Siglingum fundinn staður utan nýrrar Fossvogsbrúar Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2021 09:26 Viðræður hafa staðið yfir milli Siglingafélags Reykjavíkur Brokeyjar og Reykjavíkurborgar síðustu misserin um nýja staðsetningu fyrir starfsemi félagsins í stað Nauthólsvíkur. Ekki hefur fengist niðurstaða í þær viðræður en einn af þeim stöðum sem hefur verið nefndur til sögunnar er við Nýja Skerjafjörðinn – hverfi sem til stendur að byggja upp á næstu árum. Eftir að hönnun nýrrar Fossvogsbrúar var kynnt fyrr í vikunni hafa einhverjar umræður verið, meðal annars á Facebook-síðu Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, um hvaða áhrif ný brú kynni að hafa á siglingar í Fossvoginum. Áhyggjur af neyðarlokum Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að unnið hafi verið að því að leita að annarri staðsetningu fyrir siglingar í Reykjavík. „Ein af þeim staðsetningum sem hefur komið til greina er í Skerjafirðinum. Einhverjar áhyggjur hafa þó verið þar af svokölluðum neyðarlokum dælustöðvar. Þetta er eitt af þeim málum sem er í ferli til að leysa, en hefur ekki ennþá verið leyst.“ Verðum að halda þessari starfsemi Pawel segir að ný Fossvogsbrú myndi ekki trufla starfsemi minni báta, svo sem þeirra sem eru á vegum Sigluness, siglingaskóla á vegum ÍTR sem býður upp á sumarnámskeið fyrir krakka. „En mér skilst að nýja brúin kynni eitthvað að trufla umferð stærri báta, en ég þekki það ekki mjög vel. Ég hef þó heyrt að heppilegast væri að flytja starfsemina þegar brúin kæmi. Við höfum verið með þá vinnu í gangi og þar hefur Skerjafjörðurinn verið nefndur og mögulega einhverjir staðir norðar í borginni.“ Pawel segir að siglingaaðstaða hafi verið eitt af því sem hafi raðast í topp tíu sæti hvað varðar framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. „Þetta er starfsemi sem er eins síns eðlis í Reykjavík og okkur finnst að við verðum að halda henni. Borgin yrði mun fátækari ef við myndum ekki vera með neina siglingastarfsemi innan okkar vébanda. Svo er hið tæknilega mál hvar henni verður fyrir komið enn óleyst.“ Til stendur að byggja tæplega sjö hundruð íbúðir í Nýja Skerjafirði sem mun rísa á næstu árum. Pawel vill sjá Siglingafélag Reykjavíkur hafa sína heimahöfn þar.Reykjavíkurborg Skerjafjörðurinn æskilegastur Pawel segir að að sínu mati sé Skerjafjörðurinn æskilegasti kosturinn ef það myndi ganga upp. „Það yrði þá einhvers staðar á milli þess staðar þar sem Skerjafjörðurinn endar, það er við Skeljanes, og að enda norður-suður flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugfelli. Við værum þá að tala um aðstöðu einhvers staðar á þeim kafla. En eins og ég segi þá er þetta mál enn í vinnslu og óleyst.“ Reykjavík Skipulag Siglingaíþróttir Fossvogsbrú Tengdar fréttir Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46 Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Ekki hefur fengist niðurstaða í þær viðræður en einn af þeim stöðum sem hefur verið nefndur til sögunnar er við Nýja Skerjafjörðinn – hverfi sem til stendur að byggja upp á næstu árum. Eftir að hönnun nýrrar Fossvogsbrúar var kynnt fyrr í vikunni hafa einhverjar umræður verið, meðal annars á Facebook-síðu Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, um hvaða áhrif ný brú kynni að hafa á siglingar í Fossvoginum. Áhyggjur af neyðarlokum Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að unnið hafi verið að því að leita að annarri staðsetningu fyrir siglingar í Reykjavík. „Ein af þeim staðsetningum sem hefur komið til greina er í Skerjafirðinum. Einhverjar áhyggjur hafa þó verið þar af svokölluðum neyðarlokum dælustöðvar. Þetta er eitt af þeim málum sem er í ferli til að leysa, en hefur ekki ennþá verið leyst.“ Verðum að halda þessari starfsemi Pawel segir að ný Fossvogsbrú myndi ekki trufla starfsemi minni báta, svo sem þeirra sem eru á vegum Sigluness, siglingaskóla á vegum ÍTR sem býður upp á sumarnámskeið fyrir krakka. „En mér skilst að nýja brúin kynni eitthvað að trufla umferð stærri báta, en ég þekki það ekki mjög vel. Ég hef þó heyrt að heppilegast væri að flytja starfsemina þegar brúin kæmi. Við höfum verið með þá vinnu í gangi og þar hefur Skerjafjörðurinn verið nefndur og mögulega einhverjir staðir norðar í borginni.“ Pawel segir að siglingaaðstaða hafi verið eitt af því sem hafi raðast í topp tíu sæti hvað varðar framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. „Þetta er starfsemi sem er eins síns eðlis í Reykjavík og okkur finnst að við verðum að halda henni. Borgin yrði mun fátækari ef við myndum ekki vera með neina siglingastarfsemi innan okkar vébanda. Svo er hið tæknilega mál hvar henni verður fyrir komið enn óleyst.“ Til stendur að byggja tæplega sjö hundruð íbúðir í Nýja Skerjafirði sem mun rísa á næstu árum. Pawel vill sjá Siglingafélag Reykjavíkur hafa sína heimahöfn þar.Reykjavíkurborg Skerjafjörðurinn æskilegastur Pawel segir að að sínu mati sé Skerjafjörðurinn æskilegasti kosturinn ef það myndi ganga upp. „Það yrði þá einhvers staðar á milli þess staðar þar sem Skerjafjörðurinn endar, það er við Skeljanes, og að enda norður-suður flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugfelli. Við værum þá að tala um aðstöðu einhvers staðar á þeim kafla. En eins og ég segi þá er þetta mál enn í vinnslu og óleyst.“
Reykjavík Skipulag Siglingaíþróttir Fossvogsbrú Tengdar fréttir Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46 Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46
Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20