Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri inflúensu og Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 14:00 Sérfræðingar hafa miklar áhyggjur af því að faraldur inflúensu samhliða faraldri kórónuveiru muni þyngja róðurinn hjá heilbrigðisstofnunum í Evrópu. EPA-EFE/NEIL HALL Inflúensan er snúin aftur til Evrópu og dreifist á ógnarhraða um álfuna, eftir heilt ár í hýði. Áhyggjur eru uppi um að faraldur innflúensu muni auka álag á heilbrigðiskerfi á meðan hann geisar á sama tíma og heimsfaraldur kórónuveiru. Útgöngubönn, notkun gríma, fjarlægðartakmarkanir og auknar persónubundnar sóttvarnir urðu til þess að í fyrravetur smitaðist nær enginn af inflúensu í Evrópu, veira sem dregur um 650 þúsund til dauða á heimsvísu á ári hverju. Nú hafa mörg Evrópuríki hins vegar slakað á aðgerðum og inflúensan, eða flensan eins og hún kallast í daglegu tali, farin að láta á sér kræla að nýju. Frá því um miðjan desember hefur flensan smitað mun fleiri en sóttvarnastofnun Evrópu gerði ráð fyrir. Í síðustu vikunni í desember höfðu til að mynda 43 lagst inn á gjörgæslurými í Evrópu vegna flensunnar. Þó það séu mun færri en lögðust inn á gjörgæslu vegna inflúensu fyrir kórónuveirufaraldurinn, þá er það talsverð aukning frá því í fyrra, þegar aðeins einn lagðist inn á gjörgæslu vegna flensunnar í desembermánuði. Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri Pasi Penttinen, sérfræðingur í inflúensu hjá sóttvarnastofnun Evrópu, segir þennan flensufaraldur geta verið upphafið að langri flensutíð, sem gæti varað fram á sumarið. „Ef við afléttum öllum takmörkunum hef ég áhyggjur af því að vegna þess að það er svo langt síðan flensan gekk um Evrópu að inflúensufaraldurinn muni færast á milli árstíða,“ segir Penttinen í samtali við Reuters og bendir á að venjulega hafi inflúensufarldrar hafist á haustin, annað en nú. Sóttvarnastofnun Evrópu hefur þá varað við því að svokallaður „tvíburafaraldur“ (e. twindemic) muni leggjast þungt á heilbrigðisstofnanir. Hvað er „flurona“? Þá hafa fregnir borist af því að nokkur tilfelli svokallaðs kvefs-19 eða „flurona“, eins og þetta tilfelli kallast á ensku, það er að fólk sé smitað af bæði inflúensu og Covid-19 á sama tíma. Nokkur svoleiðis tilfelli hafa komið upp í Ísrael, þar sem tvær ungar þungaðar konur greindust smitaðar af báðum veirum á sama tíma. Þær voru þó báðar óbólusettar. Kvef-19 hefur verið til mikillar umfjöllunar á samfélagsmiðlum að undanförnu og einhverjir velt því fyrir sér hvort um nýja ofurveiru sé að ræða, sem er ekki raunin. Þessi samsmit eru þó ekki ný af nálinni, þó þau séu mikið til umfjöllunar nú. Kvef-19 tilfelli komu fyrst upp í Bandaríkjunum fyrir nærri tveimur árum síðan. Nú nýlega hafa slík tilfelli greinst víða í Bandaríkjunum, Ísrael, Brasilíu, Filippseyjum og Ungverjalandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12 Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46 Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Útgöngubönn, notkun gríma, fjarlægðartakmarkanir og auknar persónubundnar sóttvarnir urðu til þess að í fyrravetur smitaðist nær enginn af inflúensu í Evrópu, veira sem dregur um 650 þúsund til dauða á heimsvísu á ári hverju. Nú hafa mörg Evrópuríki hins vegar slakað á aðgerðum og inflúensan, eða flensan eins og hún kallast í daglegu tali, farin að láta á sér kræla að nýju. Frá því um miðjan desember hefur flensan smitað mun fleiri en sóttvarnastofnun Evrópu gerði ráð fyrir. Í síðustu vikunni í desember höfðu til að mynda 43 lagst inn á gjörgæslurými í Evrópu vegna flensunnar. Þó það séu mun færri en lögðust inn á gjörgæslu vegna inflúensu fyrir kórónuveirufaraldurinn, þá er það talsverð aukning frá því í fyrra, þegar aðeins einn lagðist inn á gjörgæslu vegna flensunnar í desembermánuði. Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri Pasi Penttinen, sérfræðingur í inflúensu hjá sóttvarnastofnun Evrópu, segir þennan flensufaraldur geta verið upphafið að langri flensutíð, sem gæti varað fram á sumarið. „Ef við afléttum öllum takmörkunum hef ég áhyggjur af því að vegna þess að það er svo langt síðan flensan gekk um Evrópu að inflúensufaraldurinn muni færast á milli árstíða,“ segir Penttinen í samtali við Reuters og bendir á að venjulega hafi inflúensufarldrar hafist á haustin, annað en nú. Sóttvarnastofnun Evrópu hefur þá varað við því að svokallaður „tvíburafaraldur“ (e. twindemic) muni leggjast þungt á heilbrigðisstofnanir. Hvað er „flurona“? Þá hafa fregnir borist af því að nokkur tilfelli svokallaðs kvefs-19 eða „flurona“, eins og þetta tilfelli kallast á ensku, það er að fólk sé smitað af bæði inflúensu og Covid-19 á sama tíma. Nokkur svoleiðis tilfelli hafa komið upp í Ísrael, þar sem tvær ungar þungaðar konur greindust smitaðar af báðum veirum á sama tíma. Þær voru þó báðar óbólusettar. Kvef-19 hefur verið til mikillar umfjöllunar á samfélagsmiðlum að undanförnu og einhverjir velt því fyrir sér hvort um nýja ofurveiru sé að ræða, sem er ekki raunin. Þessi samsmit eru þó ekki ný af nálinni, þó þau séu mikið til umfjöllunar nú. Kvef-19 tilfelli komu fyrst upp í Bandaríkjunum fyrir nærri tveimur árum síðan. Nú nýlega hafa slík tilfelli greinst víða í Bandaríkjunum, Ísrael, Brasilíu, Filippseyjum og Ungverjalandi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12 Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46 Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12
Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46
Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30