Þjóðkirkjan sýknuð af 70 milljóna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 09:25 Þjóðkirkjan sagði að skipulagsbreytingar hafi orðið til þess starfsmanninum hafi verið sagt upp, en fjárhagsstaðan hafi ekki verið nægilega góð á þeim tíma. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu af sjötíu milljóna króna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns vegna þess sem hann taldi vera ólöglega uppsögn. Starfsmaðurinn fyrrverandi hóf störf sem verkefnastjóri á skrifstofu biskups árið 1998 en var sagt upp í nóvember á síðasta ári. Í dómnum segir að óumdeilt sé að starfsmaðurinn hafi notið réttinda sem opinber starfsmaður þegar hann hóf störf á sínum tíma, en hins vegar hafi verið deilt um hvort slíkt ætti við þegar honum var sagt upp. Dómurinn vísaði til þess að lagabreytingar tóku gildi í ársbyrjun 2020 sem miðuðu að því að Þjóðkirkjan - Biskupsstofa gæti sjálf tekið við starfsmannamálum sínum. Breytingarnar hafi leitt til aukins sjálfstæðis kirkjunnar frá ríki og samhliða nytu starfsmenn ekki sömu verndar og opinberir starfsmenn, heldur væri starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Þjóðkirkjan sagði að skipulagsbreytingar hafi orðið til þess starfsmanninum hafi verið sagt upp – en fjárhagsstaðan hafi ekki verið nægilega góð á þeim tíma. Var heimilt að segja starfsmanninum upp Í dómnum segir að stjórnsýslulög hafi ekki átt við um uppsögnina og sömuleiðis að í nýjum ráðningarsamningi, sem gerður var í ársbyrjun 2020, væri tekið fram að starfsmaður teldist ekki lengur ríkisstarfsmaður og að breytingar yrðu á réttindum í samræmi. Að því virtu hafi Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu verið heimilit að segja starfsmanninum upp. Starfsmaðurinn fór jafnframt fram á greiðslu milljón króna í miskabætur, en í dómnum segir að ekkert hafi komið fram í málinu sem renni stoðum undir þá staðhæfingu starfsmannsins fyrrverandi að uppsögnin eða aðrar aðgerðir Þjóðkirkjunnar hafi valdið henni álitshnekki þannig að unnt væri að líta svo á að um ólögmæta meingerð hafi verið að ræða. Því beri einnig að hafna þeirri kröfu stefnanda. Þjóðkirkjan Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Starfsmaðurinn fyrrverandi hóf störf sem verkefnastjóri á skrifstofu biskups árið 1998 en var sagt upp í nóvember á síðasta ári. Í dómnum segir að óumdeilt sé að starfsmaðurinn hafi notið réttinda sem opinber starfsmaður þegar hann hóf störf á sínum tíma, en hins vegar hafi verið deilt um hvort slíkt ætti við þegar honum var sagt upp. Dómurinn vísaði til þess að lagabreytingar tóku gildi í ársbyrjun 2020 sem miðuðu að því að Þjóðkirkjan - Biskupsstofa gæti sjálf tekið við starfsmannamálum sínum. Breytingarnar hafi leitt til aukins sjálfstæðis kirkjunnar frá ríki og samhliða nytu starfsmenn ekki sömu verndar og opinberir starfsmenn, heldur væri starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Þjóðkirkjan sagði að skipulagsbreytingar hafi orðið til þess starfsmanninum hafi verið sagt upp – en fjárhagsstaðan hafi ekki verið nægilega góð á þeim tíma. Var heimilt að segja starfsmanninum upp Í dómnum segir að stjórnsýslulög hafi ekki átt við um uppsögnina og sömuleiðis að í nýjum ráðningarsamningi, sem gerður var í ársbyrjun 2020, væri tekið fram að starfsmaður teldist ekki lengur ríkisstarfsmaður og að breytingar yrðu á réttindum í samræmi. Að því virtu hafi Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu verið heimilit að segja starfsmanninum upp. Starfsmaðurinn fór jafnframt fram á greiðslu milljón króna í miskabætur, en í dómnum segir að ekkert hafi komið fram í málinu sem renni stoðum undir þá staðhæfingu starfsmannsins fyrrverandi að uppsögnin eða aðrar aðgerðir Þjóðkirkjunnar hafi valdið henni álitshnekki þannig að unnt væri að líta svo á að um ólögmæta meingerð hafi verið að ræða. Því beri einnig að hafna þeirri kröfu stefnanda.
Þjóðkirkjan Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira