Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 28-28 | Allt á suðupunkti í Krikanum Benedikt Grétarsson skrifar 10. desember 2021 20:49 FH-ingar björguðu stigi í kvöld. vísir/hulda margrét FH og Selfoss skildu jöfn 28-28 þegar liðin mættust í Kaplakrika í Olísdeild karla í handbolta . FH jafnaði metin á lokasekúndunni og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. Ragnar Jóhannsson skoraði 8 mörk fyrir Selfoss en besti maður FH var Einar Örn Sindrason, einnig með 8 mörk. Selfyssingar hafa mátt þola mikil skakkaföll vegna meiðsla og eflaust flestir sem bjuggust við nokkuð öruggum sigri FH. Það var þó ekki að sjá að fjarvera manna væri að há gestunum meirihlutan af fyrri hálfleik. Selfoss lék hörku varnarleik með Hergeir Grímson í fimmta gír fyrir framan vörnina og FH-ingar komust lítt áleiðis. Þetta skilaði gestunum mest fimm marka forystu 11-16 þegar um sex mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Lokakaflinn var hins vegar eign FH-inga sem unnu síðustu mínúturnar 6-1 og liðin fóru því með jafna stöðu inn í búningsherbergi að loknum fyrri hálfleik, 17-17. Þar munaði mikið um breytingu í varnarleik en Birgir Már Birgisson kom framar á völlinn og truflaði mikið flæði gestanna. Sami barningurinn hélt svo áfram í seinni hálfleik. FH náði tveggja marka forystu en ólseigir og baráttuglaðir Selfyssingar gáfust ekki upp. Vilius Rasimas hrökk í gang í markinu og sóknarlega fóru Selfyssingar að fá framlag úr fleiri áttum en bara Hergeiri og Ragnari. Gestirnir virtust vera að klára dæmið en Selfoss hafði tveggja marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum og var að auki með boltann manni fleiri. Þá komu mikilvægar markvörslur frá Phil Döhler og FH minnkaði muninn í eitt mark. Einar Örn Sindrason kom mjög sterkur inn í leik FH en hann tapaði boltanum í stöðunni 27-28 og aðeins 32 sekúndur voru til leiksloka. Selfoss fór í lokasókn sína og þá gerðist umdeilt atvik. Sóknin var að renna út þegar boltinn dettur laus og Ragnar Jóhannsson kastar sér á hann. Ragnar tekur hins vegar ekki beina leið í átt að markinu og dómarar leiksins mátu það þannig að Ragnar væri einfaldlega að tefja leikinn og dæmdu boltann af Selfyssingum. FH fer í sína lokasókn og taka leikhlé þegar fjórar sekúndur eru eftir af leiknum. Heimamenn stilltu upp í aukakast fyrir skyttuna Egil Magnússon, sem gerði sér lítið fyrir og tryggði FH jafntefli með góðu marki. Gott hjá Agli, sem átti annars afar dapran dag. Af hverju varð jafntefli? Barátta, heppni, klaufaskapur og óheppni dreifðist nokkuð jafnt á liðin og jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Selfyssingar eru þó eflaust ósáttari með stigið en FH-ingar. Hverjir stóðu upp úr? Einar Örn Sindrason var mjög góður hjá FH og Döhler varði vel að venju. Ragnar var öflugur hjá Selfyssingum og Vilius Rasimas lokaði markinu á löngum kafla í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Þetta er leikur sem Egill Magnússon og Ágúst Birgisson vilja gleyma. Þessir tveir leikmenn hafa verið mjög góðir í vetur en það var eins og einhver hefði gefið þeim Space-Jam drykk í upphafi leiks. Jöfnunarmark Egils er þó fín sárabót. Hvað gerist næst? Selfoss mætir Fram á heimavelli en FH fer á Seltjarnarnes til að leika gegn Gróttu. Síðan tekur við pása fram í febrúar, takk fyrir. Sigursteinn: Sáttur við stigið en ekki frammistöðuna Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, gat sætt sig við stigið í kvöld, en ekki frammistöðu liðsins.Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH var þokkalega sáttur í leikslok. „Svona út frá úrslitunum, þá er ég bara ánægður með viljann í liðinu að gefast ekki upp. Ég er samt ekkert rosalega ánægður með leikinn í heild. Við vorum ekki með góða nýtingu sóknarlega og varnarlega vorum við ekki eins þéttir og við höfum verið. Ég ætla að taka það út úr þessum leik að menn sýndu karakter og kláruðu þetta vel.“ Svo virtist sem krafturinn í gestunum hafi komið FH örlítið í opna skjöldu. „Orkustigið hjá Selfossi var töluvert betra en hjá okkur lengi vel í leiknum. Við þurftum að breyta einhverju og góður kafli undir lok fyrri hálfleiks kom okkur inn í leikinn. Einar Örn Sindrason kom sterkur inn og var frábær í dag. Við ætluðum að gera betur í seinni hálfleik en ég er sáttur við stigið.“ Egill Magnússon var með nýtinguna 1/10 þar til hann skoraði jöfnunarmarkið. Það má alveg halda því fram að Egill hafi ekki átt góðan leik en hann fer þó sáttur á koddann í kvöld. „Það má alveg segja það og Egill veit það manna best sjálfur að nýtingin hans í dag var ekki góð. Það þarf samt karakter til að grípa loka-mómentin og Egill var ískaldur og skilaði marki. Nú er það bara endurheimt á morgun og svo ætlum við okkur að enda leik fyrir jól með sigri gegn Gróttu,“ sagði Steini Arndal að lokum. Olís-deild karla FH UMF Selfoss
FH og Selfoss skildu jöfn 28-28 þegar liðin mættust í Kaplakrika í Olísdeild karla í handbolta . FH jafnaði metin á lokasekúndunni og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. Ragnar Jóhannsson skoraði 8 mörk fyrir Selfoss en besti maður FH var Einar Örn Sindrason, einnig með 8 mörk. Selfyssingar hafa mátt þola mikil skakkaföll vegna meiðsla og eflaust flestir sem bjuggust við nokkuð öruggum sigri FH. Það var þó ekki að sjá að fjarvera manna væri að há gestunum meirihlutan af fyrri hálfleik. Selfoss lék hörku varnarleik með Hergeir Grímson í fimmta gír fyrir framan vörnina og FH-ingar komust lítt áleiðis. Þetta skilaði gestunum mest fimm marka forystu 11-16 þegar um sex mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Lokakaflinn var hins vegar eign FH-inga sem unnu síðustu mínúturnar 6-1 og liðin fóru því með jafna stöðu inn í búningsherbergi að loknum fyrri hálfleik, 17-17. Þar munaði mikið um breytingu í varnarleik en Birgir Már Birgisson kom framar á völlinn og truflaði mikið flæði gestanna. Sami barningurinn hélt svo áfram í seinni hálfleik. FH náði tveggja marka forystu en ólseigir og baráttuglaðir Selfyssingar gáfust ekki upp. Vilius Rasimas hrökk í gang í markinu og sóknarlega fóru Selfyssingar að fá framlag úr fleiri áttum en bara Hergeiri og Ragnari. Gestirnir virtust vera að klára dæmið en Selfoss hafði tveggja marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum og var að auki með boltann manni fleiri. Þá komu mikilvægar markvörslur frá Phil Döhler og FH minnkaði muninn í eitt mark. Einar Örn Sindrason kom mjög sterkur inn í leik FH en hann tapaði boltanum í stöðunni 27-28 og aðeins 32 sekúndur voru til leiksloka. Selfoss fór í lokasókn sína og þá gerðist umdeilt atvik. Sóknin var að renna út þegar boltinn dettur laus og Ragnar Jóhannsson kastar sér á hann. Ragnar tekur hins vegar ekki beina leið í átt að markinu og dómarar leiksins mátu það þannig að Ragnar væri einfaldlega að tefja leikinn og dæmdu boltann af Selfyssingum. FH fer í sína lokasókn og taka leikhlé þegar fjórar sekúndur eru eftir af leiknum. Heimamenn stilltu upp í aukakast fyrir skyttuna Egil Magnússon, sem gerði sér lítið fyrir og tryggði FH jafntefli með góðu marki. Gott hjá Agli, sem átti annars afar dapran dag. Af hverju varð jafntefli? Barátta, heppni, klaufaskapur og óheppni dreifðist nokkuð jafnt á liðin og jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Selfyssingar eru þó eflaust ósáttari með stigið en FH-ingar. Hverjir stóðu upp úr? Einar Örn Sindrason var mjög góður hjá FH og Döhler varði vel að venju. Ragnar var öflugur hjá Selfyssingum og Vilius Rasimas lokaði markinu á löngum kafla í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Þetta er leikur sem Egill Magnússon og Ágúst Birgisson vilja gleyma. Þessir tveir leikmenn hafa verið mjög góðir í vetur en það var eins og einhver hefði gefið þeim Space-Jam drykk í upphafi leiks. Jöfnunarmark Egils er þó fín sárabót. Hvað gerist næst? Selfoss mætir Fram á heimavelli en FH fer á Seltjarnarnes til að leika gegn Gróttu. Síðan tekur við pása fram í febrúar, takk fyrir. Sigursteinn: Sáttur við stigið en ekki frammistöðuna Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, gat sætt sig við stigið í kvöld, en ekki frammistöðu liðsins.Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH var þokkalega sáttur í leikslok. „Svona út frá úrslitunum, þá er ég bara ánægður með viljann í liðinu að gefast ekki upp. Ég er samt ekkert rosalega ánægður með leikinn í heild. Við vorum ekki með góða nýtingu sóknarlega og varnarlega vorum við ekki eins þéttir og við höfum verið. Ég ætla að taka það út úr þessum leik að menn sýndu karakter og kláruðu þetta vel.“ Svo virtist sem krafturinn í gestunum hafi komið FH örlítið í opna skjöldu. „Orkustigið hjá Selfossi var töluvert betra en hjá okkur lengi vel í leiknum. Við þurftum að breyta einhverju og góður kafli undir lok fyrri hálfleiks kom okkur inn í leikinn. Einar Örn Sindrason kom sterkur inn og var frábær í dag. Við ætluðum að gera betur í seinni hálfleik en ég er sáttur við stigið.“ Egill Magnússon var með nýtinguna 1/10 þar til hann skoraði jöfnunarmarkið. Það má alveg halda því fram að Egill hafi ekki átt góðan leik en hann fer þó sáttur á koddann í kvöld. „Það má alveg segja það og Egill veit það manna best sjálfur að nýtingin hans í dag var ekki góð. Það þarf samt karakter til að grípa loka-mómentin og Egill var ískaldur og skilaði marki. Nú er það bara endurheimt á morgun og svo ætlum við okkur að enda leik fyrir jól með sigri gegn Gróttu,“ sagði Steini Arndal að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti