Eyddu síðustu krónunum sínum í jólaseríur Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. desember 2021 07:00 Gunnar Leó Pálsson er annar eigandi fyrirtækisins Rent A Party. Hann segir tímann frá því að Covid gjörbreytti öllu hafa verið strembinn en áhersla hjá þeim félögunum hafi þó alltaf verið að tapa ekki gleðinni og reyna af fremsta megni að finna nýjar lausnir, vörur eða þjónustur til að aðlagast hverju tímabili fyrir sig. Í fyrra eyddu félagarnir til dæmis síðustu krónunum sínum í jólaseríur sem enduðu með að bjarga rekstrinum. Vísir/Vilhelm Um land allt standa þúsundir fyrirtækjaeigenda frammi fyrir einni spurningu á hverjum degi: Hvernig náum við að lifa heimsfaraldurinn af? Í dag heyrum við dæmisögu um eitt slíkt fyrirtæki og hvernig þeim hefur gengið að takast á við Covid. „Það sem hefur reynst okkur árangursríkast í baráttunni við Covid er að leggja aldrei árar í bát og bíða eftir betri tíð, heldur frekar að leggja höfuðið í bleyti og þróa nýjar lausnir. Haustmánuðir síðasta árs voru okkur afskaplega erfiðir. Það voru miklar samkomutakmarkanir í gangi á þessum tíma og það var erfitt að ná endum saman,“ segir Gunnar Leó Pálsson annar af tveimur eigendum Rent A Party. „Um það leyti létum við, einu sinni sem oftar, hugann reika í leit að nýjum hugmyndum og sáum þá allt í einu ljósið í myrkrinu, sem gæti hjálpað okkur í baráttunni, en það voru jólaljósin! Við ákváðum að eyða síðustu krónunum okkar í jólaseríur og settum inn auglýsingu á samfélagsmiðlana og viti menn, við fengum fjölmörg jólaskreytingaverkefni í kjölfarið.“ Vinir í rekstri Langflest fyrirtæki á Íslandi eru lítil fyrirtæki. Reyndar á það við um fleiri lönd og fleiri álfur: Flest fyrirtæki eru lítil fyrirtæki þar sem eigendurnir starfa sjálfir á gólfinu og eru alla daga með marga hatta á höfði. Eitt þeirra fyrirtækja sem telja má nokkuð dæmigert lítið íslenskt fyrirtæki er fyrirtækið Rent A Party. Það er í eigu æskufélaganna Gunnars Leós Pálssonar og Ernis Skorra Péturssonar. „Við Ernir kynntumst í grunnskóla og höfum í raun verið bestu vinir frá því fyrir síðustu aldamót. Samstarfið hefur gengið afar vel hingað til en við erum meðvitaðir um fjölmörg fordæmi þess að fyrirtækjarekstur hafi valdið vinaslitum og munum ekki láta það gerast hjá okkur,“ segir Gunnar. Rent A Party stofnaði Ernir reyndar árið 2018 með Friðriki Salvar Bjarnasyni. Á þessu ári hætti Friðrik hjá fyrirtækinu og þá tók Gunnar Leó við sem meðeigandi í hans stað. Starfsemi Rent A Party byggir á því að fyrirtæki og einstaklingar geta bókað í gegnum vefsíðu allt sem tengist viðburðum. Allt frá borðbúnaði í anda Frozen fyrir barnaafmæli, myndakassa fyrir fermingu, hoppukastala, götugrill, hljóðkerfi fyrir árshátíð eða jólatré fyrir jólaball. En síðan kom Covid. „Við vorum nýbúnir að fjárfesta nánast öllu okkar fé í nýjan búnað, sérstaklega myndakassa, fyrir þá komandi fermingar-tímabil og vorum með biðlista,“ segir Gunnar Leó um stöðuna stuttu fyrir Covid. Í upphafi vorum við, eins og flestir, hálf barnslega saklaus gagnvart þessu öllu og gjörsamlega grunlaus um hvað væri raunverulega í vændum. Um miðjan mars stoppaði síminn ekki og tölvupóstarnir hrönnuðust upp en erindið var á einn veg, afbókanir eða frestanir.“ Mynd af Gunnari sem tekin er á lager Rent A Party á Tunguhálsi. Tromman sem sést á myndinni er í raun myndakassi sem Gunnar Leó smíðaði úr trommu sem hann var hættur að nota. Það sem hefur hjálpað hvað mest í rekstrinum á tímum heimsfaraldurs segir Gunnar einfaldlega vera að leggja aldrei árar í bát og bíða eftir betri tíð. Árangursríkast sé að leggja frekar höfuðið í bleyti og þróa nýjar lausnir og hugmyndir. Það sem hefur reynst okkur árangursríkast í baráttunni við Covid er að leggja aldrei árar í bát og bíða eftir betri tíð, heldur frekar að leggja höfuðið í bleyti og þróa nýjar lausnir. Matthías Mar Erfiðast að segja upp starfsfólki Gunnar viðurkennir að þetta hafi verið nánast óhugnanleg upplifun. Bókunarkerfið tæmdist á nokkrum dögum og án nokkurs fyrirvara stóð reksturinn allt í einu frammi fyrir því að vera orðið fullkomlega tekjulaust. Strax þá, ákváðu félagarnir þó að ástandið þyrfti að metast sem tímabundið. Liðlegheitin þyrftu að vera í fyrirrúmi, viðskiptavinum sýndur skilningur og allar afbókanir því án nokkurs kostnaðar eða sekta. „Við hugsum þennan rekstur í áratugum og orðsporið skiptir okkur öllu máli.“ En síðan leið tíminn og þá er spurt: Hvað svo? Í dag starfa fimm manns hjá Rent A Party. Fyrirtækið gekk þó í gegnum það tímabil að þurfa að segja upp öllum. Enda barátta upp á líf og dauða rekstursins. Við áttuðum okkur fljótlega á því að við þyrftum að segja upp öllu okkar starfsfólki, sem var virkilega erfitt, ásamt því að leita allra mögulegra leiða til að halda fyrirtækinu á lífi,“ segir Gunnar og bætir við: „Þegar svona áföll dynja á litlum fyrirtækjum sem okkar þá þýðir lítið annað fyrir eigendur en að bretta upp ermarnar og leggja enn meira á sig.“ Gunnar segir það þó erfiða glímu að eiga við þegar reksturinn er í raun alltaf að berjast við utanaðkomandi þætti sem ekki er hægt að hafa neina stjórn á. Enda hafa það helst verið samkomutakmarkanir sem stýrt hafa fyrirtækinu þeirra. Þetta þýðir að ekki er hægt að gera neinar haldbærar áætlanir um reksturinn. Óvissan er of mikil og búin að vera viðvarandi um langa hríð. Þá er fyrirsjáanleikinn lítill sem enginn enda þekkja allir hversu oft leikreglur þurfa að breytast mjög skyndilega. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott…. „Það tekur á að skera niður allan kostnað til að halda velli og vera meðvitaður um hverja krónu en það er sömuleiðis mjög lærdómsríkt. Við þurftum til að mynda að flytja í annað og ódýrara húsnæði með mjög skömmum fyrirvara vegna Covid. Við vorum í stóru húsnæði með flottum sýningarsal en þegar svigrúm gafst fluttum við fyrirtækið í heild sinni og komum okkur fyrir á nýjum stað á örfáum dögum,“ segir Gunnar. Þá segir Gunnar það hafa verið lykilatriði að vera hugmyndaríkir og alltaf á tánum að finna einhverjar nýjar leiðir til að aðlaga reksturinn eða breyta. „Við byrjuðum fljótt að bæta við okkur vörum sem voru sérstaklega hugsaðar til að stytta fólki stundir heima fyrir, eins og til dæmis sýndarveruleikagleraugu, leikjatölvur eða spil og buðum fólki í sóttkví ókeypis heimsendingar,“ segir Gunnar. Þá tóku félagarnir ákvörðun um að gera góðverk frekar en að láta búnað rykfalla á lagernum. Til dæmis lánaði fyrirtækið deildum á sjúkrahúsum og dvalarheimilum búnað eins og iPada þannig að eldra fólkið þar gæti verið í samskiptum við sína nánustu þegar lokanirnar voru hvað mestar. Þessa dagana fer allur sólahringurinn í að skreyta tré, þakkanta, svalahandrið og annað sambærilegt fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Gunnar segir þessi verkefni gefandi og er líka þakklátur fyrir að vera á Íslandi á tímum heimsfaraldurs: Betri stað sé ekki hægt að hugsa sér að vera á þegar ástand sem þetta ríkir.Vísir/Vilhelm Jólaljósin bjarga en það gerir þakklætið líka Gunnar viðurkennir að síðustu tuttugu mánuðirnir hafa verið strembnir. En er þakklátur fyrir það hvernig jólaljósin sem fjárfest var í, hafa svo sannarlega bjargað rekstrinum. Enda fer allur sólahringurinn í það þessa dagana að skreyta tré, þakkanta, svalahandrið og annað sambærilegt. „Jólaljósin voru þarna okkar vörn gegn veirunni. Í dag erum við alsæl með þessa viðbót í þjónustunni okkar, flytjum orðið inn frábærar jólaseríur og höfum mjög gaman að því að skreyta fyrir fólk og fyrirtæki,“ segir Gunnar og bætir við: „Það er eitthvað einstakt og gefandi við það að vefja seríum á til dæmis fallega ösp, stinga svo í samband og sjá ljósin lifna við. Við leggjum til allt jólaskraut, skreytum og geymum svo skrautið á milli jóla fyrir okkar viðskiptavini.“ Gunnar segir viðhorfið hjá manni sjálfum miklu skipta. „Þegar ég hugsa til baka er ég stoltur af því að við höfum ekki eitt einni mínútu í volæði eða vorkunn og það hefur aldrei hvarflað að okkur að gefast upp. Við höfum aldrei tapað gleðinni, við vitum að það mun birta til og þetta er bara áskorun.“ Og Gunnar er líka þakklátur. Það sem er þó vafalaust erfiðast er að segja upp fólki sem hefur verið að standa sig vel í sinni vinnu. En ég er þakklátur fyrir að vera á Íslandi og fyrir það góða kerfi sem tekur á móti þeim sem missa vinnuna. Ég trúi því að Ísland sé besti staðurinn í heiminum til að vera á í þessum faraldri og að stjórnvöld hafi frá fyrsta degi gert sitt allra besta.“ Þá bendir hann líka á að þeir sem eru í rekstri, eru oftar en ekki í rekstrinum fyrir neitt annað en ástríðu og hugsjón. „Það eina sem drífur okkur áfram er að veita frábæra þjónusta, byggja upp flott fyrirtæki og góðan vinnustað. Við erum ekki í þessu til þess að greiða okkur út arð og viljum miklu frekar nota það sem eftir stendur í frekari uppbyggingu.“ Gunnar segir áhersluna vera á að fjárfeta í nýjum búnaði og útfæra nýjar lausnir. Hann segir fyrirtækið loks á góðum stað, með sína fimm frábæru starfsmenn og ógrynni af hugmyndum. „Við erum bara rétt að byrja.“ Gunnar segist afar þakklátur fyrir það hversu vel hefur tekist með jólaskreytingarverkefnin og þótt enn sjái ekki fyrir endann á Covid, þýði ekkert annað en að sjá öll tímabil sem tækifæri. „Við reynum núna að horfa á nýjar Covid bylgjur, þegar afbókanir hrannast inn, sem svigrúm og tækifæri til að vinna að þróun og framkvæma hugmyndir.“ Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. 8. nóvember 2021 07:00 Í kjölfar Covid: Snúa vörn í sókn með enn meiri íslenska hönnun Um þessar mundir eru íslensk fyrirtæki að birta ársuppgjör fyrir árið 2020. Áhrif Covid eru því að birtast í tölum en á sama tíma einnig þær aðgerðir sem fyrirtæki eru að ráðast í til að snúa vörn í sókn. 4. október 2021 07:00 Smærri fyrirtæki: Sjö leiðir til að forðast þrot Atvinnurekendur standa frammi fyrir erfiðum áskorunum. 19. maí 2020 11:00 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Sjá meira
„Það sem hefur reynst okkur árangursríkast í baráttunni við Covid er að leggja aldrei árar í bát og bíða eftir betri tíð, heldur frekar að leggja höfuðið í bleyti og þróa nýjar lausnir. Haustmánuðir síðasta árs voru okkur afskaplega erfiðir. Það voru miklar samkomutakmarkanir í gangi á þessum tíma og það var erfitt að ná endum saman,“ segir Gunnar Leó Pálsson annar af tveimur eigendum Rent A Party. „Um það leyti létum við, einu sinni sem oftar, hugann reika í leit að nýjum hugmyndum og sáum þá allt í einu ljósið í myrkrinu, sem gæti hjálpað okkur í baráttunni, en það voru jólaljósin! Við ákváðum að eyða síðustu krónunum okkar í jólaseríur og settum inn auglýsingu á samfélagsmiðlana og viti menn, við fengum fjölmörg jólaskreytingaverkefni í kjölfarið.“ Vinir í rekstri Langflest fyrirtæki á Íslandi eru lítil fyrirtæki. Reyndar á það við um fleiri lönd og fleiri álfur: Flest fyrirtæki eru lítil fyrirtæki þar sem eigendurnir starfa sjálfir á gólfinu og eru alla daga með marga hatta á höfði. Eitt þeirra fyrirtækja sem telja má nokkuð dæmigert lítið íslenskt fyrirtæki er fyrirtækið Rent A Party. Það er í eigu æskufélaganna Gunnars Leós Pálssonar og Ernis Skorra Péturssonar. „Við Ernir kynntumst í grunnskóla og höfum í raun verið bestu vinir frá því fyrir síðustu aldamót. Samstarfið hefur gengið afar vel hingað til en við erum meðvitaðir um fjölmörg fordæmi þess að fyrirtækjarekstur hafi valdið vinaslitum og munum ekki láta það gerast hjá okkur,“ segir Gunnar. Rent A Party stofnaði Ernir reyndar árið 2018 með Friðriki Salvar Bjarnasyni. Á þessu ári hætti Friðrik hjá fyrirtækinu og þá tók Gunnar Leó við sem meðeigandi í hans stað. Starfsemi Rent A Party byggir á því að fyrirtæki og einstaklingar geta bókað í gegnum vefsíðu allt sem tengist viðburðum. Allt frá borðbúnaði í anda Frozen fyrir barnaafmæli, myndakassa fyrir fermingu, hoppukastala, götugrill, hljóðkerfi fyrir árshátíð eða jólatré fyrir jólaball. En síðan kom Covid. „Við vorum nýbúnir að fjárfesta nánast öllu okkar fé í nýjan búnað, sérstaklega myndakassa, fyrir þá komandi fermingar-tímabil og vorum með biðlista,“ segir Gunnar Leó um stöðuna stuttu fyrir Covid. Í upphafi vorum við, eins og flestir, hálf barnslega saklaus gagnvart þessu öllu og gjörsamlega grunlaus um hvað væri raunverulega í vændum. Um miðjan mars stoppaði síminn ekki og tölvupóstarnir hrönnuðust upp en erindið var á einn veg, afbókanir eða frestanir.“ Mynd af Gunnari sem tekin er á lager Rent A Party á Tunguhálsi. Tromman sem sést á myndinni er í raun myndakassi sem Gunnar Leó smíðaði úr trommu sem hann var hættur að nota. Það sem hefur hjálpað hvað mest í rekstrinum á tímum heimsfaraldurs segir Gunnar einfaldlega vera að leggja aldrei árar í bát og bíða eftir betri tíð. Árangursríkast sé að leggja frekar höfuðið í bleyti og þróa nýjar lausnir og hugmyndir. Það sem hefur reynst okkur árangursríkast í baráttunni við Covid er að leggja aldrei árar í bát og bíða eftir betri tíð, heldur frekar að leggja höfuðið í bleyti og þróa nýjar lausnir. Matthías Mar Erfiðast að segja upp starfsfólki Gunnar viðurkennir að þetta hafi verið nánast óhugnanleg upplifun. Bókunarkerfið tæmdist á nokkrum dögum og án nokkurs fyrirvara stóð reksturinn allt í einu frammi fyrir því að vera orðið fullkomlega tekjulaust. Strax þá, ákváðu félagarnir þó að ástandið þyrfti að metast sem tímabundið. Liðlegheitin þyrftu að vera í fyrirrúmi, viðskiptavinum sýndur skilningur og allar afbókanir því án nokkurs kostnaðar eða sekta. „Við hugsum þennan rekstur í áratugum og orðsporið skiptir okkur öllu máli.“ En síðan leið tíminn og þá er spurt: Hvað svo? Í dag starfa fimm manns hjá Rent A Party. Fyrirtækið gekk þó í gegnum það tímabil að þurfa að segja upp öllum. Enda barátta upp á líf og dauða rekstursins. Við áttuðum okkur fljótlega á því að við þyrftum að segja upp öllu okkar starfsfólki, sem var virkilega erfitt, ásamt því að leita allra mögulegra leiða til að halda fyrirtækinu á lífi,“ segir Gunnar og bætir við: „Þegar svona áföll dynja á litlum fyrirtækjum sem okkar þá þýðir lítið annað fyrir eigendur en að bretta upp ermarnar og leggja enn meira á sig.“ Gunnar segir það þó erfiða glímu að eiga við þegar reksturinn er í raun alltaf að berjast við utanaðkomandi þætti sem ekki er hægt að hafa neina stjórn á. Enda hafa það helst verið samkomutakmarkanir sem stýrt hafa fyrirtækinu þeirra. Þetta þýðir að ekki er hægt að gera neinar haldbærar áætlanir um reksturinn. Óvissan er of mikil og búin að vera viðvarandi um langa hríð. Þá er fyrirsjáanleikinn lítill sem enginn enda þekkja allir hversu oft leikreglur þurfa að breytast mjög skyndilega. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott…. „Það tekur á að skera niður allan kostnað til að halda velli og vera meðvitaður um hverja krónu en það er sömuleiðis mjög lærdómsríkt. Við þurftum til að mynda að flytja í annað og ódýrara húsnæði með mjög skömmum fyrirvara vegna Covid. Við vorum í stóru húsnæði með flottum sýningarsal en þegar svigrúm gafst fluttum við fyrirtækið í heild sinni og komum okkur fyrir á nýjum stað á örfáum dögum,“ segir Gunnar. Þá segir Gunnar það hafa verið lykilatriði að vera hugmyndaríkir og alltaf á tánum að finna einhverjar nýjar leiðir til að aðlaga reksturinn eða breyta. „Við byrjuðum fljótt að bæta við okkur vörum sem voru sérstaklega hugsaðar til að stytta fólki stundir heima fyrir, eins og til dæmis sýndarveruleikagleraugu, leikjatölvur eða spil og buðum fólki í sóttkví ókeypis heimsendingar,“ segir Gunnar. Þá tóku félagarnir ákvörðun um að gera góðverk frekar en að láta búnað rykfalla á lagernum. Til dæmis lánaði fyrirtækið deildum á sjúkrahúsum og dvalarheimilum búnað eins og iPada þannig að eldra fólkið þar gæti verið í samskiptum við sína nánustu þegar lokanirnar voru hvað mestar. Þessa dagana fer allur sólahringurinn í að skreyta tré, þakkanta, svalahandrið og annað sambærilegt fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Gunnar segir þessi verkefni gefandi og er líka þakklátur fyrir að vera á Íslandi á tímum heimsfaraldurs: Betri stað sé ekki hægt að hugsa sér að vera á þegar ástand sem þetta ríkir.Vísir/Vilhelm Jólaljósin bjarga en það gerir þakklætið líka Gunnar viðurkennir að síðustu tuttugu mánuðirnir hafa verið strembnir. En er þakklátur fyrir það hvernig jólaljósin sem fjárfest var í, hafa svo sannarlega bjargað rekstrinum. Enda fer allur sólahringurinn í það þessa dagana að skreyta tré, þakkanta, svalahandrið og annað sambærilegt. „Jólaljósin voru þarna okkar vörn gegn veirunni. Í dag erum við alsæl með þessa viðbót í þjónustunni okkar, flytjum orðið inn frábærar jólaseríur og höfum mjög gaman að því að skreyta fyrir fólk og fyrirtæki,“ segir Gunnar og bætir við: „Það er eitthvað einstakt og gefandi við það að vefja seríum á til dæmis fallega ösp, stinga svo í samband og sjá ljósin lifna við. Við leggjum til allt jólaskraut, skreytum og geymum svo skrautið á milli jóla fyrir okkar viðskiptavini.“ Gunnar segir viðhorfið hjá manni sjálfum miklu skipta. „Þegar ég hugsa til baka er ég stoltur af því að við höfum ekki eitt einni mínútu í volæði eða vorkunn og það hefur aldrei hvarflað að okkur að gefast upp. Við höfum aldrei tapað gleðinni, við vitum að það mun birta til og þetta er bara áskorun.“ Og Gunnar er líka þakklátur. Það sem er þó vafalaust erfiðast er að segja upp fólki sem hefur verið að standa sig vel í sinni vinnu. En ég er þakklátur fyrir að vera á Íslandi og fyrir það góða kerfi sem tekur á móti þeim sem missa vinnuna. Ég trúi því að Ísland sé besti staðurinn í heiminum til að vera á í þessum faraldri og að stjórnvöld hafi frá fyrsta degi gert sitt allra besta.“ Þá bendir hann líka á að þeir sem eru í rekstri, eru oftar en ekki í rekstrinum fyrir neitt annað en ástríðu og hugsjón. „Það eina sem drífur okkur áfram er að veita frábæra þjónusta, byggja upp flott fyrirtæki og góðan vinnustað. Við erum ekki í þessu til þess að greiða okkur út arð og viljum miklu frekar nota það sem eftir stendur í frekari uppbyggingu.“ Gunnar segir áhersluna vera á að fjárfeta í nýjum búnaði og útfæra nýjar lausnir. Hann segir fyrirtækið loks á góðum stað, með sína fimm frábæru starfsmenn og ógrynni af hugmyndum. „Við erum bara rétt að byrja.“ Gunnar segist afar þakklátur fyrir það hversu vel hefur tekist með jólaskreytingarverkefnin og þótt enn sjái ekki fyrir endann á Covid, þýði ekkert annað en að sjá öll tímabil sem tækifæri. „Við reynum núna að horfa á nýjar Covid bylgjur, þegar afbókanir hrannast inn, sem svigrúm og tækifæri til að vinna að þróun og framkvæma hugmyndir.“
Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. 8. nóvember 2021 07:00 Í kjölfar Covid: Snúa vörn í sókn með enn meiri íslenska hönnun Um þessar mundir eru íslensk fyrirtæki að birta ársuppgjör fyrir árið 2020. Áhrif Covid eru því að birtast í tölum en á sama tíma einnig þær aðgerðir sem fyrirtæki eru að ráðast í til að snúa vörn í sókn. 4. október 2021 07:00 Smærri fyrirtæki: Sjö leiðir til að forðast þrot Atvinnurekendur standa frammi fyrir erfiðum áskorunum. 19. maí 2020 11:00 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Sjá meira
„What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. 8. nóvember 2021 07:00
Í kjölfar Covid: Snúa vörn í sókn með enn meiri íslenska hönnun Um þessar mundir eru íslensk fyrirtæki að birta ársuppgjör fyrir árið 2020. Áhrif Covid eru því að birtast í tölum en á sama tíma einnig þær aðgerðir sem fyrirtæki eru að ráðast í til að snúa vörn í sókn. 4. október 2021 07:00
Smærri fyrirtæki: Sjö leiðir til að forðast þrot Atvinnurekendur standa frammi fyrir erfiðum áskorunum. 19. maí 2020 11:00