Robbi Gunn brjálaður að missa markametið sitt í Danmörku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2021 14:00 Róbert Gunnarsson skoraði grimmt fyrir Århus tímabilið 2004-05. getty/Lars Ronbog Nýr aukaþáttur af Seinni bylgjunni hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. Hann nefnist einfaldlega Seinni bylgjan extra en þar tekur Stefán Árni Pálsson leikmenn Olís-deildar karla tali. Fyrsti þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 21:00 í kvöld. Þar verður rætt við Gunnar Stein Jónsson sem sneri heim í sumar eftir langa dvöl í atvinnumennsku og gekk í raðir Stjörnunnar. Gunnar Steinn og félagar í Stjörnunni hafa farið einkar vel af stað og unnið alla fimm leiki sína í Olís-deildinni. „Það eru alveg fimm til sex lið sem eru á svipuðu róli og við erum þar. Við höfum byrjað mjög vel en höfum verið nokkuð stöðugir. Við eigum enn helling inni og getum bætt okkur á mjög mörgum sviðum,“ sagði Gunnar Stein. Hann gaukaði því að Stefáni Árna að markamet Róberts Gunnarssonar í dönsku úrvalsdeildinni hefði fallið á síðasta tímabili. Róbert hafði lítinn húmor fyrir því að missa. „Það er rétt, því miður,“ sagði Róbert sem var í Seinni bylgjunni á laugardaginn. „Ég þoli ekki þegar fólk segist vera ánægt með að metið þess hafi verið slegið. Ég er hundfúll yfir því. Það var geggjað að eiga þetta met.“ Klippa: Seinni bylgjan - Markamet Róberts féll Róbert skoraði 241 mark fyrir Århus tímabilið 2004-05. Emil Jakobsen, þáverandi leikmaður GOG, sló metið á síðasta tímabili þegar hann skoraði 242 mörk. Hann leikur núna með Flensburg í Þýskalandi. Róbert lék með Århus á árunum 2002-05. Hann gekk aftur í raðir félagsins 2016 og lék með því síðustu tvö ár ferilsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Seinni bylgjan Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Risi í HK, hinn íslenski Per Carlén og of skotglaður Framari Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson ræddu í Seinni bylgjunni um nokkra leikmenn sem annars voru ekki ýkja áberandi í umræðunni eftir síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta. 1. nóvember 2021 12:31 Kári fagnaði framan í Framara og var vikið af velli: „Ég hefði orðið brjálaður“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var sendur í kælingu eftir að hafa fagnað marki fyrir ÍBV gegn Fram af miklum móð. Silfurdrengirnir í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar voru afar ósammála dómaranum. 1. nóvember 2021 10:00 „Betri heima en á parketinu í Safamýri“ „Á meðan hún stendur sig á parketinu eins og hún gerði í síðasta leik að þá er þetta þess virði. Þú þarft að vinna svolítið fyrir því að fá þessar pásur frá krakkanum,“ grínast Þorgrímur Smári Ólafsson sem er heimavinnandi húsfaðir á meðan að Karen Knútsdóttir blómstrar á toppi Olís-deildarinnar. 1. nóvember 2021 08:01 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Fyrsti þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 21:00 í kvöld. Þar verður rætt við Gunnar Stein Jónsson sem sneri heim í sumar eftir langa dvöl í atvinnumennsku og gekk í raðir Stjörnunnar. Gunnar Steinn og félagar í Stjörnunni hafa farið einkar vel af stað og unnið alla fimm leiki sína í Olís-deildinni. „Það eru alveg fimm til sex lið sem eru á svipuðu róli og við erum þar. Við höfum byrjað mjög vel en höfum verið nokkuð stöðugir. Við eigum enn helling inni og getum bætt okkur á mjög mörgum sviðum,“ sagði Gunnar Stein. Hann gaukaði því að Stefáni Árna að markamet Róberts Gunnarssonar í dönsku úrvalsdeildinni hefði fallið á síðasta tímabili. Róbert hafði lítinn húmor fyrir því að missa. „Það er rétt, því miður,“ sagði Róbert sem var í Seinni bylgjunni á laugardaginn. „Ég þoli ekki þegar fólk segist vera ánægt með að metið þess hafi verið slegið. Ég er hundfúll yfir því. Það var geggjað að eiga þetta met.“ Klippa: Seinni bylgjan - Markamet Róberts féll Róbert skoraði 241 mark fyrir Århus tímabilið 2004-05. Emil Jakobsen, þáverandi leikmaður GOG, sló metið á síðasta tímabili þegar hann skoraði 242 mörk. Hann leikur núna með Flensburg í Þýskalandi. Róbert lék með Århus á árunum 2002-05. Hann gekk aftur í raðir félagsins 2016 og lék með því síðustu tvö ár ferilsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Risi í HK, hinn íslenski Per Carlén og of skotglaður Framari Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson ræddu í Seinni bylgjunni um nokkra leikmenn sem annars voru ekki ýkja áberandi í umræðunni eftir síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta. 1. nóvember 2021 12:31 Kári fagnaði framan í Framara og var vikið af velli: „Ég hefði orðið brjálaður“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var sendur í kælingu eftir að hafa fagnað marki fyrir ÍBV gegn Fram af miklum móð. Silfurdrengirnir í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar voru afar ósammála dómaranum. 1. nóvember 2021 10:00 „Betri heima en á parketinu í Safamýri“ „Á meðan hún stendur sig á parketinu eins og hún gerði í síðasta leik að þá er þetta þess virði. Þú þarft að vinna svolítið fyrir því að fá þessar pásur frá krakkanum,“ grínast Þorgrímur Smári Ólafsson sem er heimavinnandi húsfaðir á meðan að Karen Knútsdóttir blómstrar á toppi Olís-deildarinnar. 1. nóvember 2021 08:01 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Risi í HK, hinn íslenski Per Carlén og of skotglaður Framari Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson ræddu í Seinni bylgjunni um nokkra leikmenn sem annars voru ekki ýkja áberandi í umræðunni eftir síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta. 1. nóvember 2021 12:31
Kári fagnaði framan í Framara og var vikið af velli: „Ég hefði orðið brjálaður“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var sendur í kælingu eftir að hafa fagnað marki fyrir ÍBV gegn Fram af miklum móð. Silfurdrengirnir í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar voru afar ósammála dómaranum. 1. nóvember 2021 10:00
„Betri heima en á parketinu í Safamýri“ „Á meðan hún stendur sig á parketinu eins og hún gerði í síðasta leik að þá er þetta þess virði. Þú þarft að vinna svolítið fyrir því að fá þessar pásur frá krakkanum,“ grínast Þorgrímur Smári Ólafsson sem er heimavinnandi húsfaðir á meðan að Karen Knútsdóttir blómstrar á toppi Olís-deildarinnar. 1. nóvember 2021 08:01