Sóttvarnarreglur brotnar á Baggalútstónleikum: „Talsverð ölvun á mannskapnum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. desember 2021 12:52 Baggalútstónleikar fóru fram í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnarreglur hafi verið brotnar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þar megi meðal annars nefna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í gærkvöldi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að margir virðist eiga í erfiðleikum með að fylgja gildandi sóttvarnartakmörkunum. Ekki gangi betur þegar vín er haft við hönd en samkvæmt núgildandi takmörkunum ber að þjóna fólki til borðs. Lögregla þurfti ítrekað að minna rekstraraðila á þetta atriði í gær. „Það voru fáir sitjandi og það var ekki borið áfengi á borðið þannig að þeim [rekstraraðilum] var gefinn kostur á að láta alla setjast og fækka. Síðan þurfa þjónarnir bara að koma með bjórinn á borðið. Þú mátt ekki fara á barinn eins og venjulega á meðan þessar reglur eru í gildi,“ segir Jóhann Karl. Fólk mæti drukkið Lögregla sinnti einnig útkalli vegna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Jóhann segir að fólk virðist drekka mikið áður en það mætir á tónleika, eða sambærilega viðburði, og það leiði tvímælalaust til þess að menn eigi í meiri erfiðleikum með að fylgja gildandi takmörkunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Maldaði í móinn og var handtekinn Þá segir Jóhann einnig að lögregla hafi einnig þurft að hafa afskipti af veitingastað en í ljós kom að rekstrarleyfi veitingarstaðarins væri útrunnið. Eigandi hafi þá borið fyrir sig að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða en slíkt er óheimilt að sögn lögreglunnar. „Hann var svona að skirrast við að reka fólkið út og loka staðnum. Það endaði með því að lögregla þurfti að handtaka hann og færa hann upp á stöð, rýma svo staðinn og loka sjálfir,“ segir Jóhann Karl. Jóhann segir ekki ljóst hvort þeir veitingastaðir og rekstraraðilar sem brutu núgildandi takmarkanir verði sektaðir. Ákvörðunin fellur í hlut ákæruvaldsins en það hann telur þó líklegt að sektað verði í tilfellunum sem um ræðir. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að margir virðist eiga í erfiðleikum með að fylgja gildandi sóttvarnartakmörkunum. Ekki gangi betur þegar vín er haft við hönd en samkvæmt núgildandi takmörkunum ber að þjóna fólki til borðs. Lögregla þurfti ítrekað að minna rekstraraðila á þetta atriði í gær. „Það voru fáir sitjandi og það var ekki borið áfengi á borðið þannig að þeim [rekstraraðilum] var gefinn kostur á að láta alla setjast og fækka. Síðan þurfa þjónarnir bara að koma með bjórinn á borðið. Þú mátt ekki fara á barinn eins og venjulega á meðan þessar reglur eru í gildi,“ segir Jóhann Karl. Fólk mæti drukkið Lögregla sinnti einnig útkalli vegna tónleika Baggalúts í Háskólabíói í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Jóhann segir að fólk virðist drekka mikið áður en það mætir á tónleika, eða sambærilega viðburði, og það leiði tvímælalaust til þess að menn eigi í meiri erfiðleikum með að fylgja gildandi takmörkunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Maldaði í móinn og var handtekinn Þá segir Jóhann einnig að lögregla hafi einnig þurft að hafa afskipti af veitingastað en í ljós kom að rekstrarleyfi veitingarstaðarins væri útrunnið. Eigandi hafi þá borið fyrir sig að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða en slíkt er óheimilt að sögn lögreglunnar. „Hann var svona að skirrast við að reka fólkið út og loka staðnum. Það endaði með því að lögregla þurfti að handtaka hann og færa hann upp á stöð, rýma svo staðinn og loka sjálfir,“ segir Jóhann Karl. Jóhann segir ekki ljóst hvort þeir veitingastaðir og rekstraraðilar sem brutu núgildandi takmarkanir verði sektaðir. Ákvörðunin fellur í hlut ákæruvaldsins en það hann telur þó líklegt að sektað verði í tilfellunum sem um ræðir.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24