Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2022 12:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa séð neinar tillögur um sóttvarnaaðgerðir hjá þeim þingmönnum sem eru á móti þeim. Vísir Wilhelm Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 177 greindust á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst áfram við miklum fjölda landamærasmita. „Þetta eru greinileg Íslendingar sem eru að koma heim eftir að hafa eytt hátíðardögum erlendis og það er mikið af smitum í þeim hópi. við megum eiga von á því áfram. við höfum ráðlagt fólki allan tíma að geyma utanlandsferðir, það er bara engin sem hlustar á það, “ segir Þórólfur. 28 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 58 ár. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Þórólfur segir aðallega óbólusetta veikjast alvarlega. Þetta er fyrst og fremst óbólusett fólk sem fer inn á gjörgæslu og þetta er delta- afbrigðið hjá þeim sem eru á gjörgæslu. Omíkron virðist ekki valda þessum alvarlegu veikindum en þó eru sjö á spítala vegna þess,“ segir hann. Aðspurður hvort hægt væri að létta aðgerðum á þá sem eru bólusettir. Svarar Þórólfur. „Það er fyrst og fremst ákvörðun stjórnvalda. Við getum bara bent á það hverjir eru fyrst og fremst að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi. Það er greinilega óbólusett fólk sem er í þeim hópi,“ segir hann. Hann segir að um 10% þeirra sem hafa átt kost á bólusetningu hafi ekki mætt. Þórólfur hvetur fólk til að þiggja hana, „Við þurfum að ná í þetta fólk ef við viljum draga úr þessum alvarlegu veikindum inn á spítalanum og það er ástæðan fyrir aðgerðum okkar,“ segir hann. Í gær kom fram í fréttum okkar að 12 af 17 þingmönnum Sjálfstæðisflokks eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þórólfur spur á móti til hvaða aðgerða þingmenn vilji þá grípa til. „Það eru margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa þessa skoðun núna. Ég vil þá hvetja þingmenn og aðra sem hafa þessa skoðun að koma með lausn á hvernig eigi að leysa málið þegar svo margir veikjast alvarlega að spítalinn yfirfyllist. Hvað leggja þeir til þá það er það sem málið snýst um. Ég hef ekki heyrt neinar bollaleggingar eða tillögur varðandi það,“ segir hann. Núverandi sóttvarnareglugerð gildir til 8. janúar og segist Þórólfur byrjaður að undirbúa næsta minnisblað. Hann vill þó ekki að venju gefa neitt upp fyrr en ráðherra hefur séð það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 177 greindust á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst áfram við miklum fjölda landamærasmita. „Þetta eru greinileg Íslendingar sem eru að koma heim eftir að hafa eytt hátíðardögum erlendis og það er mikið af smitum í þeim hópi. við megum eiga von á því áfram. við höfum ráðlagt fólki allan tíma að geyma utanlandsferðir, það er bara engin sem hlustar á það, “ segir Þórólfur. 28 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 58 ár. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Þórólfur segir aðallega óbólusetta veikjast alvarlega. Þetta er fyrst og fremst óbólusett fólk sem fer inn á gjörgæslu og þetta er delta- afbrigðið hjá þeim sem eru á gjörgæslu. Omíkron virðist ekki valda þessum alvarlegu veikindum en þó eru sjö á spítala vegna þess,“ segir hann. Aðspurður hvort hægt væri að létta aðgerðum á þá sem eru bólusettir. Svarar Þórólfur. „Það er fyrst og fremst ákvörðun stjórnvalda. Við getum bara bent á það hverjir eru fyrst og fremst að veikjast alvarlega og eru mest íþyngjandi fyrir okkar heilbrigðiskerfi. Það er greinilega óbólusett fólk sem er í þeim hópi,“ segir hann. Hann segir að um 10% þeirra sem hafa átt kost á bólusetningu hafi ekki mætt. Þórólfur hvetur fólk til að þiggja hana, „Við þurfum að ná í þetta fólk ef við viljum draga úr þessum alvarlegu veikindum inn á spítalanum og það er ástæðan fyrir aðgerðum okkar,“ segir hann. Í gær kom fram í fréttum okkar að 12 af 17 þingmönnum Sjálfstæðisflokks eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þórólfur spur á móti til hvaða aðgerða þingmenn vilji þá grípa til. „Það eru margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa þessa skoðun núna. Ég vil þá hvetja þingmenn og aðra sem hafa þessa skoðun að koma með lausn á hvernig eigi að leysa málið þegar svo margir veikjast alvarlega að spítalinn yfirfyllist. Hvað leggja þeir til þá það er það sem málið snýst um. Ég hef ekki heyrt neinar bollaleggingar eða tillögur varðandi það,“ segir hann. Núverandi sóttvarnareglugerð gildir til 8. janúar og segist Þórólfur byrjaður að undirbúa næsta minnisblað. Hann vill þó ekki að venju gefa neitt upp fyrr en ráðherra hefur séð það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira