Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2021 11:24 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir hægt að treysta fyrirtækjum varðandi vinnusóttkví enda hafi þau mörg hver gripið til eigin sóttvarnaráðstafana. Það sé ekki fyrirtækjum í haga að margir starfsmenn smitist. Stöð 2/Egill Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi byglju kórónuveirufaraldursins hafa komið mun ver við starfsemi fyrirtækja en fyrri bylgjur vegna þess hversu margir væru að smitast þessar vikurnar. Þá væru gríðarlega mörg fyrirtæki að missa fólk í sóttkví. „Og reksturinn víða á tæpasta vaði hvað mönnunina varðar,“ segir Ólafur. Félag atvinnurekenda hafi því kallað eftir því að reglur um einangrun og sóttkví verði endurskoðaðar í ljósi tveggja þátta sem væru öðru vísi en fyrr í faraldrinum. „Annars vegar virðist þetta ómíkron afbrigði vera mun vægara og í öðru lagi er bólusetningarstaðan allt önnur.“ Fólk með lítil eða engin einkenni væri skikkað í tíu daga sóttkví nánast án undantekninga því erfitt væri vegna mikils álags fyrir fólk að ná sambandi við göngudeildina. Þau fyrirtæki sem ekki geti sent fólk í heimavinnu væru í mestum vanda. Dæmi væru um að fyrirtæki hafi ekki komið vörum til viðskiptavina vegna sóttkvíar starfsmanna. „Í framleiðslu, með stór vöruhús, öflug dreifingarkerfi og svo framvegis,“ segir Ólafur. Það mætti treysta fyrirtækjunum sjálfum til að vakta stöðuna því þau hafi mörg hver sjálf gripið til mjög öflugra sóttvarnaráðstafana með uppskiptingu vakta og hólfaskiptingum starfsmana. Það mætti því víkka svo kallaða vinnusóttkví eins og nefnt hafi verið af talsmönnum Almannavarna. „Það auðvitað átta sig allir á afleiðingunum fyrir sinn rekstur ef það kemur upp útbreitt smit. Eða ef mjög margir hafa verið í snertingu við einhvern smitaðan og þurfa þess vegna að fara í sóttkví. Það er óhætt að segja að menn hafi verið ábyrgir og hugmyndaríkir í að útfæra kerfi sem lágmarka áhrifin á fyrirtækin. Þegar þetta er orðið svona gríðarlega útbreitt verður það æ erfiðara,“ segir Ólafur Stephensen. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. 30. desember 2021 10:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi byglju kórónuveirufaraldursins hafa komið mun ver við starfsemi fyrirtækja en fyrri bylgjur vegna þess hversu margir væru að smitast þessar vikurnar. Þá væru gríðarlega mörg fyrirtæki að missa fólk í sóttkví. „Og reksturinn víða á tæpasta vaði hvað mönnunina varðar,“ segir Ólafur. Félag atvinnurekenda hafi því kallað eftir því að reglur um einangrun og sóttkví verði endurskoðaðar í ljósi tveggja þátta sem væru öðru vísi en fyrr í faraldrinum. „Annars vegar virðist þetta ómíkron afbrigði vera mun vægara og í öðru lagi er bólusetningarstaðan allt önnur.“ Fólk með lítil eða engin einkenni væri skikkað í tíu daga sóttkví nánast án undantekninga því erfitt væri vegna mikils álags fyrir fólk að ná sambandi við göngudeildina. Þau fyrirtæki sem ekki geti sent fólk í heimavinnu væru í mestum vanda. Dæmi væru um að fyrirtæki hafi ekki komið vörum til viðskiptavina vegna sóttkvíar starfsmanna. „Í framleiðslu, með stór vöruhús, öflug dreifingarkerfi og svo framvegis,“ segir Ólafur. Það mætti treysta fyrirtækjunum sjálfum til að vakta stöðuna því þau hafi mörg hver sjálf gripið til mjög öflugra sóttvarnaráðstafana með uppskiptingu vakta og hólfaskiptingum starfsmana. Það mætti því víkka svo kallaða vinnusóttkví eins og nefnt hafi verið af talsmönnum Almannavarna. „Það auðvitað átta sig allir á afleiðingunum fyrir sinn rekstur ef það kemur upp útbreitt smit. Eða ef mjög margir hafa verið í snertingu við einhvern smitaðan og þurfa þess vegna að fara í sóttkví. Það er óhætt að segja að menn hafi verið ábyrgir og hugmyndaríkir í að útfæra kerfi sem lágmarka áhrifin á fyrirtækin. Þegar þetta er orðið svona gríðarlega útbreitt verður það æ erfiðara,“ segir Ólafur Stephensen.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40 Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. 30. desember 2021 10:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
838 greindust innanlands 838 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. 30. desember 2021 10:40
Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. 30. desember 2021 10:09