„Lítum út eins og við séum ekki búnar að snerta körfubolta í mánuð“ Atli Arason skrifar 12. janúar 2022 22:43 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur Facebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar svekktur með 11 stiga tap gegn erkifjendunum í Keflavík í kvöld, 63-52. „Það er ótrúlega leiðinlegt að tapa körfuboltaleik. Enn þá verra að tapa á móti Keflavík. Við bara einmitt lítum út eins og við séum ekki búnar að snerta körfubolta í mánuð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik en Njarðvíkingar lentu illa í Covid veirunni sem frestaði bæði leikjum og æfingum hjá liðinu. „Við höfum ekki spilað körfubolta í 32 daga. Sóknarlega vorum við algjörlega hræðilegar á köflum. Við fáum smá spark og þá sérstaklega með Kamillu og Láru sem komu af bekknum í fyrri hálfleik, en að finna lausnir, að vera sterkar, að hafa sjálfstraust á boltanum og einfaldir hlutir eins og gefa hann á milli manna vantaði.“ „Við vissum að Keflvíkingar myndu koma og vera agressífar og það átti ekki að koma okkur á óvart en við vorum bara ekki tilbúnar í þennan leik.“ Eftir að hafa byrjað leikinn illa þá komu Njarðvíkingar aftur inn í leikinn í öðrum leikhluta áður en þær misstu leikinn alveg frá sér í þeim þriðja þegar Keflavík skoraði 18 stig gegn 5. „Þetta eru leikkaflar þar sem við tökum ekki nógu vel á mótlætinu og ég tek það á mig. Ég þarf að finna einhverjar lausnir til að hvetja mína leikmenn áfram, að taka svona högg á kassann og bregðast betur við. Það er eitthvað sem ég tek á mig og þarf að finna lausnir á.“ Einhverjir gagnrýnendur Njarðvíkur liðsins hafa látið eftir sér að liðið treysti of mikið á erlenda atvinnumenn liðsins en þær voru allar undir meðaltölum sínum í stigaskori í kvöld. Það skiptir Rúnar ekki máli hvað þessar gagnrýnis raddir segja en hann segir af og frá að liðið sitt treysti einungis á framlag frá erlendu leikmönnum sínum. „Mér er bara alveg sama hvað fólk segir. Ég er með 12 leikmenn á skýrslu hvort sem þær eru með íslenskt vegabréf eða ekki. Ég legg ekki áherslu á að mínir erlendu leikmenn taki fleiri skot en hinir leikmennirnir mínir. Ég legg áherslu á að spila liðsbolta. Ef t.d. Helena eða Kamilla fá endalaust af opnum skotum á vængjunum þá tökum við þau og ef við vinnum leiki þannig þá er mér bara alveg sama. Ef ég þarf að leita meira af kananum mínum, sem er klárlega 'go-to' leikmaður sem við getum sett boltann í hendurnar á og búið eitthvað til, ef það er opið þá gerum við það. Gagnrýnisraddir mega heyrast, þetta er liðsíþrótt og við erum með 12 leikmenn á skýrslu,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í þessa gagnrýni. Njarðvík missti toppsætið til Fjölnis með þessu tapi en það truflar liðið ekki. Næsti leikur Njarðvíkur er einmitt gegn Fjölni og Rúnar kallar eftir betri frammistöðu þar en í kvöld. „Við erum með innbyrðis viðureignir á Fjölni. Þær eru búnar að spila fleiri leiki en við, en þær eru með jafn marga tapleiki, þrjá. Við erum búnar að vinna þær þrisvar í röð og við mætum þeim eftir viku og við hljótum að gera betur þá en við gerðum í kvöld,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að endingu. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
„Það er ótrúlega leiðinlegt að tapa körfuboltaleik. Enn þá verra að tapa á móti Keflavík. Við bara einmitt lítum út eins og við séum ekki búnar að snerta körfubolta í mánuð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik en Njarðvíkingar lentu illa í Covid veirunni sem frestaði bæði leikjum og æfingum hjá liðinu. „Við höfum ekki spilað körfubolta í 32 daga. Sóknarlega vorum við algjörlega hræðilegar á köflum. Við fáum smá spark og þá sérstaklega með Kamillu og Láru sem komu af bekknum í fyrri hálfleik, en að finna lausnir, að vera sterkar, að hafa sjálfstraust á boltanum og einfaldir hlutir eins og gefa hann á milli manna vantaði.“ „Við vissum að Keflvíkingar myndu koma og vera agressífar og það átti ekki að koma okkur á óvart en við vorum bara ekki tilbúnar í þennan leik.“ Eftir að hafa byrjað leikinn illa þá komu Njarðvíkingar aftur inn í leikinn í öðrum leikhluta áður en þær misstu leikinn alveg frá sér í þeim þriðja þegar Keflavík skoraði 18 stig gegn 5. „Þetta eru leikkaflar þar sem við tökum ekki nógu vel á mótlætinu og ég tek það á mig. Ég þarf að finna einhverjar lausnir til að hvetja mína leikmenn áfram, að taka svona högg á kassann og bregðast betur við. Það er eitthvað sem ég tek á mig og þarf að finna lausnir á.“ Einhverjir gagnrýnendur Njarðvíkur liðsins hafa látið eftir sér að liðið treysti of mikið á erlenda atvinnumenn liðsins en þær voru allar undir meðaltölum sínum í stigaskori í kvöld. Það skiptir Rúnar ekki máli hvað þessar gagnrýnis raddir segja en hann segir af og frá að liðið sitt treysti einungis á framlag frá erlendu leikmönnum sínum. „Mér er bara alveg sama hvað fólk segir. Ég er með 12 leikmenn á skýrslu hvort sem þær eru með íslenskt vegabréf eða ekki. Ég legg ekki áherslu á að mínir erlendu leikmenn taki fleiri skot en hinir leikmennirnir mínir. Ég legg áherslu á að spila liðsbolta. Ef t.d. Helena eða Kamilla fá endalaust af opnum skotum á vængjunum þá tökum við þau og ef við vinnum leiki þannig þá er mér bara alveg sama. Ef ég þarf að leita meira af kananum mínum, sem er klárlega 'go-to' leikmaður sem við getum sett boltann í hendurnar á og búið eitthvað til, ef það er opið þá gerum við það. Gagnrýnisraddir mega heyrast, þetta er liðsíþrótt og við erum með 12 leikmenn á skýrslu,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í þessa gagnrýni. Njarðvík missti toppsætið til Fjölnis með þessu tapi en það truflar liðið ekki. Næsti leikur Njarðvíkur er einmitt gegn Fjölni og Rúnar kallar eftir betri frammistöðu þar en í kvöld. „Við erum með innbyrðis viðureignir á Fjölni. Þær eru búnar að spila fleiri leiki en við, en þær eru með jafn marga tapleiki, þrjá. Við erum búnar að vinna þær þrisvar í röð og við mætum þeim eftir viku og við hljótum að gera betur þá en við gerðum í kvöld,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að endingu.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira