Ein af hetjunum hans Þóris gafst ekki upp þrátt fyrir tíu hnéaðgerðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 11:01 Nora Mörk stendur hér fremst þegar norsku stelpurnar fagna heimsmeistaratitlinum. AP/Joan Monfort Það voru örugglega margir búnir að afskrifa norska kvennalandsliðið þegar liðið var komið sex mörkum undir í fyrri hálfleiknum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins á móti Frökkum. Norsku stelpurnar gáfust hins vegar ekki upp, snéru leiknum við á augabragði í seinni hálfleiknum og unnu að lokum öruggan sigur. Ein af hetjum norska liðsins var hægri skyttan Nora Mörk. Hún var ein af þeim sem töpuðu úrslitaleik HM 2017 á móti Frökkum og var ein af þeim sem leiddi endurkomu liðsins í seinni hálfleiknum um helgina. Mørk etter VM-gullet: Glad jeg ikke ga opp https://t.co/Y4M0KjAhbQ— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 Frá því í úrslitaleiknum 2017 hafði Nora gengið í gegnum mikið mótlæti og meðal annars þurft að gangast undir margar hnéaðgerðir. Aðgerð á liðþófa þýddi að hún missti af EM 2018 og hún sleit síðan krossband árið eftir og missti þar með af HM 2019. Hún hjálpaði Noregi að verða Evrópumeistari 2020 en hefur alls þurft að fara í tíu hnéaðgerðir á ferlinum. Nora óttaðist enn ein hnémeiðslin þegar hún haltraði af velli í Meistaradeildarleik en slapp sem betur fer við alvarleg meiðsli. Á árinu 2021 hefur hún hjálpað Vipers Kristiansand að vinna Meistaradeildina, unnið brons á Ólympíuleikunum og nú gull á heimsmeistaramótinu á sunnudaginn. „Ég er virkilega, virkilega ánægð, svo ánægð. Ég kann svo sannarlega að meta þetta. Ég þakka fyrir að hafa ekki gefist upp. Þetta eru verðlaun fyrir það sem ég hef lagt á mig og þetta er rosalega gaman,“ sagði Nora Mörk við Verdens Gang. Mörk varð markahæsti leikmaður norska liðsins á HM með 43 mörk og einnig sú stoðsendingahæsta í liðinu með 44 stoðsendingar. Hún kom því með beinum hætti að 87 mörkum norska liðsins. Hún skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar í úrslitaleiknum. Nora segist hafa haldið ró sinni þrátt fyrir að norska liðið hafi verið mikið undir í fyrri hálfleiknum. „Ég var í raun bara nokkuð róleg. Ég hugsaði að það væri aðeins við sem gætum gert eitthvað í þessu. Við urðum bara að halda áfram að berjast og ná þeim. Okkur tókst það og svo spiluðum við frábæran sóknarleik í seinni hálfleiknum. Þetta var leikur fyrir sögubækurnar,“ sagði Mörk. Er þetta magnaðasta endurkoma hennar á ferlinum í svona stórum leik. „Já án vafa. Ég var samt svo róleg. Það var engin pirringur eða reiði. Ég var svo fullkomlega yfirveguð. Ekki að þetta gengi örugglega upp heldur að við myndum gera það besta sem við gætum,“ sagði Mörk. HM 2021 í handbolta Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Sjá meira
Norsku stelpurnar gáfust hins vegar ekki upp, snéru leiknum við á augabragði í seinni hálfleiknum og unnu að lokum öruggan sigur. Ein af hetjum norska liðsins var hægri skyttan Nora Mörk. Hún var ein af þeim sem töpuðu úrslitaleik HM 2017 á móti Frökkum og var ein af þeim sem leiddi endurkomu liðsins í seinni hálfleiknum um helgina. Mørk etter VM-gullet: Glad jeg ikke ga opp https://t.co/Y4M0KjAhbQ— VG Sporten (@vgsporten) December 19, 2021 Frá því í úrslitaleiknum 2017 hafði Nora gengið í gegnum mikið mótlæti og meðal annars þurft að gangast undir margar hnéaðgerðir. Aðgerð á liðþófa þýddi að hún missti af EM 2018 og hún sleit síðan krossband árið eftir og missti þar með af HM 2019. Hún hjálpaði Noregi að verða Evrópumeistari 2020 en hefur alls þurft að fara í tíu hnéaðgerðir á ferlinum. Nora óttaðist enn ein hnémeiðslin þegar hún haltraði af velli í Meistaradeildarleik en slapp sem betur fer við alvarleg meiðsli. Á árinu 2021 hefur hún hjálpað Vipers Kristiansand að vinna Meistaradeildina, unnið brons á Ólympíuleikunum og nú gull á heimsmeistaramótinu á sunnudaginn. „Ég er virkilega, virkilega ánægð, svo ánægð. Ég kann svo sannarlega að meta þetta. Ég þakka fyrir að hafa ekki gefist upp. Þetta eru verðlaun fyrir það sem ég hef lagt á mig og þetta er rosalega gaman,“ sagði Nora Mörk við Verdens Gang. Mörk varð markahæsti leikmaður norska liðsins á HM með 43 mörk og einnig sú stoðsendingahæsta í liðinu með 44 stoðsendingar. Hún kom því með beinum hætti að 87 mörkum norska liðsins. Hún skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar í úrslitaleiknum. Nora segist hafa haldið ró sinni þrátt fyrir að norska liðið hafi verið mikið undir í fyrri hálfleiknum. „Ég var í raun bara nokkuð róleg. Ég hugsaði að það væri aðeins við sem gætum gert eitthvað í þessu. Við urðum bara að halda áfram að berjast og ná þeim. Okkur tókst það og svo spiluðum við frábæran sóknarleik í seinni hálfleiknum. Þetta var leikur fyrir sögubækurnar,“ sagði Mörk. Er þetta magnaðasta endurkoma hennar á ferlinum í svona stórum leik. „Já án vafa. Ég var samt svo róleg. Það var engin pirringur eða reiði. Ég var svo fullkomlega yfirveguð. Ekki að þetta gengi örugglega upp heldur að við myndum gera það besta sem við gætum,“ sagði Mörk.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Sjá meira