Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum Eyjólfur Ármannsson skrifar 31. desember 2021 10:01 Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn. Einkenni ríkisstjórnarsamstarfs sömu flokka á síðasta kjörtímabili voru sífelldar tafir á þörfum umbótum, engin viðleitni til að taka á vaxandi rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins, forgangsröðun ríkisfjármála í þágu útvalinna á kostnað fólksins og síendurteknir frasar um eigið ágæti. Nýsamþykkt fjárlög bera þess merki að ríkisstjórnin muni halda sig við sömu áherslur á komandi árum. Ríkisstjórnin ætlar með fjárlögunum að sitja hjá á þessum mikilvægu tímum. Aðrir eiga að leiða. Hagkerfið á að vaxa út úr vandanum án stefnumörkunar frá stjórnvöldum. Ríkisstjórnin ætlar að treysta á lukkuna. Ísland var heppið eftir Hrun þegar erlendir ferðamenn fóru að koma til landsins til að njóta einstakrar náttúrufegurðar landsins. Öryrkjar og eldra fólk ná ekki endum saman. Ungt fólk kemst ekki inn á húsnæðismarkað án aðstoðar foreldra. Á meðan stéttaskipting eykst og brátt verða í landinu tvær þjóðir, eigendur og leigjendur. Við getum varla státað okkur af því að búa í norrænu velferðarsamfélagi þegar þúsundir bíða í röðum eftir matarúthlutunum. Staðan í ríkisfjármálum Fagnaðarefni er hversu vel hefur gengið að vinna upp þann mikla samdrátt sem heimsfaraldurinn Covid-19 olli. Halli í ríkisrekstri verður minni í ár en gert var ráð fyrir og atvinnuleysi hefur minnkað. Tekjur ríkissjóðs eru 63 milljörðum krónum hærri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Samstaða var á Alþingi um mikilvægar efnahagsaðgerðir, eins og fjárfestingaátak í vegakerfinu, skattaívilnanir vegna átaksins „Allir vinna“ og atvinnusköpun í gegnum verkefnið „Hefjum störf“. Þessar aðgerðir, ásamt fjölgun ferðamanna og loðnuvertíð höfðu jákvæð áhrif á atvinnustig, gengisstyrk og hagvöxt. Svigrúm er til úrbóta handa samfélagshópum sem ekki hafa fengið viðeigandi stuðning stjórnvalda í gegnum heimsfaraldurinn. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa orðið fyrir miklum neikvæðum áhrifum, bæði andlegum og fjárhagslegum. Margir hafa þurft að einangra sig vegna undirliggjandi sjúkdóma og vegna sóttvarnarráðstafana hefur ýmiss þjónusta raskast. Þá hefur verðbólga aukist til muna undanfarið og bitnar það verst á þeim sem hafa lágar tekjur. Á næsta ári er spáð 5,3% hagvexti og halli ríkissjóðs dregst verulega saman. Ýmsir þættir valda áhyggjum. Þar ber helst að nefna vaxandi verðbólgu. Hagstofan spáir 3,3% verðbólgu á næsta ári. Verðbólgan mælist 4,8% og hefur mælst yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá því að Covid-19 barst til landsins. Ísland er ekki einsdæmi hvað þetta varðar. Verðbólga mælist 6,8% í Bandaríkjunum og 4,9% á Evrusvæðinu. Heimsfaraldurinn Covid-19 hefur valdið röskun á framleiðslukeðjum og vöruskortur hefur í kjölfarið leitt til verðhækkana. Hið opinbera er farið að finna fyrir skaðlegum áhrifum verðbólgu. Í frumvarpi til fjáraukalaga kom fram að skuldir ríkissjóðs hafi aukist um 15,6 milljarða króna á árinu vegna verðbóta. Þetta hefur leitt til aukinna vaxtagjalda ríkissjóðs og hækkunar á fjárheimildum. Omicron afbrigði Covid-19 er í vexti og mikil fjölgun smita. Frekari bylgjur heimsfaraldursins munu hafa neikvæð áhrif á hagkerfið og ríkisfjármál auk þess sem þær ógna lífi og heilsu fólks. Eingreiðsla til öryrkja – en ekki til ellilífeyrisþega Fagna ber því að samstaða náðist um eingreiðslu til öryrkja í desember, 53.100 krónur, skatta og skerðingarlaust, líkt og í fyrra. Forsendurnar eru þær sömu og þá. Marga munar svo sannarlega um þessa viðbót. Ríkisstjórnin var svo gott sem búin að þvertaka fyrir að greiða uppbótina en eftir mikla baráttu Flokks fólksins, stjórnarandstöðuflokka og ákall þúsunda öryrkja var sigur í höfn. Fjöldi ellilífeyrisþega lifir undir fátæktarmörkum og á erfitt með að ná endum saman, sérstaklega um jólin. Rétt hefði því verið að sama uppbót, 53.100 kr. yrði greidd til þess hóps ellilífeyrisþega sem minnstar tekjur hafa. Margir öryrkjar eru í þessum hópi og verða verr standir við að fara af örorkubótum yfir á ellilífeyri. Ríkisstjórnarflokkarnir urðu ekki við tillögu Flokks fólks um að þrjár neðstu tekjutíundir ellilífeyrisþega fengju eingreiðslu fyrir sömu upphæð. Það var miður. Kjaragliðnun og fátækt Lífeyrir almannatrygginga hækkar ekki til samræmis við launaþróun líkt og kveðið er á um í 69. gr. laga um almannatryggingar. Röngum mælikvörðum er beitt í fjárlögum til að ákveða árlega hækkun lífeyris og uppfærsla fjárlaga heldur hvorki í við launavísitölu né kjarasamningsbundnar hækkanir lágmarkslauna. Undanfarna áratugi hefur bilið á milli launa og lífeyris aukist. Kjaragliðnunin mælist nú í tugum prósenta og nauðsynlegt er að grípa þegar í stað til aðgerða. Framfærsluviðmið almannatrygginga er hvorki lögum samkvæmt né dugar það til sómasamlegs lífsviðurværis og er orsök fátæktar. Sorglegt er að að sjá að í fjárlögum er ekki farið í raunverulegar aðgerðir fyrir öryrkja og eldra fólk – fyrir fátækasta fólkið í landinu og þá sem standa höllumst fæti i samfélaginu. Enn er fátækt fólk skattlagt – skerðingarnar eru enn til staðar. Í dag er einstaklingum sem búa við örorku og afla sér tekna refsað og hvatningin frá ríkinu – ríkisstjórninni – er að vera heima í einangrun. Ekki að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Öryrkjar búa enn við skerðingar bóta vegna tekna, hvort sem eru atvinnutekjur eða aðrar tekjur. Ekkert er gert til að heimila öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Ekkert er gert til að hvetja einstaklinga sem búa við örorku til sjálfsbjargar heldur er þeim sem það reyna refsað, þeim sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Þetta er í boði ríkisstjórnarflokks sem stærir sig af að vera flokkur einstaklingsframtaks og er óþreyttandi við að segja við þjóðina að hann sé flokkur sem berst fyrir frjálsu framtaki einstaklingins – einstaklingurinn eigi að fá að njóta sín. Sami flokkur gerir síðan ekkert til að stuðla að sjálfsbjörg þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu vegna örorku sinnar. Annar ríkisstjórnarflokkurinn stærir sig af að vera flokkur rótækrar félagshyggju og er óþreyttandi við að segja við þjóðina að hann sé sá flokkur sem berjist fyrir félagshyggju yst frá vinstri kant stjórnmálanna. Einu sinni tóku allir félagshyggjuflokkar á Íslandi þátt í baráttunni gegn fátækt og voru í liði með þeim sem höllum fæti standa í samfélaginu. Svarið sem hin nýja ríkisstjórn gefur á Alþingi er að allar úrbætur verði að bíða „heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins“, ekki sé hægt að gera neitt fyrr. Þetta er ekki rétt og frasinn orðinn að innantómu hjali á mettíma. Frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkað – ekki öryrkja Hækka á frítekjumark ellilífeyris vegna atvinnutekna um 100.000 krónur. Það er breyting til batnaðar, enda hefur frítekjumarkið staðið í stað árum saman. Flokkur fólksins hefur lengi barist fyrir því að frítekjumarkið verði afnumið. Það er hagur allra að fólk fái að vinna óháð aldri og margir vilja vera lengur á vinnumarkaði fram yfir lífeyristökualdur. Það eykur þekkingu á vinnustöðum og eflir lýðheilsu. Ríkið verður ekki fyrir fjárhagslegu tapi á því að hækka frítekjumarkið, enda skilar aukin atvinnuþáttaka eldra fólks auknum skatttekjum og stuðlar að hagvexti. Fyrir utan hin samfélagslega ávinning sem ekki verður metinn til fjár. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu munu útgjöld Tryggingarstofnunar aukast um 540 milljónir króna vegna hækkun frítekjumarksins. Þessi fjárhæð fengin með útreikningi á töpuðum skerðingum. Ekki er tekið tillit til þeirra fjármuna sem skila sér inn á tekjuhliðinni með aukinni atvinnuþátttöku aldraðra. Meiri líkur en minni eru á því að ríkissjóður hagnist á hækkun frítekjumarksins. Flokkur fólksins fagnar hækkuninni en telur að afnema eigi með skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Tekjutengingar og skerðingar vegna tekna í almannatryggingakerfinu ganga gegn grunnhugsun hins þriggja stoða lífeyriskerfisins landsins, þar sem gert er ráð fyrir virkni allra stoða. Þessar stoðir eru almanntryggingar ríkisins, skyldutrygging lífeyrisréttinda og séreignarsparnaður einstaklinga. Öryrkjar, sem eru á öllum aldri, áttu með réttu að fá sömu leiðréttingu á frítekjumarki og ellilífeyrisþegar. Frítekjumark atvinnutekna öryrkja hefur staðið óbreytt í rúman áratug. Það eru því mikil vonbrigði að ekki standi til að gæta jafnræðis í þessum efnum. Sömu rök eiga við um báða hópa. Óbreytt frítekjumark gerir það að verkum að öryrkjar eiga erfitt með að komast inn á vinnumarkað og verða auk þess fyrir grimmilegum skerðingum í kjölfarið. Ávinningurinn er lítill og áhættan er sú að örorka verði endurmetin áður en fólk hefur aðlagast vinnu að fullu. Flokkur fólksins hefur ítrekað kallað eftir viðhorfsbreytingum á þessu sviði. Við viljum að öryrkjar fái að vinna í allt að 2 ár án þess að verða fyrir skerðingum og án þess að örorkumat verði endurskoðað. Svipað fyrirkomulag var tekið upp í Svíþjóð og hefur skilað miklum árangri. Heilbrigðiskerfið Rekstrarvandi heilbrigðiskerfisins er augljós. Mannekluvandinn á Landspítalanum vex ár frá ári og starfsfólk er undir miklu álagi. Þjóðin hefur ítrekað kallað eftir því að heilbrigðiskerfið fái fjármagn til samræmis við það sem tíðkast á Norðurlöndunum, 11% af vergri landsframleiðslu. Við erum langt frá því að ná því markmiði í dag. Á komandi árum þarf að ráðast í gagngerar breytingar á þessu sviði og fjármagn þarf að fylgja. Yfir 100 manns með færni- og heilsumat bíða t.d. eftir útskrift af Landspítalanum og dvelja því í dýrasta úrræði sem völ er á. Það dugar skammt að byggja hátæknisjúkrahús, ef ekki verður ráðin bót á undirliggjandi rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins. Lágmarkskrafa er að Landspítalinn fái það fjármagn sem þarf til að halda óbreyttu þjónustustigi. Þótt fjárheimildir aukist á milli ára þá fara þær að mestu í umsamdar kjarabætur. Afgangurinn fer í ný verkefni, nánar tiltekið nýja farsóttardeild og rekstur nýrra hjúkrunarrýma. Landspítalinn kallaði eftir því að aðhaldskrafa á spítalann félli niður og að fjárheimild yrði aukin um 1,4 milljarða króna. Samanlagt er það um 1,8 milljarðs króna hækkun frá fjárlagafrumvarpi. Þetta er ekki lausn til langs tíma, heldur aðeins það sem þarf til að viðhalda óbreyttu þjónustustigi. Tillögur stjórnarmeirihlutans lutu að því að færa fjárheimildir á milli liða og auka rekstrarfé um 750 milljónir króna. Þarna vantar mikið upp á til að mæta brýnni þörf. Heilbrigðiskerfið stendur ekki svo vel að hægt sé að auka fjárheimildir spítalans með því að taka fé annarstaða frá, til dæmis af liðum sem eiga að standa undir lyfjakostnaði. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sendu ákall því fjárheimildir fjárlagafrumvarpsins duga ekki til að viðhalda óbreyttum rekstri. Flokkur fólksins og stjórnarandstöðuflokkar lögð til að fella niður aðhaldskröfur á Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri og að framlög yrði aukin til samræmis við raunvöxt í heilbrigðiskerfinu. Þessar tillögur náðu ekki fram að ganga. Húsnæðismál Húsnæðisverð hefur hækkað víða um heim og þar er Ísland engin undantekning. Það hefur mjög skaðleg áhrif á samfélagið þegar húsnæðisverð hækkar jafn mikið á svo skömmum tíma og raun ber vitni. Tekjuháir og eignafólks auðgast en erfiðara verður fyrir tekjulága og millitekjufólk að komast inn á húsnæðismarkað. Ungt fólk í þessum hópum getur ekki keypt sér íbúð án þess að njóta aðstoðar frá foreldrum. Þá hækka íbúðir svo hratt í verði að reglulegur sparnaður dugar ekki fyrir aukningunni. Á undanförnum árum hefur framboð á húsnæði ekki haldið í við eftirspurn. Vegna þessa og annarra þátta hefur húsnæðisverð hækkað gríðarlega, eða í veldisvexti. Húsnæðisverð er stærsti liðurinn sem drífur áfram verðbólguna í dag. Verðbólgan hefur tekið við sér með tilheyrandi áhrifum á greiðslubyrði heimilanna. Þetta þarf að stöðva. Sífellt erfiðara er fyrir ungt fólk að komast inn á húsnæðismarkað og slegist er um hverja íbúð. Um 40% íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru seldar yfir ásettu verði og meðalsölutími íbúða hefur aldrei mælst styttri. Við verðum að auka framboð á húsnæði til að stemma stigu við þessari þróun. Flokkur fólksins og stjórnarandstöðuflokkar lögðu til tvöföldun á stofnframlagi ríkisins vegna almennra íbúða eða um 3,5 milljarða króna, sem því miður varð ekki af. Þetta var hugsað til að auka framboð á ódýru húsnæði fyrir lágtekju- og millitekjufólk. Aukið framboð ætti að leiða til lægra verðs, í það minnsta draga úr hækkunum. Nýtum tekjustofna ríkissjóðs Á síðasta kjörtímabili ákvað ríkisstjórnin að lækka bankaskatt og veiðigjöld. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa breytinga er verulegt. Grundvallaratriði er að þeir sem nýta auðlindir þjóðarinnar í eigin þágu greiði fullt verð fyrir afnotin. Veiðigjöldin eru varla dropi í hafið hjá útgerðinni, enda er eigið fé fyrirtækja í sjávarútvegi 333 milljarðar króna á meðan veiðigjöldin skila ríkissjóði aðeins 7 milljörðum króna. Árið 2018 skiluðu veiðigjöldin ríkissjóði 11,5 milljörðum og í raun hefði mátt rukka meira. Þetta er ekki forgangsröðun fjármuna í þágu fólksins. Ríkið verður af rúmlega 10 milljörðum króna ár hvert vegna þess að bankarnir og útgerðin vildu lægri skatta. Ríkisstjórnarflokkarnir urðu við þessum vilja. Flokkur fólksins og aðrir stjórnarandstöðuflokkar lögðu til að tekjur ríkissjóðs yrðu auknar um 4 milljarða króna með hækkuðu veiðigjaldi. Einnig var lagt til að breytingar verði gerðar á reiknuðu endurgjaldi til að koma í veg fyrir að greiddur sé fjármagnstekjuskattur af launatekjum. Það myndi auka skatttekjur ríkissjóðs um 6 milljarða króna. Flokkur fólksins lagði einn til að lækkun bankaskattsins verði dregin til baka og aukast þá tekjur ríkissjóðs um 6 milljarði króna. Lækkun bankaskatts rýrði tekjur ríkissjóðs um 6 milljarða króna á ársgrundvelli. Þessi lækkun átti að leiða til betri vaxtakjara, en raunin er önnur. Bankarnir voru furðu lengi að bregðast við stýrivaxtalækkunum Seðlabankans, en brugðust við eins og keppendur í hraðaspurningum Gettu Betur þegar stýrivextirnir hækkuðu. Lækkun bankaskattsins gerði ekkert nema að hækka hlutabréfaverð bankanna og rýra tekjur ríkissjóðs. Forsendur fyrir lækkun hans voru ekki til staðar. Ríkið, eigandi Landsbanka og Íslandsbanka, virðist ekki hafa neina eigendastefnu þegar kemur að samkeppni á bankamarkaði. Að halda því fram að hærri bankaskattur leiði einungis til hærri vaxta er að halda því fram að samkeppni á íslenskum bankamarkaði sé enginn og að íslenska ríkið, eigandi tveggja af þrem stærstu bönkum landsins, hafi engin áhrif á íslenskum bankamarkaði. Stefnuleysi eigandans er algert. Sala á Íslandsbanka og heimild til sölu á hlutafé í Landsbanka Í fjárlögum er heimild til að selja allt hlutafé ríkissjóðs í Íslandsbanka. Í júní síðastliðnum seldi ríkið 35% hlutafjár í bankanum og hver einasti kaupandi græddi rúm 20% á einni nóttu. Verðið hefur nú hækkað um 60% og má því öllum vera ljóst hvers konar brunaútsala átti sér stað. Í fjárlögum er einnig heimild til sölu á 30% hlutafjár ríkisins í Landsbankanum. Hér er um stórmál að ræða. Íslendingar vita hve mikilvægt eignarhald á stærstu bönkum samfélagsins er. Við lærðum þá lexíu í Hruninu í október 2008. Flokkur fólksins vildi að Alþingi tæki afstöðu til þessara áforma með beinni hætti en bara sem heimild í fjárlögum og að greidd yrðu atkvæði um það hvort veita ætti fjármálaráðherra heimild til til að selja þessar mikilvægu og verðmætu eignir þjóðarinnar. Flokkur fólksins lagði því til að heimildir í 6. gr. frumvarpsins til sölu á hlutafé ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbanka félli brott. Atkvæðagreiðsla í þinginu um þessar mikilvægu heimildir eru mikil vonbrigði. Niðurstöður atkvæðagreiðslnanna um heimild til að selja Íslandsbanka má lesa á hérog um heimild til að selja Landsbankann hér. Alþingi verður að koma að sölu bankanna með beinum og afgerandi hætti til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar og samfélagsins þegar kemur að ákveða eignarhald á þessum mikilvægu stofnunum samfélagsins. Sala þarf að hafa skýr markmið er lúta að endurskipulagningu á lokuðum og litlum bankamarkaði á Íslandi þar sem samkeppni er lítil sem engin. Þar skipta einnig markmið og gæði nýrra eigenda til lengri tíma meira máli en einskiptisgreiðsla við sölu. Sýnt hefur verið fram á að bankarnir eru baggi á samfélaginu. Um það má lesa t.d. í blaðagreinum hérog hér. Á fyrri hluta þessa árs sem nú er að líða var samanlagður hagnaður bankanna 37 milljarðar króna. Ef síðari hluti ársins er þeim jafn gjöfull verður árshagnaður þeirra 74 milljarðar. Þetta er hagnaður í kreppuástandi í heiminum og hagnaður sem almenningur greiðir fyrir. Ástæða er að setja hann í samhengi. Vaxtastig bankanna er of hátt og ekki eðlilegt þegar hagnaður bankanna jafngildir því að hver einasti einstaklingur í 360.000 manna samfélagi leggi þeim til 200.000 krónur. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu er það 800.000 krónur. Vextir Seðlabanka Íslands hafa verið í sögulegu lágmarki og sambærilegir og í öðrum löndum. Þeir hafa ekki skilað sér til neytenda nema að litlu leyti. Þar munaði 230% á því sem vextir bankanna hefðu átt að vera og því sem þeir voru í raun, þegar meginvextir Seðlabankans voru lægstir. Þrátt fyrir að skulda neytendum þessa lækkun, hækkuðu þeir vextina um leið og Seðlabankinn hækkaði sína. Hlutverk stjórnvalda er að sjá til þess að vaxtaákvarðanir Seðlabankans skili sér til neytenda. Þar er aðgerðarleysið æpandi. Ríkisstjórnin er einnig stefnulaus sem eigandi bankanna. Afleiðingin er engin samkeppni og sjálftaka í hagnaði. Sama sagan er þegar kemur að sölu bankanna þrátt fyrir söluheimild frá Alþingi. Þar stefnuleysið algert. Selja á bankanna, en til hvers? Stjórnvöld hafa ekki sett sér nein markmið þegar kemur að sölu og einkavæðingu bankanna, annað en að selja þá til einkaaðila. Dettur einhverjum í hug að skyndilega hefjist samkeppni á íslenskum bankamarkaði með sölu bankanna? Auðvitað ekki. Lærdómurinn af síðustu einkavæðingu bankanna og Hruninu 2008 virðist enginn. Útlit er fyrir að næsta einkavæðing bankanna hafi í för með sér enn eina græðgisvæðingu íslensks samfélags með tilheyrandi aðli og sjálftökufyrirtækjum. Íslendingar þekkja þá sögu. Ég óska landsmönnum gleðilegs nýs ár og farsældar á komandi ári. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn. Einkenni ríkisstjórnarsamstarfs sömu flokka á síðasta kjörtímabili voru sífelldar tafir á þörfum umbótum, engin viðleitni til að taka á vaxandi rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins, forgangsröðun ríkisfjármála í þágu útvalinna á kostnað fólksins og síendurteknir frasar um eigið ágæti. Nýsamþykkt fjárlög bera þess merki að ríkisstjórnin muni halda sig við sömu áherslur á komandi árum. Ríkisstjórnin ætlar með fjárlögunum að sitja hjá á þessum mikilvægu tímum. Aðrir eiga að leiða. Hagkerfið á að vaxa út úr vandanum án stefnumörkunar frá stjórnvöldum. Ríkisstjórnin ætlar að treysta á lukkuna. Ísland var heppið eftir Hrun þegar erlendir ferðamenn fóru að koma til landsins til að njóta einstakrar náttúrufegurðar landsins. Öryrkjar og eldra fólk ná ekki endum saman. Ungt fólk kemst ekki inn á húsnæðismarkað án aðstoðar foreldra. Á meðan stéttaskipting eykst og brátt verða í landinu tvær þjóðir, eigendur og leigjendur. Við getum varla státað okkur af því að búa í norrænu velferðarsamfélagi þegar þúsundir bíða í röðum eftir matarúthlutunum. Staðan í ríkisfjármálum Fagnaðarefni er hversu vel hefur gengið að vinna upp þann mikla samdrátt sem heimsfaraldurinn Covid-19 olli. Halli í ríkisrekstri verður minni í ár en gert var ráð fyrir og atvinnuleysi hefur minnkað. Tekjur ríkissjóðs eru 63 milljörðum krónum hærri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Samstaða var á Alþingi um mikilvægar efnahagsaðgerðir, eins og fjárfestingaátak í vegakerfinu, skattaívilnanir vegna átaksins „Allir vinna“ og atvinnusköpun í gegnum verkefnið „Hefjum störf“. Þessar aðgerðir, ásamt fjölgun ferðamanna og loðnuvertíð höfðu jákvæð áhrif á atvinnustig, gengisstyrk og hagvöxt. Svigrúm er til úrbóta handa samfélagshópum sem ekki hafa fengið viðeigandi stuðning stjórnvalda í gegnum heimsfaraldurinn. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa orðið fyrir miklum neikvæðum áhrifum, bæði andlegum og fjárhagslegum. Margir hafa þurft að einangra sig vegna undirliggjandi sjúkdóma og vegna sóttvarnarráðstafana hefur ýmiss þjónusta raskast. Þá hefur verðbólga aukist til muna undanfarið og bitnar það verst á þeim sem hafa lágar tekjur. Á næsta ári er spáð 5,3% hagvexti og halli ríkissjóðs dregst verulega saman. Ýmsir þættir valda áhyggjum. Þar ber helst að nefna vaxandi verðbólgu. Hagstofan spáir 3,3% verðbólgu á næsta ári. Verðbólgan mælist 4,8% og hefur mælst yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá því að Covid-19 barst til landsins. Ísland er ekki einsdæmi hvað þetta varðar. Verðbólga mælist 6,8% í Bandaríkjunum og 4,9% á Evrusvæðinu. Heimsfaraldurinn Covid-19 hefur valdið röskun á framleiðslukeðjum og vöruskortur hefur í kjölfarið leitt til verðhækkana. Hið opinbera er farið að finna fyrir skaðlegum áhrifum verðbólgu. Í frumvarpi til fjáraukalaga kom fram að skuldir ríkissjóðs hafi aukist um 15,6 milljarða króna á árinu vegna verðbóta. Þetta hefur leitt til aukinna vaxtagjalda ríkissjóðs og hækkunar á fjárheimildum. Omicron afbrigði Covid-19 er í vexti og mikil fjölgun smita. Frekari bylgjur heimsfaraldursins munu hafa neikvæð áhrif á hagkerfið og ríkisfjármál auk þess sem þær ógna lífi og heilsu fólks. Eingreiðsla til öryrkja – en ekki til ellilífeyrisþega Fagna ber því að samstaða náðist um eingreiðslu til öryrkja í desember, 53.100 krónur, skatta og skerðingarlaust, líkt og í fyrra. Forsendurnar eru þær sömu og þá. Marga munar svo sannarlega um þessa viðbót. Ríkisstjórnin var svo gott sem búin að þvertaka fyrir að greiða uppbótina en eftir mikla baráttu Flokks fólksins, stjórnarandstöðuflokka og ákall þúsunda öryrkja var sigur í höfn. Fjöldi ellilífeyrisþega lifir undir fátæktarmörkum og á erfitt með að ná endum saman, sérstaklega um jólin. Rétt hefði því verið að sama uppbót, 53.100 kr. yrði greidd til þess hóps ellilífeyrisþega sem minnstar tekjur hafa. Margir öryrkjar eru í þessum hópi og verða verr standir við að fara af örorkubótum yfir á ellilífeyri. Ríkisstjórnarflokkarnir urðu ekki við tillögu Flokks fólks um að þrjár neðstu tekjutíundir ellilífeyrisþega fengju eingreiðslu fyrir sömu upphæð. Það var miður. Kjaragliðnun og fátækt Lífeyrir almannatrygginga hækkar ekki til samræmis við launaþróun líkt og kveðið er á um í 69. gr. laga um almannatryggingar. Röngum mælikvörðum er beitt í fjárlögum til að ákveða árlega hækkun lífeyris og uppfærsla fjárlaga heldur hvorki í við launavísitölu né kjarasamningsbundnar hækkanir lágmarkslauna. Undanfarna áratugi hefur bilið á milli launa og lífeyris aukist. Kjaragliðnunin mælist nú í tugum prósenta og nauðsynlegt er að grípa þegar í stað til aðgerða. Framfærsluviðmið almannatrygginga er hvorki lögum samkvæmt né dugar það til sómasamlegs lífsviðurværis og er orsök fátæktar. Sorglegt er að að sjá að í fjárlögum er ekki farið í raunverulegar aðgerðir fyrir öryrkja og eldra fólk – fyrir fátækasta fólkið í landinu og þá sem standa höllumst fæti i samfélaginu. Enn er fátækt fólk skattlagt – skerðingarnar eru enn til staðar. Í dag er einstaklingum sem búa við örorku og afla sér tekna refsað og hvatningin frá ríkinu – ríkisstjórninni – er að vera heima í einangrun. Ekki að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Öryrkjar búa enn við skerðingar bóta vegna tekna, hvort sem eru atvinnutekjur eða aðrar tekjur. Ekkert er gert til að heimila öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Ekkert er gert til að hvetja einstaklinga sem búa við örorku til sjálfsbjargar heldur er þeim sem það reyna refsað, þeim sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Þetta er í boði ríkisstjórnarflokks sem stærir sig af að vera flokkur einstaklingsframtaks og er óþreyttandi við að segja við þjóðina að hann sé flokkur sem berst fyrir frjálsu framtaki einstaklingins – einstaklingurinn eigi að fá að njóta sín. Sami flokkur gerir síðan ekkert til að stuðla að sjálfsbjörg þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu vegna örorku sinnar. Annar ríkisstjórnarflokkurinn stærir sig af að vera flokkur rótækrar félagshyggju og er óþreyttandi við að segja við þjóðina að hann sé sá flokkur sem berjist fyrir félagshyggju yst frá vinstri kant stjórnmálanna. Einu sinni tóku allir félagshyggjuflokkar á Íslandi þátt í baráttunni gegn fátækt og voru í liði með þeim sem höllum fæti standa í samfélaginu. Svarið sem hin nýja ríkisstjórn gefur á Alþingi er að allar úrbætur verði að bíða „heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins“, ekki sé hægt að gera neitt fyrr. Þetta er ekki rétt og frasinn orðinn að innantómu hjali á mettíma. Frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkað – ekki öryrkja Hækka á frítekjumark ellilífeyris vegna atvinnutekna um 100.000 krónur. Það er breyting til batnaðar, enda hefur frítekjumarkið staðið í stað árum saman. Flokkur fólksins hefur lengi barist fyrir því að frítekjumarkið verði afnumið. Það er hagur allra að fólk fái að vinna óháð aldri og margir vilja vera lengur á vinnumarkaði fram yfir lífeyristökualdur. Það eykur þekkingu á vinnustöðum og eflir lýðheilsu. Ríkið verður ekki fyrir fjárhagslegu tapi á því að hækka frítekjumarkið, enda skilar aukin atvinnuþáttaka eldra fólks auknum skatttekjum og stuðlar að hagvexti. Fyrir utan hin samfélagslega ávinning sem ekki verður metinn til fjár. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu munu útgjöld Tryggingarstofnunar aukast um 540 milljónir króna vegna hækkun frítekjumarksins. Þessi fjárhæð fengin með útreikningi á töpuðum skerðingum. Ekki er tekið tillit til þeirra fjármuna sem skila sér inn á tekjuhliðinni með aukinni atvinnuþátttöku aldraðra. Meiri líkur en minni eru á því að ríkissjóður hagnist á hækkun frítekjumarksins. Flokkur fólksins fagnar hækkuninni en telur að afnema eigi með skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Tekjutengingar og skerðingar vegna tekna í almannatryggingakerfinu ganga gegn grunnhugsun hins þriggja stoða lífeyriskerfisins landsins, þar sem gert er ráð fyrir virkni allra stoða. Þessar stoðir eru almanntryggingar ríkisins, skyldutrygging lífeyrisréttinda og séreignarsparnaður einstaklinga. Öryrkjar, sem eru á öllum aldri, áttu með réttu að fá sömu leiðréttingu á frítekjumarki og ellilífeyrisþegar. Frítekjumark atvinnutekna öryrkja hefur staðið óbreytt í rúman áratug. Það eru því mikil vonbrigði að ekki standi til að gæta jafnræðis í þessum efnum. Sömu rök eiga við um báða hópa. Óbreytt frítekjumark gerir það að verkum að öryrkjar eiga erfitt með að komast inn á vinnumarkað og verða auk þess fyrir grimmilegum skerðingum í kjölfarið. Ávinningurinn er lítill og áhættan er sú að örorka verði endurmetin áður en fólk hefur aðlagast vinnu að fullu. Flokkur fólksins hefur ítrekað kallað eftir viðhorfsbreytingum á þessu sviði. Við viljum að öryrkjar fái að vinna í allt að 2 ár án þess að verða fyrir skerðingum og án þess að örorkumat verði endurskoðað. Svipað fyrirkomulag var tekið upp í Svíþjóð og hefur skilað miklum árangri. Heilbrigðiskerfið Rekstrarvandi heilbrigðiskerfisins er augljós. Mannekluvandinn á Landspítalanum vex ár frá ári og starfsfólk er undir miklu álagi. Þjóðin hefur ítrekað kallað eftir því að heilbrigðiskerfið fái fjármagn til samræmis við það sem tíðkast á Norðurlöndunum, 11% af vergri landsframleiðslu. Við erum langt frá því að ná því markmiði í dag. Á komandi árum þarf að ráðast í gagngerar breytingar á þessu sviði og fjármagn þarf að fylgja. Yfir 100 manns með færni- og heilsumat bíða t.d. eftir útskrift af Landspítalanum og dvelja því í dýrasta úrræði sem völ er á. Það dugar skammt að byggja hátæknisjúkrahús, ef ekki verður ráðin bót á undirliggjandi rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins. Lágmarkskrafa er að Landspítalinn fái það fjármagn sem þarf til að halda óbreyttu þjónustustigi. Þótt fjárheimildir aukist á milli ára þá fara þær að mestu í umsamdar kjarabætur. Afgangurinn fer í ný verkefni, nánar tiltekið nýja farsóttardeild og rekstur nýrra hjúkrunarrýma. Landspítalinn kallaði eftir því að aðhaldskrafa á spítalann félli niður og að fjárheimild yrði aukin um 1,4 milljarða króna. Samanlagt er það um 1,8 milljarðs króna hækkun frá fjárlagafrumvarpi. Þetta er ekki lausn til langs tíma, heldur aðeins það sem þarf til að viðhalda óbreyttu þjónustustigi. Tillögur stjórnarmeirihlutans lutu að því að færa fjárheimildir á milli liða og auka rekstrarfé um 750 milljónir króna. Þarna vantar mikið upp á til að mæta brýnni þörf. Heilbrigðiskerfið stendur ekki svo vel að hægt sé að auka fjárheimildir spítalans með því að taka fé annarstaða frá, til dæmis af liðum sem eiga að standa undir lyfjakostnaði. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sendu ákall því fjárheimildir fjárlagafrumvarpsins duga ekki til að viðhalda óbreyttum rekstri. Flokkur fólksins og stjórnarandstöðuflokkar lögð til að fella niður aðhaldskröfur á Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri og að framlög yrði aukin til samræmis við raunvöxt í heilbrigðiskerfinu. Þessar tillögur náðu ekki fram að ganga. Húsnæðismál Húsnæðisverð hefur hækkað víða um heim og þar er Ísland engin undantekning. Það hefur mjög skaðleg áhrif á samfélagið þegar húsnæðisverð hækkar jafn mikið á svo skömmum tíma og raun ber vitni. Tekjuháir og eignafólks auðgast en erfiðara verður fyrir tekjulága og millitekjufólk að komast inn á húsnæðismarkað. Ungt fólk í þessum hópum getur ekki keypt sér íbúð án þess að njóta aðstoðar frá foreldrum. Þá hækka íbúðir svo hratt í verði að reglulegur sparnaður dugar ekki fyrir aukningunni. Á undanförnum árum hefur framboð á húsnæði ekki haldið í við eftirspurn. Vegna þessa og annarra þátta hefur húsnæðisverð hækkað gríðarlega, eða í veldisvexti. Húsnæðisverð er stærsti liðurinn sem drífur áfram verðbólguna í dag. Verðbólgan hefur tekið við sér með tilheyrandi áhrifum á greiðslubyrði heimilanna. Þetta þarf að stöðva. Sífellt erfiðara er fyrir ungt fólk að komast inn á húsnæðismarkað og slegist er um hverja íbúð. Um 40% íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru seldar yfir ásettu verði og meðalsölutími íbúða hefur aldrei mælst styttri. Við verðum að auka framboð á húsnæði til að stemma stigu við þessari þróun. Flokkur fólksins og stjórnarandstöðuflokkar lögðu til tvöföldun á stofnframlagi ríkisins vegna almennra íbúða eða um 3,5 milljarða króna, sem því miður varð ekki af. Þetta var hugsað til að auka framboð á ódýru húsnæði fyrir lágtekju- og millitekjufólk. Aukið framboð ætti að leiða til lægra verðs, í það minnsta draga úr hækkunum. Nýtum tekjustofna ríkissjóðs Á síðasta kjörtímabili ákvað ríkisstjórnin að lækka bankaskatt og veiðigjöld. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa breytinga er verulegt. Grundvallaratriði er að þeir sem nýta auðlindir þjóðarinnar í eigin þágu greiði fullt verð fyrir afnotin. Veiðigjöldin eru varla dropi í hafið hjá útgerðinni, enda er eigið fé fyrirtækja í sjávarútvegi 333 milljarðar króna á meðan veiðigjöldin skila ríkissjóði aðeins 7 milljörðum króna. Árið 2018 skiluðu veiðigjöldin ríkissjóði 11,5 milljörðum og í raun hefði mátt rukka meira. Þetta er ekki forgangsröðun fjármuna í þágu fólksins. Ríkið verður af rúmlega 10 milljörðum króna ár hvert vegna þess að bankarnir og útgerðin vildu lægri skatta. Ríkisstjórnarflokkarnir urðu við þessum vilja. Flokkur fólksins og aðrir stjórnarandstöðuflokkar lögðu til að tekjur ríkissjóðs yrðu auknar um 4 milljarða króna með hækkuðu veiðigjaldi. Einnig var lagt til að breytingar verði gerðar á reiknuðu endurgjaldi til að koma í veg fyrir að greiddur sé fjármagnstekjuskattur af launatekjum. Það myndi auka skatttekjur ríkissjóðs um 6 milljarða króna. Flokkur fólksins lagði einn til að lækkun bankaskattsins verði dregin til baka og aukast þá tekjur ríkissjóðs um 6 milljarði króna. Lækkun bankaskatts rýrði tekjur ríkissjóðs um 6 milljarða króna á ársgrundvelli. Þessi lækkun átti að leiða til betri vaxtakjara, en raunin er önnur. Bankarnir voru furðu lengi að bregðast við stýrivaxtalækkunum Seðlabankans, en brugðust við eins og keppendur í hraðaspurningum Gettu Betur þegar stýrivextirnir hækkuðu. Lækkun bankaskattsins gerði ekkert nema að hækka hlutabréfaverð bankanna og rýra tekjur ríkissjóðs. Forsendur fyrir lækkun hans voru ekki til staðar. Ríkið, eigandi Landsbanka og Íslandsbanka, virðist ekki hafa neina eigendastefnu þegar kemur að samkeppni á bankamarkaði. Að halda því fram að hærri bankaskattur leiði einungis til hærri vaxta er að halda því fram að samkeppni á íslenskum bankamarkaði sé enginn og að íslenska ríkið, eigandi tveggja af þrem stærstu bönkum landsins, hafi engin áhrif á íslenskum bankamarkaði. Stefnuleysi eigandans er algert. Sala á Íslandsbanka og heimild til sölu á hlutafé í Landsbanka Í fjárlögum er heimild til að selja allt hlutafé ríkissjóðs í Íslandsbanka. Í júní síðastliðnum seldi ríkið 35% hlutafjár í bankanum og hver einasti kaupandi græddi rúm 20% á einni nóttu. Verðið hefur nú hækkað um 60% og má því öllum vera ljóst hvers konar brunaútsala átti sér stað. Í fjárlögum er einnig heimild til sölu á 30% hlutafjár ríkisins í Landsbankanum. Hér er um stórmál að ræða. Íslendingar vita hve mikilvægt eignarhald á stærstu bönkum samfélagsins er. Við lærðum þá lexíu í Hruninu í október 2008. Flokkur fólksins vildi að Alþingi tæki afstöðu til þessara áforma með beinni hætti en bara sem heimild í fjárlögum og að greidd yrðu atkvæði um það hvort veita ætti fjármálaráðherra heimild til til að selja þessar mikilvægu og verðmætu eignir þjóðarinnar. Flokkur fólksins lagði því til að heimildir í 6. gr. frumvarpsins til sölu á hlutafé ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbanka félli brott. Atkvæðagreiðsla í þinginu um þessar mikilvægu heimildir eru mikil vonbrigði. Niðurstöður atkvæðagreiðslnanna um heimild til að selja Íslandsbanka má lesa á hérog um heimild til að selja Landsbankann hér. Alþingi verður að koma að sölu bankanna með beinum og afgerandi hætti til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar og samfélagsins þegar kemur að ákveða eignarhald á þessum mikilvægu stofnunum samfélagsins. Sala þarf að hafa skýr markmið er lúta að endurskipulagningu á lokuðum og litlum bankamarkaði á Íslandi þar sem samkeppni er lítil sem engin. Þar skipta einnig markmið og gæði nýrra eigenda til lengri tíma meira máli en einskiptisgreiðsla við sölu. Sýnt hefur verið fram á að bankarnir eru baggi á samfélaginu. Um það má lesa t.d. í blaðagreinum hérog hér. Á fyrri hluta þessa árs sem nú er að líða var samanlagður hagnaður bankanna 37 milljarðar króna. Ef síðari hluti ársins er þeim jafn gjöfull verður árshagnaður þeirra 74 milljarðar. Þetta er hagnaður í kreppuástandi í heiminum og hagnaður sem almenningur greiðir fyrir. Ástæða er að setja hann í samhengi. Vaxtastig bankanna er of hátt og ekki eðlilegt þegar hagnaður bankanna jafngildir því að hver einasti einstaklingur í 360.000 manna samfélagi leggi þeim til 200.000 krónur. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu er það 800.000 krónur. Vextir Seðlabanka Íslands hafa verið í sögulegu lágmarki og sambærilegir og í öðrum löndum. Þeir hafa ekki skilað sér til neytenda nema að litlu leyti. Þar munaði 230% á því sem vextir bankanna hefðu átt að vera og því sem þeir voru í raun, þegar meginvextir Seðlabankans voru lægstir. Þrátt fyrir að skulda neytendum þessa lækkun, hækkuðu þeir vextina um leið og Seðlabankinn hækkaði sína. Hlutverk stjórnvalda er að sjá til þess að vaxtaákvarðanir Seðlabankans skili sér til neytenda. Þar er aðgerðarleysið æpandi. Ríkisstjórnin er einnig stefnulaus sem eigandi bankanna. Afleiðingin er engin samkeppni og sjálftaka í hagnaði. Sama sagan er þegar kemur að sölu bankanna þrátt fyrir söluheimild frá Alþingi. Þar stefnuleysið algert. Selja á bankanna, en til hvers? Stjórnvöld hafa ekki sett sér nein markmið þegar kemur að sölu og einkavæðingu bankanna, annað en að selja þá til einkaaðila. Dettur einhverjum í hug að skyndilega hefjist samkeppni á íslenskum bankamarkaði með sölu bankanna? Auðvitað ekki. Lærdómurinn af síðustu einkavæðingu bankanna og Hruninu 2008 virðist enginn. Útlit er fyrir að næsta einkavæðing bankanna hafi í för með sér enn eina græðgisvæðingu íslensks samfélags með tilheyrandi aðli og sjálftökufyrirtækjum. Íslendingar þekkja þá sögu. Ég óska landsmönnum gleðilegs nýs ár og farsældar á komandi ári. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar