Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur Eiður Þór Árnason skrifar 3. desember 2021 10:01 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, ræddi omíkron-afbrigðið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Sigurjón Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri. Þar verði að hafa í huga að einungis sé rúm vika frá því að heilbrigðisyfirvöld greindu fyrst frá omíkron. „Það tekur tíma að átta sig á því hver þróunin er, þarna er almennt um að ræða hraust og ungt fólk sem er að veikjast. Við vitum að það er kannski ekki mjög líklegt til að leggjast inn á sjúkrahús en þegar þetta fer að dreifa sér meira og ná inn í fleiri aldurshópa þá sjáum við kannski teiknast upp aðra mynd,“ sagði Magnús í Bítinu á Bylgjunni. Hann bætir við að sérfræðingar í Suður-Afríku hafi sömuleiðis gefið út að fólk sem hafi áður fengið Covid-19 smitist auðveldlega aftur af omíkron-afbrigðinu. „Þannig að mótefnaverndin sem náttúruleg sýking veitir, eða átti að veita, virðist ekki halda vel gagnvart þessu nýja afbrigði.“ Þá bendir Magnús á nú liggi þríbólusettur einstaklingur á Landspítalanum með omíkron. „Þessi veira getur augljóslega valdið sjúkdómi sem er ekkert óáþekkur því sem við höfum verið að fást við.“ Vísindamenn séu nú einungis með lítið brot af heildarmyndinni sem muni vonandi skýrast á næstu vikum. Notkun hraðprófa hefur stóraukist frá því að þau voru gerð gjaldfrjáls hér á landi.Vísir/vilhelm Hraðpróf gætu hætt að nema veiruna Fram kemur í nýju svari Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á vef landlæknis að hætt væri við því að hraðprófin hætti að nema stökkbreytt afbrigði af veirunni þar sem flest hraðpróf leiti einungis að einu prótíni kórónuveirunnar. PCR-próf sem notuð séu hér á landi leiti hinsvegar að lágmarki að tveimur genum til að draga úr hættu á að þau nemi ekki afbrigði með stökkbreytingar á lykilstöðum í þeim genum. Í ljósi þess segja heilbrigðisyfirvöld mjög mikilvægt að fólk sem hafi einkenni fari í PCR-einkennasýnatöku en ekki í hraðpróf. Ekki tími til að bíða eftir fullkomnum gögnum Aðspurður um það hvort heimsbyggðin hafi sýnt óhófleg viðbrögð við þessu nýja afbrigði segir Magnús um nú sé um að ræða óvissutímabil þar sem skortur sé á frekari gögnum. „Þessi viðbrögð sem vissulega eru sum staðar býsna ýkt endurspegla kannski bara það að menn vilja aðeins staldra við og hægja ferðina áður en þeir eru teknir í bólinu af þessu omíkron-afbrigði sem greinilega dreifir sér mjög hratt. Við höfum lært það á fyrri stigum í þessum faraldri að ef við bíðum eftir fullkomnum gögnum þá er það einfaldlega orðið of seint, þá erum við búin að missa tökin.“ Magnús bætir við að þó megi vel vera að dómur sögunnar verði sá að þetta hafi verið óhófleg viðbrögð. „Áhyggjurnar eru að einhverju leiti undirbyggðar af þeirri þekkingu að menn þykjast sjá það fyrir að ef fram kemur nýtt afbrigði sem er samsett á þennan hátt, með svona margar af þessum stökkbreytingum, sem sumar hverjar eru varasamar, þá séu það slæm tíðindi.“ Síðan verði að koma í ljós hvernig þetta reynist í raun. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin staðfesti árið 1980 að búið væri að útrýma bólusótt.Getty/Callista Images Mannkyninu almennt ekki tekist að þurrka út nýja sjúkdóma Magnús segir að nýr veruleiki blasi við heimsbyggðinni eftir tilkomu Covid-19 og ekki verði aftur snúið. „Þessi hugmynd um að allt í einu sé árið 2018 og kórónuveiran er eitthvað sem enginn hefur talað um og við fljúgum hringinn í kringum hnöttinn áhyggjulaus, sá tími er ekkert að koma aftur. Hins vegar sér maður það alveg að við höfum lært að bregðast við með mjög skynsamlegum hætti, við erum að halda hér tónleika með hraðprófum, við erum komin með alls konar úrræði til að bregðast við þessu. Þegar maður horfir í kringum sig þá gengur lífið bara að verulegu leiti sinn vanagang þó við séum kannski ekki að gera allt sem við hefðum kosið.“ Magnús segir að reynslan kenni okkur að veiran sé einfaldlega of hál til þess að eitt bóluefni leysi vandann. „Við þurfum bara að halda áfram að elta og reyna að ná einhvers konar jafnvægi í skylmingunum við þessa veiru.“ Ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að veiran verði hægt og rólega veikari og hverfi á endanum úr samfélaginu. Örvunarbólusetning fer þessa dagana fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm „Ég held að sagan kenni okkur það að almennt hefur okkur ekki gengið vel að þurrka út sjúkdóma af plánetunni, það er bara bólusótt sem fellur í þann flokk. Þessi veira mun áfram vera með okkur, hins vegar mun tíminn leiða í ljós hvernig hún þróast með tímanum,“ segir Magnús. „Ef maður horfir langt fram í tímann þá er ég fullviss um að við náum einhvers konar jafnvægi. Hvað gerist á þeirri leið hins vegar getur verið svolítið hlykkjóttur vegur. Það er ekki sjálfgefið að það verði beinn og breiður vegur þar sem hún mun smám saman missa vígtennurnar og gefast upp.“ Hlusta má á viðtalið við Magnús í Bítinu á Bylgjunni í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Nýtt minnisblað á leiðinni: Miklar tilslakanir gætu endað illa Sóttvarnalæknir á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina og telur ólíklegt að hann leggi til tilslakanir á meðan óvissa er jafn mikil og nú. Allt að sjö manns hafa greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Fólkið tengist og er því enn möguleiki að veiran hafi ekki náð að dreifa sér í samfélaginu líkt og víða erlendis. 2. desember 2021 18:53 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2. desember 2021 14:15 Pfizer segir að fólk þurfi líklega árlega bólusetningu Dr. Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk komi til með að þurfa árlega bólusetningu gegn Covid-19 á næstu árum til að viðhalda góðri vörn gegn kórónuveirunni. 2. desember 2021 10:39 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Þar verði að hafa í huga að einungis sé rúm vika frá því að heilbrigðisyfirvöld greindu fyrst frá omíkron. „Það tekur tíma að átta sig á því hver þróunin er, þarna er almennt um að ræða hraust og ungt fólk sem er að veikjast. Við vitum að það er kannski ekki mjög líklegt til að leggjast inn á sjúkrahús en þegar þetta fer að dreifa sér meira og ná inn í fleiri aldurshópa þá sjáum við kannski teiknast upp aðra mynd,“ sagði Magnús í Bítinu á Bylgjunni. Hann bætir við að sérfræðingar í Suður-Afríku hafi sömuleiðis gefið út að fólk sem hafi áður fengið Covid-19 smitist auðveldlega aftur af omíkron-afbrigðinu. „Þannig að mótefnaverndin sem náttúruleg sýking veitir, eða átti að veita, virðist ekki halda vel gagnvart þessu nýja afbrigði.“ Þá bendir Magnús á nú liggi þríbólusettur einstaklingur á Landspítalanum með omíkron. „Þessi veira getur augljóslega valdið sjúkdómi sem er ekkert óáþekkur því sem við höfum verið að fást við.“ Vísindamenn séu nú einungis með lítið brot af heildarmyndinni sem muni vonandi skýrast á næstu vikum. Notkun hraðprófa hefur stóraukist frá því að þau voru gerð gjaldfrjáls hér á landi.Vísir/vilhelm Hraðpróf gætu hætt að nema veiruna Fram kemur í nýju svari Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á vef landlæknis að hætt væri við því að hraðprófin hætti að nema stökkbreytt afbrigði af veirunni þar sem flest hraðpróf leiti einungis að einu prótíni kórónuveirunnar. PCR-próf sem notuð séu hér á landi leiti hinsvegar að lágmarki að tveimur genum til að draga úr hættu á að þau nemi ekki afbrigði með stökkbreytingar á lykilstöðum í þeim genum. Í ljósi þess segja heilbrigðisyfirvöld mjög mikilvægt að fólk sem hafi einkenni fari í PCR-einkennasýnatöku en ekki í hraðpróf. Ekki tími til að bíða eftir fullkomnum gögnum Aðspurður um það hvort heimsbyggðin hafi sýnt óhófleg viðbrögð við þessu nýja afbrigði segir Magnús um nú sé um að ræða óvissutímabil þar sem skortur sé á frekari gögnum. „Þessi viðbrögð sem vissulega eru sum staðar býsna ýkt endurspegla kannski bara það að menn vilja aðeins staldra við og hægja ferðina áður en þeir eru teknir í bólinu af þessu omíkron-afbrigði sem greinilega dreifir sér mjög hratt. Við höfum lært það á fyrri stigum í þessum faraldri að ef við bíðum eftir fullkomnum gögnum þá er það einfaldlega orðið of seint, þá erum við búin að missa tökin.“ Magnús bætir við að þó megi vel vera að dómur sögunnar verði sá að þetta hafi verið óhófleg viðbrögð. „Áhyggjurnar eru að einhverju leiti undirbyggðar af þeirri þekkingu að menn þykjast sjá það fyrir að ef fram kemur nýtt afbrigði sem er samsett á þennan hátt, með svona margar af þessum stökkbreytingum, sem sumar hverjar eru varasamar, þá séu það slæm tíðindi.“ Síðan verði að koma í ljós hvernig þetta reynist í raun. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin staðfesti árið 1980 að búið væri að útrýma bólusótt.Getty/Callista Images Mannkyninu almennt ekki tekist að þurrka út nýja sjúkdóma Magnús segir að nýr veruleiki blasi við heimsbyggðinni eftir tilkomu Covid-19 og ekki verði aftur snúið. „Þessi hugmynd um að allt í einu sé árið 2018 og kórónuveiran er eitthvað sem enginn hefur talað um og við fljúgum hringinn í kringum hnöttinn áhyggjulaus, sá tími er ekkert að koma aftur. Hins vegar sér maður það alveg að við höfum lært að bregðast við með mjög skynsamlegum hætti, við erum að halda hér tónleika með hraðprófum, við erum komin með alls konar úrræði til að bregðast við þessu. Þegar maður horfir í kringum sig þá gengur lífið bara að verulegu leiti sinn vanagang þó við séum kannski ekki að gera allt sem við hefðum kosið.“ Magnús segir að reynslan kenni okkur að veiran sé einfaldlega of hál til þess að eitt bóluefni leysi vandann. „Við þurfum bara að halda áfram að elta og reyna að ná einhvers konar jafnvægi í skylmingunum við þessa veiru.“ Ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að veiran verði hægt og rólega veikari og hverfi á endanum úr samfélaginu. Örvunarbólusetning fer þessa dagana fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm „Ég held að sagan kenni okkur það að almennt hefur okkur ekki gengið vel að þurrka út sjúkdóma af plánetunni, það er bara bólusótt sem fellur í þann flokk. Þessi veira mun áfram vera með okkur, hins vegar mun tíminn leiða í ljós hvernig hún þróast með tímanum,“ segir Magnús. „Ef maður horfir langt fram í tímann þá er ég fullviss um að við náum einhvers konar jafnvægi. Hvað gerist á þeirri leið hins vegar getur verið svolítið hlykkjóttur vegur. Það er ekki sjálfgefið að það verði beinn og breiður vegur þar sem hún mun smám saman missa vígtennurnar og gefast upp.“ Hlusta má á viðtalið við Magnús í Bítinu á Bylgjunni í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Nýtt minnisblað á leiðinni: Miklar tilslakanir gætu endað illa Sóttvarnalæknir á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina og telur ólíklegt að hann leggi til tilslakanir á meðan óvissa er jafn mikil og nú. Allt að sjö manns hafa greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Fólkið tengist og er því enn möguleiki að veiran hafi ekki náð að dreifa sér í samfélaginu líkt og víða erlendis. 2. desember 2021 18:53 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2. desember 2021 14:15 Pfizer segir að fólk þurfi líklega árlega bólusetningu Dr. Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk komi til með að þurfa árlega bólusetningu gegn Covid-19 á næstu árum til að viðhalda góðri vörn gegn kórónuveirunni. 2. desember 2021 10:39 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Nýtt minnisblað á leiðinni: Miklar tilslakanir gætu endað illa Sóttvarnalæknir á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina og telur ólíklegt að hann leggi til tilslakanir á meðan óvissa er jafn mikil og nú. Allt að sjö manns hafa greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Fólkið tengist og er því enn möguleiki að veiran hafi ekki náð að dreifa sér í samfélaginu líkt og víða erlendis. 2. desember 2021 18:53
Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42
Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2. desember 2021 14:15
Pfizer segir að fólk þurfi líklega árlega bólusetningu Dr. Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk komi til með að þurfa árlega bólusetningu gegn Covid-19 á næstu árum til að viðhalda góðri vörn gegn kórónuveirunni. 2. desember 2021 10:39