Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 11:02 Lögreglumenn að störfum við húsið þar sem Cleo Smith fannst heil á húfi á miðvikudag. AP/Richard Wainwright/AAP Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. Lögregluþjónar fundu Cleo Smith á heimili 36 ára gamals manns í bænum Carnarvon í Vestur-Ástralíu á miðvikudag. Þá voru átján daga liðnir frá því að hún hvarf af tjaldsvæði í Macleod um hundrað kílómetra norðan við Carnarvon. Dómsmálaráðuneyti Ástralíu greindi frá því í dag að maðurinn hefði verið fluttur í hámarksöryggisfangelsi. Sjónvarpsmyndir sýndu lögreglumenn flytja manninn hlekkjaðan og berfættan úr lögreglubíl í flugvél eftir að hann var handtekinn í Carnarvon á miðvikudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Maðurinn heitir Terry Kelly og var ákærður fyrir ránið á Cleo í gær. Hann kom stuttlega fyrir dómara í Carnarvon í gær en dómari neitaði honum um lausn gegn tryggingu. Grunsemdir eru sagðar hafa vaknað á meðal nágranna Kelly þegar þeir sáu hann kaupa bleyjur en þeir vissu ekki til þess að hann ætti barn. Kelly er sagður hafa valdið sjálfum sér skaða í fangelsi en að hann sé ekki alvarlega sár. Foreldrar Cleo þökkuðu lögreglu og þeim sem komu að umfangsmikilli leit að dóttur þeirra í dag. Óskuðu þeir eftir því að friðhelgi einkalífs þeirra yrði virt í framhaldinu. Hvarf Cleo vakti gríðarleg athygli í Ástralíu og víða um heim. „Við erum svo þakklát að litla stúlkan okkar sé komin aftur í fangið á okkur og að fjölskyldan sé heil aftur,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu. AP-fréttastofan hefur eftir Cameron Blaine, einum rannsóknarlögreglumannanna sem fundu Cleo, að hún virðist í ótrúlega góðu jafnvægi eftir ránið. „Ég er viss um að þetta hefur haft áhrif en að sjá hana hegða sér svo eðlilega fyrir fjögurra ára gamla telpu og að njóta samvista litlu systur sinnar og fjölskyldu var gott að sjá,“ segir Blaine sem heimsótti Cleo og fjölskyldu í Carnarvon. Um fimm þúsund manns búa í Carnarvon. Húsið sem Cleo fannst í er í innan við tíu mínútna akstursfjarlægð frá heimili hennar. Kelly er þó ekki sagður hafa þekkt til fjölskyldu Cleo. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. 4. nóvember 2021 08:14 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Lögregluþjónar fundu Cleo Smith á heimili 36 ára gamals manns í bænum Carnarvon í Vestur-Ástralíu á miðvikudag. Þá voru átján daga liðnir frá því að hún hvarf af tjaldsvæði í Macleod um hundrað kílómetra norðan við Carnarvon. Dómsmálaráðuneyti Ástralíu greindi frá því í dag að maðurinn hefði verið fluttur í hámarksöryggisfangelsi. Sjónvarpsmyndir sýndu lögreglumenn flytja manninn hlekkjaðan og berfættan úr lögreglubíl í flugvél eftir að hann var handtekinn í Carnarvon á miðvikudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Maðurinn heitir Terry Kelly og var ákærður fyrir ránið á Cleo í gær. Hann kom stuttlega fyrir dómara í Carnarvon í gær en dómari neitaði honum um lausn gegn tryggingu. Grunsemdir eru sagðar hafa vaknað á meðal nágranna Kelly þegar þeir sáu hann kaupa bleyjur en þeir vissu ekki til þess að hann ætti barn. Kelly er sagður hafa valdið sjálfum sér skaða í fangelsi en að hann sé ekki alvarlega sár. Foreldrar Cleo þökkuðu lögreglu og þeim sem komu að umfangsmikilli leit að dóttur þeirra í dag. Óskuðu þeir eftir því að friðhelgi einkalífs þeirra yrði virt í framhaldinu. Hvarf Cleo vakti gríðarleg athygli í Ástralíu og víða um heim. „Við erum svo þakklát að litla stúlkan okkar sé komin aftur í fangið á okkur og að fjölskyldan sé heil aftur,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu. AP-fréttastofan hefur eftir Cameron Blaine, einum rannsóknarlögreglumannanna sem fundu Cleo, að hún virðist í ótrúlega góðu jafnvægi eftir ránið. „Ég er viss um að þetta hefur haft áhrif en að sjá hana hegða sér svo eðlilega fyrir fjögurra ára gamla telpu og að njóta samvista litlu systur sinnar og fjölskyldu var gott að sjá,“ segir Blaine sem heimsótti Cleo og fjölskyldu í Carnarvon. Um fimm þúsund manns búa í Carnarvon. Húsið sem Cleo fannst í er í innan við tíu mínútna akstursfjarlægð frá heimili hennar. Kelly er þó ekki sagður hafa þekkt til fjölskyldu Cleo.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. 4. nóvember 2021 08:14 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. 4. nóvember 2021 08:14
Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03