Adam sló í gegn með kollhnís: Draumur fyrir strák frá smábæ á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2021 14:00 Adam Ingi Benediktsson í viðtali eftir frumraun sína í Svíþjóð. Skjáskot/@ifkgoteborg Hinn 19 ára gamli Adam Ingi Benediktsson, markvörður frá Grundarfirði, lék sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með stórliði IFK Gautaborgar í gær og sló strax í gegn hjá stuðningsmönnum. Þetta segir í grein Göteborgs-Posten um Adam þar sem tekið er fram að sérstakur kollhnís Adams fyrir leik, að eigin marki, hafi vakið mikla athygli. pic.twitter.com/BTreWgYQ8f— David Vukovic (@DaVukovic) November 28, 2021 „Ég geri þetta fyrir hvern leik,“ sagði Adam Ingi í viðtali við GP, þar sem hann þáði jafnframt að fá að vita að kollhnís er í sænsku kallaður „kullerbytta“. Adam heillaði stuðningsmenn ekki síður með frammistöðu sinni í leiknum sjálfum, því hann hélt markinu hreinu í 4-0 sigri á Östersund. 19-årige målvaktsdebutanten Adam Ingi Benediktsson med en fin räddning för IFK Göteborg!Se matchen på https://t.co/Nmw67Zlu4o pic.twitter.com/kPdwu6EEMX— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 28, 2021 „Þetta er eins og einhver draumur. Vera hér fyrir framan 15.000 manns, frá smábæ á Íslandi,“ sagði Adam Ingi. Adam Ingi sagði frá því í viðtali við Fótbolta.net á sínum tíma að hann væri frá smábænum Grundarfirði á Snæfellsnesi. Hann lék svo með yngri flokkum FH og HK þar til að hann fluttist til Svíþjóðar sumarið 2019 og hóf að leika með U19-liði Gautaborgar. Á dögunum skrifaði hann svo undir atvinnumannasamning við félagið sem gildir til ársloka 2024. | "Jag lever i en dröm"Debutanten Adam Benediktsson efter 4 0 mot Östersunds FK.#ifkgbg pic.twitter.com/lhU7v7n9fI— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) November 28, 2021 Aðalmarkvörður Gautaborgar, Giannis Anestis, er á förum frá félaginu og það gæti gefið Adam fleiri tækifæri á næstu leiktíð. Hann hefur nú að minnsta kosti fengið fyrsta tækifærið sitt en leiktíðinni í Svíþjóð lýkur um næstu helgi þegar Gautaborg sækir Norrköping heim. Adam segist hafa vitað það í nokkra daga að komið væri að fyrsta leik hans í sænsku úrvalsdeildinni: „Þjálfarinn tók mig til hliðar og sagði mér frá þessu. En ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en ég gekk inn á völlinn með öllu sem því tilheyrir. Þá kom adrenalínið,“ sagði Adam. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Grundarfjörður Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Sjá meira
Þetta segir í grein Göteborgs-Posten um Adam þar sem tekið er fram að sérstakur kollhnís Adams fyrir leik, að eigin marki, hafi vakið mikla athygli. pic.twitter.com/BTreWgYQ8f— David Vukovic (@DaVukovic) November 28, 2021 „Ég geri þetta fyrir hvern leik,“ sagði Adam Ingi í viðtali við GP, þar sem hann þáði jafnframt að fá að vita að kollhnís er í sænsku kallaður „kullerbytta“. Adam heillaði stuðningsmenn ekki síður með frammistöðu sinni í leiknum sjálfum, því hann hélt markinu hreinu í 4-0 sigri á Östersund. 19-årige målvaktsdebutanten Adam Ingi Benediktsson med en fin räddning för IFK Göteborg!Se matchen på https://t.co/Nmw67Zlu4o pic.twitter.com/kPdwu6EEMX— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 28, 2021 „Þetta er eins og einhver draumur. Vera hér fyrir framan 15.000 manns, frá smábæ á Íslandi,“ sagði Adam Ingi. Adam Ingi sagði frá því í viðtali við Fótbolta.net á sínum tíma að hann væri frá smábænum Grundarfirði á Snæfellsnesi. Hann lék svo með yngri flokkum FH og HK þar til að hann fluttist til Svíþjóðar sumarið 2019 og hóf að leika með U19-liði Gautaborgar. Á dögunum skrifaði hann svo undir atvinnumannasamning við félagið sem gildir til ársloka 2024. | "Jag lever i en dröm"Debutanten Adam Benediktsson efter 4 0 mot Östersunds FK.#ifkgbg pic.twitter.com/lhU7v7n9fI— IFK Göteborg (@IFKGoteborg) November 28, 2021 Aðalmarkvörður Gautaborgar, Giannis Anestis, er á förum frá félaginu og það gæti gefið Adam fleiri tækifæri á næstu leiktíð. Hann hefur nú að minnsta kosti fengið fyrsta tækifærið sitt en leiktíðinni í Svíþjóð lýkur um næstu helgi þegar Gautaborg sækir Norrköping heim. Adam segist hafa vitað það í nokkra daga að komið væri að fyrsta leik hans í sænsku úrvalsdeildinni: „Þjálfarinn tók mig til hliðar og sagði mér frá þessu. En ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en ég gekk inn á völlinn með öllu sem því tilheyrir. Þá kom adrenalínið,“ sagði Adam.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Grundarfjörður Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Sjá meira