Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 12. janúar 2022 07:00 Unnur Eggertsdóttir. Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. Unnur heldur núna til í Manhattan, New York, ásamt unnusta sínum Travis og hundinum þeirra Ellý. Fjölskyldan er að stækka á árinu og bætist lítill laumufarþegi við á næstu mánuðum. Eftir að hafa verið búsett í Los Angeles, Las Vegas, Reykjavík og New York, ver hún tímanum um þessar mundir á milli Reykjavíkur og New York. Stökkið er nýr viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Hvenær tókstu stökkið?Haustið 2014 flutti ég út til þess að fara í leiklistarnám í New York og eftir námið flutti ég til Los Angeles og Las Vegas en var svo heima á Íslandi í ár. Ég kom svo aftur hingað í haust en er með annan fótinn heima. Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Alveg síðan ég var lítil dreymdi mig um að fara í leiklistarskóla í Bandaríkjunum. New York varð fyrir valinu því skólarnir hér eru einfaldlega bestir og leikhúslífið algjör draumur fyrir nemendur. Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Ég kom heim í maí 2020, þegar við Travis vorum búin að vera í ,,lockdown” í Los Angeles í tvo mánuði. Við vorum spennt að koma til Íslands þar sem tölurnar voru miklu lægri en úti og áttum æðislegt sumar hér. Svo var ferðabannið sett á og ég mátti ekki fara aftur til Bandaríkjanna, svo greyið Travis minn tók á sig að fljúga fram og til baka í rúmlega ár og nú er komið að mér. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Ég hafði samband við fólk sem hafði lært úti og aflaði mér upplýsinga um ýmsa skóla. Ég valdi þrjá skóla sem mér leist best á og skráði mig í prufur hjá þeim. Mamma flaug út með mér í áheyrnaprufurnar sem var þvílíkur lúxus því hún gat peppað mig áður en ég fór inn og saman skoðuðum við svo borgina. „Skólinn sem ég valdi mér var með heimavist við hliðina á skólanum sem var virkilega hentugt. Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju, en þetta var einn skemmtilegasti tími ævi minnar.“ Fjárhagslega var ég heppin að hafa fengið góðan styrk frá skólanum sem dekkaði stóran hluta af skólagjöldunum og svo var það gamla góða LÍN. Ég var sem betur fer líka búin að safna hverri einustu krónu sem ég hafði unnið mer inn árunum á undan. Ég sleppti því til dæmis að fara í heimsreisu með vinkonum mínum þótt mig langaði sjúklega mikið að fara og keypti mér aldrei ný föt. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að taka stökkið? Ég mæli alltaf með að vera með góða fjárhagsáætlun. Annars er ég mikill aðdáandi þess að bara láta vaða og finna út úr smáatriðunum seinna. Ef maður fer að ofhugsa flutninga/ákvarðanir of mikið þá er hætta á að það verði of yfirþyrmandi og þá er freistandi að hætta við. Fólk sem vill flytja til New York, eða Bandaríkjana almennt, þarf fyrst og fremst að hugsa um VISA, hvort sem það er fyrir nám eða vinnu. Eitt af því frábæra við New York er að það er mikil velta á fólki svo það er tiltölulega auðvelt að finna íbúð, herbergi eða meðleigjanda. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Hvernig komstu í kynni við verkefnin sem þú ert að sinna úti? Áður en við útskrifuðumst úr náminu var okkur kennt hvernig við ættum að finna verkefni, standa okkur vel í prufum, fá umboðsmann o.fl. Það nýttist vel og eftir útskrift fékk ég nokkur verkefni og flest þeirra leiddu svo til annarra verkefna og þannig fór boltinn að rúlla. „í Covid fór svo allt í stopp og þá var ég heppin að fá leikin verkefni heima á Íslandi ásamt því að vinna í talsetningu, kennslu og ráðgjöf. Ofan á þessa nýju Covid bylgju er ég kasólétt svo ég er hvorki spennt fyrir að vera á setti né get ég sagt að það sé bilaðsleg eftirspurn eftir mér í akkúrat þessu ástandi.“ Núna er ég að snúa mér meira að ráðgjafastörfum, bæði á samfélagsmiðlum og PR almennt ásamt því að stýra Skýinu sem er skólinn okkar Hildar Kristínar. Ég er núna að vinna með borgarfulltrúa hér í New York sem er virkilega spennandi, en hann er á hraðri uppleið í New York pólitíkinni. Hvers saknarðu mest við Ísland?Fólksins! Vildi óska þess að ég gæti flutt þau öll til mín. Sakna þeirra virkilega mikið. Hvers saknarðu minnst við Ísland? Veðursins og skammdegisins. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Hvernig er veðrið?New York er ekta dæmi um stað sem er með fjórar skýrar árstíðir. Vorið og haustið eru guðdómleg en sumarið getur verið aðeins of heitt og rakt. Veturinn getur verið mjög kaldur, en hann er frekar stuttur sem gerir hann bærilegri. Sólin fær líka að skína lengi og duglega sem gerir mjög mikið fyrir geðheilsuna. Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég labba mjög mikið, yfirleitt um 7-10 km á dag. Finnst svo gaman að labba í borginni og skoða fólkið og húsin. Lestarkerfið í New York er líka æði og kemur manni ótrúlega fljótt milli staða. Persónulega myndi ég aldrei þora að keyra bíl hérna. Kemurðu oft til Íslands?Síðan ég flutti út hef ég alltaf komið heim um jólin og svo í langa heimsókn um sumarið. Covid breytti þessu auðvitað, þar sem ég flutti alveg heim í heilt ár og svo ákvað ég að vera úti núna um jólin til að vera ekki að ferðast í þessari nýju bylgju svona ólétt. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi? Húsnæði er klárlega dýrara hér en allt annað er ódýrara. Ég fæ alltaf jafn mikið sjokk þegar ég fer heim og kaupi í matinn fyrir rúmlega 15.000 kr í matvöruverslun eitthvað sem myndi kosta $50 í Trader Joes hérna úti. Það sama á við um föt og húsgögn, sem er ódýrara hér. Það er líka meira um nytjamarkaði til að versla í hérna en heima. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Á venjulegu ári, já. Bæði þegar ég var í Los Angeles og líka hér. Vonandi verður coco frænka aðeins rólegri í mars þegar ég fæði barnið mitt, þá væri svo gaman að fá fjölskylduna. Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert? Á venjulegu ári, já. Þetta er auðvitað allt í rugli núna, mikið af fólki er á Íslandi og við hin erum ekkert að hittast mikið út af faraldrinum. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Áttu þér uppáhalds stað? Central Park er alltaf í uppáhaldi, borgin er þvílíkt heppin að hafa þennan garð. Á sumrin finnst mér gaman að taka lestina niður á Coney Island og fara á ströndina, það er smá sveitt stemning en hrikalega skemmtilegt. Hvaða matsölustöðum mælir þú með? Úff svo mörgum! Beatnic (sem var áður By Chloe) er æði fyrir vegan hamborgara, Dudley’s fyrir brunch, Marta og Gramercy Tavern fyrir góða dinnera og Chelsea Bagel fyrir beyglur. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í New York?Labba um! Það er endalaust hægt að skoða og borða. Mæli með að vera góðum skóm og leyfa sér bara að týnast í borginni. Hvernig er týpískur dagur hjá þér?Þessa dagana er týpískur dagur mjög steikur út af faraldrinum og óléttunni. Við byrjum daginn á að fara í göngutúr með Ellý og svo erum við bæði að vinna að heiman sem er þægilegt. Við erum svo heppin að það er líkamsrækt í byggingunni okkar, svo það er auðvelt og öruggt að taka æfingar þar. Þegar við hittum vini þá er það bara í göngutúr úti til að reyna að koma í veg fyrir að ég fái veiruna. Þegar coco frænka var aðeins rólegri þá vorum við meira að fara út að borða, á bókasafninu og hitta vini en þessa dagana erum við í frekar mikilli búbblu. Sem betur fer er félagsskapurinn góður og Ellý mesti gleðigjafi í heimi. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Hvað er það besta við New York? Orkan í borginni - það er svo fjölbreytt fólk hérna og allir svo duglegir einhvern veginn. „Það er engin leti í New Yorkerum, þeir eru alltaf á fleygiferð og mér finnst geggjað að vera innan um þá orku.“ Hvað er það versta við New York?Það sem er verst er bara það að vera ekki innan um fjölskyldu mína dagsdaglega. Sem betur fer er þó stutt að fara og vonandi fer þessi covid vitleysa að klárast svo ég geti verið meira heima á Íslandi. Sérðu fyrir þér að flytja alfarið til Íslands? Já kannski seinna, þegar við erum komin með fleiri börn. Það er mér mikilvægt að börnin mín hafi sterka tengingu við Ísland svo ég sé allavega fyrir mér að ég muni alltaf halda áfram að eyða miklum tíma heima. Við höfum alveg rætt að flytja til Íslands seinna, en akkúrat núna líður okkur best hér. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00 Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Unnur heldur núna til í Manhattan, New York, ásamt unnusta sínum Travis og hundinum þeirra Ellý. Fjölskyldan er að stækka á árinu og bætist lítill laumufarþegi við á næstu mánuðum. Eftir að hafa verið búsett í Los Angeles, Las Vegas, Reykjavík og New York, ver hún tímanum um þessar mundir á milli Reykjavíkur og New York. Stökkið er nýr viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Hvenær tókstu stökkið?Haustið 2014 flutti ég út til þess að fara í leiklistarnám í New York og eftir námið flutti ég til Los Angeles og Las Vegas en var svo heima á Íslandi í ár. Ég kom svo aftur hingað í haust en er með annan fótinn heima. Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Alveg síðan ég var lítil dreymdi mig um að fara í leiklistarskóla í Bandaríkjunum. New York varð fyrir valinu því skólarnir hér eru einfaldlega bestir og leikhúslífið algjör draumur fyrir nemendur. Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Ég kom heim í maí 2020, þegar við Travis vorum búin að vera í ,,lockdown” í Los Angeles í tvo mánuði. Við vorum spennt að koma til Íslands þar sem tölurnar voru miklu lægri en úti og áttum æðislegt sumar hér. Svo var ferðabannið sett á og ég mátti ekki fara aftur til Bandaríkjanna, svo greyið Travis minn tók á sig að fljúga fram og til baka í rúmlega ár og nú er komið að mér. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Ég hafði samband við fólk sem hafði lært úti og aflaði mér upplýsinga um ýmsa skóla. Ég valdi þrjá skóla sem mér leist best á og skráði mig í prufur hjá þeim. Mamma flaug út með mér í áheyrnaprufurnar sem var þvílíkur lúxus því hún gat peppað mig áður en ég fór inn og saman skoðuðum við svo borgina. „Skólinn sem ég valdi mér var með heimavist við hliðina á skólanum sem var virkilega hentugt. Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju, en þetta var einn skemmtilegasti tími ævi minnar.“ Fjárhagslega var ég heppin að hafa fengið góðan styrk frá skólanum sem dekkaði stóran hluta af skólagjöldunum og svo var það gamla góða LÍN. Ég var sem betur fer líka búin að safna hverri einustu krónu sem ég hafði unnið mer inn árunum á undan. Ég sleppti því til dæmis að fara í heimsreisu með vinkonum mínum þótt mig langaði sjúklega mikið að fara og keypti mér aldrei ný föt. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að taka stökkið? Ég mæli alltaf með að vera með góða fjárhagsáætlun. Annars er ég mikill aðdáandi þess að bara láta vaða og finna út úr smáatriðunum seinna. Ef maður fer að ofhugsa flutninga/ákvarðanir of mikið þá er hætta á að það verði of yfirþyrmandi og þá er freistandi að hætta við. Fólk sem vill flytja til New York, eða Bandaríkjana almennt, þarf fyrst og fremst að hugsa um VISA, hvort sem það er fyrir nám eða vinnu. Eitt af því frábæra við New York er að það er mikil velta á fólki svo það er tiltölulega auðvelt að finna íbúð, herbergi eða meðleigjanda. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Hvernig komstu í kynni við verkefnin sem þú ert að sinna úti? Áður en við útskrifuðumst úr náminu var okkur kennt hvernig við ættum að finna verkefni, standa okkur vel í prufum, fá umboðsmann o.fl. Það nýttist vel og eftir útskrift fékk ég nokkur verkefni og flest þeirra leiddu svo til annarra verkefna og þannig fór boltinn að rúlla. „í Covid fór svo allt í stopp og þá var ég heppin að fá leikin verkefni heima á Íslandi ásamt því að vinna í talsetningu, kennslu og ráðgjöf. Ofan á þessa nýju Covid bylgju er ég kasólétt svo ég er hvorki spennt fyrir að vera á setti né get ég sagt að það sé bilaðsleg eftirspurn eftir mér í akkúrat þessu ástandi.“ Núna er ég að snúa mér meira að ráðgjafastörfum, bæði á samfélagsmiðlum og PR almennt ásamt því að stýra Skýinu sem er skólinn okkar Hildar Kristínar. Ég er núna að vinna með borgarfulltrúa hér í New York sem er virkilega spennandi, en hann er á hraðri uppleið í New York pólitíkinni. Hvers saknarðu mest við Ísland?Fólksins! Vildi óska þess að ég gæti flutt þau öll til mín. Sakna þeirra virkilega mikið. Hvers saknarðu minnst við Ísland? Veðursins og skammdegisins. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Hvernig er veðrið?New York er ekta dæmi um stað sem er með fjórar skýrar árstíðir. Vorið og haustið eru guðdómleg en sumarið getur verið aðeins of heitt og rakt. Veturinn getur verið mjög kaldur, en hann er frekar stuttur sem gerir hann bærilegri. Sólin fær líka að skína lengi og duglega sem gerir mjög mikið fyrir geðheilsuna. Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég labba mjög mikið, yfirleitt um 7-10 km á dag. Finnst svo gaman að labba í borginni og skoða fólkið og húsin. Lestarkerfið í New York er líka æði og kemur manni ótrúlega fljótt milli staða. Persónulega myndi ég aldrei þora að keyra bíl hérna. Kemurðu oft til Íslands?Síðan ég flutti út hef ég alltaf komið heim um jólin og svo í langa heimsókn um sumarið. Covid breytti þessu auðvitað, þar sem ég flutti alveg heim í heilt ár og svo ákvað ég að vera úti núna um jólin til að vera ekki að ferðast í þessari nýju bylgju svona ólétt. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi? Húsnæði er klárlega dýrara hér en allt annað er ódýrara. Ég fæ alltaf jafn mikið sjokk þegar ég fer heim og kaupi í matinn fyrir rúmlega 15.000 kr í matvöruverslun eitthvað sem myndi kosta $50 í Trader Joes hérna úti. Það sama á við um föt og húsgögn, sem er ódýrara hér. Það er líka meira um nytjamarkaði til að versla í hérna en heima. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Á venjulegu ári, já. Bæði þegar ég var í Los Angeles og líka hér. Vonandi verður coco frænka aðeins rólegri í mars þegar ég fæði barnið mitt, þá væri svo gaman að fá fjölskylduna. Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert? Á venjulegu ári, já. Þetta er auðvitað allt í rugli núna, mikið af fólki er á Íslandi og við hin erum ekkert að hittast mikið út af faraldrinum. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Áttu þér uppáhalds stað? Central Park er alltaf í uppáhaldi, borgin er þvílíkt heppin að hafa þennan garð. Á sumrin finnst mér gaman að taka lestina niður á Coney Island og fara á ströndina, það er smá sveitt stemning en hrikalega skemmtilegt. Hvaða matsölustöðum mælir þú með? Úff svo mörgum! Beatnic (sem var áður By Chloe) er æði fyrir vegan hamborgara, Dudley’s fyrir brunch, Marta og Gramercy Tavern fyrir góða dinnera og Chelsea Bagel fyrir beyglur. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í New York?Labba um! Það er endalaust hægt að skoða og borða. Mæli með að vera góðum skóm og leyfa sér bara að týnast í borginni. Hvernig er týpískur dagur hjá þér?Þessa dagana er týpískur dagur mjög steikur út af faraldrinum og óléttunni. Við byrjum daginn á að fara í göngutúr með Ellý og svo erum við bæði að vinna að heiman sem er þægilegt. Við erum svo heppin að það er líkamsrækt í byggingunni okkar, svo það er auðvelt og öruggt að taka æfingar þar. Þegar við hittum vini þá er það bara í göngutúr úti til að reyna að koma í veg fyrir að ég fái veiruna. Þegar coco frænka var aðeins rólegri þá vorum við meira að fara út að borða, á bókasafninu og hitta vini en þessa dagana erum við í frekar mikilli búbblu. Sem betur fer er félagsskapurinn góður og Ellý mesti gleðigjafi í heimi. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Hvað er það besta við New York? Orkan í borginni - það er svo fjölbreytt fólk hérna og allir svo duglegir einhvern veginn. „Það er engin leti í New Yorkerum, þeir eru alltaf á fleygiferð og mér finnst geggjað að vera innan um þá orku.“ Hvað er það versta við New York?Það sem er verst er bara það að vera ekki innan um fjölskyldu mína dagsdaglega. Sem betur fer er þó stutt að fara og vonandi fer þessi covid vitleysa að klárast svo ég geti verið meira heima á Íslandi. Sérðu fyrir þér að flytja alfarið til Íslands? Já kannski seinna, þegar við erum komin með fleiri börn. Það er mér mikilvægt að börnin mín hafi sterka tengingu við Ísland svo ég sé allavega fyrir mér að ég muni alltaf halda áfram að eyða miklum tíma heima. Við höfum alveg rætt að flytja til Íslands seinna, en akkúrat núna líður okkur best hér. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts)
Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00 Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00