Herbergjum farsóttarhúsa fjölgar um hundrað á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 20:14 Gylfi Þór er forstöðumaður farsóttarhúsanna. Vísir/Vilhelm „Það má segja að við förum á fullri ferð inn í nýja árið,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við fréttastofu. Um hundrað manns eru nú á biðlista eftir því að komast í einangrun á farsóttarhúsi, en á morgun bætast við hundrað herbergi. „Við erum búin að vera með helminginn af Hótel Natura og tökum við hinum helmingnum frá og með morgundeginum,“ segir Gylfi Þór. Þar með bætast við um hundrað herbergi sem farsóttarhúsin hafa yfir að ráða og geta hýst þeim mun fleiri Covid-smitaða í einu. Á miðvikudaginn er svo ráðgert að við bætist 80 herbergi til viðbótar. Gylfi segir að biðlistar eftir plássum séu enn langir. „Við erum búin að vera að hringja út og koma fólki fyrir, þannig að biðlistinn eftir gærdaginn taldi hundrað.“ Þegar fólk greinist með Covid-19 hér á landi fær það sendan hlekk með spurningum sem því er gert að svara, til að sjá hvort fólk geti verið í einangrun annars staðar en á farsóttarhúsi. Í kjölfarið sé hringt í þá sem telja sig ekki geta verið annars staðar, og gengið úr skugga um það. Um 250 manns dvelja nú á farsóttarhúsi og fleiri á leiðinni þangað í kvöld, þar er um að ræða fólk sem greindist í sýnatöku í dag eða í gær. Verða að forgangsraða inn Gylfi Þór segir að forgangsraða þurfi í húsin sem stendur, enda takmarkað pláss. „Við verðum að taka að okkur ferðamenn, til dæmis, sem eru á leið úr landi og hafa þar af leiðandi ekki í nein önnur hús að venda. Það sama gildir um heimilislaust fólk, jaðarhópa og fólk sem er að útskrifast af Landspítalanum og er ekki alveg treystandi til að vera heima við,“ segir Gylfi. Hann segir þó að aldrei hafi sú staða komið upp að vísa hafi þurft fólki sem þegar hafði fengið inn á farsóttarhúsi frá, í nafni forgangsröðunar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Við erum búin að vera með helminginn af Hótel Natura og tökum við hinum helmingnum frá og með morgundeginum,“ segir Gylfi Þór. Þar með bætast við um hundrað herbergi sem farsóttarhúsin hafa yfir að ráða og geta hýst þeim mun fleiri Covid-smitaða í einu. Á miðvikudaginn er svo ráðgert að við bætist 80 herbergi til viðbótar. Gylfi segir að biðlistar eftir plássum séu enn langir. „Við erum búin að vera að hringja út og koma fólki fyrir, þannig að biðlistinn eftir gærdaginn taldi hundrað.“ Þegar fólk greinist með Covid-19 hér á landi fær það sendan hlekk með spurningum sem því er gert að svara, til að sjá hvort fólk geti verið í einangrun annars staðar en á farsóttarhúsi. Í kjölfarið sé hringt í þá sem telja sig ekki geta verið annars staðar, og gengið úr skugga um það. Um 250 manns dvelja nú á farsóttarhúsi og fleiri á leiðinni þangað í kvöld, þar er um að ræða fólk sem greindist í sýnatöku í dag eða í gær. Verða að forgangsraða inn Gylfi Þór segir að forgangsraða þurfi í húsin sem stendur, enda takmarkað pláss. „Við verðum að taka að okkur ferðamenn, til dæmis, sem eru á leið úr landi og hafa þar af leiðandi ekki í nein önnur hús að venda. Það sama gildir um heimilislaust fólk, jaðarhópa og fólk sem er að útskrifast af Landspítalanum og er ekki alveg treystandi til að vera heima við,“ segir Gylfi. Hann segir þó að aldrei hafi sú staða komið upp að vísa hafi þurft fólki sem þegar hafði fengið inn á farsóttarhúsi frá, í nafni forgangsröðunar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira