Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Vésteinn Örn Pétursson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. janúar 2022 20:09 Magnús er formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík og verðandi formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. Í dag var 431 starfsmaður í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi borgarinnar fjarverandi vegna sóttkvíar eða einangrunar en þetta er 7,3 prósent starfsfólksins. Þá er viðbúið að mörg börn verði fjarverandi þegar kennsla hefst á morgun. 1.657 börn eru nú með veiruna og liggja tvö börn inni á barnadeild Landspítalans. Þá greindust 795 með veiruna innanlands í dag en rúmur helmingur var utan sóttkvíar og því ljóst að veiran er víða í samfélaginu. Magnús Þór Jónsson, verðandi formaður Kennarasambands Íslands og núverandi formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir ljóst að ástandið komi með mjög mismunandi hætti við mismunandi skóla. „Af því sem ég sá, alveg frá núll prósentum upp í 40 prósent hjá ákveðnum skólum. Það er auðvitað eitthvað sem við þurfum að horfa til,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ljóst væri að útfærsla skólahalds í skólum þar sem lítill sem engra áhrifa gætir á starfsliðið verði frábrugðin þeirri þar sem áhrifin eru meiri. Hann segir skóla þá mislangt á veg komna hvað varðar undirbúning á fjarkennslu og öðrum úrræðum sem grípa gæti þurft til ef mönnun leyfir ekki fullt skólahald. „Bara út frá tækjabúnaði og öðrum aðstæðum. Í dag var verið að undirbúa og þar hefur undirbúningurinn náttúrulega tekið mið af því hverjir voru í húsinu. Þar sem vantar marga kennara þá hefur kannski verið erfitt að undirbúa, því auðvitað eru kennarar líka lasnir af Covid og í einangrun,“ segir Magnús. „Þannig að þetta er mjög ólíkt, og ég held að það séu bara skilaboðin inn í samfélagið. Að þetta verður ólíkt og við verðum bara öll að anda ofan í maga og horfa til þess hvað hver skóli ræður við að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Sannfærður um að smitaðir finnist í kennslustofunum Skólastjóri Melaskóla segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni og geta lítið varið sig. Þrátt fyrir að stefnt sé að óbreyttu skólastarfi á morgun þá geti staðan breyst hratt. 3. janúar 2022 13:36 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Í dag var 431 starfsmaður í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi borgarinnar fjarverandi vegna sóttkvíar eða einangrunar en þetta er 7,3 prósent starfsfólksins. Þá er viðbúið að mörg börn verði fjarverandi þegar kennsla hefst á morgun. 1.657 börn eru nú með veiruna og liggja tvö börn inni á barnadeild Landspítalans. Þá greindust 795 með veiruna innanlands í dag en rúmur helmingur var utan sóttkvíar og því ljóst að veiran er víða í samfélaginu. Magnús Þór Jónsson, verðandi formaður Kennarasambands Íslands og núverandi formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir ljóst að ástandið komi með mjög mismunandi hætti við mismunandi skóla. „Af því sem ég sá, alveg frá núll prósentum upp í 40 prósent hjá ákveðnum skólum. Það er auðvitað eitthvað sem við þurfum að horfa til,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ljóst væri að útfærsla skólahalds í skólum þar sem lítill sem engra áhrifa gætir á starfsliðið verði frábrugðin þeirri þar sem áhrifin eru meiri. Hann segir skóla þá mislangt á veg komna hvað varðar undirbúning á fjarkennslu og öðrum úrræðum sem grípa gæti þurft til ef mönnun leyfir ekki fullt skólahald. „Bara út frá tækjabúnaði og öðrum aðstæðum. Í dag var verið að undirbúa og þar hefur undirbúningurinn náttúrulega tekið mið af því hverjir voru í húsinu. Þar sem vantar marga kennara þá hefur kannski verið erfitt að undirbúa, því auðvitað eru kennarar líka lasnir af Covid og í einangrun,“ segir Magnús. „Þannig að þetta er mjög ólíkt, og ég held að það séu bara skilaboðin inn í samfélagið. Að þetta verður ólíkt og við verðum bara öll að anda ofan í maga og horfa til þess hvað hver skóli ræður við að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31 Sannfærður um að smitaðir finnist í kennslustofunum Skólastjóri Melaskóla segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni og geta lítið varið sig. Þrátt fyrir að stefnt sé að óbreyttu skólastarfi á morgun þá geti staðan breyst hratt. 3. janúar 2022 13:36 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
„Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10
Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. 2. janúar 2022 20:31
Sannfærður um að smitaðir finnist í kennslustofunum Skólastjóri Melaskóla segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni og geta lítið varið sig. Þrátt fyrir að stefnt sé að óbreyttu skólastarfi á morgun þá geti staðan breyst hratt. 3. janúar 2022 13:36