Erlingur: „Fullt af ungum strákum hjá okkur sem eru að nýta tækifærin“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2021 20:28 Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega ánægður með sigur sinna manna í Olís-deild karla í handbolta gegn Víkingum í kvöld. Lokatölur urðu 27-23, en Eyjamenn voru án sigurs í seinustu tveimur leikjum. „Mér líður bara eins og alltaf eftir sigurleiki, það er sigurtilfinning og það er góð tilfinning,“ sagði Erlingur að leik loknum. Eyjamenn voru án sigurs í seinustu tveimur leikjum fyrir leik kvöldsins og Erlingur segir það gott að sjá sína menn snúa genginu við. „Það var bara mikilvægt að ná í tvö stig. En það sem ég er kannski ánægðastur með miðað við þá leiki er að við fáum á okkur 23 mörk í dag á móti 36 og 39. Það er það sem við þurftum að bæta og við gerðum það vel.“ „Í seinni hálfleik skoruðu þeir aðeins tíu á okkur og ég er ánægðastur með það.“ Leikurinn var nokkuð jafn lengi vel, en Eyjamenn voru með góða stjórn á leiknum seinasta stundarfjórðunginn og sigurinn var í raun aldrei í hættu. „Við náðum að hreyfa svolítið hópinn sem virkaði núna sem betur fer. Við vorum með ferska fætur á lokakaflanum og eins og ég segi þá virkaði það í dag.“ Eins og Erlingur nefndi var hann að nota hópinn vel og það gaf ungum leikmönnum Eyjamanna tækifæri til að sýna sig og sanna. Hann segist vera ánægður með þeirra framlag. „Þeir komu bara virkilega vel inn í þetta. Fullt af ungum strákum hjá okkur sem eru að nýta tækifærin og gefa af sér þannig að þeir stóðu sig bara með sóma í dag.“ „Það er líka okkar markmið að koma með unga leikmenn á hverju ári og við höfum verið duglegir við það seinasta áratuginn,“ sagði Erlingur að lokum. ÍBV Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Víkingur 27-23 | Eyjamenn aftur á sigurbraut Eftir stórt tap gegn Gróttu og jafntefli við HK kom ÍBV sér aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri gegn nýliðum Víkings, 27-23. 10. desember 2021 19:27 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
„Mér líður bara eins og alltaf eftir sigurleiki, það er sigurtilfinning og það er góð tilfinning,“ sagði Erlingur að leik loknum. Eyjamenn voru án sigurs í seinustu tveimur leikjum fyrir leik kvöldsins og Erlingur segir það gott að sjá sína menn snúa genginu við. „Það var bara mikilvægt að ná í tvö stig. En það sem ég er kannski ánægðastur með miðað við þá leiki er að við fáum á okkur 23 mörk í dag á móti 36 og 39. Það er það sem við þurftum að bæta og við gerðum það vel.“ „Í seinni hálfleik skoruðu þeir aðeins tíu á okkur og ég er ánægðastur með það.“ Leikurinn var nokkuð jafn lengi vel, en Eyjamenn voru með góða stjórn á leiknum seinasta stundarfjórðunginn og sigurinn var í raun aldrei í hættu. „Við náðum að hreyfa svolítið hópinn sem virkaði núna sem betur fer. Við vorum með ferska fætur á lokakaflanum og eins og ég segi þá virkaði það í dag.“ Eins og Erlingur nefndi var hann að nota hópinn vel og það gaf ungum leikmönnum Eyjamanna tækifæri til að sýna sig og sanna. Hann segist vera ánægður með þeirra framlag. „Þeir komu bara virkilega vel inn í þetta. Fullt af ungum strákum hjá okkur sem eru að nýta tækifærin og gefa af sér þannig að þeir stóðu sig bara með sóma í dag.“ „Það er líka okkar markmið að koma með unga leikmenn á hverju ári og við höfum verið duglegir við það seinasta áratuginn,“ sagði Erlingur að lokum.
ÍBV Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Víkingur 27-23 | Eyjamenn aftur á sigurbraut Eftir stórt tap gegn Gróttu og jafntefli við HK kom ÍBV sér aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri gegn nýliðum Víkings, 27-23. 10. desember 2021 19:27 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Víkingur 27-23 | Eyjamenn aftur á sigurbraut Eftir stórt tap gegn Gróttu og jafntefli við HK kom ÍBV sér aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri gegn nýliðum Víkings, 27-23. 10. desember 2021 19:27