Sjáum við hænuskref eða splitstökk á COP26? Kristrún Tinna Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 15:02 Nú fyrir tveimur dögum var COP26 loftlagsráðstefnan í Glasgow formlega sett, ári á eftir áætlun eins og svo margir stórviðburðir sem fresta þurfti vegna COVID-19 samkomutakmarkana. Á ráðstefnunni munu fulltrúar þjóða víða um heim ræða stöðuna og næstu skref í baráttunni við loftlagsvána. Í hnotskurn er staðan sú að miðað við núverandi stöðu og skuldbindingar þjóða heimsins er ennþá langt í land með að við náum yfirlýstu markmiði Parísarsamningsins um kolefnishlutleysi á heimsvísu fyrir 2050. Enn metnaðarfyllri markmið og skuldbindingar eru nauðsynlegar. Þó að COP26 sé vissulega vettvangur fyrir slík loforð eru væntingar alþjóðlegra spekinga takmarkaðar. Flestir virðast vænta hænuskrefa þar sem markmið mjakast upp á við, frekar en þeirra stóru splitstökka sem þörf er á. Í síðasta mánuði kom úr skýrsla frá UN PRI, armi Sameinuðu þjóðanna sem sérhæfir sig í ábyrgum fjárfestingum, um óumflýjanleg viðbrögð stjórnvalda við þeirri stöðu sem er uppi. Í skýrslunni er sagt að búast megi við stigvaxandi aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin; að núverandi hegðun og spá um loftlagsaðgerðir duga ekki til að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð. Því er samkvæmt skýrslunni ljóst að á næstu árum þarf að hraða aðgerðum (hvatar, kvótar, boð og bönn í formi regluverks) og muni slíkar aðgerðir einkum raungerast á árunum 2023-2025. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp að núverandi markmið Íslands er að verða óháð jarðefnaeldsneyti 2050. Um helmingur losunar á ábyrgð Íslands kemur frá flutningum á landi og sjávarútvegi og því er jarðefnaeldsneyti sökudólgurinn fyrir okkar kolefnisspori. Í kosningabaráttunni kepptust flokkarnir við að „bjóða betur“ en núverandi markmið... kolefnishlutleysi 2045... kolefnishlutleysi 2040 eða einfaldlega „fyrst í heimi“ án þess að ljóst sé hvenær það gæti í fyrsta lagi orðið. En hvers vegna skiptir þetta máli fyrir íslensk fyrirtæki? Ef, eða kannski frekar þegar, hertari aðgerðir verða að veruleika má búast við að verðmæti eigna sem eru hlutfallslega mjög mengandi eða háðar jarðefnaeldsneyti rýrni á einni nóttu. Slík virðisbreyting er í loftlagsáhættufræðum kölluð umbreytingaráhætta (e. transition risk) til aðgreiningar frá raunlægri áhættu (e. physical risk) sem hlýst af beinum áhrifum loftlagsbreytinga eins og ofsaveðri. Fyrir fyrirtæki þýðir þetta að mæling á kolefnisspori rekstrar og markmið um samdrátt í losun verða enn mikilvægari en áður. Án þess að þekkja sitt spor er erfitt að vita hvar stærstu tækifærin til að draga úr losun liggja. Til marks um hvað leiðandi fyrirtæki eru að gera erlendis má benda á að stærstu fyrirtæki Evrópu eru á fleygiferð að setja sér markmið og í dag hafa 70 af 100 félögum í bresku hlutabréfavísitölunni FTSE100 sett sér markmið um kolefnishlutleysi á einhverju formi. Um þriðjungur af um það bil 1.000 stærstu fyrirtækjum Evrópu höfðu í ágúst síðastliðnum sett sér markmið um kolefnishlutleysi hvað varðar beina og óbeina losun eigi síðar en 2050. Mörg þessara markmiða hafa verið kynnt á árinu 2021 og líklega hafa þessar tölur hækkað enn meira nú þegar í aðdraganda COP26 ráðstefnunnar. Hlutfallslega mun færri íslensk fyrirtæki hafa stigið slíkt skref og gefið út opinbert markmið um kolefnishlutleysi. Háværari krafa um kolefnishlutleysi fyrirtækja hér á landi eins og annars staðar er tímaspursmál auk þess sem það felst samkeppnisforskot í því að vera leiðandi í þessum málum. Ísland er í kjörstöðu til þess að vera í forystu í málaflokknum en til þess að hafa efni á að geta kallað okkur grænust í heimi þurfum við svo sannarlega að vera á tánum því samkeppnin erlendis er á fleygiferð. Höfundur er forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein COP26 Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Nú fyrir tveimur dögum var COP26 loftlagsráðstefnan í Glasgow formlega sett, ári á eftir áætlun eins og svo margir stórviðburðir sem fresta þurfti vegna COVID-19 samkomutakmarkana. Á ráðstefnunni munu fulltrúar þjóða víða um heim ræða stöðuna og næstu skref í baráttunni við loftlagsvána. Í hnotskurn er staðan sú að miðað við núverandi stöðu og skuldbindingar þjóða heimsins er ennþá langt í land með að við náum yfirlýstu markmiði Parísarsamningsins um kolefnishlutleysi á heimsvísu fyrir 2050. Enn metnaðarfyllri markmið og skuldbindingar eru nauðsynlegar. Þó að COP26 sé vissulega vettvangur fyrir slík loforð eru væntingar alþjóðlegra spekinga takmarkaðar. Flestir virðast vænta hænuskrefa þar sem markmið mjakast upp á við, frekar en þeirra stóru splitstökka sem þörf er á. Í síðasta mánuði kom úr skýrsla frá UN PRI, armi Sameinuðu þjóðanna sem sérhæfir sig í ábyrgum fjárfestingum, um óumflýjanleg viðbrögð stjórnvalda við þeirri stöðu sem er uppi. Í skýrslunni er sagt að búast megi við stigvaxandi aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin; að núverandi hegðun og spá um loftlagsaðgerðir duga ekki til að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð. Því er samkvæmt skýrslunni ljóst að á næstu árum þarf að hraða aðgerðum (hvatar, kvótar, boð og bönn í formi regluverks) og muni slíkar aðgerðir einkum raungerast á árunum 2023-2025. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp að núverandi markmið Íslands er að verða óháð jarðefnaeldsneyti 2050. Um helmingur losunar á ábyrgð Íslands kemur frá flutningum á landi og sjávarútvegi og því er jarðefnaeldsneyti sökudólgurinn fyrir okkar kolefnisspori. Í kosningabaráttunni kepptust flokkarnir við að „bjóða betur“ en núverandi markmið... kolefnishlutleysi 2045... kolefnishlutleysi 2040 eða einfaldlega „fyrst í heimi“ án þess að ljóst sé hvenær það gæti í fyrsta lagi orðið. En hvers vegna skiptir þetta máli fyrir íslensk fyrirtæki? Ef, eða kannski frekar þegar, hertari aðgerðir verða að veruleika má búast við að verðmæti eigna sem eru hlutfallslega mjög mengandi eða háðar jarðefnaeldsneyti rýrni á einni nóttu. Slík virðisbreyting er í loftlagsáhættufræðum kölluð umbreytingaráhætta (e. transition risk) til aðgreiningar frá raunlægri áhættu (e. physical risk) sem hlýst af beinum áhrifum loftlagsbreytinga eins og ofsaveðri. Fyrir fyrirtæki þýðir þetta að mæling á kolefnisspori rekstrar og markmið um samdrátt í losun verða enn mikilvægari en áður. Án þess að þekkja sitt spor er erfitt að vita hvar stærstu tækifærin til að draga úr losun liggja. Til marks um hvað leiðandi fyrirtæki eru að gera erlendis má benda á að stærstu fyrirtæki Evrópu eru á fleygiferð að setja sér markmið og í dag hafa 70 af 100 félögum í bresku hlutabréfavísitölunni FTSE100 sett sér markmið um kolefnishlutleysi á einhverju formi. Um þriðjungur af um það bil 1.000 stærstu fyrirtækjum Evrópu höfðu í ágúst síðastliðnum sett sér markmið um kolefnishlutleysi hvað varðar beina og óbeina losun eigi síðar en 2050. Mörg þessara markmiða hafa verið kynnt á árinu 2021 og líklega hafa þessar tölur hækkað enn meira nú þegar í aðdraganda COP26 ráðstefnunnar. Hlutfallslega mun færri íslensk fyrirtæki hafa stigið slíkt skref og gefið út opinbert markmið um kolefnishlutleysi. Háværari krafa um kolefnishlutleysi fyrirtækja hér á landi eins og annars staðar er tímaspursmál auk þess sem það felst samkeppnisforskot í því að vera leiðandi í þessum málum. Ísland er í kjörstöðu til þess að vera í forystu í málaflokknum en til þess að hafa efni á að geta kallað okkur grænust í heimi þurfum við svo sannarlega að vera á tánum því samkeppnin erlendis er á fleygiferð. Höfundur er forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun