Hin skítugu leyndarmál jarðefnaeldsneytis Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 26. nóvember 2021 11:36 Í gegnum tíðina hafa komið ótal innlegg frá allskonar snillingum um einhver meint og skítug leyndarmál lausna í umhverfismálum. Þar hefur t.d. verið bent á ýmsa vankanta varðandi bæði rafbílarafhlöður og vindmyllur. Mikil þróun er reyndar í gangi í tengslum við bæði endurvinnslu rafhlaðna og vindmylluspaða, þannig að þetta horfir sem betur fer til betri vegar. Hafa ber þó í huga að enn er ekkert að frétta varðandi endurvinnslu á jarðefnaeldsneyti og að því ég best veit, hefur ekki enn tekist að endurvinna brennt jarðefnaeldsneyti, þrátt fyrir rúmlega hundrað ára sögu. Það er mikilvægt að benda á ýmsa vankanta sem fylgja nýjum orkulausnum en það er líka gott að muna að notkun jarðefnaeldsneytis er alltaf mun verri. Það er því kannski við hæfi að rifja aðeins upp hin skítugu leyndarmál jarðefnaeldsneytis til að gæta samræmis í umræðunni. Jarðefnaeldsneyti er óendurnýjanlegt Kol og olía eru ekki endurnýjanleg auðlind og bruni þeirra því ósjálfbær í sinni tærustu mynd. Bruninn er einskiptis aðgerð. Við erum sem sagt að tæma auðlind og þannig ræna henni frá næstu kynslóðum. Það má líkja jarðefnaeldsneytisauðlindinni við risastóran bankareikning sem hefur þann galla að hann er algerlega vaxtalaus og það verður aldrei lagt inn á hann. Það þarf engan fjármálasnilling til að átta sig á að gegndarlausar úttektir, úr jafn aumum bankareikningi, munu á endanum koma okkur í vandræði. Heilsuvandamál Bruni jarðefnaeldsneytis veldur mjög heilsuspillandi mengun. Þetta er alvöru mál sem allt of lítið er fjallað um. Í nýlegri rannsókn frá Harvard háskóla er áætlað að bruni jarðefnaeldsneytis valdi ótímabærum dauða yfir 8 milljón jarðarbúa á ári hverju. Miklu fleiri verða svo fyrir óþarfa heilsubresti þó að bruninn komi þeim kannski ekki algerlega í gröfina. Hafa ber þetta í huga þegar talað er gegn innleiðingu á hreinni orku. Ójöfn skipting auðlinda Eitt af vandamálum jarðefnaeldsneytis er að auðlindin skiptist svo sannarlega ekki jafnt á milli jarðarbúa. Þessi staðreynd hefur valdið miklum óróa í gegnum tíðina og stundum hafa stríð, með tilheyrandi mannfalli, hreinlega snúist um olíuauðlindir. Raforka á rafbíla er að mestu framleidd í hverju landi fyrir sig og stuðlar þannig að orkuöryggi og mun minni hættu á alvarlegum átökum. Losun við framleiðslu og flutning Eitt af skítugu leyndarmálum olíunnar er sú staðreynd að olía verður ekki til á bensínstöðvum. Það þarf að bora eftir olíu erlendis, flytja hana í olíuhreinsistöðvar, dæla á skip, flytja til landsins, koma henni á flutningabíla, keyra hana á stöðvarnar og dæla síðan í geymslutanka. Allt þetta bras kallar á orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda. Bruni eldsneytis í bílnum þínum segir því ekki alla söguna þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda og hluti losunar sem bíllinn þinn veldur verður til erlendis. Þó svo að sú losun lendi í loftslagsbókhaldi annarra landa þá er hún á þinni ábyrgð og skilar sér í sameiginlegan lofthjúp okkar heimsborgaranna. Sama á við um rafbíla en öll framleiðsla raforkunnar á sér stað hér á landi og íslensk raforka losar þar að auki nánast ekkert. Mengun jarðvegs, sjávar og vatns Olía getur lekið og mengað vistkerfi. Einn lítri af olíu getur eyðilagt milljón lítra af drykkjarvatni. Ótal stór olíuslys hafa orðið í gegnum tíðina en minni lekar geta líka skemmt verulega eins og nýlegt dæmi frá Hofsósi sýnir. Þar var íbúðarhús dæmt óíbúðarhæft eftir leka frá nærliggjandi olíutanki. Eitthvað minna er t.d. um slíka leka frá hraðhleðslustöðvum. Olía er eldfim Það vita flestir að olía er eldfim en oft gleymist hversu alvarleg slys verða stundum við olíuflutninga, sérstaklega í þróunarlöndunum. Nú nýverið létust 131 í slíku slysi í Síerra Leóne en 85 létust í svipuðu slysi í Tansaníu árið 2019 og fimmtíu í Kongó árið 2018. Flutningur á raforku veldur sjaldnast slíkum slysum. Jarðefnaeldsneyti hefur lengi verið lykilþáttur í efnahags uppbyggingu þjóða síðustu hundrað ár enda lengi vel nánast eini orkukosturinn í boði. Nú eru hinsvegar breyttir tímar með fjölbreyttum grænum orkulausnum. Margt þarf vissulega að bæta þegar kemur að grænum lausnum og sem betur fer er verið að vinna að því. Við hljótum þó að vera sammála um að þessar lausnir eru að lágmarki talsvert skárri kostur en ósjálfbær bruni jarðefnaeldsneytis. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bensín og olía Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hafa komið ótal innlegg frá allskonar snillingum um einhver meint og skítug leyndarmál lausna í umhverfismálum. Þar hefur t.d. verið bent á ýmsa vankanta varðandi bæði rafbílarafhlöður og vindmyllur. Mikil þróun er reyndar í gangi í tengslum við bæði endurvinnslu rafhlaðna og vindmylluspaða, þannig að þetta horfir sem betur fer til betri vegar. Hafa ber þó í huga að enn er ekkert að frétta varðandi endurvinnslu á jarðefnaeldsneyti og að því ég best veit, hefur ekki enn tekist að endurvinna brennt jarðefnaeldsneyti, þrátt fyrir rúmlega hundrað ára sögu. Það er mikilvægt að benda á ýmsa vankanta sem fylgja nýjum orkulausnum en það er líka gott að muna að notkun jarðefnaeldsneytis er alltaf mun verri. Það er því kannski við hæfi að rifja aðeins upp hin skítugu leyndarmál jarðefnaeldsneytis til að gæta samræmis í umræðunni. Jarðefnaeldsneyti er óendurnýjanlegt Kol og olía eru ekki endurnýjanleg auðlind og bruni þeirra því ósjálfbær í sinni tærustu mynd. Bruninn er einskiptis aðgerð. Við erum sem sagt að tæma auðlind og þannig ræna henni frá næstu kynslóðum. Það má líkja jarðefnaeldsneytisauðlindinni við risastóran bankareikning sem hefur þann galla að hann er algerlega vaxtalaus og það verður aldrei lagt inn á hann. Það þarf engan fjármálasnilling til að átta sig á að gegndarlausar úttektir, úr jafn aumum bankareikningi, munu á endanum koma okkur í vandræði. Heilsuvandamál Bruni jarðefnaeldsneytis veldur mjög heilsuspillandi mengun. Þetta er alvöru mál sem allt of lítið er fjallað um. Í nýlegri rannsókn frá Harvard háskóla er áætlað að bruni jarðefnaeldsneytis valdi ótímabærum dauða yfir 8 milljón jarðarbúa á ári hverju. Miklu fleiri verða svo fyrir óþarfa heilsubresti þó að bruninn komi þeim kannski ekki algerlega í gröfina. Hafa ber þetta í huga þegar talað er gegn innleiðingu á hreinni orku. Ójöfn skipting auðlinda Eitt af vandamálum jarðefnaeldsneytis er að auðlindin skiptist svo sannarlega ekki jafnt á milli jarðarbúa. Þessi staðreynd hefur valdið miklum óróa í gegnum tíðina og stundum hafa stríð, með tilheyrandi mannfalli, hreinlega snúist um olíuauðlindir. Raforka á rafbíla er að mestu framleidd í hverju landi fyrir sig og stuðlar þannig að orkuöryggi og mun minni hættu á alvarlegum átökum. Losun við framleiðslu og flutning Eitt af skítugu leyndarmálum olíunnar er sú staðreynd að olía verður ekki til á bensínstöðvum. Það þarf að bora eftir olíu erlendis, flytja hana í olíuhreinsistöðvar, dæla á skip, flytja til landsins, koma henni á flutningabíla, keyra hana á stöðvarnar og dæla síðan í geymslutanka. Allt þetta bras kallar á orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda. Bruni eldsneytis í bílnum þínum segir því ekki alla söguna þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda og hluti losunar sem bíllinn þinn veldur verður til erlendis. Þó svo að sú losun lendi í loftslagsbókhaldi annarra landa þá er hún á þinni ábyrgð og skilar sér í sameiginlegan lofthjúp okkar heimsborgaranna. Sama á við um rafbíla en öll framleiðsla raforkunnar á sér stað hér á landi og íslensk raforka losar þar að auki nánast ekkert. Mengun jarðvegs, sjávar og vatns Olía getur lekið og mengað vistkerfi. Einn lítri af olíu getur eyðilagt milljón lítra af drykkjarvatni. Ótal stór olíuslys hafa orðið í gegnum tíðina en minni lekar geta líka skemmt verulega eins og nýlegt dæmi frá Hofsósi sýnir. Þar var íbúðarhús dæmt óíbúðarhæft eftir leka frá nærliggjandi olíutanki. Eitthvað minna er t.d. um slíka leka frá hraðhleðslustöðvum. Olía er eldfim Það vita flestir að olía er eldfim en oft gleymist hversu alvarleg slys verða stundum við olíuflutninga, sérstaklega í þróunarlöndunum. Nú nýverið létust 131 í slíku slysi í Síerra Leóne en 85 létust í svipuðu slysi í Tansaníu árið 2019 og fimmtíu í Kongó árið 2018. Flutningur á raforku veldur sjaldnast slíkum slysum. Jarðefnaeldsneyti hefur lengi verið lykilþáttur í efnahags uppbyggingu þjóða síðustu hundrað ár enda lengi vel nánast eini orkukosturinn í boði. Nú eru hinsvegar breyttir tímar með fjölbreyttum grænum orkulausnum. Margt þarf vissulega að bæta þegar kemur að grænum lausnum og sem betur fer er verið að vinna að því. Við hljótum þó að vera sammála um að þessar lausnir eru að lágmarki talsvert skárri kostur en ósjálfbær bruni jarðefnaeldsneytis. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun