WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2022 16:45 Heilbrigðisstarfsmaður tekur PCR-sýni á spítala í Kolkata á Indlandi. Getty/NurPhoto Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. „Við erum að sjá fleiri og fleiri rannsóknir sem benda til að ómíkron sé að sýkja efri hluta líkamans, ólíkt hinum sem sýkja lungun og geta leitt til alvarlegrar lungnabólgu,“ sagði Abdi Mahamud, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) við fréttamenn í dag. „Þetta gætu verið góðar fréttir en fleiri rannsóknir þarf til að sanna þetta.“ Gögn WHO sýna að frá því að stökkbreytta afbrigðið var fyrst uppgötvað í nóvember hefur það dreift sér hratt um heiminn. Hefur það greinst í minnst 128 ríkjum og lagt stein í götu stjórnvalda sem bundu vonir við að geta endurreist efnahagskerfi og eðlilegt líf eftir langvarandi takmarkanir. Megi ekki lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku Á sama tíma og smittölur hafa náð nýjum hæðum hefur hlutfall þeirra sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús eða deyja af völdum Covid-19 víða mælst lægra en í fyrri bylgjum faraldursins. Ummæli Mahamud ríma við gögn frá Suður-Afríku sem var eitt af fyrstu ríkjunum til að greina ómíkron-afbrigðið. Mahamud varar hins vegar við því að lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku. Íbúar þar séu yngri en víða annars staðar sem geti haft áhrif á tíðni alvarlegra veikinda. Sömuleiðis varar Mahamud við því að hröð dreifing ómíkron geti verið ógn við heilbrigðiskerfi í ríkjum þar sem stór hluti íbúa er óbólusettur. Ekki gott að setja öll eggin í sömu körfu Mahamud segir að WHO spái því að núverandi bóluefni gegn Covid-19 veiti áfram vörn gegn sjúkrahússinnlögnum og dauðsföllum af völdum ómíkron. Bóluefnin sjálf hafi ekki verið vandamálið heldur fremur dræm bólusetning. Of snemmt sé að segja til um hvort þörf er á sérstökum bóluefnum gegn ómíkron og slík ákvörðun eigi að byggja á alþjóðlegu samstarfi en ekki vera tekin einhliða af lyfjaframleiðendum. „Þú getur farið af stað og sett öll eggin í þá körfu, og nýtt afbrigði sem er enn meira smitandi og kemst frekar fram hjá ónæmiskerfinu gæti svo mætt á sjónarsviðið.“ Besta leiðin til að draga úr áhrifum afbrigðisins sé að ná markmiði WHO um að bólusetja 70% heimsbyggðarinnar fyrir lok júlí, frekar en að bjóða þriðja og fjórða skammtinn í sumum ríkjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31. desember 2021 23:34 Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30. desember 2021 06:53 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
„Við erum að sjá fleiri og fleiri rannsóknir sem benda til að ómíkron sé að sýkja efri hluta líkamans, ólíkt hinum sem sýkja lungun og geta leitt til alvarlegrar lungnabólgu,“ sagði Abdi Mahamud, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) við fréttamenn í dag. „Þetta gætu verið góðar fréttir en fleiri rannsóknir þarf til að sanna þetta.“ Gögn WHO sýna að frá því að stökkbreytta afbrigðið var fyrst uppgötvað í nóvember hefur það dreift sér hratt um heiminn. Hefur það greinst í minnst 128 ríkjum og lagt stein í götu stjórnvalda sem bundu vonir við að geta endurreist efnahagskerfi og eðlilegt líf eftir langvarandi takmarkanir. Megi ekki lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku Á sama tíma og smittölur hafa náð nýjum hæðum hefur hlutfall þeirra sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús eða deyja af völdum Covid-19 víða mælst lægra en í fyrri bylgjum faraldursins. Ummæli Mahamud ríma við gögn frá Suður-Afríku sem var eitt af fyrstu ríkjunum til að greina ómíkron-afbrigðið. Mahamud varar hins vegar við því að lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku. Íbúar þar séu yngri en víða annars staðar sem geti haft áhrif á tíðni alvarlegra veikinda. Sömuleiðis varar Mahamud við því að hröð dreifing ómíkron geti verið ógn við heilbrigðiskerfi í ríkjum þar sem stór hluti íbúa er óbólusettur. Ekki gott að setja öll eggin í sömu körfu Mahamud segir að WHO spái því að núverandi bóluefni gegn Covid-19 veiti áfram vörn gegn sjúkrahússinnlögnum og dauðsföllum af völdum ómíkron. Bóluefnin sjálf hafi ekki verið vandamálið heldur fremur dræm bólusetning. Of snemmt sé að segja til um hvort þörf er á sérstökum bóluefnum gegn ómíkron og slík ákvörðun eigi að byggja á alþjóðlegu samstarfi en ekki vera tekin einhliða af lyfjaframleiðendum. „Þú getur farið af stað og sett öll eggin í þá körfu, og nýtt afbrigði sem er enn meira smitandi og kemst frekar fram hjá ónæmiskerfinu gæti svo mætt á sjónarsviðið.“ Besta leiðin til að draga úr áhrifum afbrigðisins sé að ná markmiði WHO um að bólusetja 70% heimsbyggðarinnar fyrir lok júlí, frekar en að bjóða þriðja og fjórða skammtinn í sumum ríkjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31. desember 2021 23:34 Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30. desember 2021 06:53 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31. desember 2021 23:34
Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30. desember 2021 06:53
Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49