Hjarta Geirs hætti að slá í hjólaferð í Hrunamannahreppi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. desember 2021 15:01 Fjöldi manns kom að því að bjarga lífi Geirs Óskarssonar þegar hjartað hans gaf sig í hjólaferð í Hrunamannahreppi. Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir. Ótrúleg elja Ingunnar Sigurbjörnsdóttur, eiginkonu Geirs Óskarssonar, og skyndihjálparnámskeið frá 1986 sem hún tók þátt í skiptu sköpum þegar hjarta Geirs hætti að slá á annars fallegum sumardegi í Hrunamannahreppi í sumar. Þau eru uppfull af þakklæti til allra þeirra sem komu að því að bjarga lífi hans. Jólaljósin lýsa upp desember-skammdegið þegar blaðamaður sest niður með hjónunum Geir og Ingunni á heimili þeirra á Akureyri, næstum því hálfu ári upp á dag frá því að örlagaríkur júnídagur breytti lífi þeirra. Þann dag dó Geir í nokkrar mínútur en elja og kraftur Ingunnar, vegfarenda og viðbragðsaðila komu honum aftur til lífs. Í kappi við að ná í skottið á sólinni „Við vorum búin að vera eina og hálfa viku í sumarbústað á Flúðum. Tveggja vikna hjólaferð, búin að hjóla út um allt. Um hóla og hæðir,” segir Geir. Eins og svo margir keyptu hjónin nýverið rafmagnshjól sem þau hafa notað óspart. „Svo var rokið í það einn morguninn, klukkan hálf átta, við ætluðum að taka hjólatúrinn snemma til eiga gott veður í pottinum,” heldur Geir áfram. „Það var engin sól búin að vera allan tímann,” skýtur Ingunn inn í enda ákvað sumarið að halda sig mestmegnis á Norður- og Austurlandi þetta árið. Léttur hjólahringur breyttist í risavaxið verkefni Þau drifu sig því af stað. Verkefni dagsins var hinn svokallaði Maríuhringur í grennd við Flúðir, um 13,5 kílómetra hjólaleið sem ætti að vera tiltölulega auðleyst mál á tveimur rafmagnshjólum. Ingunn og Geir á góðri stundu.Úr einkasafni. „Þetta var bara léttur hringur. Þetta var að vísu alltaf aðeins upp í móti og svo var brjálaður norðanvindur sem þyngdi þetta svolítið. En maður átti alveg að þola það, ” segir Geir og hlær. Fljótlega kom þó í ljós að verkefni dagsins yrði mun erfiðara en vindurinn í fangið, eiginlega eins erfitt og hægt er að ímynda sér. Skömmu eftir brottför þurfti Geir að stoppa til að ná andanum. „Ég var alveg rosalega móður, ég skildi það ekki,” segir Geir. Langþráð sólin beið hins vegar við heita pottinn á pallinum við sumarbústaðinn. „Svo við héldum áfram og beygðum þarna upp í Hruna, það var brekka upp og svolítil beygja. Þá sagðistu verða að stoppa og ég sagði að ég ætlaði nú ekki að drepa þig í þessari ferð,” segir Ingunn. „Ég ætlaði bara að kasta mér þarna, ná andanum og slaka á. Halda svo áfram því að leiðin áfram var niður í móti og undan vindi,” segir Geir. Leiðin áfram reyndist þó vera mun brattari og erfiðari. „Hann lagðist í grasið og ég tek mynd af honum. Ég sest við hliðina á honum og bara hringi í Neyðarlínuna,” segir Ingunn. Hjartað hætti að slá Þarna í fallegri laut í Hrunamannahreppi á þessum sumardegi hafði hjartað í Geir hætt að slá. Síðar kom í ljós að fjórar æðar í hjartanu höfðu stíflast. Þessi mynd er tekin örfáum mínútum áður en Ingunn hringdi á neyðarlínuna. Þarna er hjartað á Geir við það að stöðvast.Ingunn Sigurbjörnsdóttir „Hann fór bara að kippast til. Það var eitthvað ekki eins og það á að vera. Ég byrjaði bara strax að hnoða, segir Ingunn. Þú vissir alveg hvað þú áttir að gera? „Ég fór á skyndihjálparnámskeið árið 1986. Þetta var einhvern veginn bara fast þarna,” segir Ingunn sem var einnig með neyðarvörð Neyðarlínuna á hátalara í símanum. „Hana Þorbjörgu,” segir Ingunn með hlýju í röddinni. Ingunn hnoðaði og hnoðaði með Þorbjörgu á línunni, sem hvatti hana til dáða. „Þú varðst bara að einhverri vél,” segir Geir sem horfir aðdáunaraugum yfir eldhúsborðið á Ingunni. „Ég hélt bara áfram þangað til ég heyrði í bíl fyrir aftan mig og þá bara lyfti ég upp hendinni og veifaði í hann,” segir Ingunn. Tilviljanir og elja björguðu lífi Geirs Hægt er að slá því föstu að þessi fyrstu viðbrögð Ingunnar, að hefja endurlífgunartilraun án tafar með stöðugum stuðningi Þorbjargar á Neyðarlínunni, og sú staðreynd að sex mínútum eftir að hún hringdi í Neyðarlínuna átti vegfarandi leið um veginn, hafi bjargað lífi Geirs. Aðrir sem komu síðar á vettvang áttu svo ekki minni þátt í lífsbjörguninni. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var við æfingar í grennd við Flúðir og var því til taks til að flytja Geir á Landspítalann.Úr einkasafni „Ef að ég hefði stoppað þá er ekkert hægt að byrja aftur, það vissi ég ekki fyrr en eftir á, ” segir Ingunn. Vegfarandinn, Sigurjón Snær Jónsson, á heima á þessum slóðum og var einfaldlega á leið í vinnuna. „Hann kemur og hjálpar mér. Hann hnoðar og ég blæs. Svo veit ég ekki hvað langur tími leið þangað til Einar [Hjörleifsson, innskot blm] kom, sem er sjúkraflutningamaður á Selfossi. Hann var hjá foreldrum sínum þarna fyrir ofan,” segir Ingunn. Haldið gangandi í minnst 25 mínútur með hjartahnoði og blæstri Einari hafði borist neyðarkallið og mætti fljótlega á staðinn. Í hópinn bættust svo systkini á Flúðum, viðbragðsaðilar á vegum Björgunarfélagsins Eyvindar, Óskar og Katrín Emilsbörn. Frá því að Ingunn hringdi á Neyðarlínuna og þangað til hingað er komið við sögu liðu um 25 mínútur. Geir var meðvitundarlaus, alveg stopp, eins og þau orða það bæði. „Mér er bara haldið gangandi með hjartahnoðinu og blæstri,” segir Geir. Geir og Sigurjón Snær Jónsson, sá sem kom fyrstur á vettvang til að aðstoða Ingunni.Úr einkasafni Tveir lögreglubílar og þrír sjúkrabílar komu svo á vettvang og tóku lögreglumenn og sjúkraflutningamenn við aðgerðum. Ein af þeim sem kom að aðgerðunum var lögreglukonan Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, sem Geir kallar nú mömmu eftir atburðinn í sumar. Það var hún sem fyrst fann púls Geirs lifna við. „Hún gaf mér lífið á ný,“ útskýrir Geir. Jóhanna skrifaði hjartnæman pistil á Facebook í sumar, með leyfi hjónanna, þar sem hún fór yfir atburðarrásina. Gefum henni orðið: „Það sem gerðist svo á vettvangi var stund sem ég mun aldrei gleyma. Aldrei nokkurntímann ! Ég tók við hjartahnoði af Arnari og byrjaði að telja og ekki leið á löngu þar til ég fann hreyfingu. Ég áttaði mig fyrst ekki á hvaðan hún kom en fann svo aftur, gat það verið ? Er hjartað að taka við sér ? Ég bið um að við stoppum og viti menn, það var púls ! Ég trúði ekki mínum eigin augum. Ég hallaði mér að Geir og spurði hann hvort hann heyrði í mér og þreifaði eftir púls á úlnlið sem var orðinn sterkur ! Á sömu stundu voru sjúkraflutningamenn að koma á vettvang og tóku við sérhæfðri endurlífgun og ummönnun Geirs allt þar til þyrla LHG kom og flutti hann ásamt Ingunni til Reykjavíkur þar sem hann undirgekkst opna hjartaaðgerð.“ Ótrúlegt afrek sem sýnir þann kraft sem hægt er að leita til þegar virkilega er þörf á því og ekki síður mikilvægi öflugs viðbragðsteymis á vettvangi. „Þá sæti ég ekki hérna í dag” Hugur blaðamanns reikar til þeirra sem komu fyrst á vettvang, þeirra sem komu Ingunni til aðstoðar þar sem hún var ein í lautinni að hamast við að bjarga lífi eiginmannsins. Ef þeir hefðu ekki komið, hvað hefði gerst? Það stendur ekki á svarinu. „Þá sæti ég ekki hérna í dag - Þá væri ég ekki hér í dag”, segja þau í kór. „Það er alveg á hreinu. Ég á þeim öllum lífið að launa,” segir Geir og telur upp alla sem komu að lífsbjörguninni, allt frá Ingunni til þeirra sem komu á vettvang eða að aðgerðum á vettvangi á einn eða annan hátt, auk allra sem sinntu honum á Landspítalanum. Geir dvaldi níu daga á Landspítalanum, níu daga á sjúkrahóteli og var útskrifaður með fulla heilsu. Nefna þau bæði að það hafi hjálpað mjög til að koma heim til Akureyrar á miðju sumri eftir dvölina á sjúkrahúsinu, miðju sumri sem veðurfarslega séð er eitt það besta í manna minnum. Það hjálpaði til við hina líkamlega endurhæfingu, sem hefur gengið vonum framar. Dugleg að spjalla um það sem gerðist En hvað með andlegu hliðina? Þar hjálpar að þeirra sögn að vera opinská um það sem átti sér stað þennan örlagaríka júnídag. „Við erum alltaf að taka knús og spjall um þetta, þar sem við erum, bara eins og núna, pínulítið klökk,” segir Geir. Fjölskylda Geirs og Ingunnar er stór, og afskaplega ánægð með að lífi Geirs var bjargað.Úr einkasafni „Við höfum bara rætt þetta við hvern sem er sem vill tala um þetta, ” segir Ingunn. „Það er reyndar rosalega gott þegar einhver byrjar að spyrja. Það er rosalega gott að fá að tala um þetta. Þetta er einhver dolla í manni sem þarf að losa,” segir Geir. „Tveir fílar lögðu af stað í leiðangur” Þau hafa hins vegar ekki látið sér nægja að ræða um atvikið. Fljótlega eftir heimkomuna til Akureyrar fundu þau að þau hreinlega yrðu að hitta þá sem björguðu lífi Geirs. „Það er bara gríðarleg þörf að þakka fyrir, þakka fyrir það sem þetta fólk gerði. Ekki síst þegar við vissum það að þau mega ekki bera sig eftir því hvað varð um okkur. Bara þegar málinu er lokið þá eiga þau að snúa sér að öðru,” segir Geir og vísar þar til viðbragðsaðilanna á vettvangi. Geir var fluttur á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar.Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir Þau ákváðu því, fimm vikum eftir að Geir lá fyrir dauðanum í lautinni, að skella sér suður til að þess að reyna að hitta og þakka þeim sem komu að aðgerðunum. Þau hringdu reyndar ekkert á undan sér, lögðu bara af stað. „Tveir fílar lögðu af stað í leiðangur,” segir Geir hlæjandi. Þegar á Selfoss var komið höfðu þau raunar ekki hugmynd um hvert þau ættu að fara til að reyna ná tali af einhverjum sem gætu aðstoðað þau. „Við sjáum sjúkrabíl og eltum hann. Við vissum ekkert hvar þau væru á Selfossi þannig að við eltum sjúkrabílinn,” segir Geir. Tilfinningahlaðin stund fyrir utan lögreglustöðina Þau ræddu þar stuttlega við þá sem voru á vakt. Ingunn sá hins vegar kunnuglegt andlit við lögreglustöðina, skammt frá. Þá var Jóhanna, lögreglukonan sem Geir kallar mömmu, á lögreglustöðinni á móti nýbúin að renna í hlað. „Þegar hún er að koma og hún sér hana þá bara hrynja þær báðar og fara að hágráta, segir Geir. Á þessum tímapunkti viðtalsins eru tár farin að birtast á hvarmi í eldhúsinu á Akureyri. Miklar tilfinningar í spilunum. „Þær hlaupast í faðma. Þetta var rosalega hugljúft og þetta var í raun manneskja sem ég þekkti ekki neitt og hafði aldrei séð,” bendir Geir á, enda man hann ekki eftir neinu sem gerðist frá því að hann lagðist niður í lautinni og þangað til hann vaknaði á Landspítalanum. Geir með „mömmu”, Jóhönnu Þorbjörg Magnúsdóttir lögreglukonu sem var sú sem fyrst fann að Geir var að koma aftur til lífs.Úr einkasafni Daginn eftir hittu þau sjúkraflutningamennina og aðra lögreglumenn sem komu að aðgerðunum. Geir og Ingunn leituðu einnig uppi Sigurjón og Einar og Óskar og Katrínu, sem komu fyrst á vettvang. Þau segja bæði að það hafi verið góð tilfinnining að geta þakkað fyrir sig og að geta rætt það sem átti sér stað. „Þetta er eins og fólk sem maður hefur alltaf þekkt. Við deilum gríðarlegri lífsreynslu, eða ég var bara þarna brúðan í leikritinu,“ segir Geir hlæjandi. „Ég myndi bara segja eitt risastórt takk“ Þakklæti er þeim efst í huga, hálfu ári eftir að lífi Geirs var bjargað. „Þetta viðbragðslið okkar, þetta teymi. Lögreglan, sjúkrabílarnir, þyrlusveitin, Landspítalinn og sjúkrahótelið. Þetta var allt svo æðislegt,” segir Geir sem nefnir sérstaklega að það fari í taugarnar á honum þegar Landspítalinn er gagnrýndur. Þar sé starfsfólk sem eigi hrós skilið og gleymist oft í umræðunni. Geir á Landspítalanum eftir hjartaaðgerð. Hann segir starfsfólk spítalans vera stórkostlegt.Úr einkasafni „Maður er oft að sjá eitthvað skítkast út í Landspítalann sem mér finnst mjög ósanngjarnt. Það er stofnun sem að virkilega má klappa á öxlina og starfsfólkinu þar. Þetta er alveg snilldarstaður til að lenda á,” segir Geir. Aðspurður um hvað hann myndi segja ef öll hersingin væri mætt í eldhúsið núna stendur ekki á svarinu. „Ég myndi bara segja eitt risastórt takk, ég geti ekki sagt neitt annað. Ég elska ykkur. ” „Bara þakklæti til allra og að hann skuli hafa komið heim”, segir Ingunn á meðan hún horfir í augun á Geir. „Ég er betri en ég var í vor áður en þetta gerðist” Ef Geir var brúðan í leikritinu þá lék Ingunn aðalhlutverkið enda eru allir sammála um það að hennar fyrstu viðbrögð hafi skipt sköpum. „Ingunn er að mínu mati kona ársins. Eljan, yfirvegunin og dugnaðurinn á sér fáa líka”, skrifaði Jóhanna lögreglukona í umræddri Facebook-færslu. „Fyrst fékk ég alla athyglina. Ingunn var bara á kantinum, en hún er náttúrulega hetjan í þessu. Ég sigldi bara með. Geir, Ingunn og Katrín og Óskar Emilsbörn. Katrín og Óskar komu frá Flúðum og skiptu sköpum í því að halda Geir á lífi áður en frekari aðstoð barst.Úr einkasafni Ég vissi náttúrulega í hvers lags konu ég náði. Hún alveg stóð undir sínu, sýndi og það sannaði hvers lags forkur hún er,” segir Geir. „Hríseyingar eru svona, ” svarar Ingunn hlæjandi. Þrátt fyrir að hafa lent í þessu öllu saman virðast eftirköstin vera lítil hjá Geir og Ingunni, endurhæfingin gekk vel og andlegu hliðinni er vel sinnt af þeim hjónum. Raunar segist Geir vera betri en áður. „Ég er betri en ég var í vor áður en þetta gerðist. Ég gerði mér ekki grein fyrir því. Ég náði mér aldrei í meira þol, ég var kominn á vegg. Ef ég tek á núna þá kemst ég lengra,“ segir Geir. Tvær ferðir upp á Súlur og tvær ferðir upp á Grábrók sýna það. „Ef hann hjólar ekki þá er hann á róðravél sem hann keypti sér,” segir Ingunn. Geir er sprækur sem lækur. Á slökkvistöðinni á Selfossi þegar Geir og Ingunn hittu sjúkraflutningamenninna og lögreglumennina sem komu að aðgerðum á vettvangi.Úr einkasafni „Fyrir mig er þetta bara hola í veginum. Ég er kominn upp úr holunni og nú er það bara að halda áfram. ” Halda áfram, sterkari en fyrr. „Ég get sagt þér að að ég vil ekki vera án þessarar reynslu. Maður þarf að eyðileggja eitthvað til þess að byggja það upp aftur, í rauninni. Fyrir mig sem persónu þá var þetta hrikalega uppbyggjandi. Ég fór þarna leiðir sem ég hefði aldrei trúað sem ég myndi fara,“ segir Geir að lokum. Lögreglumál Sjúkraflutningar Hrunamannahreppur Akureyri Landhelgisgæslan Landspítalinn Hjólreiðar Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Jólaljósin lýsa upp desember-skammdegið þegar blaðamaður sest niður með hjónunum Geir og Ingunni á heimili þeirra á Akureyri, næstum því hálfu ári upp á dag frá því að örlagaríkur júnídagur breytti lífi þeirra. Þann dag dó Geir í nokkrar mínútur en elja og kraftur Ingunnar, vegfarenda og viðbragðsaðila komu honum aftur til lífs. Í kappi við að ná í skottið á sólinni „Við vorum búin að vera eina og hálfa viku í sumarbústað á Flúðum. Tveggja vikna hjólaferð, búin að hjóla út um allt. Um hóla og hæðir,” segir Geir. Eins og svo margir keyptu hjónin nýverið rafmagnshjól sem þau hafa notað óspart. „Svo var rokið í það einn morguninn, klukkan hálf átta, við ætluðum að taka hjólatúrinn snemma til eiga gott veður í pottinum,” heldur Geir áfram. „Það var engin sól búin að vera allan tímann,” skýtur Ingunn inn í enda ákvað sumarið að halda sig mestmegnis á Norður- og Austurlandi þetta árið. Léttur hjólahringur breyttist í risavaxið verkefni Þau drifu sig því af stað. Verkefni dagsins var hinn svokallaði Maríuhringur í grennd við Flúðir, um 13,5 kílómetra hjólaleið sem ætti að vera tiltölulega auðleyst mál á tveimur rafmagnshjólum. Ingunn og Geir á góðri stundu.Úr einkasafni. „Þetta var bara léttur hringur. Þetta var að vísu alltaf aðeins upp í móti og svo var brjálaður norðanvindur sem þyngdi þetta svolítið. En maður átti alveg að þola það, ” segir Geir og hlær. Fljótlega kom þó í ljós að verkefni dagsins yrði mun erfiðara en vindurinn í fangið, eiginlega eins erfitt og hægt er að ímynda sér. Skömmu eftir brottför þurfti Geir að stoppa til að ná andanum. „Ég var alveg rosalega móður, ég skildi það ekki,” segir Geir. Langþráð sólin beið hins vegar við heita pottinn á pallinum við sumarbústaðinn. „Svo við héldum áfram og beygðum þarna upp í Hruna, það var brekka upp og svolítil beygja. Þá sagðistu verða að stoppa og ég sagði að ég ætlaði nú ekki að drepa þig í þessari ferð,” segir Ingunn. „Ég ætlaði bara að kasta mér þarna, ná andanum og slaka á. Halda svo áfram því að leiðin áfram var niður í móti og undan vindi,” segir Geir. Leiðin áfram reyndist þó vera mun brattari og erfiðari. „Hann lagðist í grasið og ég tek mynd af honum. Ég sest við hliðina á honum og bara hringi í Neyðarlínuna,” segir Ingunn. Hjartað hætti að slá Þarna í fallegri laut í Hrunamannahreppi á þessum sumardegi hafði hjartað í Geir hætt að slá. Síðar kom í ljós að fjórar æðar í hjartanu höfðu stíflast. Þessi mynd er tekin örfáum mínútum áður en Ingunn hringdi á neyðarlínuna. Þarna er hjartað á Geir við það að stöðvast.Ingunn Sigurbjörnsdóttir „Hann fór bara að kippast til. Það var eitthvað ekki eins og það á að vera. Ég byrjaði bara strax að hnoða, segir Ingunn. Þú vissir alveg hvað þú áttir að gera? „Ég fór á skyndihjálparnámskeið árið 1986. Þetta var einhvern veginn bara fast þarna,” segir Ingunn sem var einnig með neyðarvörð Neyðarlínuna á hátalara í símanum. „Hana Þorbjörgu,” segir Ingunn með hlýju í röddinni. Ingunn hnoðaði og hnoðaði með Þorbjörgu á línunni, sem hvatti hana til dáða. „Þú varðst bara að einhverri vél,” segir Geir sem horfir aðdáunaraugum yfir eldhúsborðið á Ingunni. „Ég hélt bara áfram þangað til ég heyrði í bíl fyrir aftan mig og þá bara lyfti ég upp hendinni og veifaði í hann,” segir Ingunn. Tilviljanir og elja björguðu lífi Geirs Hægt er að slá því föstu að þessi fyrstu viðbrögð Ingunnar, að hefja endurlífgunartilraun án tafar með stöðugum stuðningi Þorbjargar á Neyðarlínunni, og sú staðreynd að sex mínútum eftir að hún hringdi í Neyðarlínuna átti vegfarandi leið um veginn, hafi bjargað lífi Geirs. Aðrir sem komu síðar á vettvang áttu svo ekki minni þátt í lífsbjörguninni. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var við æfingar í grennd við Flúðir og var því til taks til að flytja Geir á Landspítalann.Úr einkasafni „Ef að ég hefði stoppað þá er ekkert hægt að byrja aftur, það vissi ég ekki fyrr en eftir á, ” segir Ingunn. Vegfarandinn, Sigurjón Snær Jónsson, á heima á þessum slóðum og var einfaldlega á leið í vinnuna. „Hann kemur og hjálpar mér. Hann hnoðar og ég blæs. Svo veit ég ekki hvað langur tími leið þangað til Einar [Hjörleifsson, innskot blm] kom, sem er sjúkraflutningamaður á Selfossi. Hann var hjá foreldrum sínum þarna fyrir ofan,” segir Ingunn. Haldið gangandi í minnst 25 mínútur með hjartahnoði og blæstri Einari hafði borist neyðarkallið og mætti fljótlega á staðinn. Í hópinn bættust svo systkini á Flúðum, viðbragðsaðilar á vegum Björgunarfélagsins Eyvindar, Óskar og Katrín Emilsbörn. Frá því að Ingunn hringdi á Neyðarlínuna og þangað til hingað er komið við sögu liðu um 25 mínútur. Geir var meðvitundarlaus, alveg stopp, eins og þau orða það bæði. „Mér er bara haldið gangandi með hjartahnoðinu og blæstri,” segir Geir. Geir og Sigurjón Snær Jónsson, sá sem kom fyrstur á vettvang til að aðstoða Ingunni.Úr einkasafni Tveir lögreglubílar og þrír sjúkrabílar komu svo á vettvang og tóku lögreglumenn og sjúkraflutningamenn við aðgerðum. Ein af þeim sem kom að aðgerðunum var lögreglukonan Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, sem Geir kallar nú mömmu eftir atburðinn í sumar. Það var hún sem fyrst fann púls Geirs lifna við. „Hún gaf mér lífið á ný,“ útskýrir Geir. Jóhanna skrifaði hjartnæman pistil á Facebook í sumar, með leyfi hjónanna, þar sem hún fór yfir atburðarrásina. Gefum henni orðið: „Það sem gerðist svo á vettvangi var stund sem ég mun aldrei gleyma. Aldrei nokkurntímann ! Ég tók við hjartahnoði af Arnari og byrjaði að telja og ekki leið á löngu þar til ég fann hreyfingu. Ég áttaði mig fyrst ekki á hvaðan hún kom en fann svo aftur, gat það verið ? Er hjartað að taka við sér ? Ég bið um að við stoppum og viti menn, það var púls ! Ég trúði ekki mínum eigin augum. Ég hallaði mér að Geir og spurði hann hvort hann heyrði í mér og þreifaði eftir púls á úlnlið sem var orðinn sterkur ! Á sömu stundu voru sjúkraflutningamenn að koma á vettvang og tóku við sérhæfðri endurlífgun og ummönnun Geirs allt þar til þyrla LHG kom og flutti hann ásamt Ingunni til Reykjavíkur þar sem hann undirgekkst opna hjartaaðgerð.“ Ótrúlegt afrek sem sýnir þann kraft sem hægt er að leita til þegar virkilega er þörf á því og ekki síður mikilvægi öflugs viðbragðsteymis á vettvangi. „Þá sæti ég ekki hérna í dag” Hugur blaðamanns reikar til þeirra sem komu fyrst á vettvang, þeirra sem komu Ingunni til aðstoðar þar sem hún var ein í lautinni að hamast við að bjarga lífi eiginmannsins. Ef þeir hefðu ekki komið, hvað hefði gerst? Það stendur ekki á svarinu. „Þá sæti ég ekki hérna í dag - Þá væri ég ekki hér í dag”, segja þau í kór. „Það er alveg á hreinu. Ég á þeim öllum lífið að launa,” segir Geir og telur upp alla sem komu að lífsbjörguninni, allt frá Ingunni til þeirra sem komu á vettvang eða að aðgerðum á vettvangi á einn eða annan hátt, auk allra sem sinntu honum á Landspítalanum. Geir dvaldi níu daga á Landspítalanum, níu daga á sjúkrahóteli og var útskrifaður með fulla heilsu. Nefna þau bæði að það hafi hjálpað mjög til að koma heim til Akureyrar á miðju sumri eftir dvölina á sjúkrahúsinu, miðju sumri sem veðurfarslega séð er eitt það besta í manna minnum. Það hjálpaði til við hina líkamlega endurhæfingu, sem hefur gengið vonum framar. Dugleg að spjalla um það sem gerðist En hvað með andlegu hliðina? Þar hjálpar að þeirra sögn að vera opinská um það sem átti sér stað þennan örlagaríka júnídag. „Við erum alltaf að taka knús og spjall um þetta, þar sem við erum, bara eins og núna, pínulítið klökk,” segir Geir. Fjölskylda Geirs og Ingunnar er stór, og afskaplega ánægð með að lífi Geirs var bjargað.Úr einkasafni „Við höfum bara rætt þetta við hvern sem er sem vill tala um þetta, ” segir Ingunn. „Það er reyndar rosalega gott þegar einhver byrjar að spyrja. Það er rosalega gott að fá að tala um þetta. Þetta er einhver dolla í manni sem þarf að losa,” segir Geir. „Tveir fílar lögðu af stað í leiðangur” Þau hafa hins vegar ekki látið sér nægja að ræða um atvikið. Fljótlega eftir heimkomuna til Akureyrar fundu þau að þau hreinlega yrðu að hitta þá sem björguðu lífi Geirs. „Það er bara gríðarleg þörf að þakka fyrir, þakka fyrir það sem þetta fólk gerði. Ekki síst þegar við vissum það að þau mega ekki bera sig eftir því hvað varð um okkur. Bara þegar málinu er lokið þá eiga þau að snúa sér að öðru,” segir Geir og vísar þar til viðbragðsaðilanna á vettvangi. Geir var fluttur á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar.Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir Þau ákváðu því, fimm vikum eftir að Geir lá fyrir dauðanum í lautinni, að skella sér suður til að þess að reyna að hitta og þakka þeim sem komu að aðgerðunum. Þau hringdu reyndar ekkert á undan sér, lögðu bara af stað. „Tveir fílar lögðu af stað í leiðangur,” segir Geir hlæjandi. Þegar á Selfoss var komið höfðu þau raunar ekki hugmynd um hvert þau ættu að fara til að reyna ná tali af einhverjum sem gætu aðstoðað þau. „Við sjáum sjúkrabíl og eltum hann. Við vissum ekkert hvar þau væru á Selfossi þannig að við eltum sjúkrabílinn,” segir Geir. Tilfinningahlaðin stund fyrir utan lögreglustöðina Þau ræddu þar stuttlega við þá sem voru á vakt. Ingunn sá hins vegar kunnuglegt andlit við lögreglustöðina, skammt frá. Þá var Jóhanna, lögreglukonan sem Geir kallar mömmu, á lögreglustöðinni á móti nýbúin að renna í hlað. „Þegar hún er að koma og hún sér hana þá bara hrynja þær báðar og fara að hágráta, segir Geir. Á þessum tímapunkti viðtalsins eru tár farin að birtast á hvarmi í eldhúsinu á Akureyri. Miklar tilfinningar í spilunum. „Þær hlaupast í faðma. Þetta var rosalega hugljúft og þetta var í raun manneskja sem ég þekkti ekki neitt og hafði aldrei séð,” bendir Geir á, enda man hann ekki eftir neinu sem gerðist frá því að hann lagðist niður í lautinni og þangað til hann vaknaði á Landspítalanum. Geir með „mömmu”, Jóhönnu Þorbjörg Magnúsdóttir lögreglukonu sem var sú sem fyrst fann að Geir var að koma aftur til lífs.Úr einkasafni Daginn eftir hittu þau sjúkraflutningamennina og aðra lögreglumenn sem komu að aðgerðunum. Geir og Ingunn leituðu einnig uppi Sigurjón og Einar og Óskar og Katrínu, sem komu fyrst á vettvang. Þau segja bæði að það hafi verið góð tilfinnining að geta þakkað fyrir sig og að geta rætt það sem átti sér stað. „Þetta er eins og fólk sem maður hefur alltaf þekkt. Við deilum gríðarlegri lífsreynslu, eða ég var bara þarna brúðan í leikritinu,“ segir Geir hlæjandi. „Ég myndi bara segja eitt risastórt takk“ Þakklæti er þeim efst í huga, hálfu ári eftir að lífi Geirs var bjargað. „Þetta viðbragðslið okkar, þetta teymi. Lögreglan, sjúkrabílarnir, þyrlusveitin, Landspítalinn og sjúkrahótelið. Þetta var allt svo æðislegt,” segir Geir sem nefnir sérstaklega að það fari í taugarnar á honum þegar Landspítalinn er gagnrýndur. Þar sé starfsfólk sem eigi hrós skilið og gleymist oft í umræðunni. Geir á Landspítalanum eftir hjartaaðgerð. Hann segir starfsfólk spítalans vera stórkostlegt.Úr einkasafni „Maður er oft að sjá eitthvað skítkast út í Landspítalann sem mér finnst mjög ósanngjarnt. Það er stofnun sem að virkilega má klappa á öxlina og starfsfólkinu þar. Þetta er alveg snilldarstaður til að lenda á,” segir Geir. Aðspurður um hvað hann myndi segja ef öll hersingin væri mætt í eldhúsið núna stendur ekki á svarinu. „Ég myndi bara segja eitt risastórt takk, ég geti ekki sagt neitt annað. Ég elska ykkur. ” „Bara þakklæti til allra og að hann skuli hafa komið heim”, segir Ingunn á meðan hún horfir í augun á Geir. „Ég er betri en ég var í vor áður en þetta gerðist” Ef Geir var brúðan í leikritinu þá lék Ingunn aðalhlutverkið enda eru allir sammála um það að hennar fyrstu viðbrögð hafi skipt sköpum. „Ingunn er að mínu mati kona ársins. Eljan, yfirvegunin og dugnaðurinn á sér fáa líka”, skrifaði Jóhanna lögreglukona í umræddri Facebook-færslu. „Fyrst fékk ég alla athyglina. Ingunn var bara á kantinum, en hún er náttúrulega hetjan í þessu. Ég sigldi bara með. Geir, Ingunn og Katrín og Óskar Emilsbörn. Katrín og Óskar komu frá Flúðum og skiptu sköpum í því að halda Geir á lífi áður en frekari aðstoð barst.Úr einkasafni Ég vissi náttúrulega í hvers lags konu ég náði. Hún alveg stóð undir sínu, sýndi og það sannaði hvers lags forkur hún er,” segir Geir. „Hríseyingar eru svona, ” svarar Ingunn hlæjandi. Þrátt fyrir að hafa lent í þessu öllu saman virðast eftirköstin vera lítil hjá Geir og Ingunni, endurhæfingin gekk vel og andlegu hliðinni er vel sinnt af þeim hjónum. Raunar segist Geir vera betri en áður. „Ég er betri en ég var í vor áður en þetta gerðist. Ég gerði mér ekki grein fyrir því. Ég náði mér aldrei í meira þol, ég var kominn á vegg. Ef ég tek á núna þá kemst ég lengra,“ segir Geir. Tvær ferðir upp á Súlur og tvær ferðir upp á Grábrók sýna það. „Ef hann hjólar ekki þá er hann á róðravél sem hann keypti sér,” segir Ingunn. Geir er sprækur sem lækur. Á slökkvistöðinni á Selfossi þegar Geir og Ingunn hittu sjúkraflutningamenninna og lögreglumennina sem komu að aðgerðum á vettvangi.Úr einkasafni „Fyrir mig er þetta bara hola í veginum. Ég er kominn upp úr holunni og nú er það bara að halda áfram. ” Halda áfram, sterkari en fyrr. „Ég get sagt þér að að ég vil ekki vera án þessarar reynslu. Maður þarf að eyðileggja eitthvað til þess að byggja það upp aftur, í rauninni. Fyrir mig sem persónu þá var þetta hrikalega uppbyggjandi. Ég fór þarna leiðir sem ég hefði aldrei trúað sem ég myndi fara,“ segir Geir að lokum.
„Það sem gerðist svo á vettvangi var stund sem ég mun aldrei gleyma. Aldrei nokkurntímann ! Ég tók við hjartahnoði af Arnari og byrjaði að telja og ekki leið á löngu þar til ég fann hreyfingu. Ég áttaði mig fyrst ekki á hvaðan hún kom en fann svo aftur, gat það verið ? Er hjartað að taka við sér ? Ég bið um að við stoppum og viti menn, það var púls ! Ég trúði ekki mínum eigin augum. Ég hallaði mér að Geir og spurði hann hvort hann heyrði í mér og þreifaði eftir púls á úlnlið sem var orðinn sterkur ! Á sömu stundu voru sjúkraflutningamenn að koma á vettvang og tóku við sérhæfðri endurlífgun og ummönnun Geirs allt þar til þyrla LHG kom og flutti hann ásamt Ingunni til Reykjavíkur þar sem hann undirgekkst opna hjartaaðgerð.“
Lögreglumál Sjúkraflutningar Hrunamannahreppur Akureyri Landhelgisgæslan Landspítalinn Hjólreiðar Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira