Gerir ekki athugasemd við fríið hans Bjarna Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 18. janúar 2022 11:03 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðgengill Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, gerir engar athugasemdir við að hann hafi verið í fríi í útlöndum síðustu daga. Bjarni var harðlega gagnrýndur af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í gær á Alþingi. Kröfðust þau svara við því hvort Bjarni væri í fríi eða ekki þegar í ljós kom að hann var fjarverandi. Upplýst var við upphaf þingfundar í gær að Þórdís myndi mæla fyrir frumvarpi Bjarna til stuðnings fyrirtækja í veitingarekstri vegna áframhaldandi óvissu í atvinnulífi vegna Covid-19 faraldursins, sem snýr að frestun allt að tveggja greiðslna á afdreginni staðgreiðslu launa og tryggingagjalds sem eru á gjalddaga 1. janúar til og með 1. júní á árinu 2022. Von á Bjarna á næstu dögum Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. Heimir Már Pétursson fréttamaður náði tali af Þórdísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem hann spurði hana út í gagnrýni á fjarveru Bjarna. Hún gerir ekki athugasemdir við fjarveru hans. „Þetta frumvarp í gær var ekki mjög flókið í sniðum. Þetta snerist um að fresta ákveðnum gjalddögum. Var vissulega dagsetningarmál þar sem eindaginn var í gær. Þingið leysti það farsællega. Ég geri engar sérstakar athugasemdir við það, hvort sem það eru ráðherrar, fjölmiðlafólk, stjórnarandstöðuþingmenn eða aðrir taki sér nokkra daga frí með fjölskyldu sinni erlendis. Það er mín skoðun.“ Hann er náttúrulega oddviti eins af þremur flokkum í ríkisstjórn sem er að glíma við faraldur og þarf að huga vel að honum frá degi til dags? „Já, og það höfum við gert núna í bráðum tvö ár,“ sagði Þórdís. Aðspurð að því hvenær hún ætti von á Bjarna aftur til landsins sagði Þórdís reikna með að hann kæmi aftur á næstu dögum. „Ég er bara ekki alveg klár á því en ég held að það séu bara einhverjir örfáir sólarhringar. Ég bara veit það ekki hvort það er á morgun eða hinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Bjarni var harðlega gagnrýndur af þingmönnum stjórnarandstöðunnar í gær á Alþingi. Kröfðust þau svara við því hvort Bjarni væri í fríi eða ekki þegar í ljós kom að hann var fjarverandi. Upplýst var við upphaf þingfundar í gær að Þórdís myndi mæla fyrir frumvarpi Bjarna til stuðnings fyrirtækja í veitingarekstri vegna áframhaldandi óvissu í atvinnulífi vegna Covid-19 faraldursins, sem snýr að frestun allt að tveggja greiðslna á afdreginni staðgreiðslu launa og tryggingagjalds sem eru á gjalddaga 1. janúar til og með 1. júní á árinu 2022. Von á Bjarna á næstu dögum Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar. Heimir Már Pétursson fréttamaður náði tali af Þórdísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem hann spurði hana út í gagnrýni á fjarveru Bjarna. Hún gerir ekki athugasemdir við fjarveru hans. „Þetta frumvarp í gær var ekki mjög flókið í sniðum. Þetta snerist um að fresta ákveðnum gjalddögum. Var vissulega dagsetningarmál þar sem eindaginn var í gær. Þingið leysti það farsællega. Ég geri engar sérstakar athugasemdir við það, hvort sem það eru ráðherrar, fjölmiðlafólk, stjórnarandstöðuþingmenn eða aðrir taki sér nokkra daga frí með fjölskyldu sinni erlendis. Það er mín skoðun.“ Hann er náttúrulega oddviti eins af þremur flokkum í ríkisstjórn sem er að glíma við faraldur og þarf að huga vel að honum frá degi til dags? „Já, og það höfum við gert núna í bráðum tvö ár,“ sagði Þórdís. Aðspurð að því hvenær hún ætti von á Bjarna aftur til landsins sagði Þórdís reikna með að hann kæmi aftur á næstu dögum. „Ég er bara ekki alveg klár á því en ég held að það séu bara einhverjir örfáir sólarhringar. Ég bara veit það ekki hvort það er á morgun eða hinn.“
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira