja skjal Minnisblad_sottvarnalaeknisPDF576KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Að uppfylltum skilyrðum getur tími í einangrun orðið skemmstur sjö dagar, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Almenn krafa um dvöl í sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm, að því gefnu að henni ljúki með neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi. Ef einstaklingur undirgengst ekki PCR próf til að ljúka sóttkví þarf hann að sæta henni í fjórtán daga. Reglugerðin tekur gildi frá og með 29. október og taka breyttar reglur einnig til þeirra sem þegar eru í sóttkví eða einangrun. Vísar ráðuneytið til þess að sóttvarnalæknir hafi lokið endurskoðun á reglum um sóttkví og einangrun vegna Covid-19. Niðurstaðan sé að stytta megi einangrun smitaðra og sóttkví þeirra sem hafa verið útsettir fyrir Covid, án þess að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Með breytingunum má læknir nú aflétta einangrun vegna Covid-19 eftir sjö daga hjá einkennalausum, fullbólusettum einstaklingum og einkennalausum börnum sem eru fædd 2009 og síðar. Eftir tíu daga má læknir jafnframt aflétta einangrun fóllbólusettra einstaklinga eða barna sem eru fædd 2009 og síðar ef einkenni eru í rénun og viðkomandi hefur verið hitalaus í 48 klukkustundir fyrir afléttingu. Einnig má aflétta einangrun einkennalauss óbólusetts einstaklings. Allir þeir sem grunur leikur á um að hafi umgengist smitaðan einstakling þurfa að fara í sóttkví í fimm daga frá því að þeir umgengust hann síðast. Neikvætt PCR-próf þarf til að losna úr sóttkvínni. Fyrirkomulag sem hafi gefist vel til þessa Fram að þessu hafa smitaðir þurft að vera í einangrun í fjórtán daga frá greiningu og hafa verið einkennalausir í sjö daga áður en henni er aflétt. Þó hefur verið heimilt að stytta einangrun í tíu daga hjá almennt hraustu fólki sem er einkennalaust í 72 klukkustundir. Þá hefur fólk sem hefur verið útsett fyrir smiti þurft að dvelja fjórtán daga í sóttkví sem stytta hefur mátt í sjö daga með neikvæðu PCR-prófi. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra frá því á þriðjudag segir að þetta fyrirkomulag um einangrun og sóttkví hafi gefist vel til að hefta útbreiðslu Covid-19. Um 10% allra þeirra sem settir eru í sóttkví greinist með veiruna. Hlutfallið sé þó hærra hjá börnum yngri en tólf ára, á bilinu 15-20%. Sóttkví og einangrun séu þó verulega íþyngjandi bæði fyrir einstaklinga og atvinnulíf. Því hafi sóttvarnalæknir endurskoðað reglurnar í samráði við innlenda aðila. Breytingarnar eigi ekki að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Þær séu í samræmi við leiðbeiningar sem gilda í mörgum nágrannalöndum Íslands. Tengd skjöl Reglugerd_um_einangrun_og_sottkviPDF464KBSækja skjal Minnisblad_sottvarnalaeknisPDF576KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira