Ætla að stórefla Konukot: Heimilislausar konur fá glæný smáhýsi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2021 19:01 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots segja að stórefla eigi starfsemi Konukots. Vísir/Egill Stórefla á starfsemi Konukots og tvær heimilislausar konur flytja brátt í glæný smáhýsi á vegum borgarinnar. Reykjavíkurborg áætlar að kostnaður vegna heimilislausra í borginni verði einn komma fjórir milljarða króna sem er tvöfalt meira en árið 2019. Á sama tíma hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa í borginni tvöfaldast og eru nú tæplega hundrað. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að aðstæður heimilislausra hafi stórbatnað á síðustu árum. „Fólk veit af neyðarskýlunum og er að nýta þau og nú er aldrei neinum vísað frá,“ segir Heiða. Velferðarráð ákvað að auki við styrki til Rótarinnar sem rekur Konukot um tæplega 30 milljónir á næsta ári. Framlag borgarinnar til verkefnisins verður því alls um 122 milljónir króna. „Við erum að stórefla þjónustuna í Konukoti. Við erum að endurhanna húsnæðið og endurhugsa þjónustuna. Hér eru konur á öllum aldri og við viljum reyna að mæta þörfum þeirra betur,“ segir Heiða. Endurhanna á Konukot en um 40-50 konur leita þangað daglega.Vísir/Egill Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots segir þetta aukaframlag hafa gríðarlega jákvæð áhrif á starfsemina. Í hverjum mánuði leita um 40-50 konur í Konukot og um tólf sofa þar að jafnaði á hverjum degi. „Þetta er mikill fengur. Með þessu getum við ráðið inn fleiri starfsmenn og hætt að reiða okkur á sjálfboðaliða sem skiptir miklu máli. Þá verður hægt að lagfæra húsnæðið. Það mun hafa afar jákvæð áhrif og konurnar verða ekki alveg ofan í hvor annarri eins og nú er,“ segir Halldóra. Tvær heimilislausar konur flytja brátt inn í tvö glæný smáhýsi.Vísir/Egill Konukot mun einnig sinna þjónustu við konur sem flytja brátt í tvö glæný smáhýsi á sömu lóð. Fjöldi heimilislausra kvenna sótti um að fá að búa sér heimili í smáhýsunum og er verið að ákveða hverjar hreppa þau þessa dagana að sögn Halldóru. Smáhýsin við KonukotVísir/Egill Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. 9. desember 2021 13:33 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Reykjavíkurborg áætlar að kostnaður vegna heimilislausra í borginni verði einn komma fjórir milljarða króna sem er tvöfalt meira en árið 2019. Á sama tíma hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa í borginni tvöfaldast og eru nú tæplega hundrað. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að aðstæður heimilislausra hafi stórbatnað á síðustu árum. „Fólk veit af neyðarskýlunum og er að nýta þau og nú er aldrei neinum vísað frá,“ segir Heiða. Velferðarráð ákvað að auki við styrki til Rótarinnar sem rekur Konukot um tæplega 30 milljónir á næsta ári. Framlag borgarinnar til verkefnisins verður því alls um 122 milljónir króna. „Við erum að stórefla þjónustuna í Konukoti. Við erum að endurhanna húsnæðið og endurhugsa þjónustuna. Hér eru konur á öllum aldri og við viljum reyna að mæta þörfum þeirra betur,“ segir Heiða. Endurhanna á Konukot en um 40-50 konur leita þangað daglega.Vísir/Egill Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots segir þetta aukaframlag hafa gríðarlega jákvæð áhrif á starfsemina. Í hverjum mánuði leita um 40-50 konur í Konukot og um tólf sofa þar að jafnaði á hverjum degi. „Þetta er mikill fengur. Með þessu getum við ráðið inn fleiri starfsmenn og hætt að reiða okkur á sjálfboðaliða sem skiptir miklu máli. Þá verður hægt að lagfæra húsnæðið. Það mun hafa afar jákvæð áhrif og konurnar verða ekki alveg ofan í hvor annarri eins og nú er,“ segir Halldóra. Tvær heimilislausar konur flytja brátt inn í tvö glæný smáhýsi.Vísir/Egill Konukot mun einnig sinna þjónustu við konur sem flytja brátt í tvö glæný smáhýsi á sömu lóð. Fjöldi heimilislausra kvenna sótti um að fá að búa sér heimili í smáhýsunum og er verið að ákveða hverjar hreppa þau þessa dagana að sögn Halldóru. Smáhýsin við KonukotVísir/Egill
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. 9. desember 2021 13:33 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019 Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða. 9. desember 2021 13:33