Litlar forsendur fyrir tilslökunum fyrir jól Snorri Másson skrifar 14. desember 2021 12:05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að faglegar forsendur gætu verið fyrir því að þríbólusettir fái að sleppa við hraðpróf. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um allt slíkt. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að óbreyttu líklegt að þær takmarkanir sem nú eru í gildi vari fram yfir jól. Hvorki forsætis- né heilbrigðisráðherra eru spenntir fyrir sérréttindum fyrir bólusetta eins og komið hefur verið á mjög víða í Evrópu. Sóttvarnalæknir telur faglegar forsendur fyrir því að ræða sérréttindi til handa þeim sem fengið hafa örvunarbólusetningu, en segir það stjórnmálamanna að taka ákvörðunina. „Ég hef aldrei verið sérstaklega hlynntur því að vera með einhverjar þvinganir fyrir fólk að mæta í bólusetningu. Fólk verður að vega það og meta sjálft. Við erum að benda á kostina við það, kostirnir eru fyrst og fremst þeir að þeir sem hafa fengið örvunarbólusetningu eru miklu betur varðir gegn þessari sýkingu og miklu ólíklegri þess vegna að smita aðra,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Jólin eru fram undan og margir spyrja sig hvort ástandið verði óbreytt fram yfir jól. „Ég myndi segja að við erum á mjög viðkvæmum tíma núna. Faraldurinn er ekki að fara niður hjá okkur núna. Staðan er heldur skárri á spítalanum og kúrfan er heldur að fara upp á við kannski ef við skoðum fjórtán daga nýgengi. Þannig að ég get ekki séð ef við horfum á það að það sé mikið pláss að rýmka mikið til,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Möguleikar á valkvæðum leiðum Heilbrigðisráðherra er ekki spenntur fyrir sérréttindum fyrir bólusetta. „Sóttvarnalæknir hefur auðvitað horft til þessara hluta vegna þess að það er hans hlutverk að veita okkur ráð í þeim efnum. En ég hef verið alveg skýr með að mér hugnast það ekki að vera að skilja á milli hópa vegna þess að fólk getur bara af mörgum ólíkum ástæðum, meðal annars læknisfræðilegum, ekki þegið bólusetningu. Og við þurfum að vera ein þjóð í einu landi í þessum efnum eins og öðrum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast að sögn ekki að fara að loka fólk inni ef það er óbólusett eins og til dæmis stendur til í Austurríki. Hún útilokar þó ekki að farin verði sú leið að þeir sem verði komin með þrjár sprautur geti til dæmis mögulega sloppið við hraðpróf fyrir viðburði. „Meginmarkmið mitt er að við séum með sömu reglur fyrir okkur öll en það kunna að vera einhverjir möguleikar á að hafa valkvæðar leiðir eins og við erum nú þegar að gera á landamærunum,“ segir forsætisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14. desember 2021 10:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur faglegar forsendur fyrir því að ræða sérréttindi til handa þeim sem fengið hafa örvunarbólusetningu, en segir það stjórnmálamanna að taka ákvörðunina. „Ég hef aldrei verið sérstaklega hlynntur því að vera með einhverjar þvinganir fyrir fólk að mæta í bólusetningu. Fólk verður að vega það og meta sjálft. Við erum að benda á kostina við það, kostirnir eru fyrst og fremst þeir að þeir sem hafa fengið örvunarbólusetningu eru miklu betur varðir gegn þessari sýkingu og miklu ólíklegri þess vegna að smita aðra,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Jólin eru fram undan og margir spyrja sig hvort ástandið verði óbreytt fram yfir jól. „Ég myndi segja að við erum á mjög viðkvæmum tíma núna. Faraldurinn er ekki að fara niður hjá okkur núna. Staðan er heldur skárri á spítalanum og kúrfan er heldur að fara upp á við kannski ef við skoðum fjórtán daga nýgengi. Þannig að ég get ekki séð ef við horfum á það að það sé mikið pláss að rýmka mikið til,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Möguleikar á valkvæðum leiðum Heilbrigðisráðherra er ekki spenntur fyrir sérréttindum fyrir bólusetta. „Sóttvarnalæknir hefur auðvitað horft til þessara hluta vegna þess að það er hans hlutverk að veita okkur ráð í þeim efnum. En ég hef verið alveg skýr með að mér hugnast það ekki að vera að skilja á milli hópa vegna þess að fólk getur bara af mörgum ólíkum ástæðum, meðal annars læknisfræðilegum, ekki þegið bólusetningu. Og við þurfum að vera ein þjóð í einu landi í þessum efnum eins og öðrum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast að sögn ekki að fara að loka fólk inni ef það er óbólusett eins og til dæmis stendur til í Austurríki. Hún útilokar þó ekki að farin verði sú leið að þeir sem verði komin með þrjár sprautur geti til dæmis mögulega sloppið við hraðpróf fyrir viðburði. „Meginmarkmið mitt er að við séum með sömu reglur fyrir okkur öll en það kunna að vera einhverjir möguleikar á að hafa valkvæðar leiðir eins og við erum nú þegar að gera á landamærunum,“ segir forsætisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14. desember 2021 10:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14. desember 2021 10:22