„Sjálfnærandi peningamaskína“ Gunnar Karl Ólafsson skrifar 10. nóvember 2021 13:31 Ég hef ekki ennþá fundið út hvort eigi að hlæja eða gráta yfir framkomu fráfarandi stjórnendum Eflingar, einhliða umfjöllun fjölmiðla og undirtektir margra við þeim. Gerendameðvirkni hefur verið mikið í umræðunni uppá síðkastið. Sem þolandi ofbeldis hefur það hugtak og hvað margir taka þátt í því farið í taugarnar á mér, en gerendameðvirkni með fráfarandi stjórnendum Eflingar er svakaleg. Einhliða umfjöllun og sögu falsanir hafa fengið að koma í dagsljósið án mótmæla og get ég ekki setið á mér. Einfaldlega vegna starfsfólks Eflingar, starfsfólks verkalýðshreyfingarinnar allrar, stjórnum verkalýðshreyfingarinnar, kjarabaráttu launafólks, störfum trúnaðarmanna og sannleiksgildi þeirrar baráttu sem hefur verið háð innan hreyfingarinnar síðustu ár. Fráfarandi formaður Eflingar skreytir sig einnig með rósum annarra. Vinna við lífskjara samninganna var löngu byrjuð áður en hún kom að þeim. Kjarasamningar 2015 eru einnig umdeilanlega hlutfallslega betri en lífskjara samningurinn. Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að hún hafi einungis beðið starfsfólk um að þau þurfi að gefa út að það væri ekki ógnarstjórnun á skrifstofunni eða að hún hætti. Hugsið það aðeins… Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að “Íslenska verkalýðshreyfingin er náttúrulega bara svona sjálf nærandi peningamaskína, peningarnir bara streyma streyma streyma” Hefur formaður til þriggja ára ekki hugmynd um í hvað þeir fara í viðbót við kjarasamningagerð? Menntastyrkir, heilsu og forvarna styrkir, sjúkradagpeningar, VIRK, lögfræðiþjónusta, Bjarg, Vinnustaðareftirlitið, rannsóknir og kannanir og svo mætti lengi telja. Kröftugt fólk stendur á bakvið öll þessi verkefni. Í silfrinu síðasta sunnudag ræðst fráfarandi formaður Eflingar enn einu sinni að starfsfólki „Allur sá aðbúnaður sem að starfsfólk skrifstofu Eflingar býr við, er bara til algerar fyrirmyndar, ekki aðeins í launakjörum, þarna er jafnvel bara svona fremur ósérhæft starfsfólk með yfir 700.00 kr á mánuði….” Það er erfitt að finna fyrirtæki á almennum vinnumarkaði búið að reka jafn óvæga atlögu að starfsfólki sínu og fráfarandi stjórnendur Eflingar hafa gert. Eiga laun og kex í skúffum að kaupa vinnufrið fólks undir ógnarstjórnun. Ef að það er kex í skúffum er þá í lagi að staðreka fólk eða öskra á það? Í öðru lagi hvað er verið að reyna að gera með að draga þetta fram? Jú til að rýra trúverðugleika starfsfólks síns sem hefur lítin sem engan málsvara annan en sína trúnaðarmenn og við sáum öll hvernig það fór. Fráfarandi stjórnendur Eflingar eru langt í frá þeir einu sem hafa „rifið upp” hreyfinguna. Verkalýðshreyfingin hefur unnið gott starf síðustu áratugi og mun halda áfram að gera það á greiðari máta án fráfarandi stjórnenda Eflingar. Hreyfingin mætti gera átak í að koma betur á framfæri því sem að við erum að vinna við dags daglega og langar mér ljúka þessum pistli á því. Vegna þess að hreyfingin er ekki einn formaður í einu félagi. Aðalverkefni mín hjá mínu félagi er að þjónusta félagsmenn, taka á móti umsóknum, reikna og greiða út menntastyrki 15. hvers mánaðar, heilsu og forvarna styrki 20. Hvers mánaðar og svo sjúkradagpeninga 1. hvers mánaðar. Einnig er ég vinnustaðareftirlitsfulltrúi og fer í heimsóknir á vinnustaði, þar hef ég unnið með allt frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og allveg uppí mjög flókin mannsalsmál. Tek á móti félagsmönnum sem leita til skrifstofunnar og ráðlegg þeim varðandi vangoldin laun, óréttláta meðferð á vinnustað, ógnarstjórnun, útreikninga við launakröfur, sáttarfundi, og svo margt annað. Vinn með lögmönnum félagsins við að túlka kjarasamninga, sækja vangoldin laun félagsmanna og safna gögnum því til stuðnings. Leiðbeini atvinnulausum og öðru fólki sem hættir á vinnumarkaði tímabundið vegna heilsubrests eða áfalla áfram í gegnum þau kerfi sem við höfum til staðar. Sjá um heimasíðu og er að innleiða mínar síður fyrir félagið. Tala við og styðja trúnaðarmenn. Tala fyrir betrumbótum og reglugerðarbreytingu í hinum ýmsu nefndum míns stéttarfélags og á öðrum vettvöngum. Svara fyrirspurnum um alskonar ákvæði kjarasamninga frá félagsmönnum. Er í góðu sambandi við félagsþjónustu sveitarfélaganna á mínu svæði, skattinn, lögregluna, vinnustaðareftirlit ríkisins, Heilbrigðistofnun Suðurlands, Bjarkahlíð, Vinnumálastofnun og VIRK, starfsendurhæfingu svo einhvað sé talið upp. Þetta er í aðalatriðum það sem ég geri frá degi til dags og er ég bara „starfsmaður á plani”, þannig að setja það fram að við (verkalýðshreyfingin) séum „sjálfnærandi peningamaskína” er alger óvirðing við alla þá sem starfa þar sem og því starfi sem fer fram frá degi til dags og er í raun ekkert annað en vanþekking. Sögufalsanir, persónudýrkun og gerendameðvirkni má ekki að standa án mótmæla. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ekki ennþá fundið út hvort eigi að hlæja eða gráta yfir framkomu fráfarandi stjórnendum Eflingar, einhliða umfjöllun fjölmiðla og undirtektir margra við þeim. Gerendameðvirkni hefur verið mikið í umræðunni uppá síðkastið. Sem þolandi ofbeldis hefur það hugtak og hvað margir taka þátt í því farið í taugarnar á mér, en gerendameðvirkni með fráfarandi stjórnendum Eflingar er svakaleg. Einhliða umfjöllun og sögu falsanir hafa fengið að koma í dagsljósið án mótmæla og get ég ekki setið á mér. Einfaldlega vegna starfsfólks Eflingar, starfsfólks verkalýðshreyfingarinnar allrar, stjórnum verkalýðshreyfingarinnar, kjarabaráttu launafólks, störfum trúnaðarmanna og sannleiksgildi þeirrar baráttu sem hefur verið háð innan hreyfingarinnar síðustu ár. Fráfarandi formaður Eflingar skreytir sig einnig með rósum annarra. Vinna við lífskjara samninganna var löngu byrjuð áður en hún kom að þeim. Kjarasamningar 2015 eru einnig umdeilanlega hlutfallslega betri en lífskjara samningurinn. Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að hún hafi einungis beðið starfsfólk um að þau þurfi að gefa út að það væri ekki ógnarstjórnun á skrifstofunni eða að hún hætti. Hugsið það aðeins… Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að “Íslenska verkalýðshreyfingin er náttúrulega bara svona sjálf nærandi peningamaskína, peningarnir bara streyma streyma streyma” Hefur formaður til þriggja ára ekki hugmynd um í hvað þeir fara í viðbót við kjarasamningagerð? Menntastyrkir, heilsu og forvarna styrkir, sjúkradagpeningar, VIRK, lögfræðiþjónusta, Bjarg, Vinnustaðareftirlitið, rannsóknir og kannanir og svo mætti lengi telja. Kröftugt fólk stendur á bakvið öll þessi verkefni. Í silfrinu síðasta sunnudag ræðst fráfarandi formaður Eflingar enn einu sinni að starfsfólki „Allur sá aðbúnaður sem að starfsfólk skrifstofu Eflingar býr við, er bara til algerar fyrirmyndar, ekki aðeins í launakjörum, þarna er jafnvel bara svona fremur ósérhæft starfsfólk með yfir 700.00 kr á mánuði….” Það er erfitt að finna fyrirtæki á almennum vinnumarkaði búið að reka jafn óvæga atlögu að starfsfólki sínu og fráfarandi stjórnendur Eflingar hafa gert. Eiga laun og kex í skúffum að kaupa vinnufrið fólks undir ógnarstjórnun. Ef að það er kex í skúffum er þá í lagi að staðreka fólk eða öskra á það? Í öðru lagi hvað er verið að reyna að gera með að draga þetta fram? Jú til að rýra trúverðugleika starfsfólks síns sem hefur lítin sem engan málsvara annan en sína trúnaðarmenn og við sáum öll hvernig það fór. Fráfarandi stjórnendur Eflingar eru langt í frá þeir einu sem hafa „rifið upp” hreyfinguna. Verkalýðshreyfingin hefur unnið gott starf síðustu áratugi og mun halda áfram að gera það á greiðari máta án fráfarandi stjórnenda Eflingar. Hreyfingin mætti gera átak í að koma betur á framfæri því sem að við erum að vinna við dags daglega og langar mér ljúka þessum pistli á því. Vegna þess að hreyfingin er ekki einn formaður í einu félagi. Aðalverkefni mín hjá mínu félagi er að þjónusta félagsmenn, taka á móti umsóknum, reikna og greiða út menntastyrki 15. hvers mánaðar, heilsu og forvarna styrki 20. Hvers mánaðar og svo sjúkradagpeninga 1. hvers mánaðar. Einnig er ég vinnustaðareftirlitsfulltrúi og fer í heimsóknir á vinnustaði, þar hef ég unnið með allt frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og allveg uppí mjög flókin mannsalsmál. Tek á móti félagsmönnum sem leita til skrifstofunnar og ráðlegg þeim varðandi vangoldin laun, óréttláta meðferð á vinnustað, ógnarstjórnun, útreikninga við launakröfur, sáttarfundi, og svo margt annað. Vinn með lögmönnum félagsins við að túlka kjarasamninga, sækja vangoldin laun félagsmanna og safna gögnum því til stuðnings. Leiðbeini atvinnulausum og öðru fólki sem hættir á vinnumarkaði tímabundið vegna heilsubrests eða áfalla áfram í gegnum þau kerfi sem við höfum til staðar. Sjá um heimasíðu og er að innleiða mínar síður fyrir félagið. Tala við og styðja trúnaðarmenn. Tala fyrir betrumbótum og reglugerðarbreytingu í hinum ýmsu nefndum míns stéttarfélags og á öðrum vettvöngum. Svara fyrirspurnum um alskonar ákvæði kjarasamninga frá félagsmönnum. Er í góðu sambandi við félagsþjónustu sveitarfélaganna á mínu svæði, skattinn, lögregluna, vinnustaðareftirlit ríkisins, Heilbrigðistofnun Suðurlands, Bjarkahlíð, Vinnumálastofnun og VIRK, starfsendurhæfingu svo einhvað sé talið upp. Þetta er í aðalatriðum það sem ég geri frá degi til dags og er ég bara „starfsmaður á plani”, þannig að setja það fram að við (verkalýðshreyfingin) séum „sjálfnærandi peningamaskína” er alger óvirðing við alla þá sem starfa þar sem og því starfi sem fer fram frá degi til dags og er í raun ekkert annað en vanþekking. Sögufalsanir, persónudýrkun og gerendameðvirkni má ekki að standa án mótmæla. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun