Allir heilbrigðisfulltrúar í Mangochi á nýjum reiðhjólum Heimsljós 17. nóvember 2021 14:15 Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe við afhendingu reiðhjólanna í Mangochi í gær. Heilbrigðisfulltrúar (Health Surveillance Assistants - HSAs) sinna lykilhlutverki í lýðheilsumálum í Malaví. „Dagurinn markaði stóran áfanga í þróunarsamvinnu Íslands og héraðsstjórnar Mangochi héraðs í Malaví því sendiráðið afhenti í gær 570 reiðhjól til allra heilbrigðisfulltrúa í umdæminu. Reiðhjólin eru hluti af stuðningi Íslands við eflingu grunnþjónustu á sviði heilbrigðismála í héraðinu,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. Mikill framgangur hefur verið í eflingu heilbrigðisþjónstu í Mangochi. Heilbrigðisfulltrúar (Health Surveillance Assistants - HSAs) sinna lykilhlutverki í lýðheilsumálum í Malaví. Þeir fara á milli húsa í afskekktum þorpum og fylgjast með heilsu og hreinlæti, fæðingum og dauðsföllum, veikindum og vannæringu, svo fátt eitt sé nefnt. Heilbrigðisfulltrúar fá einnig kennslu og eru þjálfaðir í bólusetningum, fyrstu hjálp og sjúkdómsgreiningu og þjóna sem tengiliðir íbúana við heilbrigðiskerfið en erfitt er að tryggja íbúum aðgengi að heilbrigðisþjónustu í héraði með rúmlega 1,2 milljón íbúa á 6000 ferkílómetra svæði. Í Mangochi héraði sinna heilbrigðisfulltrúar fleiri einstaklingum og stærri svæðum en gengur og gerist annarsstaðar í landinu. Til að mynda sinnir hver og einn heilbrigðisfulltrúi í Mangochi um 2300 einstaklingum en mælt er með því að fulltrúar hafi einungis 100 einstaklinga á sinni könnu. Fulltrúarnir þurfa einnig að ferðast langar vegalengdir á erfiðum vegum við krefjandi aðstæður. Nýju reiðhjólin auðvelda því heilbrigðisfulltrúunum að sinna þessu mikilvæga og ábyrgðamikla starfi að bæta aðgengi þorpsbúa að grunnheilbrigðisþjónustu. Árangur af samvinnu Íslands og Malaví Mikill framgangur hefur verið í eflingu á heilbrigðisþjónustu á héraðsstigi í Mangochi frá árinu 2012. Fjögur sveitafélög í Mangochi hafa fengið vottun stjórnvalda fyrir að sjá öllum heimilum fyrir drykkjarhæfu vatni og viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu. Í kjölfarið hefur stórlega dregið úr hvers kyns pestum, ekkert nýtt tilfelli kóleru hefur verið skráð frá árinu 2012 og færri börn þjást af niðurgangspestum en áður. Sextán heilsupóstar á afskekktum svæðum í héraðinu hafa verið byggðir og fimm póstar verða byggðir á næstu mánuðum. Fjórtán starfsmannahús fyrir heilbrigðisfulltrúa hafa einnig verið reist og þrjú hús verða byggð á næstu mánuðum. Heilbrigðisyfirvöld í Mangochi hlutu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári en valið byggist á mælanlegum stöðlum yfirvalda um framfarir. Árangurinn er að miklu leyti þakkaður samstarfi við Ísland. Í meðfylgjandi myndbandi frá árinu 2015 er fylgst með heilbrigðisfulltrúa að störfum í Mangochi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent
„Dagurinn markaði stóran áfanga í þróunarsamvinnu Íslands og héraðsstjórnar Mangochi héraðs í Malaví því sendiráðið afhenti í gær 570 reiðhjól til allra heilbrigðisfulltrúa í umdæminu. Reiðhjólin eru hluti af stuðningi Íslands við eflingu grunnþjónustu á sviði heilbrigðismála í héraðinu,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. Mikill framgangur hefur verið í eflingu heilbrigðisþjónstu í Mangochi. Heilbrigðisfulltrúar (Health Surveillance Assistants - HSAs) sinna lykilhlutverki í lýðheilsumálum í Malaví. Þeir fara á milli húsa í afskekktum þorpum og fylgjast með heilsu og hreinlæti, fæðingum og dauðsföllum, veikindum og vannæringu, svo fátt eitt sé nefnt. Heilbrigðisfulltrúar fá einnig kennslu og eru þjálfaðir í bólusetningum, fyrstu hjálp og sjúkdómsgreiningu og þjóna sem tengiliðir íbúana við heilbrigðiskerfið en erfitt er að tryggja íbúum aðgengi að heilbrigðisþjónustu í héraði með rúmlega 1,2 milljón íbúa á 6000 ferkílómetra svæði. Í Mangochi héraði sinna heilbrigðisfulltrúar fleiri einstaklingum og stærri svæðum en gengur og gerist annarsstaðar í landinu. Til að mynda sinnir hver og einn heilbrigðisfulltrúi í Mangochi um 2300 einstaklingum en mælt er með því að fulltrúar hafi einungis 100 einstaklinga á sinni könnu. Fulltrúarnir þurfa einnig að ferðast langar vegalengdir á erfiðum vegum við krefjandi aðstæður. Nýju reiðhjólin auðvelda því heilbrigðisfulltrúunum að sinna þessu mikilvæga og ábyrgðamikla starfi að bæta aðgengi þorpsbúa að grunnheilbrigðisþjónustu. Árangur af samvinnu Íslands og Malaví Mikill framgangur hefur verið í eflingu á heilbrigðisþjónustu á héraðsstigi í Mangochi frá árinu 2012. Fjögur sveitafélög í Mangochi hafa fengið vottun stjórnvalda fyrir að sjá öllum heimilum fyrir drykkjarhæfu vatni og viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu. Í kjölfarið hefur stórlega dregið úr hvers kyns pestum, ekkert nýtt tilfelli kóleru hefur verið skráð frá árinu 2012 og færri börn þjást af niðurgangspestum en áður. Sextán heilsupóstar á afskekktum svæðum í héraðinu hafa verið byggðir og fimm póstar verða byggðir á næstu mánuðum. Fjórtán starfsmannahús fyrir heilbrigðisfulltrúa hafa einnig verið reist og þrjú hús verða byggð á næstu mánuðum. Heilbrigðisyfirvöld í Mangochi hlutu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári en valið byggist á mælanlegum stöðlum yfirvalda um framfarir. Árangurinn er að miklu leyti þakkaður samstarfi við Ísland. Í meðfylgjandi myndbandi frá árinu 2015 er fylgst með heilbrigðisfulltrúa að störfum í Mangochi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent