Ríkið viðurkennir mistök í máli Maríu í ítarlegri umfjöllun CNN Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2021 12:41 Frá fundi þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í mars þar sem greint var frá málsóknunum níu kvenna á hendur íslenska ríkinu. Vísir/Sigurjón CNN birti í morgun ítarlega umfjöllun um kynferðis- og heimilisofbeldi á Íslandi og mál íslenskra kvenna sem kært hafa íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir óréttláta málsmeðferð í tengslum við rannsókn á málum þeirra. Haft er eftir upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins að ríkið viðurkenni mistök í máli einnar þeirra. Útgangspunktur umfjöllunar CNN er sú staðreynd að Ísland er oft sagt vera paradís jafnréttis í heiminum. Undanfarin ár hefur Ísland trónað á toppi kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins, kynjahlutfall á Alþingi er nokkuð jafnt og svona mætti áfram telja. Það virðist því skjóta nokkuð skökku við að mati greinarhöfundar CNN að hópur kvenna sé nú með mál í gangi gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstóli Evrópu vegna þeirrar niðurstöðu að fella niður mál þeirra sem þær höfðu kært til lögreglu. Um er að ræða kynferðisbrot og heimilisofbeldi. „Heimsins besti staður til að vera konu kærður fyrir kvenhatur,“ er fyrirsögn greinarinnar, þar sem meðal annars er rætt við Maríu Sjöfn Árnadóttur, ein þeirra kvenna sem er með mál í gangi gegn ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Hélt hún myndi láta lífið Þar lýsir hún heimilisofbeldi af hendi þáverandi kærasta hennar í júlí 2016. „Ég hélt að ég væri að deyja, hann ýtti mér og henti út um allt. Ég hugsaði: Ég mun deyja í dag,“ segir María við CNN. Lýsir hún því hvernig hún hafi nokkrum mánuðum síðar ákveðið að kæra manninn vopnuð myndum, læknaskýrslum, vitnum og smáskilaboðum frá manninum, þar sem hann játaði að hafa ráðist á hana en hótaði að deila nektarmyndum af henni myndi hún láta í sér heyra. Einu og hálfu ári síðar fékk hún þær upplýsingar að málið yrði látið niður falla af lögreglu þar sem það væri ekki talið líklegt til að leiða til sakfellingar. Hún komst þó síðar að því að það væri ekki satt, málið hafi ekki verið fellt niður. Í umfjöllun CNN segir að lögregla látið fyrir farast að yfirheyra hinn grunaða og málið hafi fyrnst í höndum lögreglu. Í grein CNN er haft eftir Fjalari Sigurðarssyni, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins, að „Íslenska ríkið viðurkennir mistök í rannsókn málsins, sem leiddi til niðurfellingar þess vegna fyrningar“ í yfirlýsingu. Ekki nóg til að teljast brot á Mannréttindasáttmálanum Á öðrum stað í greininni er einnig vitnað í yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem segir að þrátt fyrir að viss mistök hafi verið gerð í rannsókn málsins telji íslenska ríkið að mistökin hafi ekki verið af þeirri gerð að meðferð máls Maríu hjá lögreglu geti talist brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. María er ein níu kvenna sem kærðu íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu vegna þeirrar niðurstöðu að fella niður mál þeirra sem þær höfðu kært til lögreglu en um er að ræða kynferðisbrot og heimilisofbeldi. Ríkið skilaði greinargerð í máli fjögurra þeirra til Mannréttindadómstólsins í síðasta mánuði. Umfjöllun CNN er sem fyrr segir ítarleg en þar er einnig rætt við Steinunni Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóta, vísindamenn hjá Háskóla Íslands og talskonur Öfga. Að neðan má sjá yfirlýsingu Maríu Sjafnar til dómsmálaráðuneytisins vegna svars dómsmálaráðuneytisins til CNN. Yfirlýsing til dómsmálaráðuneytis Sú yfirlýsing sem dómsmálaráðuneytið gaf fréttamanni CNN þess efnis að brot ríkisins í málsmeðferð minni, teldust ekki nægjanleg til að flokkast sem brot á réttlátri málsmeðferð gagnvart Mannréttindasáttmála var kjaftshögg fyrir mig og aðra þolendur ríkisofbeldis. Í fyrsta lagi fékk ég tilkynningu haustið 2018 að rannsókn væri lokið í málinu, án þess að það hefði verið talað við bein og óbein vitni í máli. Eftir kröftug mótmæli var haft samband við vitni löngu síðar. Nöfn og símanúmer vitna voru skýr lögð fram í greinargerð en voru augljóslega ekki lesin, því ég þurfti að minna á hverjir voru vitni í máli í símtali. Í öðru lagi voru tvö áverkavottorð í máli aldrei sótt. Í þriðja lagi voru engin gögn sótt sem ég benti á í skýrslutöku, hvorki varðandi meðferðarúrræði sem ég hafði sótt vegna ofbeldisins sem ég varð fyrir, né staðfestingu frá Heimilisfriði um að sakborningur hefði leitað þangað. Í fjórða lagi varð alvarlegt ásetningsbrot ríkis gagnvart mér fólgið í því, að í niðurfellingarbréfi var tilkynnt að málið þætti ekki nægjanlega líklegt til sakfellis, en aldrei minnst á að kæruliðir hefðu fyrnst í höndum lögreglu sem var raunverulega ástæðan. Enda kærði ég innan frests. Í fimmta lagi taldi ríkissaksóknari sem ég kærði niðurfellingu til, nægjanleg sönnunargögn í máli til að ákæra í öllum kæruliðum, en ómöguleiki að ákæra vegna fyrningar. Í sjötta lagi neitaði ákæruvald mér um gögn í máli eftir niðurfellingu þrátt fyrir skýra lagaheimild þess efnis, að ég ætti rétt á að fá málsgögnin. Í sjöunda lagi var ekki orðið við beiðni minni um rökstuðning vegna niðurfellingar, þrátt fyrir að ríkissaksóknari hefði lagt fyrir ákærusvið að veita mér hann samkvæmt skýrri lagaheimild. Í áttunda lagi var tekin lögregluskýrsla númer tvö af mér, löngu eftir að líkamsárásarbrot voru fyrnd. Í níunda lagi flutti saksóknari málið fyrir héraði sem hafði brotið á ofangreindum rétti mínum hjá ákærusviði. Í tíunda lagi fyrndust líkamsárásarbrotin í rannsókn lögreglu vegna vanrækslu lögreglu. Þessu til viðbótar lá játning sakbornings fyrir í smáskilaboðum, myndir af áverkum og samskiptaseðlar frá lækni sem tók á móti mér eftir tvær líkamsárásir. Eins var sakborningur sakfelldur á tveimur dómsstigum fyrir hótunarbrot sem var eini kæruliðurinn sem hafði ekki fyrnst hjá lögreglu. Lögregla felldi þann ákærulið niður, en ríkissaksóknari lagði fyrir lögreglu að ákæra fyrir það. Ef það er niðurstaða dómsmálaráðuneytis að þetta séu ekki nægjanleg brot á réttlátri málsmeðferð bæði gagnvart íslenskum lögum og lagaákvæðum Mannréttindasáttmála, þá tel ég nokkuð ljóst að ráða þurfi hæfari lögfræðinga í ráðuneytið. María Sjöfn Árnadóttir Mannréttindadómstóll Evrópu Heimilisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. 8. mars 2021 12:35 Níu konur kæra íslenska ríkið Níu íslenskar konur hafa ákveðið að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu vegna þeirrar niðurstöðu að fella niður mál þeirra sem þær höfðu kært til lögreglu en um er að ræða kynferðisbrot og heimilisofbeldi. 8. mars 2021 09:57 Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Útgangspunktur umfjöllunar CNN er sú staðreynd að Ísland er oft sagt vera paradís jafnréttis í heiminum. Undanfarin ár hefur Ísland trónað á toppi kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins, kynjahlutfall á Alþingi er nokkuð jafnt og svona mætti áfram telja. Það virðist því skjóta nokkuð skökku við að mati greinarhöfundar CNN að hópur kvenna sé nú með mál í gangi gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstóli Evrópu vegna þeirrar niðurstöðu að fella niður mál þeirra sem þær höfðu kært til lögreglu. Um er að ræða kynferðisbrot og heimilisofbeldi. „Heimsins besti staður til að vera konu kærður fyrir kvenhatur,“ er fyrirsögn greinarinnar, þar sem meðal annars er rætt við Maríu Sjöfn Árnadóttur, ein þeirra kvenna sem er með mál í gangi gegn ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Hélt hún myndi láta lífið Þar lýsir hún heimilisofbeldi af hendi þáverandi kærasta hennar í júlí 2016. „Ég hélt að ég væri að deyja, hann ýtti mér og henti út um allt. Ég hugsaði: Ég mun deyja í dag,“ segir María við CNN. Lýsir hún því hvernig hún hafi nokkrum mánuðum síðar ákveðið að kæra manninn vopnuð myndum, læknaskýrslum, vitnum og smáskilaboðum frá manninum, þar sem hann játaði að hafa ráðist á hana en hótaði að deila nektarmyndum af henni myndi hún láta í sér heyra. Einu og hálfu ári síðar fékk hún þær upplýsingar að málið yrði látið niður falla af lögreglu þar sem það væri ekki talið líklegt til að leiða til sakfellingar. Hún komst þó síðar að því að það væri ekki satt, málið hafi ekki verið fellt niður. Í umfjöllun CNN segir að lögregla látið fyrir farast að yfirheyra hinn grunaða og málið hafi fyrnst í höndum lögreglu. Í grein CNN er haft eftir Fjalari Sigurðarssyni, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins, að „Íslenska ríkið viðurkennir mistök í rannsókn málsins, sem leiddi til niðurfellingar þess vegna fyrningar“ í yfirlýsingu. Ekki nóg til að teljast brot á Mannréttindasáttmálanum Á öðrum stað í greininni er einnig vitnað í yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem segir að þrátt fyrir að viss mistök hafi verið gerð í rannsókn málsins telji íslenska ríkið að mistökin hafi ekki verið af þeirri gerð að meðferð máls Maríu hjá lögreglu geti talist brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. María er ein níu kvenna sem kærðu íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu vegna þeirrar niðurstöðu að fella niður mál þeirra sem þær höfðu kært til lögreglu en um er að ræða kynferðisbrot og heimilisofbeldi. Ríkið skilaði greinargerð í máli fjögurra þeirra til Mannréttindadómstólsins í síðasta mánuði. Umfjöllun CNN er sem fyrr segir ítarleg en þar er einnig rætt við Steinunni Guðjónsdóttur, talskonu Stígamóta, vísindamenn hjá Háskóla Íslands og talskonur Öfga. Að neðan má sjá yfirlýsingu Maríu Sjafnar til dómsmálaráðuneytisins vegna svars dómsmálaráðuneytisins til CNN. Yfirlýsing til dómsmálaráðuneytis Sú yfirlýsing sem dómsmálaráðuneytið gaf fréttamanni CNN þess efnis að brot ríkisins í málsmeðferð minni, teldust ekki nægjanleg til að flokkast sem brot á réttlátri málsmeðferð gagnvart Mannréttindasáttmála var kjaftshögg fyrir mig og aðra þolendur ríkisofbeldis. Í fyrsta lagi fékk ég tilkynningu haustið 2018 að rannsókn væri lokið í málinu, án þess að það hefði verið talað við bein og óbein vitni í máli. Eftir kröftug mótmæli var haft samband við vitni löngu síðar. Nöfn og símanúmer vitna voru skýr lögð fram í greinargerð en voru augljóslega ekki lesin, því ég þurfti að minna á hverjir voru vitni í máli í símtali. Í öðru lagi voru tvö áverkavottorð í máli aldrei sótt. Í þriðja lagi voru engin gögn sótt sem ég benti á í skýrslutöku, hvorki varðandi meðferðarúrræði sem ég hafði sótt vegna ofbeldisins sem ég varð fyrir, né staðfestingu frá Heimilisfriði um að sakborningur hefði leitað þangað. Í fjórða lagi varð alvarlegt ásetningsbrot ríkis gagnvart mér fólgið í því, að í niðurfellingarbréfi var tilkynnt að málið þætti ekki nægjanlega líklegt til sakfellis, en aldrei minnst á að kæruliðir hefðu fyrnst í höndum lögreglu sem var raunverulega ástæðan. Enda kærði ég innan frests. Í fimmta lagi taldi ríkissaksóknari sem ég kærði niðurfellingu til, nægjanleg sönnunargögn í máli til að ákæra í öllum kæruliðum, en ómöguleiki að ákæra vegna fyrningar. Í sjötta lagi neitaði ákæruvald mér um gögn í máli eftir niðurfellingu þrátt fyrir skýra lagaheimild þess efnis, að ég ætti rétt á að fá málsgögnin. Í sjöunda lagi var ekki orðið við beiðni minni um rökstuðning vegna niðurfellingar, þrátt fyrir að ríkissaksóknari hefði lagt fyrir ákærusvið að veita mér hann samkvæmt skýrri lagaheimild. Í áttunda lagi var tekin lögregluskýrsla númer tvö af mér, löngu eftir að líkamsárásarbrot voru fyrnd. Í níunda lagi flutti saksóknari málið fyrir héraði sem hafði brotið á ofangreindum rétti mínum hjá ákærusviði. Í tíunda lagi fyrndust líkamsárásarbrotin í rannsókn lögreglu vegna vanrækslu lögreglu. Þessu til viðbótar lá játning sakbornings fyrir í smáskilaboðum, myndir af áverkum og samskiptaseðlar frá lækni sem tók á móti mér eftir tvær líkamsárásir. Eins var sakborningur sakfelldur á tveimur dómsstigum fyrir hótunarbrot sem var eini kæruliðurinn sem hafði ekki fyrnst hjá lögreglu. Lögregla felldi þann ákærulið niður, en ríkissaksóknari lagði fyrir lögreglu að ákæra fyrir það. Ef það er niðurstaða dómsmálaráðuneytis að þetta séu ekki nægjanleg brot á réttlátri málsmeðferð bæði gagnvart íslenskum lögum og lagaákvæðum Mannréttindasáttmála, þá tel ég nokkuð ljóst að ráða þurfi hæfari lögfræðinga í ráðuneytið. María Sjöfn Árnadóttir
Yfirlýsing til dómsmálaráðuneytis Sú yfirlýsing sem dómsmálaráðuneytið gaf fréttamanni CNN þess efnis að brot ríkisins í málsmeðferð minni, teldust ekki nægjanleg til að flokkast sem brot á réttlátri málsmeðferð gagnvart Mannréttindasáttmála var kjaftshögg fyrir mig og aðra þolendur ríkisofbeldis. Í fyrsta lagi fékk ég tilkynningu haustið 2018 að rannsókn væri lokið í málinu, án þess að það hefði verið talað við bein og óbein vitni í máli. Eftir kröftug mótmæli var haft samband við vitni löngu síðar. Nöfn og símanúmer vitna voru skýr lögð fram í greinargerð en voru augljóslega ekki lesin, því ég þurfti að minna á hverjir voru vitni í máli í símtali. Í öðru lagi voru tvö áverkavottorð í máli aldrei sótt. Í þriðja lagi voru engin gögn sótt sem ég benti á í skýrslutöku, hvorki varðandi meðferðarúrræði sem ég hafði sótt vegna ofbeldisins sem ég varð fyrir, né staðfestingu frá Heimilisfriði um að sakborningur hefði leitað þangað. Í fjórða lagi varð alvarlegt ásetningsbrot ríkis gagnvart mér fólgið í því, að í niðurfellingarbréfi var tilkynnt að málið þætti ekki nægjanlega líklegt til sakfellis, en aldrei minnst á að kæruliðir hefðu fyrnst í höndum lögreglu sem var raunverulega ástæðan. Enda kærði ég innan frests. Í fimmta lagi taldi ríkissaksóknari sem ég kærði niðurfellingu til, nægjanleg sönnunargögn í máli til að ákæra í öllum kæruliðum, en ómöguleiki að ákæra vegna fyrningar. Í sjötta lagi neitaði ákæruvald mér um gögn í máli eftir niðurfellingu þrátt fyrir skýra lagaheimild þess efnis, að ég ætti rétt á að fá málsgögnin. Í sjöunda lagi var ekki orðið við beiðni minni um rökstuðning vegna niðurfellingar, þrátt fyrir að ríkissaksóknari hefði lagt fyrir ákærusvið að veita mér hann samkvæmt skýrri lagaheimild. Í áttunda lagi var tekin lögregluskýrsla númer tvö af mér, löngu eftir að líkamsárásarbrot voru fyrnd. Í níunda lagi flutti saksóknari málið fyrir héraði sem hafði brotið á ofangreindum rétti mínum hjá ákærusviði. Í tíunda lagi fyrndust líkamsárásarbrotin í rannsókn lögreglu vegna vanrækslu lögreglu. Þessu til viðbótar lá játning sakbornings fyrir í smáskilaboðum, myndir af áverkum og samskiptaseðlar frá lækni sem tók á móti mér eftir tvær líkamsárásir. Eins var sakborningur sakfelldur á tveimur dómsstigum fyrir hótunarbrot sem var eini kæruliðurinn sem hafði ekki fyrnst hjá lögreglu. Lögregla felldi þann ákærulið niður, en ríkissaksóknari lagði fyrir lögreglu að ákæra fyrir það. Ef það er niðurstaða dómsmálaráðuneytis að þetta séu ekki nægjanleg brot á réttlátri málsmeðferð bæði gagnvart íslenskum lögum og lagaákvæðum Mannréttindasáttmála, þá tel ég nokkuð ljóst að ráða þurfi hæfari lögfræðinga í ráðuneytið. María Sjöfn Árnadóttir
Mannréttindadómstóll Evrópu Heimilisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. 8. mars 2021 12:35 Níu konur kæra íslenska ríkið Níu íslenskar konur hafa ákveðið að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu vegna þeirrar niðurstöðu að fella niður mál þeirra sem þær höfðu kært til lögreglu en um er að ræða kynferðisbrot og heimilisofbeldi. 8. mars 2021 09:57 Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. 8. mars 2021 12:35
Níu konur kæra íslenska ríkið Níu íslenskar konur hafa ákveðið að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu vegna þeirrar niðurstöðu að fella niður mál þeirra sem þær höfðu kært til lögreglu en um er að ræða kynferðisbrot og heimilisofbeldi. 8. mars 2021 09:57
Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30