Katarar létu njósna um forystumenn FIFA Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2021 10:18 Mohamed bin Hamad Al-Thani, formaður umsóknarnefndar Katar (t.v.) og Sheikh Hamad bin Khalifa Al-Thani, emír Katars, (t.h.) með Jerome Valcke, þáverandi aðalritara FIFA þegar tilkynnt var að Katar fengið HM 2022 árið 2010. AP/Anja Neidringhaus Bandarískur fyrrverandi leyniþjónustumaður njósnaði um forystumenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) fyrir Katar þegar smáríkið sóttist eftir að halda heimsmeistaramótið sem fer fram á næsta ári. Njósnarinn var einnig látinn fylgjast með gagnrýnendum Katar. Katar hreppti óvænt hnossið þegar FIFA ákvað hver fengi að halda heimsmeistaramótið 2022 árið 2010. Ásakanir hafa lengi verið um að Katar og Rússland, sem fékk mótið 2018, hafi mútað forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar til þess að tryggja sér réttinn til að halda eitt stærsta íþróttamót í heimi. Nú segir AP-fréttastofan að Katarar hafi verið með Kevin Chalker, fyrrverandi útsendara bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), á launaskrá sinni í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um hvaða land yrði gestgjafinn árið 2022. Hann hafi njósnað um háttsetta embættismenn FIFA og hin löndin sem sóttust eftir að halda mótið. Eftir að Katar fékk mótið njósnaði hann um gagnrýnendur arabaríkisins í knattspyrnuheiminum. Reyndi að gabba menn með fegurðardís á Facebook Chalker reyndi meðal annars að narra þá sem hann vildi njósna um með fölskum Facebook-aðgangi sem átti að tilheyra aðlaðandi konu og lét útsendara sýna fylgjast með keppinautum dulbúnir sem blaðaljósmyndarar. Þá reyndi hann að komast eftir skrá yfir símtöl að minnsta kosti eins háttsetts embættismanns FIFA fyrir atkvæðagreiðsluna árið 2010. Katar reiðir sig á innflutt erlent vinnuafl til að reisa leikvanga og innviði fyrir heimsmeistaramótið. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt harðlega meðferð á verkamönnunum. Chalker er sagður hafa lofað Katörum að hjálpa þeim að „tryggja yfirráð“ þeirra yfir erlendu starfsmönnunum. Hvorki Chalker, FIFA né katarskir ráðamenn svöruðu spurningum AP málið. Í yfirlýsingu fullyrti Chalker að hvorki hann né fyrirtæki hans myndu nokkurn tíman stunda ólöglegt eftirlit með neinum. Bitlingar til FIFA-manna Katarar hafa lengi keypt sér greiða í knattspyrnuheiminum með gylliboðum og mútum. Karl-Heinz Rummenigge, fyrrverandi formaður Sambands evrópskra knattspyrnuliða, var á sínum tíma gagnrýninn á að Katar hefði fengið HM 2022. Hann þurfti síðar að greiða háa sekt eftir að hann greindi ekki frá tveimur dýrum Rolex-úrum sem hann hafði heim með sér til Þýskalands frá Katar árið 2013. Sonur belgísks embættismanns FIFA fékk vinnu í Katar skömmu eftir atkvæðagreiðsluna árið 2010 en siðanefnd FIFA komst að þeirri niðustöðu að atvinnutilboðið tengdist henni ekki. Jerome Valcke, aðalritari FIFA frá 2007 til 2015, er nú til rannsóknar hjá saksóknurum í Sviss vegna meintrar spillingar. Málið tengist lúxusvillu á ítölsku eyjunni Sardiníu í eigu Katara sem Valcke hafði afnot af. Katar HM 2022 í Katar FIFA Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Katar hreppti óvænt hnossið þegar FIFA ákvað hver fengi að halda heimsmeistaramótið 2022 árið 2010. Ásakanir hafa lengi verið um að Katar og Rússland, sem fékk mótið 2018, hafi mútað forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar til þess að tryggja sér réttinn til að halda eitt stærsta íþróttamót í heimi. Nú segir AP-fréttastofan að Katarar hafi verið með Kevin Chalker, fyrrverandi útsendara bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), á launaskrá sinni í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um hvaða land yrði gestgjafinn árið 2022. Hann hafi njósnað um háttsetta embættismenn FIFA og hin löndin sem sóttust eftir að halda mótið. Eftir að Katar fékk mótið njósnaði hann um gagnrýnendur arabaríkisins í knattspyrnuheiminum. Reyndi að gabba menn með fegurðardís á Facebook Chalker reyndi meðal annars að narra þá sem hann vildi njósna um með fölskum Facebook-aðgangi sem átti að tilheyra aðlaðandi konu og lét útsendara sýna fylgjast með keppinautum dulbúnir sem blaðaljósmyndarar. Þá reyndi hann að komast eftir skrá yfir símtöl að minnsta kosti eins háttsetts embættismanns FIFA fyrir atkvæðagreiðsluna árið 2010. Katar reiðir sig á innflutt erlent vinnuafl til að reisa leikvanga og innviði fyrir heimsmeistaramótið. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt harðlega meðferð á verkamönnunum. Chalker er sagður hafa lofað Katörum að hjálpa þeim að „tryggja yfirráð“ þeirra yfir erlendu starfsmönnunum. Hvorki Chalker, FIFA né katarskir ráðamenn svöruðu spurningum AP málið. Í yfirlýsingu fullyrti Chalker að hvorki hann né fyrirtæki hans myndu nokkurn tíman stunda ólöglegt eftirlit með neinum. Bitlingar til FIFA-manna Katarar hafa lengi keypt sér greiða í knattspyrnuheiminum með gylliboðum og mútum. Karl-Heinz Rummenigge, fyrrverandi formaður Sambands evrópskra knattspyrnuliða, var á sínum tíma gagnrýninn á að Katar hefði fengið HM 2022. Hann þurfti síðar að greiða háa sekt eftir að hann greindi ekki frá tveimur dýrum Rolex-úrum sem hann hafði heim með sér til Þýskalands frá Katar árið 2013. Sonur belgísks embættismanns FIFA fékk vinnu í Katar skömmu eftir atkvæðagreiðsluna árið 2010 en siðanefnd FIFA komst að þeirri niðustöðu að atvinnutilboðið tengdist henni ekki. Jerome Valcke, aðalritari FIFA frá 2007 til 2015, er nú til rannsóknar hjá saksóknurum í Sviss vegna meintrar spillingar. Málið tengist lúxusvillu á ítölsku eyjunni Sardiníu í eigu Katara sem Valcke hafði afnot af.
Katar HM 2022 í Katar FIFA Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira