Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2021 07:37 DJ Dimension átti að skemmta á áramótafögnuði í Auckland. Myndin er af tónleikum hans í London fyrr í mánuðinum. Instagram Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. Nýsjálenskir ráðherrar hafa lýst yfir „vonbrigðum“ með gjörðir plötusnúðsins, sem heitir Robert Etheridge réttu nafni, en hann braut gegn reglum um einangrun og greindist síðar með ómíkronafbrigði veirunnar. Er talið að um fyrsta innanlandssmitið í Nýja-Sjálandi sé að ræða þar sem viðkomandi greinist með ómíkronafbrigðið. DJ Dimension ferðaðist frá Bretlandi til Nýja-Sjálands til að troða upp á áramótafögnuði. Segja talsmenn nýsjálenskra heilbrigðisyfirvalda að plötusnúðurinn hafi lokið tíu daga einangrun eftir komuna til landsins en sleppt því að fara í sýnatöku á síðasta degi einangrunar. Hann reyndist smitaður og hélt á veitingastaði, bari og næturklúbba í Auckland. Etheridge hefur beðist afsökunar á málinu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist einnig hafa fengið fjölda hatursskilaboða eftir að hann var nafngreindur í nýsjálenskum fjölmiðlum sem fyrsta ómíkrontilfelli landsins. View this post on Instagram A post shared by DIMENSION (@dimension) Kortleggja ferðir mannsins Chris Hipkins, ráðherra viðbrigðsmála vegna Covid-19, sagði á fréttamannafundi að gjörðir Etheridge hafi valdið vonbrigðum. Enn sé unnið að því að kortleggja ferðir mannsins og fjölda þeirra sem hann hafi verið í samskiptum við. „Varðandi ómíkron, þá erum við ekki með þetta hér, við viljum ekki fá þetta hingað og umburðarlyndi okkar hvað svona hluti varðar er mjög lítið,“ sagði Hipkins. Nýsjálendingar hafa verið með harðar sóttvarnareglur og samkomutakmarkanir í gildi allt frá upphafi faraldursins. Hafa alls 13.687 manns greinst með kórónuveiruna í landinu frá upphafi og hefur 51 dauðsfall verið rakið til Covid-19. Níutíu prósent landsmanna teljast nú fullbólusettir. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Nýsjálenskir ráðherrar hafa lýst yfir „vonbrigðum“ með gjörðir plötusnúðsins, sem heitir Robert Etheridge réttu nafni, en hann braut gegn reglum um einangrun og greindist síðar með ómíkronafbrigði veirunnar. Er talið að um fyrsta innanlandssmitið í Nýja-Sjálandi sé að ræða þar sem viðkomandi greinist með ómíkronafbrigðið. DJ Dimension ferðaðist frá Bretlandi til Nýja-Sjálands til að troða upp á áramótafögnuði. Segja talsmenn nýsjálenskra heilbrigðisyfirvalda að plötusnúðurinn hafi lokið tíu daga einangrun eftir komuna til landsins en sleppt því að fara í sýnatöku á síðasta degi einangrunar. Hann reyndist smitaður og hélt á veitingastaði, bari og næturklúbba í Auckland. Etheridge hefur beðist afsökunar á málinu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist einnig hafa fengið fjölda hatursskilaboða eftir að hann var nafngreindur í nýsjálenskum fjölmiðlum sem fyrsta ómíkrontilfelli landsins. View this post on Instagram A post shared by DIMENSION (@dimension) Kortleggja ferðir mannsins Chris Hipkins, ráðherra viðbrigðsmála vegna Covid-19, sagði á fréttamannafundi að gjörðir Etheridge hafi valdið vonbrigðum. Enn sé unnið að því að kortleggja ferðir mannsins og fjölda þeirra sem hann hafi verið í samskiptum við. „Varðandi ómíkron, þá erum við ekki með þetta hér, við viljum ekki fá þetta hingað og umburðarlyndi okkar hvað svona hluti varðar er mjög lítið,“ sagði Hipkins. Nýsjálendingar hafa verið með harðar sóttvarnareglur og samkomutakmarkanir í gildi allt frá upphafi faraldursins. Hafa alls 13.687 manns greinst með kórónuveiruna í landinu frá upphafi og hefur 51 dauðsfall verið rakið til Covid-19. Níutíu prósent landsmanna teljast nú fullbólusettir.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira