Um kristna menningu (hugleiðingar um jól) Haukur Arnþórsson skrifar 27. desember 2021 11:01 Viljum við að Íslendingar framtíðar viti af hverju jól eru haldin, af hverju kirkjan kemur til okkar á mikilvægustu stundum lífs okkar, viljum við skilja táknmál vestrænnar listar, t.d. þekkja sögurnar að baki myndunum í hvolfþaki dómkirkjunnar í Flórens, nú eða altaristöflunnar í Húsavíkurkirkju, viljum við halda í tónlistarhefðir tengdar kristni, eða viljum við þekkja uppruna fegurstu hugmynda á bak við þjóðfélagsgerð okkar, t.d. ætt og uppruna velferðarsamfélagsins, jafnræðisreglunnar o.s.frv. Viljum við mennta börnin okkar? Getur sá maður eða kona verið menntaður Vesturlandabúi sem ekki þekkir menningu kristninnar, menningarsögu kirkjunnar og nútíma þjónustu hennar? Tæpast, en við stefnum þangað – að sniðganga einn mikilvægasta þáttinn í íslenskri menningu. Kannski ekki eins mikilvægan og tungumálið, en samt má bera þetta saman: sá sem vill fella niður kristna menningu og kennslu í skólum vill eyðileggja hluta af menningararfinum og taka upp – ja, helst ekki neitt í staðinn, en borgaraleg ferming, svo tekið sé dæmi, hefur enga merkingu, er ómerkileg eftiröpun og hefur enga skírskotun í menningu eða sögu þjóðarinnar. Hvað er hægt að gera? Þurfum við sem erum grasrótin í þjóðfélaginu að spyrna við fótum og segja: „Hingað og ekki lengra“ og taka slaginn við fjandmenn þessa hluta íslenskrar og evrópskrar menningar – slag sem efnt hefur verið til af þeim sjálfum og sem ekki hefur verið svarað hingað til? Þurfum við að stofna borgaralega hreyfingu sem endurreisir hinn kristna hluta menningar okkar og efnir jafnvel til undirskriftarsöfnunar eða grípur til annarra úrræða til að rödd hins almenna Íslendings fái hljómað? Þurfum við að svara hatursmönnunum sem fara að tala um spænska rannsóknarréttinn eða barnaníð ef minnst er á kristni – þurfum við þúsund sinnum að gera þeim grein fyrir hvaðan mannúðin er einkum ættuð, hvaðan drjúgur hluti listarinnar er kominn og allt helsta táknmál menningar okkar? Og gera þeim grein fyrir því að í nútímanum eru það þeir sem eru skemmdarvargarnir gagnvart íslenskri og evrópskri menningu? En trúin? Hér hefur bara verið minnst á menninguna og þjóðkirkjuna (en þjónusta hennar við heimilin er sennilega mikilvægasta og nærfærnasta aðhlynning sem heimilin mæta) – en þurfum við kannski líka að tala um trúna, hefja trúboð. Ég veit það ekki, en sálfræðingar og geðlæknar tala um að á síðustu áratugum hafi þrjár menningarbyltingar brotið niður helstu haldreipi almennings í lífinu. Ein þeirra er trúin, nú hefur margt af yngra fólkinu ekki vonina og traustið sem fylgir henni. Er trúleysið þá orðið þjóðfélagsmein, sem veldur þunglyndi, útbruna og öðrum sjúkdómum? Já, rökstyðja má það. Er virkilega svo langt gengið í skólum að kennararnir undirbúi jól með börnunum í 2-3 vikur, gjafir og teikningar og skraut – en segi þeim ekki frá tilefni jólanna, þegi þunnu hljóði. Er rétttrúnaður hatara kristninnar svo langt genginn að enginn sem hefur með börn og unglinga að gera megi minnast á kristnar forsendur í lífi þjóðarinnar? Kannski þurfum við að strengja okkar heit á jólunum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Jól Trúmál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Viljum við að Íslendingar framtíðar viti af hverju jól eru haldin, af hverju kirkjan kemur til okkar á mikilvægustu stundum lífs okkar, viljum við skilja táknmál vestrænnar listar, t.d. þekkja sögurnar að baki myndunum í hvolfþaki dómkirkjunnar í Flórens, nú eða altaristöflunnar í Húsavíkurkirkju, viljum við halda í tónlistarhefðir tengdar kristni, eða viljum við þekkja uppruna fegurstu hugmynda á bak við þjóðfélagsgerð okkar, t.d. ætt og uppruna velferðarsamfélagsins, jafnræðisreglunnar o.s.frv. Viljum við mennta börnin okkar? Getur sá maður eða kona verið menntaður Vesturlandabúi sem ekki þekkir menningu kristninnar, menningarsögu kirkjunnar og nútíma þjónustu hennar? Tæpast, en við stefnum þangað – að sniðganga einn mikilvægasta þáttinn í íslenskri menningu. Kannski ekki eins mikilvægan og tungumálið, en samt má bera þetta saman: sá sem vill fella niður kristna menningu og kennslu í skólum vill eyðileggja hluta af menningararfinum og taka upp – ja, helst ekki neitt í staðinn, en borgaraleg ferming, svo tekið sé dæmi, hefur enga merkingu, er ómerkileg eftiröpun og hefur enga skírskotun í menningu eða sögu þjóðarinnar. Hvað er hægt að gera? Þurfum við sem erum grasrótin í þjóðfélaginu að spyrna við fótum og segja: „Hingað og ekki lengra“ og taka slaginn við fjandmenn þessa hluta íslenskrar og evrópskrar menningar – slag sem efnt hefur verið til af þeim sjálfum og sem ekki hefur verið svarað hingað til? Þurfum við að stofna borgaralega hreyfingu sem endurreisir hinn kristna hluta menningar okkar og efnir jafnvel til undirskriftarsöfnunar eða grípur til annarra úrræða til að rödd hins almenna Íslendings fái hljómað? Þurfum við að svara hatursmönnunum sem fara að tala um spænska rannsóknarréttinn eða barnaníð ef minnst er á kristni – þurfum við þúsund sinnum að gera þeim grein fyrir hvaðan mannúðin er einkum ættuð, hvaðan drjúgur hluti listarinnar er kominn og allt helsta táknmál menningar okkar? Og gera þeim grein fyrir því að í nútímanum eru það þeir sem eru skemmdarvargarnir gagnvart íslenskri og evrópskri menningu? En trúin? Hér hefur bara verið minnst á menninguna og þjóðkirkjuna (en þjónusta hennar við heimilin er sennilega mikilvægasta og nærfærnasta aðhlynning sem heimilin mæta) – en þurfum við kannski líka að tala um trúna, hefja trúboð. Ég veit það ekki, en sálfræðingar og geðlæknar tala um að á síðustu áratugum hafi þrjár menningarbyltingar brotið niður helstu haldreipi almennings í lífinu. Ein þeirra er trúin, nú hefur margt af yngra fólkinu ekki vonina og traustið sem fylgir henni. Er trúleysið þá orðið þjóðfélagsmein, sem veldur þunglyndi, útbruna og öðrum sjúkdómum? Já, rökstyðja má það. Er virkilega svo langt gengið í skólum að kennararnir undirbúi jól með börnunum í 2-3 vikur, gjafir og teikningar og skraut – en segi þeim ekki frá tilefni jólanna, þegi þunnu hljóði. Er rétttrúnaður hatara kristninnar svo langt genginn að enginn sem hefur með börn og unglinga að gera megi minnast á kristnar forsendur í lífi þjóðarinnar? Kannski þurfum við að strengja okkar heit á jólunum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun