Kennarar ósáttir við Katrínu Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2022 20:17 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í dag. Vísir/Vilhelm Stjórn Kennarasambands Íslands er gagnrýnin á ummæli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, frá því í dag um skólastarf og konur í vinnu. Þá segir stjórnin ummæli Katrínar um að frá upphafi faraldurs kórónuveirunnar hafi alltaf staðið til að halda skólum opnum séu röng. Upprunalega hafi staðið til að fara í umfangsmiklar lokanir á skólum en því hafi verið breytt eftir samráð við skólafólk. Stjórnin skorar á ríkisstjórnina að standa vörð um menntakerfið og hlusta á sérfræðinga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni sem segist hafa alvarlegar athugasemdir um ummæli forsætisráðherra. Sagði alltaf hafa staðið til að halda skólum opnum Eftir ríkisstjórnarfund í morgun, þar sem hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar, sagði Katrín að kapp hefði verið lagt á að halda skólum opnum í faraldrinum til að tryggja börnum menntun og rútínu og vegna jafnréttis. „Við tókum þá ákvörðun, þá prinsipp-ákvörðun, í upphafi þessa faraldurs að við ætluðum að reyna að viðhalda skólastarfi eins og unnt væri til þess að tryggja það að börnin í landinu njóti menntunar og tryggja ákveðna rútínu fyrir börn. Sú aðgerð var líka mjög mikilvæg jafnréttisaðgerð. Það skiptir máli ef skólum er lokað, þá vitum við auðvitað að það er mun algengara að konurnar séu heima með börnin. Við höfum bara staðið með þessu prinsippi.“ Raskanir og vandamál en góður árangur Stjórn KÍ segir erlend ríki hafa horft til Íslands sem fyrirmyndar um það hvernig menntakerfi geti tekist á við erfiðleika faraldurs. Hér hafi orðið raskanir og uppsafnaður heilsufarslegur, félagslegur og námslegur vandi sé raunverulegur og alvarlegur. Þó virðist sem íslensku menntakerfi hafi tekist að mæta þeim áskorunum sem skollið hafa á því. „Lykillinn að þeim árangri felst fyrst og fremst í aðlögunarhæfni og fagmennsku íslensks skólafólks. Allt frá því að það fékk þetta verkefni í fangið hefur það verið vakið og sofið yfir námi og velferð nemenda og reynt að bjarga því sem bjargað yrði. Aðstæður skóla hafa verið afar misjafnar en það sem hefur einkennt þá alla er seigla, aðlögunarhæfni og nýsköpun. Margir skólar hafa tekist á við ítrekuð áföll en skólafólkið gerir enn sitt besta á hverjum degi,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir þar að í upphafi hafi staðið til að fara í stórfelldar lokanir skóla og tilfærslu náms í fjarnám og þá meðal annars með aðkomu Menntamálastofnunar og Ríkisútvarpsins. Eftir samráð við fulltrúa skólasamfélagsins hafi verið hætt við það. Þeir hafi bent á að betra yrði að treysta því að skólafólk á hverjum stað væri best til þess fallið að leita leiða til að halda skólastarfinu gangandi. „Þegar horft er til Íslands sem fyrirmyndar um skólastarf á tímum farsóttar er ekki verið að horfa til málflutnings stjórnmálamanna heldur starfa þeirra þúsunda sem halda skólakerfinu gangandi. Ef stjórnmálamenn hafa áhuga á að læra af árangri íslenskra stjórnmálamanna í menntamálum síðustu misserin er lærdómurinn sá að rétt sé að treysta á fagfólk og eiga í öflugu samráði.“ Ekkert samráð um óbreyttar aðgerðir Stjórn KÍ segir að núverandi menntamálaráðherra hafi sagst vilja halda áfram að vinna á þennan hátt. Til þess hafi verið komið á daglegum samráðsfundum þar sem aðilar skólasamfélagsins eigi sína fulltrúa. Ákvörðunin sem kynnt hafi verið í dag um að halda skólastarfi óbreyttu hafi ekki verið rædd á þessum vettvangi, þó stjórnin segi að „skilja mætti orð heilbrigðisráðherra sem svo að um samráð hafi verið að ræða“. „Sú ákvörðun var tekin af ríkisstjórninni og er á ábyrgð hennar. Raunveruleikinn er sá að þegar hafa orðið miklar raskanir á skólastarfi frá áramótum og það verður afar flókið að standa vörð um menntun í landinu á næstu dögum og vikum. Leiðin áfram hlýtur að byggja á því sem hingað til hefur virkað: Að hlusta á og treysta fagfólki. Við höfum dæmi víðar en úr skólastarfi um það að stjórnvöldum fer þá fyrst að skrika fótur þegar þau taka eigin pólitísku sannfæringu fram yfir ráð þeirra sem best til þekkja.“ „Hæg heimatökin að byrja á eigin ranni“ Í yfirlýsingunni skorar stjórn KÍ á ríkisstjórn Íslands að standa vörð um menntakerfið og hlusta á sérfræðinga. Bæði þegar komi að námi eða sóttvörnum. „Þá gerir stjórnin alvarlega athugasemd við þann málflutning að skólum þurfi að halda opnum til að konur komist í vinnuna. Ef stjórnvöldum er jafn annt um jafnrétti og þau segja eru þeim hæg heimatökin að byrja á eigin ranni – enda viðhalda þau sjálf einu stærsta, kerfislæga ójafnrétti íslensks samfélags: láglaunastefnu kvennastétta í opinberum störfum.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunnskólar Tengdar fréttir Verkfall væri sérkennilegt útspil kennara í heimsfaraldri Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning við sveitarfélögin í dag. Deilan fer nú aftur til ríkissáttasemjara sem gæti reynst erfitt að greiða úr málinu. Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er undrandi yfir málinu. 13. janúar 2022 20:01 Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 73,71 prósent en já sögðu 24,82 prósent. 13. janúar 2022 12:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Upprunalega hafi staðið til að fara í umfangsmiklar lokanir á skólum en því hafi verið breytt eftir samráð við skólafólk. Stjórnin skorar á ríkisstjórnina að standa vörð um menntakerfið og hlusta á sérfræðinga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni sem segist hafa alvarlegar athugasemdir um ummæli forsætisráðherra. Sagði alltaf hafa staðið til að halda skólum opnum Eftir ríkisstjórnarfund í morgun, þar sem hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar, sagði Katrín að kapp hefði verið lagt á að halda skólum opnum í faraldrinum til að tryggja börnum menntun og rútínu og vegna jafnréttis. „Við tókum þá ákvörðun, þá prinsipp-ákvörðun, í upphafi þessa faraldurs að við ætluðum að reyna að viðhalda skólastarfi eins og unnt væri til þess að tryggja það að börnin í landinu njóti menntunar og tryggja ákveðna rútínu fyrir börn. Sú aðgerð var líka mjög mikilvæg jafnréttisaðgerð. Það skiptir máli ef skólum er lokað, þá vitum við auðvitað að það er mun algengara að konurnar séu heima með börnin. Við höfum bara staðið með þessu prinsippi.“ Raskanir og vandamál en góður árangur Stjórn KÍ segir erlend ríki hafa horft til Íslands sem fyrirmyndar um það hvernig menntakerfi geti tekist á við erfiðleika faraldurs. Hér hafi orðið raskanir og uppsafnaður heilsufarslegur, félagslegur og námslegur vandi sé raunverulegur og alvarlegur. Þó virðist sem íslensku menntakerfi hafi tekist að mæta þeim áskorunum sem skollið hafa á því. „Lykillinn að þeim árangri felst fyrst og fremst í aðlögunarhæfni og fagmennsku íslensks skólafólks. Allt frá því að það fékk þetta verkefni í fangið hefur það verið vakið og sofið yfir námi og velferð nemenda og reynt að bjarga því sem bjargað yrði. Aðstæður skóla hafa verið afar misjafnar en það sem hefur einkennt þá alla er seigla, aðlögunarhæfni og nýsköpun. Margir skólar hafa tekist á við ítrekuð áföll en skólafólkið gerir enn sitt besta á hverjum degi,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir þar að í upphafi hafi staðið til að fara í stórfelldar lokanir skóla og tilfærslu náms í fjarnám og þá meðal annars með aðkomu Menntamálastofnunar og Ríkisútvarpsins. Eftir samráð við fulltrúa skólasamfélagsins hafi verið hætt við það. Þeir hafi bent á að betra yrði að treysta því að skólafólk á hverjum stað væri best til þess fallið að leita leiða til að halda skólastarfinu gangandi. „Þegar horft er til Íslands sem fyrirmyndar um skólastarf á tímum farsóttar er ekki verið að horfa til málflutnings stjórnmálamanna heldur starfa þeirra þúsunda sem halda skólakerfinu gangandi. Ef stjórnmálamenn hafa áhuga á að læra af árangri íslenskra stjórnmálamanna í menntamálum síðustu misserin er lærdómurinn sá að rétt sé að treysta á fagfólk og eiga í öflugu samráði.“ Ekkert samráð um óbreyttar aðgerðir Stjórn KÍ segir að núverandi menntamálaráðherra hafi sagst vilja halda áfram að vinna á þennan hátt. Til þess hafi verið komið á daglegum samráðsfundum þar sem aðilar skólasamfélagsins eigi sína fulltrúa. Ákvörðunin sem kynnt hafi verið í dag um að halda skólastarfi óbreyttu hafi ekki verið rædd á þessum vettvangi, þó stjórnin segi að „skilja mætti orð heilbrigðisráðherra sem svo að um samráð hafi verið að ræða“. „Sú ákvörðun var tekin af ríkisstjórninni og er á ábyrgð hennar. Raunveruleikinn er sá að þegar hafa orðið miklar raskanir á skólastarfi frá áramótum og það verður afar flókið að standa vörð um menntun í landinu á næstu dögum og vikum. Leiðin áfram hlýtur að byggja á því sem hingað til hefur virkað: Að hlusta á og treysta fagfólki. Við höfum dæmi víðar en úr skólastarfi um það að stjórnvöldum fer þá fyrst að skrika fótur þegar þau taka eigin pólitísku sannfæringu fram yfir ráð þeirra sem best til þekkja.“ „Hæg heimatökin að byrja á eigin ranni“ Í yfirlýsingunni skorar stjórn KÍ á ríkisstjórn Íslands að standa vörð um menntakerfið og hlusta á sérfræðinga. Bæði þegar komi að námi eða sóttvörnum. „Þá gerir stjórnin alvarlega athugasemd við þann málflutning að skólum þurfi að halda opnum til að konur komist í vinnuna. Ef stjórnvöldum er jafn annt um jafnrétti og þau segja eru þeim hæg heimatökin að byrja á eigin ranni – enda viðhalda þau sjálf einu stærsta, kerfislæga ójafnrétti íslensks samfélags: láglaunastefnu kvennastétta í opinberum störfum.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunnskólar Tengdar fréttir Verkfall væri sérkennilegt útspil kennara í heimsfaraldri Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning við sveitarfélögin í dag. Deilan fer nú aftur til ríkissáttasemjara sem gæti reynst erfitt að greiða úr málinu. Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er undrandi yfir málinu. 13. janúar 2022 20:01 Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 73,71 prósent en já sögðu 24,82 prósent. 13. janúar 2022 12:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Verkfall væri sérkennilegt útspil kennara í heimsfaraldri Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning við sveitarfélögin í dag. Deilan fer nú aftur til ríkissáttasemjara sem gæti reynst erfitt að greiða úr málinu. Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er undrandi yfir málinu. 13. janúar 2022 20:01
Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 73,71 prósent en já sögðu 24,82 prósent. 13. janúar 2022 12:58