„Var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 13:01 Thea Imani Sturludóttir í leik með Val í vetur. Hún er með 6,5 mörk og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í Olís deildinni. Vísir/Vilhelm Seinni bylgjan valdi Theu Imani Sturludóttur úr Val besta leikmann fyrri hluta Olís deildar kvenna í handbolta. Thea var að því tilefni í viðtali í jólaþættinum. „Mér fannst þetta ekki erfitt að velja besta leikmanninn heilt yfir. Trekk í trekk og leik eftir leik þá var hún alltaf með níu mörk plús. Hún er líka búa til helling fyrir Auði og Hildigunni,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún stendur vörnina líka,“ skaut Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, inn í. Byrjaði á þessu í úrslitakeppninni „Ég held bara að hún hafi tekið þetta skref sem við vorum svo spenntar fyrir að sjá hana taka eftir síðustu leiktíð,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér fannst hún byrja á þessu í úrslitakeppninni í fyrra og þá sérstaklega í einvígi Vals og Fram. Mér fannst hún mjög góð þar og hún hefur haldið því áfram á þessu tímabili,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Theu Imani Svava Kristín fór að hitta besta leikmann deildarinnar og afhenti Theu Imani verðlaunin sín. „Þetta er búin að vera frábær byrjun. Mér er búið að ganga vel og mér er búið að líða vel sem ég held að sé að spila inn í það líka. Markmiðið mitt núna hefur verið að halda stöðugleika og ég held að ég hafi náð því vel,“ sagði Thea Imani Sturludóttir. Svava spurði hana út í síðasta tímabil þegar hún var að koma heim úr atvinnumennsku og það gekk ekki nógu vel til að byrja með. Búin að fá högg á sjálfstraustið „Þetta var meira það að ég var búin að vera meidd úti og með lítið sjálfstraust. Þegar ég var að koma heim þá var ég ekki sami leikmaður og þegar ég fór út. Ég var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað. Meidd og búin að fá smá högg á sjálfstraustið,“ sagði Thea Imani. „Ég er búin að fá tíma núna til þess að vinna í meiðslunum og líða vel á Íslandi þar sem ég á heima. Það hefur allt spilað saman í að það fari að ganga vel í handboltanum,“ sagði Thea Imani. Meiri ábyrgð við brotthvarf Lovísu Thea Imani Sturludóttir.Vísir/Hulda Margrét Valsliðið missti Lovísu Thompson á miðju tímabili en hefur Thea tekið meiri ábyrgð við brotthvarf hennar. „Já kannski einhvern veginn ósjálfrátt. Ég hef ekkert verið að spá mikið í því en ég hef verið í þannig liðum áður að ég þurfi að draga vagninn eitthvað. Ég hugsa ekki um það að ég sé að draga vagninn heldur að mig langar bara að vinna leikinn,“ sagði Thea Imani. En hver var skemmtilegasti leikurinn hjá Valsliðinu fyrir áramót? Fram er með skemmtilegt lið „Ég myndi segja Framleikurinn. Það er alltaf öðruvísi að spila á móti Fram. Það er þessi Vals-Fram rígur. Fram er með skemmtilegt lið, það er mikið tempó, meiri keyrsla og kannski aðeins meira undir,“ sagði Thea Imani. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
„Mér fannst þetta ekki erfitt að velja besta leikmanninn heilt yfir. Trekk í trekk og leik eftir leik þá var hún alltaf með níu mörk plús. Hún er líka búa til helling fyrir Auði og Hildigunni,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún stendur vörnina líka,“ skaut Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, inn í. Byrjaði á þessu í úrslitakeppninni „Ég held bara að hún hafi tekið þetta skref sem við vorum svo spenntar fyrir að sjá hana taka eftir síðustu leiktíð,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér fannst hún byrja á þessu í úrslitakeppninni í fyrra og þá sérstaklega í einvígi Vals og Fram. Mér fannst hún mjög góð þar og hún hefur haldið því áfram á þessu tímabili,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Theu Imani Svava Kristín fór að hitta besta leikmann deildarinnar og afhenti Theu Imani verðlaunin sín. „Þetta er búin að vera frábær byrjun. Mér er búið að ganga vel og mér er búið að líða vel sem ég held að sé að spila inn í það líka. Markmiðið mitt núna hefur verið að halda stöðugleika og ég held að ég hafi náð því vel,“ sagði Thea Imani Sturludóttir. Svava spurði hana út í síðasta tímabil þegar hún var að koma heim úr atvinnumennsku og það gekk ekki nógu vel til að byrja með. Búin að fá högg á sjálfstraustið „Þetta var meira það að ég var búin að vera meidd úti og með lítið sjálfstraust. Þegar ég var að koma heim þá var ég ekki sami leikmaður og þegar ég fór út. Ég var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað. Meidd og búin að fá smá högg á sjálfstraustið,“ sagði Thea Imani. „Ég er búin að fá tíma núna til þess að vinna í meiðslunum og líða vel á Íslandi þar sem ég á heima. Það hefur allt spilað saman í að það fari að ganga vel í handboltanum,“ sagði Thea Imani. Meiri ábyrgð við brotthvarf Lovísu Thea Imani Sturludóttir.Vísir/Hulda Margrét Valsliðið missti Lovísu Thompson á miðju tímabili en hefur Thea tekið meiri ábyrgð við brotthvarf hennar. „Já kannski einhvern veginn ósjálfrátt. Ég hef ekkert verið að spá mikið í því en ég hef verið í þannig liðum áður að ég þurfi að draga vagninn eitthvað. Ég hugsa ekki um það að ég sé að draga vagninn heldur að mig langar bara að vinna leikinn,“ sagði Thea Imani. En hver var skemmtilegasti leikurinn hjá Valsliðinu fyrir áramót? Fram er með skemmtilegt lið „Ég myndi segja Framleikurinn. Það er alltaf öðruvísi að spila á móti Fram. Það er þessi Vals-Fram rígur. Fram er með skemmtilegt lið, það er mikið tempó, meiri keyrsla og kannski aðeins meira undir,“ sagði Thea Imani. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira