Rakel Dögg: Að vera þjálfari er ein tegund af sjálfspíningarhvöt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2021 12:00 Rakel Dögg Bragadóttir sést hér koma skilaboðum til skila til sinna leikmanna í Stjörnuliðinu. Vísir/Vilhelm Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar í Olís deild kvenna í handbolta, var í viðtali í jólaþætti Seinni bylgjunnar og ræddi meðal þá staðreynd að hún sé eina konan sem þjálfar í kvennadeildinni á þessu tímabili. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Rakel Dögg á heimili hennar þar sem Rakel umkringd börnunum sínum og fjölskyldu. Hún spurði Rakel út í væntingar liðsins og gengið í vetur en líka út í það af hverju það eru ekki fleiri konur að þjálfa í deildinni. Skjámynd „Er það bara ekki þessi gamla mýta að konurnar hafi í gegnum tíðina verið meira að hugsa um fjölskylduna. Þetta er ófjölskylduvænt sport. Mig langar ótrúlega mikið að sjá þróunina öðruvísi,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir. „Ég held líka að þetta byrji bara hjá okkur í yngri flokkum. Það þarf að draga stelpurnar meira inn þar í þjálfun og í sjálfboðastarf frá því þær eru í þriðja flokki eða fjórða flokki. Að fá þær meira inn í starfið og gera þetta meira „normalt“ heldur en það er,“ sagði Rakel Dögg. „Það síðasta sem við viljum er að missa eina kvenþjálfarann úr deildinni. Þú ert eini kvenþjálfarinn í deildinni. Hugsar þú ekki stundum: Af hverju er ég að þessu,“ spurði Svava Kristín. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við og umræða um Rakel Dögg „Það beinist ekki að því hvort ég sé kvenmaður eða ekki. Að vera þjálfari er ein tegund af sjálfspíningarhvöt. Það er ekkert eðlilegt hvað maður tekur þetta inn á sig, að vera keppnismaður og fyrrverandi leikmaður. Að klippa leiki sem ég veit að enda illa á móti því að klippa leik sem ég veit að við unnum. Þetta er bara tvennt ólíkt og svo þessi tilfinningarússibani sem fylgir því að vera þjálfari,“ sagði Rakel Dögg. „Þá koma mómentin sem ég hugsa: Hvað í fjandanum er ég að gera? Svo um leið og maður mætir inn á gólf, hittir þessar stelpur og er með hóp sem er til í að gefa allt í þetta, þá breytist það. Þegar maður uppsker fyrir tímann sem maður setur í þetta og spilar góðan leik eða það heppnast hlutir sem maður er búinn að leggja mikið á sig til að ná. Það eru mómentin sem gefa til baka og þá er þetta besta starf í heimi,“ sagði Rakel Dögg. Það má heyra brot úr viðtalinu við hana hér fyrir ofan en allt viðtalið verður síðan í Seinni bylgjan extra á næstunni. Hér má sjá líka sérfræðinga Seinni bylgjunnar tala um Rakel og hversu frábær fyrirmynd hún er. Olís-deild kvenna Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Fleiri fréttir Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Rakel Dögg á heimili hennar þar sem Rakel umkringd börnunum sínum og fjölskyldu. Hún spurði Rakel út í væntingar liðsins og gengið í vetur en líka út í það af hverju það eru ekki fleiri konur að þjálfa í deildinni. Skjámynd „Er það bara ekki þessi gamla mýta að konurnar hafi í gegnum tíðina verið meira að hugsa um fjölskylduna. Þetta er ófjölskylduvænt sport. Mig langar ótrúlega mikið að sjá þróunina öðruvísi,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir. „Ég held líka að þetta byrji bara hjá okkur í yngri flokkum. Það þarf að draga stelpurnar meira inn þar í þjálfun og í sjálfboðastarf frá því þær eru í þriðja flokki eða fjórða flokki. Að fá þær meira inn í starfið og gera þetta meira „normalt“ heldur en það er,“ sagði Rakel Dögg. „Það síðasta sem við viljum er að missa eina kvenþjálfarann úr deildinni. Þú ert eini kvenþjálfarinn í deildinni. Hugsar þú ekki stundum: Af hverju er ég að þessu,“ spurði Svava Kristín. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við og umræða um Rakel Dögg „Það beinist ekki að því hvort ég sé kvenmaður eða ekki. Að vera þjálfari er ein tegund af sjálfspíningarhvöt. Það er ekkert eðlilegt hvað maður tekur þetta inn á sig, að vera keppnismaður og fyrrverandi leikmaður. Að klippa leiki sem ég veit að enda illa á móti því að klippa leik sem ég veit að við unnum. Þetta er bara tvennt ólíkt og svo þessi tilfinningarússibani sem fylgir því að vera þjálfari,“ sagði Rakel Dögg. „Þá koma mómentin sem ég hugsa: Hvað í fjandanum er ég að gera? Svo um leið og maður mætir inn á gólf, hittir þessar stelpur og er með hóp sem er til í að gefa allt í þetta, þá breytist það. Þegar maður uppsker fyrir tímann sem maður setur í þetta og spilar góðan leik eða það heppnast hlutir sem maður er búinn að leggja mikið á sig til að ná. Það eru mómentin sem gefa til baka og þá er þetta besta starf í heimi,“ sagði Rakel Dögg. Það má heyra brot úr viðtalinu við hana hér fyrir ofan en allt viðtalið verður síðan í Seinni bylgjan extra á næstunni. Hér má sjá líka sérfræðinga Seinni bylgjunnar tala um Rakel og hversu frábær fyrirmynd hún er.
Olís-deild kvenna Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Fleiri fréttir Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Sjá meira