Lífeyrissjóðirnir öskra á mikla arðsemi á kostnað neytenda og heimila! Vilhjálmur Birgisson skrifar 23. nóvember 2021 13:31 Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðir eiga 6410 milljarða og þar af eru 4153 milljarðar inní íslensku efnahagskerfi og þessi innlenda eign sjóðanna öskrar á arðsemi og ávöxtun. Ætlar einhver að halda því fram að það sé til hagsbóta fyrir íslenska neytendur og heimili að lífeyrissjóðirnir eigi 4153 milljarða inní íslensku samfélagi sem öskrar á arðsemi og mikla ávöxtun eins og áður sagði. Lífeyrissjóðir launafólks eiga t.d. um eða yfir 50% af öllum skráðum félögum í kauphöllinni og hefur innlend hlutabréfaeign sjóðanna aukist um næstum 400 milljarða á einu ári. Skoðum samkeppnina sem íslenskum neytendum er boðið uppá í þessu rammspillta umhverfi. Byrjum á tryggingarmarkaðnum þar sem iðgjöld hafa hækkað á neytendur gríðarlega að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eiga í tryggingarfélögunum með eftirfarandi hætti: Vís: 48,9% Sjóvá: 48,3% Tryggingarmiðstöðin: 47,1% Halda menn virkilega að þarna ríki einhver samkeppni neytendum til góðs? Rifjum t.d. upp athugasemd frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem bentu á að á hluthafafundi 19. október hafi verið samþykkt að hirða 2,5 milljarða af viðskiptavinum Sjóvá. Nei, að sjálfsögðu er ekki nokkur samkeppni í gangi á milli tryggingarfélaganna enda blasir það við að þegar nánast einn og sami aðilinn á um 50% í öllum tryggingarfélögunum. En tryggingar er stór kostnaðarliður fyrir heimili og neytendur í þessu landi. Hvað með matvörumarkaðinn og olíumarkaðinn halda menn eina einustu mínútu að þar ríki alvöru samkeppni neytendum til hagsbóta, skoðum hvað lífeyrissjóðirnir eiga í Högum og Festi. En Hagar eiga t.d. Bónus, Hagkaup og Olís og Festi á Krónuna, Elko og N1. Eignarhlutur lífeyrissjóðanna er eftirfarandi: Hagar: 71,15% Festi: 67,04% Halda menn líka að þessi sjóðasöfnun lífeyrissjóðanna hér innlands sé til hagsbóta fyrir launafólk, neytendur, heimili og fyrirtækin. Þetta birtist í því að hér ríkir alls engin samkeppni sem bitnar illilega á neytendum í hærra vöruverði, launum er haldið niðri enda öskra lífeyrissjóðirnir á arð og ávöxtun og segja meira að segja að þeirra eina hlutverk sé að hámarka arðsemi iðgjalda sjóðsfélaga. En er alveg sama hvernig það er gert? Er t.d. eðlilegt að hér ríki engin samkeppni sem bitnar á neytendum og það má líkja þessu við að launafólk sem þarf lögbundið að greiða inn í lífeyrissjóðina í hverjum einasta mánuði sé lúbarið á meðan það er á vinnumarkaði til að standa undir grenjandi arðsemiskröfu lífeyrissjóðanna, og svo þegar það loksins kemst á töku lífeyris þá er lífeyriskerfið búið að leika það svo grátt á meðan það var á vinnumarkaði að það stendur vart undir sér. Tökum nýlegt dæmi um hvernig arðssemisgræðgi birtist launafólki og neytendum en þegar kom í ljós að launafólk eigi hugsanlegan rétt til að fá nokkra þúsundkalla í formi hagvaxtarauka sem samið var um í síðustu samningum þá kom forstjóri Festa og sagði ef hagvaxtaraukin verður greiddur út þarf annaðhvort að hækka vöruverð eða reka fólk. Já, forstjóri sem stýrir fyrirtæki sem launafólk hér á landi á upp undir 70% í hótar að reka fólk eða hækka vöruverð ef það á að standa við að hækka laun samkvæmt kjarasamningum. Hvar er verkalýðshreyfingin? og hví í ósköpunum lætur hún þetta ofbeldi yfir sig ganga í ljósi þess að þetta eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga meirihluta í þessum fyrirtækjum. Nei, það er eitthvað stórundarlegt að byggja þetta kerfi upp með þessum hætti þar sem hagsmunir launafólks, neytenda og heimila er fótumtroðnir í formi fákeppni, einokunar, hás vörðuverðs, verðtryggingar okurvaxta og kaupgjaldi haldið niðri allt þess að þjóna arðssemiskröfu lífeyrissjóðanna. galið.is. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Lífeyrissjóðir Kjaramál Tryggingar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðir eiga 6410 milljarða og þar af eru 4153 milljarðar inní íslensku efnahagskerfi og þessi innlenda eign sjóðanna öskrar á arðsemi og ávöxtun. Ætlar einhver að halda því fram að það sé til hagsbóta fyrir íslenska neytendur og heimili að lífeyrissjóðirnir eigi 4153 milljarða inní íslensku samfélagi sem öskrar á arðsemi og mikla ávöxtun eins og áður sagði. Lífeyrissjóðir launafólks eiga t.d. um eða yfir 50% af öllum skráðum félögum í kauphöllinni og hefur innlend hlutabréfaeign sjóðanna aukist um næstum 400 milljarða á einu ári. Skoðum samkeppnina sem íslenskum neytendum er boðið uppá í þessu rammspillta umhverfi. Byrjum á tryggingarmarkaðnum þar sem iðgjöld hafa hækkað á neytendur gríðarlega að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir eiga í tryggingarfélögunum með eftirfarandi hætti: Vís: 48,9% Sjóvá: 48,3% Tryggingarmiðstöðin: 47,1% Halda menn virkilega að þarna ríki einhver samkeppni neytendum til góðs? Rifjum t.d. upp athugasemd frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem bentu á að á hluthafafundi 19. október hafi verið samþykkt að hirða 2,5 milljarða af viðskiptavinum Sjóvá. Nei, að sjálfsögðu er ekki nokkur samkeppni í gangi á milli tryggingarfélaganna enda blasir það við að þegar nánast einn og sami aðilinn á um 50% í öllum tryggingarfélögunum. En tryggingar er stór kostnaðarliður fyrir heimili og neytendur í þessu landi. Hvað með matvörumarkaðinn og olíumarkaðinn halda menn eina einustu mínútu að þar ríki alvöru samkeppni neytendum til hagsbóta, skoðum hvað lífeyrissjóðirnir eiga í Högum og Festi. En Hagar eiga t.d. Bónus, Hagkaup og Olís og Festi á Krónuna, Elko og N1. Eignarhlutur lífeyrissjóðanna er eftirfarandi: Hagar: 71,15% Festi: 67,04% Halda menn líka að þessi sjóðasöfnun lífeyrissjóðanna hér innlands sé til hagsbóta fyrir launafólk, neytendur, heimili og fyrirtækin. Þetta birtist í því að hér ríkir alls engin samkeppni sem bitnar illilega á neytendum í hærra vöruverði, launum er haldið niðri enda öskra lífeyrissjóðirnir á arð og ávöxtun og segja meira að segja að þeirra eina hlutverk sé að hámarka arðsemi iðgjalda sjóðsfélaga. En er alveg sama hvernig það er gert? Er t.d. eðlilegt að hér ríki engin samkeppni sem bitnar á neytendum og það má líkja þessu við að launafólk sem þarf lögbundið að greiða inn í lífeyrissjóðina í hverjum einasta mánuði sé lúbarið á meðan það er á vinnumarkaði til að standa undir grenjandi arðsemiskröfu lífeyrissjóðanna, og svo þegar það loksins kemst á töku lífeyris þá er lífeyriskerfið búið að leika það svo grátt á meðan það var á vinnumarkaði að það stendur vart undir sér. Tökum nýlegt dæmi um hvernig arðssemisgræðgi birtist launafólki og neytendum en þegar kom í ljós að launafólk eigi hugsanlegan rétt til að fá nokkra þúsundkalla í formi hagvaxtarauka sem samið var um í síðustu samningum þá kom forstjóri Festa og sagði ef hagvaxtaraukin verður greiddur út þarf annaðhvort að hækka vöruverð eða reka fólk. Já, forstjóri sem stýrir fyrirtæki sem launafólk hér á landi á upp undir 70% í hótar að reka fólk eða hækka vöruverð ef það á að standa við að hækka laun samkvæmt kjarasamningum. Hvar er verkalýðshreyfingin? og hví í ósköpunum lætur hún þetta ofbeldi yfir sig ganga í ljósi þess að þetta eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga meirihluta í þessum fyrirtækjum. Nei, það er eitthvað stórundarlegt að byggja þetta kerfi upp með þessum hætti þar sem hagsmunir launafólks, neytenda og heimila er fótumtroðnir í formi fákeppni, einokunar, hás vörðuverðs, verðtryggingar okurvaxta og kaupgjaldi haldið niðri allt þess að þjóna arðssemiskröfu lífeyrissjóðanna. galið.is. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar