Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 11:52 Guðmundur Gunnarsson var oddviti Viðreisnar í alþingiskosningunum. visir/vilhelm Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum, var einn þeirra sem mældist inni eftir fyrri talningu í kjördæminu. Eftir endurtalningu missti hann sæti sitt og var í hópi þeirra sem kærði kosningarnar. Hann segir niðurstöðu þingins, sem staðfesti í gær kjörbréf allra þingmanna samkvæmt seinni talningu, vonbrigði en þó viðbúna. „Ég held að það hafi allir vitað í hvað stefndi og hvernig ætti að leiða fram þessa súrrealísku og fáránlegu niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Við vitum að lög voru brotin og við vitum líka að það var hægt að svindla í þessum kosningum. Og það að við séum tilbúin til þess að stimpla það í sölum Alþingis og taka því af einhverri léttuð - ég held að það sé bara mikill áfellisdómur.“ Hann telur kjörbréfanefnd ekki hafa tekist að eyða neinum vafa. „Ég, eins og kannski margir aðrir Íslendingar hef hingað til borið mikið traust bæði til kosninga og lýðræðislegra ferla. Það er algjörlega í ræsinu eins og staðan er núna. Ég segi fyrir mitt leyti að ég sé enga ástæðu til þess að mæta á kjörstað fyrr en það er allavega búið að girða fyrir það að við getum umgengist svona mikilvæga ferla af jafn miklu fúski og raun ber vitni í þessu máli.“ Kjörbréfanefnd klofnaði í niðurstöðu sinni en meirihlutinn taldi þó rétt að staðfesta kjörbréf allra þingmanna.visir/Vilhelm Guðmundur hyggst nú fara yfir næstu skref ásamt lögfræðingum sínum og segist ætla alla leið með málið, sem hann telur eiga fullt erindi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Ég get ekkert annað, réttlætiskenndin er það rík. En það tekur tíma. En ég er ekki í nokkrum vafa um að sá dómur og að sú skoðun muni ekki fara sérstaklega mjúkum höndum um okkur eða vera neitt sérstaklega falleg.“ „Það er allavega ljóst í mínum huga af þessum atburðum í gær að við erum ekki fær um að standa með almannahagsmunum án þess að fá einhverjar leiðbeiningar um hvernig það er gert,“ segir Guðmundur. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum, var einn þeirra sem mældist inni eftir fyrri talningu í kjördæminu. Eftir endurtalningu missti hann sæti sitt og var í hópi þeirra sem kærði kosningarnar. Hann segir niðurstöðu þingins, sem staðfesti í gær kjörbréf allra þingmanna samkvæmt seinni talningu, vonbrigði en þó viðbúna. „Ég held að það hafi allir vitað í hvað stefndi og hvernig ætti að leiða fram þessa súrrealísku og fáránlegu niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Við vitum að lög voru brotin og við vitum líka að það var hægt að svindla í þessum kosningum. Og það að við séum tilbúin til þess að stimpla það í sölum Alþingis og taka því af einhverri léttuð - ég held að það sé bara mikill áfellisdómur.“ Hann telur kjörbréfanefnd ekki hafa tekist að eyða neinum vafa. „Ég, eins og kannski margir aðrir Íslendingar hef hingað til borið mikið traust bæði til kosninga og lýðræðislegra ferla. Það er algjörlega í ræsinu eins og staðan er núna. Ég segi fyrir mitt leyti að ég sé enga ástæðu til þess að mæta á kjörstað fyrr en það er allavega búið að girða fyrir það að við getum umgengist svona mikilvæga ferla af jafn miklu fúski og raun ber vitni í þessu máli.“ Kjörbréfanefnd klofnaði í niðurstöðu sinni en meirihlutinn taldi þó rétt að staðfesta kjörbréf allra þingmanna.visir/Vilhelm Guðmundur hyggst nú fara yfir næstu skref ásamt lögfræðingum sínum og segist ætla alla leið með málið, sem hann telur eiga fullt erindi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Ég get ekkert annað, réttlætiskenndin er það rík. En það tekur tíma. En ég er ekki í nokkrum vafa um að sá dómur og að sú skoðun muni ekki fara sérstaklega mjúkum höndum um okkur eða vera neitt sérstaklega falleg.“ „Það er allavega ljóst í mínum huga af þessum atburðum í gær að við erum ekki fær um að standa með almannahagsmunum án þess að fá einhverjar leiðbeiningar um hvernig það er gert,“ segir Guðmundur.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Sjá meira