Björn Ingi segir óbólusetta útlendinga „bleika fílinn í stofunni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2022 08:05 „Björn Ingi á Viljanum“ er orðinn landsfrægur fyrir framgöngu sína á upplýsingafundum. Vísir/Vilhelm „Bleiki fíllinn í stofunni“, sem ekki má tala um, er að flestir þeir sem nú veikjast alvarlega af kórónuveirunni hér á landi „eru útlendingar sem vinna hér og hafa íslenska kennitölu en gera annars lítt eða ekkert með sóttvarnaráðstafanir okkar samfélags“. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, í pistli á Viljanum. Björn Ingi, sem er orðinn frægur fyrir framgöngu sína á upplýsingafundum almannavarna, segir umrædda útlendinga neita að láta bólusetja sig og „leggja því meira á heilbrigðiskerfið okkar og eigin heilsu en ástæða væri til“. Björn Ingi segir að erlendis hafi sums staðar verið gripið til „óyndisúrræða“ til að bregðast við þessu; til að mynda útgöngubanns fyrir óbólusetta og uppsagna starfsfólks sem neitar að láta bólusetja sig, „allt vegna þess að slík ákvörðun fárra hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif fyrir samfélagið allt,“ segir í pistlinum. Umfjöllunarefni Björns Inga er annars sú ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögum sóttvarnalæknis um að fresta skólabyrjun. Segir hann um að ræða pólitíska ákvörðun um að „láta veiruna gossa“ og vona það besta í ljósi fregna af mildum veikindum af völdum ómíkron. Björn Ingi leiðir líkur að því að ráðherra og aðrir í ríkisstjórninni séu farnir að hlusta á aðra en sóttvarnalækni og nefnir þar til sögunnar Björn Zoëga, forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð og nýráðinn ráðgjafa heilbrigðisráðherra. „Það er eins gott að þetta veðmál gangi eftir, því annars er hætt við að ráðherrann og ríkisstjórnin öll sitji uppi með Svarta Pétur. Við höfum farið einna best þjóða út út faraldrinum hingað til og vitum hvers vegna. Það sýnir pólitískt þor að bregða út af þeirri leið núna í þeirri von að veiran gossi bara út um allt og þar með náist hjarðónæmi hratt. Kannski mun það ganga eftir. Vonandi verður það ekki á endanum fífldirfskan ein,“ segir Björn Ingi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, í pistli á Viljanum. Björn Ingi, sem er orðinn frægur fyrir framgöngu sína á upplýsingafundum almannavarna, segir umrædda útlendinga neita að láta bólusetja sig og „leggja því meira á heilbrigðiskerfið okkar og eigin heilsu en ástæða væri til“. Björn Ingi segir að erlendis hafi sums staðar verið gripið til „óyndisúrræða“ til að bregðast við þessu; til að mynda útgöngubanns fyrir óbólusetta og uppsagna starfsfólks sem neitar að láta bólusetja sig, „allt vegna þess að slík ákvörðun fárra hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif fyrir samfélagið allt,“ segir í pistlinum. Umfjöllunarefni Björns Inga er annars sú ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögum sóttvarnalæknis um að fresta skólabyrjun. Segir hann um að ræða pólitíska ákvörðun um að „láta veiruna gossa“ og vona það besta í ljósi fregna af mildum veikindum af völdum ómíkron. Björn Ingi leiðir líkur að því að ráðherra og aðrir í ríkisstjórninni séu farnir að hlusta á aðra en sóttvarnalækni og nefnir þar til sögunnar Björn Zoëga, forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð og nýráðinn ráðgjafa heilbrigðisráðherra. „Það er eins gott að þetta veðmál gangi eftir, því annars er hætt við að ráðherrann og ríkisstjórnin öll sitji uppi með Svarta Pétur. Við höfum farið einna best þjóða út út faraldrinum hingað til og vitum hvers vegna. Það sýnir pólitískt þor að bregða út af þeirri leið núna í þeirri von að veiran gossi bara út um allt og þar með náist hjarðónæmi hratt. Kannski mun það ganga eftir. Vonandi verður það ekki á endanum fífldirfskan ein,“ segir Björn Ingi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27