Óttast endurkomu Sólveigar Önnu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 18:22 Framboðsfrestur rennur út 2. febrúar næstkomandi. vísir/vilhelm Það er altalað innan verkalýðshreyfingarinnar að Sólveig Anna Jónsdóttir ætli að bjóða sig fram lista gegn A-lista Eflingar í komandi formannskosningum innan stéttafélagsins. Uggur er í starfsliði skrifstofu Eflingar en köldu andar enn á milli flestra þar inni og fyrrverandi formannsins eftir atburði vetursins sem leiddu til afsagnar Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. Fastlega er búist við því að Viðar myndi þá snúa aftur með Sólveigu, annað hvort á lista sem stjórnarmaður eða að hún réði hann inn í sína fyrri stöðu sem framkvæmdastjóri ef hún bæri sigur úr bítum í kosningunum. Sjálfur vill hann ekkert gefa upp um hvort hann og Sólveig undirbúi nú endurkomu en útilokar það ekki: „Ég tjái mig ekkert um það,“ sagði Viðar einfaldlega þegar fréttastofa bar það upp á hann í dag. Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Baldur Þá hefur verið afar erfitt að ná í Sólveigu síðustu vikuna en þegar fréttastofa náði loks í gegn til hennar sagðist hún einfaldlega ekkert vilja tala við okkur áður en hún skellti á. Það var áður en hægt var að bera mögulegt framboð undir hana. Íhuga uppsögn ef Sólveig kemur aftur Stór hluti starfsliðs skrifstofunnar talar þá á þá leið að hann myndi segja upp ef Sólveigu og Viðari tækist að komast aftur til stjórnar í stéttarfélaginu. Viðar og Sólveig sögðu af sér í byrjun vetrar eftir að ályktun trúnaðarmanna starfsmanna komst í opinbera umræðu. Það var stjórnarmaðurinn Guðmundur Jónatan Baldursson sem falaðist fyrst eftir því að stjórnin fengi að sjá ályktunina en í henni lýsti starfslið skrifstofunnar mikilli óánægju sinni með stjórnarhætti Sólveigar og Viðars. Forysta Eflingar lagðist þó gegn því að stjórnarmenn fengju að sjá ályktunina og komst málið í kjölfarið í fjölmiðla. Þá tóku bæði Sólveig og Viðar að gagnrýna trúnaðarmenn skrifstofunnar og starfsliðið harðlega í fjölmiðlum. Eftir það eru margir enn mjög sárir og herma heimildir Vísis að stór hluti skrifstofuliðsins geti alls ekki hugsað sér að starfa aftur með þeim tveimur. Stefnir í spennandi kosningabaráttu Það er Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, sem mun leiða svokallaðan A-lista Eflingar í kosningunum. Það er listi sem uppstillinganefnd félagsins hefur stillt upp og bæði stjórn og trúnaðarráð samþykkt. Hann var samþykktur síðasta fimmtudag en nú geta félagsmenn Eflingar boðið fram eigin lista gegn A-listanum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur út 2. febrúar, eftir rúmar tvær vikur. Sólveig hefur þann tíma til að safna fólki á lista og bjóða fram ef hún hyggst snúa aftur sem leiðtogi stéttarfélagsins. Hún bauð sig fram gegn A-listanum árið 2018 þegar hún sigraði kosningar stéttarfélagsins með miklum yfirburðum og var kjörinn formaður. Guðmundur Jónatan Baldvinsson, stjórnarmaður Eflingar, hefur þá tilkynnt að hann sækist sjálfur eftir formannssæti og mun því sjálfur bjóða fram eigin lista gegn A-listanum. Bæði framboð Ólafar Helgu og Guðmundar Jónatans búast fastlega við því að Sólveig bjóði sig fram á næstu dögum og félagsmenn muni velja úr þremur valkostum þegar kosningarnar fara fram í febrúar. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Deilir pólítískri sýn Sólveigar Önnu á hlutverk stéttarfélaga Ólöf Helga Adolfsdóttir er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019, en frá því í byrjun nóvember hefur hún gegnt stöðu varaformanns. 11. janúar 2022 07:00 Formaður Eflingar eigi að vera diplómat en harður í horn að taka Guðmundur Jónatan Baldursson er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. 13. janúar 2022 07:00 Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Viðar segir sig og Sólveigu Önnu hafa búið við gíslatökuástand á skrifstofum Eflingar Guðmundur Baldursson stjórnarmaður Eflingar er andsnúinn því að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins taki við formennsku í dag eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér. Hann sé hins vegar í minnihluta stjórnar. 4. nóvember 2021 14:10 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Fastlega er búist við því að Viðar myndi þá snúa aftur með Sólveigu, annað hvort á lista sem stjórnarmaður eða að hún réði hann inn í sína fyrri stöðu sem framkvæmdastjóri ef hún bæri sigur úr bítum í kosningunum. Sjálfur vill hann ekkert gefa upp um hvort hann og Sólveig undirbúi nú endurkomu en útilokar það ekki: „Ég tjái mig ekkert um það,“ sagði Viðar einfaldlega þegar fréttastofa bar það upp á hann í dag. Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Baldur Þá hefur verið afar erfitt að ná í Sólveigu síðustu vikuna en þegar fréttastofa náði loks í gegn til hennar sagðist hún einfaldlega ekkert vilja tala við okkur áður en hún skellti á. Það var áður en hægt var að bera mögulegt framboð undir hana. Íhuga uppsögn ef Sólveig kemur aftur Stór hluti starfsliðs skrifstofunnar talar þá á þá leið að hann myndi segja upp ef Sólveigu og Viðari tækist að komast aftur til stjórnar í stéttarfélaginu. Viðar og Sólveig sögðu af sér í byrjun vetrar eftir að ályktun trúnaðarmanna starfsmanna komst í opinbera umræðu. Það var stjórnarmaðurinn Guðmundur Jónatan Baldursson sem falaðist fyrst eftir því að stjórnin fengi að sjá ályktunina en í henni lýsti starfslið skrifstofunnar mikilli óánægju sinni með stjórnarhætti Sólveigar og Viðars. Forysta Eflingar lagðist þó gegn því að stjórnarmenn fengju að sjá ályktunina og komst málið í kjölfarið í fjölmiðla. Þá tóku bæði Sólveig og Viðar að gagnrýna trúnaðarmenn skrifstofunnar og starfsliðið harðlega í fjölmiðlum. Eftir það eru margir enn mjög sárir og herma heimildir Vísis að stór hluti skrifstofuliðsins geti alls ekki hugsað sér að starfa aftur með þeim tveimur. Stefnir í spennandi kosningabaráttu Það er Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, sem mun leiða svokallaðan A-lista Eflingar í kosningunum. Það er listi sem uppstillinganefnd félagsins hefur stillt upp og bæði stjórn og trúnaðarráð samþykkt. Hann var samþykktur síðasta fimmtudag en nú geta félagsmenn Eflingar boðið fram eigin lista gegn A-listanum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur út 2. febrúar, eftir rúmar tvær vikur. Sólveig hefur þann tíma til að safna fólki á lista og bjóða fram ef hún hyggst snúa aftur sem leiðtogi stéttarfélagsins. Hún bauð sig fram gegn A-listanum árið 2018 þegar hún sigraði kosningar stéttarfélagsins með miklum yfirburðum og var kjörinn formaður. Guðmundur Jónatan Baldvinsson, stjórnarmaður Eflingar, hefur þá tilkynnt að hann sækist sjálfur eftir formannssæti og mun því sjálfur bjóða fram eigin lista gegn A-listanum. Bæði framboð Ólafar Helgu og Guðmundar Jónatans búast fastlega við því að Sólveig bjóði sig fram á næstu dögum og félagsmenn muni velja úr þremur valkostum þegar kosningarnar fara fram í febrúar.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Deilir pólítískri sýn Sólveigar Önnu á hlutverk stéttarfélaga Ólöf Helga Adolfsdóttir er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019, en frá því í byrjun nóvember hefur hún gegnt stöðu varaformanns. 11. janúar 2022 07:00 Formaður Eflingar eigi að vera diplómat en harður í horn að taka Guðmundur Jónatan Baldursson er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. 13. janúar 2022 07:00 Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Viðar segir sig og Sólveigu Önnu hafa búið við gíslatökuástand á skrifstofum Eflingar Guðmundur Baldursson stjórnarmaður Eflingar er andsnúinn því að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins taki við formennsku í dag eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér. Hann sé hins vegar í minnihluta stjórnar. 4. nóvember 2021 14:10 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Deilir pólítískri sýn Sólveigar Önnu á hlutverk stéttarfélaga Ólöf Helga Adolfsdóttir er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019, en frá því í byrjun nóvember hefur hún gegnt stöðu varaformanns. 11. janúar 2022 07:00
Formaður Eflingar eigi að vera diplómat en harður í horn að taka Guðmundur Jónatan Baldursson er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. 13. janúar 2022 07:00
Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09
Viðar segir sig og Sólveigu Önnu hafa búið við gíslatökuástand á skrifstofum Eflingar Guðmundur Baldursson stjórnarmaður Eflingar er andsnúinn því að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins taki við formennsku í dag eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér. Hann sé hins vegar í minnihluta stjórnar. 4. nóvember 2021 14:10
Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03