Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2022 21:44 Arnar Þór Jónsson er lögmaður frjálsu félagasamtakanna Frelsi og ábyrgð. Vísir/ÞÞ Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var á vefsíðu stjórnarráðsins, segir að kæran hafi borist þann 3. janúar síðastliðinn. Með henni var þess krafist „að ráðherra leggi fyrir Lyfjastofnun að afturkalla án tafar skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefnið Comirnaty fyrir 5-11 ára börn.“ Undir kærubréfið skrifar varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson, fyrir hönd samtakanna. Kærandi, Frelsi og ábyrgð, byggði málatilbúnað sinn á ákvæði lyfjalaga sem kveður á um að Lyfjastofnun skuli afturkalla, fella niður tímabundið eða breyta markaðsleyfi lyfs ef talið er að sambandið milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins sé ekki hagstætt. Í kærunni segir að framleiðandi bóluefnisins hafi þegar staðfest að nauðsynlegt sé að þróa nýtt bóluefni við Covid-19 vegna tilkomu ómíkron-afbrigðis þess. Þórólfur Guðnason sagði í pistli á Covid.is í gær að þau bóluefni sem nú eru í notkun veiti vernd gegn ómíkron líkt og öðrum afbrigðum. Þá er því einnig haldið fram í kærunni að margir sérfræðingar telji að ekki eigi að bólusetja börn gegn Covid-19 vegna þess að lyfið sé ekki rannsakað nægilega vel. Í Pallborðinu á Vísi í fyrradag ræddu sérfræðingarnir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir og Ingileif Jónsdóttir, prófessor í læknisfræði, bólusetningu barna og tilgang hennar. Þau sammældust um að ganglegt væri að bólusetja börn til að vernda þau gegn smiti og alvarlegum veikindum. Frelsi og ábyrgð ekki aðili að leyfisveitingu Í niðurstöðum ráðuneytisins segir að samtökin Frelsi og ábyrgð hafi engra lögvarinna hagsmuna að gæta af veitingu markaðsleyfis fyrir bóluefni Pfizer. Það sé mat ráðuneytisins að samtökin geti því ekki verið aðili að stjórnsýslukæru um leyfisveitinguna. Þá er einnig tekið fram að ákvörðun um að draga ekki til baka leyfisveitingu sé ekki eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Því sé hún ekki kæranlega til ráðuneytisins með vísan til stjórnsýslulaga. Af ofangreindum ástæðum var kærunni vísað frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var á vefsíðu stjórnarráðsins, segir að kæran hafi borist þann 3. janúar síðastliðinn. Með henni var þess krafist „að ráðherra leggi fyrir Lyfjastofnun að afturkalla án tafar skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefnið Comirnaty fyrir 5-11 ára börn.“ Undir kærubréfið skrifar varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson, fyrir hönd samtakanna. Kærandi, Frelsi og ábyrgð, byggði málatilbúnað sinn á ákvæði lyfjalaga sem kveður á um að Lyfjastofnun skuli afturkalla, fella niður tímabundið eða breyta markaðsleyfi lyfs ef talið er að sambandið milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins sé ekki hagstætt. Í kærunni segir að framleiðandi bóluefnisins hafi þegar staðfest að nauðsynlegt sé að þróa nýtt bóluefni við Covid-19 vegna tilkomu ómíkron-afbrigðis þess. Þórólfur Guðnason sagði í pistli á Covid.is í gær að þau bóluefni sem nú eru í notkun veiti vernd gegn ómíkron líkt og öðrum afbrigðum. Þá er því einnig haldið fram í kærunni að margir sérfræðingar telji að ekki eigi að bólusetja börn gegn Covid-19 vegna þess að lyfið sé ekki rannsakað nægilega vel. Í Pallborðinu á Vísi í fyrradag ræddu sérfræðingarnir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir og Ingileif Jónsdóttir, prófessor í læknisfræði, bólusetningu barna og tilgang hennar. Þau sammældust um að ganglegt væri að bólusetja börn til að vernda þau gegn smiti og alvarlegum veikindum. Frelsi og ábyrgð ekki aðili að leyfisveitingu Í niðurstöðum ráðuneytisins segir að samtökin Frelsi og ábyrgð hafi engra lögvarinna hagsmuna að gæta af veitingu markaðsleyfis fyrir bóluefni Pfizer. Það sé mat ráðuneytisins að samtökin geti því ekki verið aðili að stjórnsýslukæru um leyfisveitinguna. Þá er einnig tekið fram að ákvörðun um að draga ekki til baka leyfisveitingu sé ekki eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Því sé hún ekki kæranlega til ráðuneytisins með vísan til stjórnsýslulaga. Af ofangreindum ástæðum var kærunni vísað frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira