Þorsteinn nefndi nokkra leikmenn sem eru á jaðri landsliðshópsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2021 14:03 Fanndís Friðriksdóttir gæti snúið aftur í landsliðið. vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist hafa úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann nokkra leikmenn sem eru á mörkum þess að komast í landsliðshópinn. Hópur kvennalandsliðsins fyrir síðustu leiki þess á þessu ári var tilkynntur í dag. Einn nýliði er í hópnum, Ída Marín Hermannsdóttir úr Val. Á blaðamannafundinum þar sem Þorsteinn fór yfir valið á landsliðshópnum var hann spurður út í Barbáru Sól Gísladóttur, leikmann Brøndby, sem hefur ekki verið valinn í landsliðið í haust. „Hún hefur verið aðeins frá en ég á von á því að hún spili um helgina. Ég ætlaði meira að segja að fara á leik hjá henni um síðustu helgi en þá var hún frá vegna höfuðhöggs,“ sagði Þorsteinn og nefndi svo nokkra aðra leikmenn sem hann fylgist vel með. „Það eru leikmenn sem maður hefur klárlega áhuga á að skoða. Ég get talið upp nokkra leikmenn sem hafa verið virkilega góðir að undanförnu. Barbára, Ásta Árna er kominn til baka eftir barnsburð, Fanndís Friðriks líka. Það er spurning hvort maður kíkir á þær ef þær halda áfram að banka á dyrnar. Svo getum við talað um Mist og Örnu Sif.“ Stór hópur góðra leikmanna Þorsteinn segir að hann hafi valið 33 leikmenn í landsliðið síðan hann tók við því fyrir ári og sú tala eigi væntanlega eftir að hækka. „Það er slatti af leikmönnum sem maður hefur ekki valið hingað til. Eins og ég hef sagt áður, við höfum úr stórum hópi góðra leikmanna að velja og það er samkeppni um þetta.“ Allir leikmennirnir sem Þorsteinn taldi upp hafa leikið landsleiki, mismarga þó. Fanndís Friðriksdóttir er sjöunda leikjahæst í sögu landsliðsins með 109 leiki. Í þeim hefur hún skorað sautján mörk. Barbára Sól hefur leikið tvo landsleiki, Ásta Eir Árnadóttir átta, Mist Edvarsdóttir þrettán og Arna Sif Ásgrímsdóttir tólf. Getur þrýst á sæti í landsliðshópnum Fanndís eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar. Hún kom inn í lið Vals á miðju tímabili og lék tólf leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim skoraði hún fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar. „Að sjálfsögðu skoða ég alla góða leikmenn sem ég tel að geti nýst okkur,“ sagði Þorsteinn er hann var spurður út í Fanndísi á blaðamannafundinum í dag. „Ef Fanndís kemst í sitt besta form þrýstir hún vel á það að koma í hópinn.“ Þorsteinn þekkir Fanndísi vel en hún lék undir hans stjórn hjá Breiðabliki á árunum 2015-17. Tímabilið 2015 skoraði hún nítján mörk fyrir Blika, sem urðu Íslandsmeistarar, var markahæst í Pepsi-deildinni og valin besti leikmaður Íslandsmótsins. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Hópur kvennalandsliðsins fyrir síðustu leiki þess á þessu ári var tilkynntur í dag. Einn nýliði er í hópnum, Ída Marín Hermannsdóttir úr Val. Á blaðamannafundinum þar sem Þorsteinn fór yfir valið á landsliðshópnum var hann spurður út í Barbáru Sól Gísladóttur, leikmann Brøndby, sem hefur ekki verið valinn í landsliðið í haust. „Hún hefur verið aðeins frá en ég á von á því að hún spili um helgina. Ég ætlaði meira að segja að fara á leik hjá henni um síðustu helgi en þá var hún frá vegna höfuðhöggs,“ sagði Þorsteinn og nefndi svo nokkra aðra leikmenn sem hann fylgist vel með. „Það eru leikmenn sem maður hefur klárlega áhuga á að skoða. Ég get talið upp nokkra leikmenn sem hafa verið virkilega góðir að undanförnu. Barbára, Ásta Árna er kominn til baka eftir barnsburð, Fanndís Friðriks líka. Það er spurning hvort maður kíkir á þær ef þær halda áfram að banka á dyrnar. Svo getum við talað um Mist og Örnu Sif.“ Stór hópur góðra leikmanna Þorsteinn segir að hann hafi valið 33 leikmenn í landsliðið síðan hann tók við því fyrir ári og sú tala eigi væntanlega eftir að hækka. „Það er slatti af leikmönnum sem maður hefur ekki valið hingað til. Eins og ég hef sagt áður, við höfum úr stórum hópi góðra leikmanna að velja og það er samkeppni um þetta.“ Allir leikmennirnir sem Þorsteinn taldi upp hafa leikið landsleiki, mismarga þó. Fanndís Friðriksdóttir er sjöunda leikjahæst í sögu landsliðsins með 109 leiki. Í þeim hefur hún skorað sautján mörk. Barbára Sól hefur leikið tvo landsleiki, Ásta Eir Árnadóttir átta, Mist Edvarsdóttir þrettán og Arna Sif Ásgrímsdóttir tólf. Getur þrýst á sæti í landsliðshópnum Fanndís eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar. Hún kom inn í lið Vals á miðju tímabili og lék tólf leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim skoraði hún fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar. „Að sjálfsögðu skoða ég alla góða leikmenn sem ég tel að geti nýst okkur,“ sagði Þorsteinn er hann var spurður út í Fanndísi á blaðamannafundinum í dag. „Ef Fanndís kemst í sitt besta form þrýstir hún vel á það að koma í hópinn.“ Þorsteinn þekkir Fanndísi vel en hún lék undir hans stjórn hjá Breiðabliki á árunum 2015-17. Tímabilið 2015 skoraði hún nítján mörk fyrir Blika, sem urðu Íslandsmeistarar, var markahæst í Pepsi-deildinni og valin besti leikmaður Íslandsmótsins.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira