Mikil ásókn í sýnatöku: „Langflestir eru að fá svar samdægurs“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2021 17:53 Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku en verkefnastjóri segir vel hafa gengið. Vísir/Vilhelm Mikil röð var í sýnatöku á Suðurlandsbraut í morgun. Opið var milli 8-14 í dag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu biðu flestir í um klukkutíma. Einhverjir hafa haft áhyggjur af því að langan tíma taki að fá niðurstöðu úr sýnatökunni en verkefnastjóri segir þær áhyggjur óþarfar. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að almennt taki um átta til tíu klukkustundir að fá niðurstöðu úr PCR prófi eftir sýnatöku. Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku síðustu daga en metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í dag, þriðja daginn í röð. Um 1.600 manns voru skráðir í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. „Það var mikil röð í morgun en það var svona aðallega út af því að það var smá hikst í að skrá fólk inn í skönnun. En það bara lagaðist eftir 45 mínútur og öll röð búin 12:30,“ segir Ingibjörg en starfsfólk tók enn fleiri sýni í gær, aðfangadag, eða um 2.000 sýni; „Þetta gekk hratt og vel fyrir sig.“ Flestir fái niðurstöðu samdægurs Hún segir sjaldgæft að mjög langan tíma taki að fá niðurstöðu úr PCR-prófum en eitthvað gæti biðin orðið lengri yfir hátíðarnar. Margir séu í fríi en Sýkla- og veirudeild Landspítalans sér um að greina sýnin. Nú sá ég einhvers staðar að fólk þurfi að bíða í 36 klukkustundir, er það eitthvað sem þú kannast við? „Það er bara búið að vera alla tíð. Það getur dregist, sérstaklega þegar það er mikið álag, en langflestir fá svar samdægurs. Átta til tíu tímar yfirleitt en svo getur náttúrulega dregist [að fá niðurstöðu] þannig að við segjum alveg 24 til 36 tíma. En langflestir eru að fá þetta miklu fyrr,“ segir Ingibjörg Salóme en bætir við að hún komi ekki að greiningu sýnanna sjálfra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að almennt taki um átta til tíu klukkustundir að fá niðurstöðu úr PCR prófi eftir sýnatöku. Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku síðustu daga en metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í dag, þriðja daginn í röð. Um 1.600 manns voru skráðir í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. „Það var mikil röð í morgun en það var svona aðallega út af því að það var smá hikst í að skrá fólk inn í skönnun. En það bara lagaðist eftir 45 mínútur og öll röð búin 12:30,“ segir Ingibjörg en starfsfólk tók enn fleiri sýni í gær, aðfangadag, eða um 2.000 sýni; „Þetta gekk hratt og vel fyrir sig.“ Flestir fái niðurstöðu samdægurs Hún segir sjaldgæft að mjög langan tíma taki að fá niðurstöðu úr PCR-prófum en eitthvað gæti biðin orðið lengri yfir hátíðarnar. Margir séu í fríi en Sýkla- og veirudeild Landspítalans sér um að greina sýnin. Nú sá ég einhvers staðar að fólk þurfi að bíða í 36 klukkustundir, er það eitthvað sem þú kannast við? „Það er bara búið að vera alla tíð. Það getur dregist, sérstaklega þegar það er mikið álag, en langflestir fá svar samdægurs. Átta til tíu tímar yfirleitt en svo getur náttúrulega dregist [að fá niðurstöðu] þannig að við segjum alveg 24 til 36 tíma. En langflestir eru að fá þetta miklu fyrr,“ segir Ingibjörg Salóme en bætir við að hún komi ekki að greiningu sýnanna sjálfra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira