Hellisheiðarvirkjun nær kolefnishlutlaus með styrk frá ESB Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 11:46 Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, með tveimur öðrum styrkþegum þegar skrifað var undir samninga í Brussel í morgun. Carbfix er fyrsta kolefnisföngunar og förgunarverkefnið sem fær styrk úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins. Carbfix Sex hundruð milljóna króna styrkur sem Carbfix fær úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins fjármagnar nýja hreinsistöð sem á að gera Hellisheiðarvirkjun nær alveg kolefnishlutlausa á næstu árum. Skrifað var undir samning um styrkinn á hliðarviðburði COP26-ráðstefnunnar í dag. Carbfix er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur þróað aðferð til þess að fanga og farga kolefni með því að binda það í jarðlögum við Hellisheiðarvirkjun. Það er fyrsta kolefnisföngunar- og förgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Tilkynnt var um styrkinn í sumar en Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, skrifaði undir samning um hann við hátíðlega athöfn á hliðarviðburði COP26-loftslagsráðstefnunnar í Brussel í morgun. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, segir að styrkurinn sé ætlaður fyrir loftslagslausnir sem eru tilbúnar til uppskölunar og fulls reksturs. Hann muni fjármagna lokaskrefið í hreinsun útblásturs frá Hellisheiðarvirkjun. One of the first to sign #InnovationFund grant agreements from live side-event at @COP26 ! Receiving such generous support from the Innovation Fund is a great honour and acknowledgement for a young knowledge-based company such as Carbfix. @edda_ara https://t.co/gRkfAkoTau pic.twitter.com/YErEK0NVW6— Carbfix (@CarbFix) November 5, 2021 Núverandi hreinsistöðvar Carbfix á Hellisheiði fanga um þrjátíu prósent koltvísýrings úr útblástri jarðhitavirkjunarinnar og 75 prósent brennisteinsvetnisins. Til stendur að reisa nýja hreinsistöð sem á að fá nafnið Silfurberg sem er sérstaklega hönnuð til að fanga koltvísýring á sem skilvirkastan hátt. „Við munum ná allavegana 95% af öllu koldíoxíði, það er mjög erfitt að ná þessum síðustu fimm prósentum,“ segir Kári við Vísi. Áætlaður kostnaður við nýju hreinsistöðina er um milljarður króna og dekkar ESB-styrkurinn því um helming hans. Kári segir að þegar stöðin verður tekin í notkun árið 2025 verði Hellisheiðarvirkjun nær kolefnishlutlaus. Hún á að fanga um 34 þúsund tonn af koltvísýringi og tólf þúsund ár af brennisteinsvetni á ári. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix.Vísir/Vilhelm Skrautfjöður að vera fyrsta verkefnið til að fá styrk Kári segir það sérstaka skrautfjöður fyrir Carbfix að vera fyrsta kolefnisförgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Fleiri muni væntanlega fylgja í kjölfarið. Styrkurinn sé liður í útbreiðslu Carbfix-aðferðarinnar en hana sé hægt að yfirfæra á til dæmis sement- eða stálframleiðslu sem losar mikið magn koltvísýrings þar sem hentug jarðlög eru til niðurdælingar. Kostnaður við að fanga og farga tonni af koltvísýringi á Hellisheiði er umtalsvert lægri en við kaup á losunarheimildum. Því segir Kári að strax sé kominn hvati til þess að fanga og farga kolefni þar sem aðstæður eru til þess. Carbfix vinnur einnig að tveimur öðrum verkefnum í kolefnisföngun og förgun. Annars vegar að svonefndum loftsugum sem fanga koltvísýring beint úr andrúmslofti og hins vegar innflutningi á koltvísýringi á fljótandi formi sem verður fargað í fyrirhugaðri stöð fyrirtækisins í Straumsvík. Markmið Carbfix er að farga milljónum tonna af koltvísýringi sem er fangaður í Norður-Evrópu og fluttur sjóleiðis til Íslands í förgunarstöð sem nefnist Coda Terminal. Rekstur hennar á að hefjast 2025. Loftslagsmál Evrópusambandið Nýsköpun Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. 12. ágúst 2021 08:25 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Carbfix er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem hefur þróað aðferð til þess að fanga og farga kolefni með því að binda það í jarðlögum við Hellisheiðarvirkjun. Það er fyrsta kolefnisföngunar- og förgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Tilkynnt var um styrkinn í sumar en Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, skrifaði undir samning um hann við hátíðlega athöfn á hliðarviðburði COP26-loftslagsráðstefnunnar í Brussel í morgun. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, segir að styrkurinn sé ætlaður fyrir loftslagslausnir sem eru tilbúnar til uppskölunar og fulls reksturs. Hann muni fjármagna lokaskrefið í hreinsun útblásturs frá Hellisheiðarvirkjun. One of the first to sign #InnovationFund grant agreements from live side-event at @COP26 ! Receiving such generous support from the Innovation Fund is a great honour and acknowledgement for a young knowledge-based company such as Carbfix. @edda_ara https://t.co/gRkfAkoTau pic.twitter.com/YErEK0NVW6— Carbfix (@CarbFix) November 5, 2021 Núverandi hreinsistöðvar Carbfix á Hellisheiði fanga um þrjátíu prósent koltvísýrings úr útblástri jarðhitavirkjunarinnar og 75 prósent brennisteinsvetnisins. Til stendur að reisa nýja hreinsistöð sem á að fá nafnið Silfurberg sem er sérstaklega hönnuð til að fanga koltvísýring á sem skilvirkastan hátt. „Við munum ná allavegana 95% af öllu koldíoxíði, það er mjög erfitt að ná þessum síðustu fimm prósentum,“ segir Kári við Vísi. Áætlaður kostnaður við nýju hreinsistöðina er um milljarður króna og dekkar ESB-styrkurinn því um helming hans. Kári segir að þegar stöðin verður tekin í notkun árið 2025 verði Hellisheiðarvirkjun nær kolefnishlutlaus. Hún á að fanga um 34 þúsund tonn af koltvísýringi og tólf þúsund ár af brennisteinsvetni á ári. Kári Helgason, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix.Vísir/Vilhelm Skrautfjöður að vera fyrsta verkefnið til að fá styrk Kári segir það sérstaka skrautfjöður fyrir Carbfix að vera fyrsta kolefnisförgunarverkefnið sem hlýtur styrk úr nýsköpunarsjóðnum. Fleiri muni væntanlega fylgja í kjölfarið. Styrkurinn sé liður í útbreiðslu Carbfix-aðferðarinnar en hana sé hægt að yfirfæra á til dæmis sement- eða stálframleiðslu sem losar mikið magn koltvísýrings þar sem hentug jarðlög eru til niðurdælingar. Kostnaður við að fanga og farga tonni af koltvísýringi á Hellisheiði er umtalsvert lægri en við kaup á losunarheimildum. Því segir Kári að strax sé kominn hvati til þess að fanga og farga kolefni þar sem aðstæður eru til þess. Carbfix vinnur einnig að tveimur öðrum verkefnum í kolefnisföngun og förgun. Annars vegar að svonefndum loftsugum sem fanga koltvísýring beint úr andrúmslofti og hins vegar innflutningi á koltvísýringi á fljótandi formi sem verður fargað í fyrirhugaðri stöð fyrirtækisins í Straumsvík. Markmið Carbfix er að farga milljónum tonna af koltvísýringi sem er fangaður í Norður-Evrópu og fluttur sjóleiðis til Íslands í förgunarstöð sem nefnist Coda Terminal. Rekstur hennar á að hefjast 2025.
Loftslagsmál Evrópusambandið Nýsköpun Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. 12. ágúst 2021 08:25 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08
Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. 12. ágúst 2021 08:25