Um skóla, sund og Seesaw Ragnar Þór Pétursson skrifar 27. janúar 2022 12:01 Erlendir úttektaraðilar eru yfirleitt sammála um helsta veikleika íslensks menntakerfis. Sá alvarlegasti er skortur á faglegum vinnubrögðum stjórnvalda þegar kemur að innleiðingu stefnu. Íslendingar hafa ekki áttað sig á því að slagorð, prinsipp og yfirlýst stefna er ekki nóg. Það þarf að ástunda fagleg vinnubrögð og bera virðingu fyrir lögum, reglum og bestu þekkingu á hverjum tíma. Störf sérfræðinga eru ekki aðeins kerfisbundið vanmetin til launa hér á landi – ráð sérfræðinga eru líka kerfisbundið vanmetin til aðgerða. Menntun er ævilangt ferli og góð menntun er ekki nema að hluta til viðfangsefni formlegra skóla. Skólar mynda þó hryggjarsúlu menntunarinnar og það er í gegnum þá sem við getum staðið vörð um rétt hvers einasta okkar til undirstöðumenntunar. Okkur ber skylda til að standa vörð um skólakerfið okkar og hið opinbera ber þar sérstaklega ríkar skyldur. Því ber að tryggja að menntakerfið vinni út frá raunhæfum og tímabærum markmiðum og hafi til að bera þann styrk sem til þarf svo það geti náð markmiðum sínum. Hin síðari ár hefur skapast aukin tilhneiging til að stýra skólamálum utan frá. Að hluta til er það hvorki óvænt né einstakt. Þess eru mörg dæmi að skólakerfi starfi undir áhrifavaldi stjórnmála eða skrifræðis. Er það sérstaklega algengt í ríkjum og heimshlutum sem búa við vanþroskað stjórnarfar, flokkadrætti eða alræði. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna eru skólanefndir til dæmis rammpólitísk fyrirbæri sem beita sér af miklum krafti fyrir því að eitthvað sé kennt (eða alls ekki kennt) í skólum. Okkar skólakerfi er hins vegar lýst þannig í lögum og reglum að það á að vera í friði fyrir slíkum áhrifum. Við byggjum okkar skólakerfi m.a. á norrænum fyrirmyndum, þar sem gerðar eru kröfur til þess að skólar standi undir nafni og hafi til að bera þann faglega styrk að sækja fram innan þess ramma sem stjórnvöld skapa hverju sinni. Þegar fréttir berast af því að pólitísk nefnd í sveitarfélagi ætli að breyta skólasundi í valgrein til að koma til móts við áhyggjur nemenda af fyrirkomulagi kennslunnar erum við komin út af veginum og inn í þýfða óreglulandslagið sem OECD og aðrir hafa bent á að standi skólastarfi fyrir þrifum. Sú umræða, hvort fyrirkomulag skólasunds sé uppbyggileg og æskileg, er tímabær og óumflýjanleg í skólastarfi. Hún er hins vegar alls ekkert einföld. Það þarf ekki mikla umhugsun til að sjá að lausn á vanda þeirra nemenda sem eiga erfitt með skólasundið getur ekki falist í því að þeir verði bara svo ofsalega góðir í sundi í lok áttunda bekkjar að það réttlæti það að þeir sleppi við sundið í níunda og tíunda bekk. Það er álíka gáfulegt og að segja að hægt sé að hlífa lesblindum börnum við stafsetningu nái þau viðmiðum tíunda bekkjar strax í áttunda bekk. Ég minni því á að það er ekki í verkahring pólitískra nefnda sveitarfélaga að ákveða hvað er kennt og hvað er ekki kennt í skólum. Sú ákvörðun liggur hjá skólum og skal lúta þeim reglum og ramma sem lög og reglugerðir (þar á meðal námskrá) strengja utan um starfið. Kennarar eða skólastjórnendur sem framselja ákvörðunarvald sitt um fyrirkomulag náms og kennslu til skólanefnda eða stjórnsýslu hafa brugðist hlutverki sínu. Skólanefndir, fræðslustjórar eða sveitarstjórnir sem reyna að taka þessar ákvarðanir á sitt borð hafa líka brugðist sínu hlutverki. Sem færir okkur að Seesaw. Fyrir þau sem ekki þekkja þá er Seesaw forrit sem Persónuvernd sér alla annmarka á að notuð séu í skólastarfi m.a. vegna þess að þar eru gögn geymd utan Evrópska efnahagssvæðisins. Miðað við afstöðu Persónuverndar og skyldra aðila í Evrópu er það hlutverk skóla að tryggja að enginn hugbúnaður sé í notkun í skólum nema fyrir liggi að hann uppfylli ströngustu skyldur og það sé hlutverk rekstraraðila að gera þannig samninga við tæknifyrirtæki að þau undirgangist stranga skilmála. Þegar skólakerfi heimsins (og þar á meðal um gervallt Evrópusambandið) hrundu hvert af öðru í fyrstu og annarri bylgju kóvid – hélt hið íslenska velli. Það gerðist m.a. vegna þess að hér á landi hafa þúsundir kennara eytt síðustu árum í að þróa starf sitt í hinum stafræna heimi. Á fyrstu dögum bylgjunnar hér á landi sendu tugir kennara út boð um aðstoð og hjálp. Þeir skiptust á björgum, efni og ráðgjöf. Ein af þessum björgum var Seesaw. Ísland stendur einna fremst allra landa í menntun í stafrænum heimi enda fylgir skólakerfið hér samfélagi sínu. Íslendingar eru, og hafa verið, ein tæknivæddasta þjóð veraldar. Ef þú, lesandi góður, vildir nú kynna þér flækjurnar í persónuverndarmálum og skólastarfi – þá er viðbúið að þú myndir hefja þá rannsókn á Google. Þú gætir jafnvel endað inni á Youtube þar sem þú kynntir þér persónuverndarreglur Evrópusambandsins og stafræna þróun í skólastarfi. Allt myndi þetta skilja eftir slóð í stafrænum heimi og það er meira en líklegt að þá slóð mætti rekja til þín. Ef þú átt jafnframt barn á skólaaldri er meira en líklegt að þú hafi keypt handa barni þínu snjalltæki og ef barnið er meira en tveggja ára er líklegt að það sé ratfært um Youtube og ef það er á grunnskólaaldri er nokkuð öruggt að það sé byrjað að gúgla. Fái barnið þitt heimaverkefni í skólanum, t.d. það að kynna sér súfragettur eða sundkennslu, er mjög líklegt að barnið muni byrja að leita í hinum stafræna heimi. Ef skólinn útvegar ekki tæki til þess mun það nota tæki að heiman. Þannig verður til slóð – og sú slóð er upplýsingar. Við búum öll í stafrænum heimi. Það er flókið að fara í bíó, banka eða bólusetningu nema í gegnum stafræna stíga. Að sama skapi er að verða nánast ómögulegt að vita hvar heimurinn stendur í samfélagsfræði eða stjörnufræði nema í gegnum sömu tæki. Það er vissulega faglegt viðfangsefni að samþætta persónuvernd barna og stafræna tækni í skólastarfi. En ef stjórnvöld ætla í alvöru að krefjast þess að börn notist ekki við annan hugbúnað í námi sínu en þann sem sérstaklega hefur verið samið um að notaður sé og bannar afdráttarlaust að gögn séu varðveitt annars staðar en innan ESB þá mun ekki aðeins hægja á skólaþróun heldur myndast gjá á milli raunveruleikans og menntakerfisins. Eiga skólar að banna nemendum að nota eigin tæki og tól í námi? Er í lagi að íslensk börn eigi vinabekk og pennavini í Brussel en ekki í Brasilíu? Við kennum sund vegna þess að ef við gerum það ekki getur fólk hreinlega drukknað. Þannig eru sundlaugar, frá sjónarhóli hinna ósyndu, hreinustu dauðagildrur. Eins getur hinn stafræni heimur verið hættulegur staður. En það er einmitt þess vegna sem mikilvægt er að kenna nemendum að rata um hann. Tæknilæsi og getan til sköpunar i stafrænum heimi er grundvallarfærni í nútímanum. Sveitarfélag eða fræðslunefnd á ekki að velja hvaða bækur eru kenndar í skólum. Það á heldur ekki að vera á þeirra borði að úthluta stafrænu námsefni. Val á námsefni er á borði kennara en á endanum er það nemandinn sem stýrir ferðinni (þannig er íslenska námskráin að minnsta kosti hugsuð). Vilji stjórnvöld og/eða Persónuvernd taka sér styðjandi hlutverk við sókn skólanna og ungmenna inn í hinn stafræna heim er það hið besta mál. Það er einkenni faglegs samtals að það er opið, heiðarlegt og leitar að lausnum. Nákvæmlega núna erum við hins vegar stödd í ógöngum sem við þurfum að komast út úr. Ég biðla því hér með til Persónuverndar og sveitarfélaga að koma til samtals við okkur kennara og stjórnendur til að gera tilraun til að rjúfa hinn séríslenska vítahring þess að fagleg mál renni út úr faglegu rásinni og út í móa. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Grunnskólar Sund Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Erlendir úttektaraðilar eru yfirleitt sammála um helsta veikleika íslensks menntakerfis. Sá alvarlegasti er skortur á faglegum vinnubrögðum stjórnvalda þegar kemur að innleiðingu stefnu. Íslendingar hafa ekki áttað sig á því að slagorð, prinsipp og yfirlýst stefna er ekki nóg. Það þarf að ástunda fagleg vinnubrögð og bera virðingu fyrir lögum, reglum og bestu þekkingu á hverjum tíma. Störf sérfræðinga eru ekki aðeins kerfisbundið vanmetin til launa hér á landi – ráð sérfræðinga eru líka kerfisbundið vanmetin til aðgerða. Menntun er ævilangt ferli og góð menntun er ekki nema að hluta til viðfangsefni formlegra skóla. Skólar mynda þó hryggjarsúlu menntunarinnar og það er í gegnum þá sem við getum staðið vörð um rétt hvers einasta okkar til undirstöðumenntunar. Okkur ber skylda til að standa vörð um skólakerfið okkar og hið opinbera ber þar sérstaklega ríkar skyldur. Því ber að tryggja að menntakerfið vinni út frá raunhæfum og tímabærum markmiðum og hafi til að bera þann styrk sem til þarf svo það geti náð markmiðum sínum. Hin síðari ár hefur skapast aukin tilhneiging til að stýra skólamálum utan frá. Að hluta til er það hvorki óvænt né einstakt. Þess eru mörg dæmi að skólakerfi starfi undir áhrifavaldi stjórnmála eða skrifræðis. Er það sérstaklega algengt í ríkjum og heimshlutum sem búa við vanþroskað stjórnarfar, flokkadrætti eða alræði. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna eru skólanefndir til dæmis rammpólitísk fyrirbæri sem beita sér af miklum krafti fyrir því að eitthvað sé kennt (eða alls ekki kennt) í skólum. Okkar skólakerfi er hins vegar lýst þannig í lögum og reglum að það á að vera í friði fyrir slíkum áhrifum. Við byggjum okkar skólakerfi m.a. á norrænum fyrirmyndum, þar sem gerðar eru kröfur til þess að skólar standi undir nafni og hafi til að bera þann faglega styrk að sækja fram innan þess ramma sem stjórnvöld skapa hverju sinni. Þegar fréttir berast af því að pólitísk nefnd í sveitarfélagi ætli að breyta skólasundi í valgrein til að koma til móts við áhyggjur nemenda af fyrirkomulagi kennslunnar erum við komin út af veginum og inn í þýfða óreglulandslagið sem OECD og aðrir hafa bent á að standi skólastarfi fyrir þrifum. Sú umræða, hvort fyrirkomulag skólasunds sé uppbyggileg og æskileg, er tímabær og óumflýjanleg í skólastarfi. Hún er hins vegar alls ekkert einföld. Það þarf ekki mikla umhugsun til að sjá að lausn á vanda þeirra nemenda sem eiga erfitt með skólasundið getur ekki falist í því að þeir verði bara svo ofsalega góðir í sundi í lok áttunda bekkjar að það réttlæti það að þeir sleppi við sundið í níunda og tíunda bekk. Það er álíka gáfulegt og að segja að hægt sé að hlífa lesblindum börnum við stafsetningu nái þau viðmiðum tíunda bekkjar strax í áttunda bekk. Ég minni því á að það er ekki í verkahring pólitískra nefnda sveitarfélaga að ákveða hvað er kennt og hvað er ekki kennt í skólum. Sú ákvörðun liggur hjá skólum og skal lúta þeim reglum og ramma sem lög og reglugerðir (þar á meðal námskrá) strengja utan um starfið. Kennarar eða skólastjórnendur sem framselja ákvörðunarvald sitt um fyrirkomulag náms og kennslu til skólanefnda eða stjórnsýslu hafa brugðist hlutverki sínu. Skólanefndir, fræðslustjórar eða sveitarstjórnir sem reyna að taka þessar ákvarðanir á sitt borð hafa líka brugðist sínu hlutverki. Sem færir okkur að Seesaw. Fyrir þau sem ekki þekkja þá er Seesaw forrit sem Persónuvernd sér alla annmarka á að notuð séu í skólastarfi m.a. vegna þess að þar eru gögn geymd utan Evrópska efnahagssvæðisins. Miðað við afstöðu Persónuverndar og skyldra aðila í Evrópu er það hlutverk skóla að tryggja að enginn hugbúnaður sé í notkun í skólum nema fyrir liggi að hann uppfylli ströngustu skyldur og það sé hlutverk rekstraraðila að gera þannig samninga við tæknifyrirtæki að þau undirgangist stranga skilmála. Þegar skólakerfi heimsins (og þar á meðal um gervallt Evrópusambandið) hrundu hvert af öðru í fyrstu og annarri bylgju kóvid – hélt hið íslenska velli. Það gerðist m.a. vegna þess að hér á landi hafa þúsundir kennara eytt síðustu árum í að þróa starf sitt í hinum stafræna heimi. Á fyrstu dögum bylgjunnar hér á landi sendu tugir kennara út boð um aðstoð og hjálp. Þeir skiptust á björgum, efni og ráðgjöf. Ein af þessum björgum var Seesaw. Ísland stendur einna fremst allra landa í menntun í stafrænum heimi enda fylgir skólakerfið hér samfélagi sínu. Íslendingar eru, og hafa verið, ein tæknivæddasta þjóð veraldar. Ef þú, lesandi góður, vildir nú kynna þér flækjurnar í persónuverndarmálum og skólastarfi – þá er viðbúið að þú myndir hefja þá rannsókn á Google. Þú gætir jafnvel endað inni á Youtube þar sem þú kynntir þér persónuverndarreglur Evrópusambandsins og stafræna þróun í skólastarfi. Allt myndi þetta skilja eftir slóð í stafrænum heimi og það er meira en líklegt að þá slóð mætti rekja til þín. Ef þú átt jafnframt barn á skólaaldri er meira en líklegt að þú hafi keypt handa barni þínu snjalltæki og ef barnið er meira en tveggja ára er líklegt að það sé ratfært um Youtube og ef það er á grunnskólaaldri er nokkuð öruggt að það sé byrjað að gúgla. Fái barnið þitt heimaverkefni í skólanum, t.d. það að kynna sér súfragettur eða sundkennslu, er mjög líklegt að barnið muni byrja að leita í hinum stafræna heimi. Ef skólinn útvegar ekki tæki til þess mun það nota tæki að heiman. Þannig verður til slóð – og sú slóð er upplýsingar. Við búum öll í stafrænum heimi. Það er flókið að fara í bíó, banka eða bólusetningu nema í gegnum stafræna stíga. Að sama skapi er að verða nánast ómögulegt að vita hvar heimurinn stendur í samfélagsfræði eða stjörnufræði nema í gegnum sömu tæki. Það er vissulega faglegt viðfangsefni að samþætta persónuvernd barna og stafræna tækni í skólastarfi. En ef stjórnvöld ætla í alvöru að krefjast þess að börn notist ekki við annan hugbúnað í námi sínu en þann sem sérstaklega hefur verið samið um að notaður sé og bannar afdráttarlaust að gögn séu varðveitt annars staðar en innan ESB þá mun ekki aðeins hægja á skólaþróun heldur myndast gjá á milli raunveruleikans og menntakerfisins. Eiga skólar að banna nemendum að nota eigin tæki og tól í námi? Er í lagi að íslensk börn eigi vinabekk og pennavini í Brussel en ekki í Brasilíu? Við kennum sund vegna þess að ef við gerum það ekki getur fólk hreinlega drukknað. Þannig eru sundlaugar, frá sjónarhóli hinna ósyndu, hreinustu dauðagildrur. Eins getur hinn stafræni heimur verið hættulegur staður. En það er einmitt þess vegna sem mikilvægt er að kenna nemendum að rata um hann. Tæknilæsi og getan til sköpunar i stafrænum heimi er grundvallarfærni í nútímanum. Sveitarfélag eða fræðslunefnd á ekki að velja hvaða bækur eru kenndar í skólum. Það á heldur ekki að vera á þeirra borði að úthluta stafrænu námsefni. Val á námsefni er á borði kennara en á endanum er það nemandinn sem stýrir ferðinni (þannig er íslenska námskráin að minnsta kosti hugsuð). Vilji stjórnvöld og/eða Persónuvernd taka sér styðjandi hlutverk við sókn skólanna og ungmenna inn í hinn stafræna heim er það hið besta mál. Það er einkenni faglegs samtals að það er opið, heiðarlegt og leitar að lausnum. Nákvæmlega núna erum við hins vegar stödd í ógöngum sem við þurfum að komast út úr. Ég biðla því hér með til Persónuverndar og sveitarfélaga að koma til samtals við okkur kennara og stjórnendur til að gera tilraun til að rjúfa hinn séríslenska vítahring þess að fagleg mál renni út úr faglegu rásinni og út í móa. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun