Blásið til sóknar á Hlíðarenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. janúar 2022 07:01 Patrick Pedersen er með betri framherjum Íslands. Guðmundur Andri Tryggvason gæti leikið í stöðu framherja í sumar ef Heimir Guðjónsson ákveður að breyta um kerfi. Vísir/Hulda Margrét Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið hér á landi fari af stað þá er aldrei of snemmt að spá í spilin. Eftir skelfingartímabil á síðasta ári hafa Valsmenn blásið í herlúðra og virðist sem markmiðið sé einfaldlega að skora meira en hinir. Það hefur mikið gengið á hjá Val síðan síðasta tímabili lauk. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson er horfinn á braut, Kristinn Freyr Sigurðsson er farinn í FH og þá eru leikmenn á borð við Johannes Vall, Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnus Egilsson allir samningslausir. Þá hefur þjálfarateymið orðið fyrir skakkaföllum. Túfa, Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfari liðsins ákveðið að söðla um og halda til Svíþjóðar þar sem hann mun þjálfa B-deildarlið Öster. Eiríkur K. Þorvarðarson, markmannsþjálfari, hefur einnig ákveðið að kalla þetta gott og virðist hafa lagt þjálfara-hanskana á hilluna. Í stað Túfa hefur landsliðsframherjinn fyrrverandi Helgi Sigurðsson verið ráðinn sem aðstoðarmaður Heimis. Valur hefur til þessa sótt fimm nýja leikmenn til að fylla skarð þeirra sem horfið hafa á braut. Þeir eru: Guy Smit (markvörður) frá Leikni Reykjavík Heiðar Ægisson (bakvörður) frá Stjörnunni Orri Hrafn Kjartansson (miðjumaður) frá Fylki Ágúst Eðvald Hlynsson (miðjumaður) á láni frá Horsens Aron Jóhannsson (sóknarmaður) frá Lech Poznań Mögulega á Helgi að hjálpa til við að slípa saman sóknarleik liðsins en sem stendur mætti segja að það séu sex til sjö leikmenn að berjast um fremstu fjórar stöðurnar í liðinu. Það er ef Heimir heldur sig við 4-2-3-1 leikkerfið sem hann hefur spilað síðan hann tók við Valsliðinu fyrir tímabilið 2020. Vísir ræddi við fótboltaofvitana Gumma Ben og Hrafnkel Frey um líklegt byrjunarlið Vals í sumar. Báðir voru sammála um að Valur myndi líklega spila einhverja útfærslu af 3-5-2 leikkerfi í sumar en þeir voru þó ekki á allt sammála hvaða leikmenn yrðu í fremstu línu. Ólafur Jóhannesson stillti nánast upp í 3-3-4 í upphafi tímabils 2018 og gæti verið að 3-5-2 leikkerfi Vals í sumar yrði nær 3-3-4 leikkerfi Ólafs. Hver verður upp á topp? Í Patrick Pedersen er Valur með einn albesta sóknarmann á Íslandi. Þó hann hafi aðeins skorað 9 mörk í 21 leik á síðustu leiktíð er hann alls með 104 mörk í 166 KSÍ-leikjum, þar af 79 mörk í 121 deildarleik fyrir Val. Aron Jóhannsson ætti að verða með betri leikmönnum Íslandsmótsins ef hann helst heill. Það er svona stærsta spurningin hvað hann varðar, og svo auðvitað hvar hann mun spila í liði Vals. Vísi skilst að Heimir sé að íhuga að nota Aron „í holunni“ fyrir aftan fremsta eða fremstu menn. Aron Jóhannsson er genginn í raðir Valsmanna eftir rúman áratug í atvinnumennsku.Stöð 2 Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði reglulega er hann lék upp á topp hjá ÍA tímabilið 2019 og 2020. Guðmundu Andri Tryggvason hefur að mestu leikið úti á vinstri væng á sínum ferli en hann var mjög sprækur er hann lék frammi í 4-4-2 leikkerfi Víkings sumarið 2019. Tryggvi Hrafn lék aðallega á vængnum hjá Val á síðustu leiktíð en hann yrði notaður meira miðsvæðis ef Heimir ákveður að breyta um leikkerfi. Hinn ungi Sverrir Páll Hjaltested er einnig framherji en það er erfitt að sjá hvar hann passar inn í sóknarlínu Vals um þessar mundir. Sigurður Egill Lárusson hefur líkt og Guðmundur Andri aðallega leikið sem vinstri vængmaður á sínum ferli. Í stað þess að færast framar gæti hann hins vegar færst aftar. Ef Heimir ákveður að spila 3-5-2 gæti Sigurður Egill nýst vel sem vængbakvörður. Hvort það sama eigi svo við Andra Adolphsson er alls óvíst. Báðir verða þeir samningslausir í haust. Sigurður Egill sveiflar hér hægri fæti en hann er mun vanari því að gefa fyrir með vinstri. Hann gæti mögulega orðið að vængbakverði í nýju leikkerfi Vals.vísir/bára Tækni, hlaupageta og harka á miðjunni? Ef Aron eða Tryggvi Hrafn verða notaðir „í holunni“ er ljóst að það verða fimm til sex leikmenn að berjast um tvær stöður á miðri miðju Valsliðsins. Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson hefur haldið miðju Vals saman undanfarin 12 ár. Reynsluboltinn Arnór Smárason náði ekki að sýna sínar bestu hliðar á síðustu leiktíð og vill eflaust minna landann á hvers hann er megnugur. Haukur Páll Sigurðsson er ekkert að yngjast.VÍSIR/HAG Birkir Heimisson kom sterkur inn á síðustu leiktíð og hefur verið hluti af U-21 árs landsliðshóp Íslands í undanförnum verkefnum. Almarr Ormarsson leysti margar stöður síðasta sumar og stóð sig með prýði. Birkir Heimisson hefur spilað miðvörð með U-21 árs landsliðinu og Haukur Páll er ekki að yngjast. Mögulega gæti annar þeirra spilað í öftustu línu í sumar. Þá hefur Val sótt tvo leikmenn sem leika einnig miðsvæðis. Orri Hrafn Kjartansson kom frá Fylki og Ágúst Eðvald Hlynsson kom á láni frá Horsens í Danmörku. Sá síðarnefndi var á láni hjá FH fyrri hluta síðasta sumar og stóð sig mjög vel. Hann reiknar eflaust með að spila á meðan hann er hér á landi, hvar það verður á vellinum á eftir að koma í ljós. Ágúst Eðvald var á láni hjá FH í fyrra. Hann er nú mættur á Hlíðarenda.Vísir/Bára Orri Hrafn getur svo leikið allstaðar á miðjunni og verður forvitnilegt að sjá hvar Heimir mun finna pláss fyrir þennan unga og efnilega leikmann. Hinn danski Christian Køhler var með samning út næstu leiktíð en svo virðist sem Valur hafi rift samningnum og hann verði ekki hluti af liðinu í sumar. Margt eftir að gerast Það á vissulega margt eftir að gerast þangað til efsta deild karla hér á landi - sem á enn eftir að fá nýtt nafn - fer af stað þann 4. apríl. Vinstri bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson hefur mætt á æfingar á Hlíðarenda eftir að samningur hans í Svíþjóð rann út og gæti hann hleypt ýmsum hugmyndum hér að ofan í uppnám. Hvort Heimir hlusti á þá Gumma og Hrafnkel mun svo koma í ljós þegar undirbúningstímabilið fer á fullt á næstu vikum. Hver veit nema hann haldi sig bara við 4-2-3-1 leikkerfi sitt og hafi annan af stjörnuframherjum liðsins á bekknum. Svona gæti byrjunarlið Vals litið út næsta sumar. Svo gæti það einfaldlega verið allt öðruvísi. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Það hefur mikið gengið á hjá Val síðan síðasta tímabili lauk. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson er horfinn á braut, Kristinn Freyr Sigurðsson er farinn í FH og þá eru leikmenn á borð við Johannes Vall, Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnus Egilsson allir samningslausir. Þá hefur þjálfarateymið orðið fyrir skakkaföllum. Túfa, Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfari liðsins ákveðið að söðla um og halda til Svíþjóðar þar sem hann mun þjálfa B-deildarlið Öster. Eiríkur K. Þorvarðarson, markmannsþjálfari, hefur einnig ákveðið að kalla þetta gott og virðist hafa lagt þjálfara-hanskana á hilluna. Í stað Túfa hefur landsliðsframherjinn fyrrverandi Helgi Sigurðsson verið ráðinn sem aðstoðarmaður Heimis. Valur hefur til þessa sótt fimm nýja leikmenn til að fylla skarð þeirra sem horfið hafa á braut. Þeir eru: Guy Smit (markvörður) frá Leikni Reykjavík Heiðar Ægisson (bakvörður) frá Stjörnunni Orri Hrafn Kjartansson (miðjumaður) frá Fylki Ágúst Eðvald Hlynsson (miðjumaður) á láni frá Horsens Aron Jóhannsson (sóknarmaður) frá Lech Poznań Mögulega á Helgi að hjálpa til við að slípa saman sóknarleik liðsins en sem stendur mætti segja að það séu sex til sjö leikmenn að berjast um fremstu fjórar stöðurnar í liðinu. Það er ef Heimir heldur sig við 4-2-3-1 leikkerfið sem hann hefur spilað síðan hann tók við Valsliðinu fyrir tímabilið 2020. Vísir ræddi við fótboltaofvitana Gumma Ben og Hrafnkel Frey um líklegt byrjunarlið Vals í sumar. Báðir voru sammála um að Valur myndi líklega spila einhverja útfærslu af 3-5-2 leikkerfi í sumar en þeir voru þó ekki á allt sammála hvaða leikmenn yrðu í fremstu línu. Ólafur Jóhannesson stillti nánast upp í 3-3-4 í upphafi tímabils 2018 og gæti verið að 3-5-2 leikkerfi Vals í sumar yrði nær 3-3-4 leikkerfi Ólafs. Hver verður upp á topp? Í Patrick Pedersen er Valur með einn albesta sóknarmann á Íslandi. Þó hann hafi aðeins skorað 9 mörk í 21 leik á síðustu leiktíð er hann alls með 104 mörk í 166 KSÍ-leikjum, þar af 79 mörk í 121 deildarleik fyrir Val. Aron Jóhannsson ætti að verða með betri leikmönnum Íslandsmótsins ef hann helst heill. Það er svona stærsta spurningin hvað hann varðar, og svo auðvitað hvar hann mun spila í liði Vals. Vísi skilst að Heimir sé að íhuga að nota Aron „í holunni“ fyrir aftan fremsta eða fremstu menn. Aron Jóhannsson er genginn í raðir Valsmanna eftir rúman áratug í atvinnumennsku.Stöð 2 Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði reglulega er hann lék upp á topp hjá ÍA tímabilið 2019 og 2020. Guðmundu Andri Tryggvason hefur að mestu leikið úti á vinstri væng á sínum ferli en hann var mjög sprækur er hann lék frammi í 4-4-2 leikkerfi Víkings sumarið 2019. Tryggvi Hrafn lék aðallega á vængnum hjá Val á síðustu leiktíð en hann yrði notaður meira miðsvæðis ef Heimir ákveður að breyta um leikkerfi. Hinn ungi Sverrir Páll Hjaltested er einnig framherji en það er erfitt að sjá hvar hann passar inn í sóknarlínu Vals um þessar mundir. Sigurður Egill Lárusson hefur líkt og Guðmundur Andri aðallega leikið sem vinstri vængmaður á sínum ferli. Í stað þess að færast framar gæti hann hins vegar færst aftar. Ef Heimir ákveður að spila 3-5-2 gæti Sigurður Egill nýst vel sem vængbakvörður. Hvort það sama eigi svo við Andra Adolphsson er alls óvíst. Báðir verða þeir samningslausir í haust. Sigurður Egill sveiflar hér hægri fæti en hann er mun vanari því að gefa fyrir með vinstri. Hann gæti mögulega orðið að vængbakverði í nýju leikkerfi Vals.vísir/bára Tækni, hlaupageta og harka á miðjunni? Ef Aron eða Tryggvi Hrafn verða notaðir „í holunni“ er ljóst að það verða fimm til sex leikmenn að berjast um tvær stöður á miðri miðju Valsliðsins. Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson hefur haldið miðju Vals saman undanfarin 12 ár. Reynsluboltinn Arnór Smárason náði ekki að sýna sínar bestu hliðar á síðustu leiktíð og vill eflaust minna landann á hvers hann er megnugur. Haukur Páll Sigurðsson er ekkert að yngjast.VÍSIR/HAG Birkir Heimisson kom sterkur inn á síðustu leiktíð og hefur verið hluti af U-21 árs landsliðshóp Íslands í undanförnum verkefnum. Almarr Ormarsson leysti margar stöður síðasta sumar og stóð sig með prýði. Birkir Heimisson hefur spilað miðvörð með U-21 árs landsliðinu og Haukur Páll er ekki að yngjast. Mögulega gæti annar þeirra spilað í öftustu línu í sumar. Þá hefur Val sótt tvo leikmenn sem leika einnig miðsvæðis. Orri Hrafn Kjartansson kom frá Fylki og Ágúst Eðvald Hlynsson kom á láni frá Horsens í Danmörku. Sá síðarnefndi var á láni hjá FH fyrri hluta síðasta sumar og stóð sig mjög vel. Hann reiknar eflaust með að spila á meðan hann er hér á landi, hvar það verður á vellinum á eftir að koma í ljós. Ágúst Eðvald var á láni hjá FH í fyrra. Hann er nú mættur á Hlíðarenda.Vísir/Bára Orri Hrafn getur svo leikið allstaðar á miðjunni og verður forvitnilegt að sjá hvar Heimir mun finna pláss fyrir þennan unga og efnilega leikmann. Hinn danski Christian Køhler var með samning út næstu leiktíð en svo virðist sem Valur hafi rift samningnum og hann verði ekki hluti af liðinu í sumar. Margt eftir að gerast Það á vissulega margt eftir að gerast þangað til efsta deild karla hér á landi - sem á enn eftir að fá nýtt nafn - fer af stað þann 4. apríl. Vinstri bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson hefur mætt á æfingar á Hlíðarenda eftir að samningur hans í Svíþjóð rann út og gæti hann hleypt ýmsum hugmyndum hér að ofan í uppnám. Hvort Heimir hlusti á þá Gumma og Hrafnkel mun svo koma í ljós þegar undirbúningstímabilið fer á fullt á næstu vikum. Hver veit nema hann haldi sig bara við 4-2-3-1 leikkerfi sitt og hafi annan af stjörnuframherjum liðsins á bekknum. Svona gæti byrjunarlið Vals litið út næsta sumar. Svo gæti það einfaldlega verið allt öðruvísi.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira